Morgunblaðið - 22.06.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1947, Síða 6
6 MORGUNBLAöIÐ Sunnudagur 22. júní 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Hrakfarir kommúnista Þegar kommúnistar fara ekki að lögum, þá kemur æði oft fyrir, að menn furðar á þessu. En þetta er ekkert undrunarefni. Þar sem kommúnistar hafa náð völdum úti um heim, þar eru það lög, sem þeir vilja vera láta. Sanntrúuðum kommúnistum finnst þetta vera .eðlilegt og sjálfsagt. Þar sem kommúnistar hafa náð stjórnartaumunum, þar er ólöglegt að hafa aðra skoðun en þá, sem hinir ráð- andi menn fyrirskipa. Nái kommúnistar meirihluta í einhverri fjelagsstjórn hjer á landi,. þá álíta þeir, að með því hafi þeir öðlast rjett til þess að gera fjelaginu þau lög, sem þeim sýnist, og hafi þar fjelagsmenn ekkert um að segja, en lands- lögin komi ekki málinu við. Þegar kommúnistar á Siglufirði urðu fyrir þeim von- brigðum á dögunum, að þeir gátu ekki hindrað verka- menn frá því að greiða atkvæði með miðlunartillögu sátta semjara, þá töldu þeir sjer rjett að heimta að sáttasemj- arinn yrði settur af. Því þannig eru aðfarirnar í suðaust- anverðri Evrópu í dag, þar sem kommúnistarnir eru að brjótast til valda. Þar eru þeir embættis og starfsmenn, sem á einhvern hátt verða í vegi fyrir ofbeidisgerðum kommúnista, tafarlaust reknir frá eða teknir fastir. Svona vilja kommúnistar að farið sje að hjer á landi. Þegar verkalýðsfjelagsstjórnin í Borgarnesi samþykkir í ímynduðu almætti sínu, að þar skuli hefja samúðar- verkfall með Dagsbrún, þá telja kommúnistar, sam- kvæmt eðli sínu og skoðunum, að sú samþykkt sje hin eina, sem gildi í því efni. Þegar efnt er til fjelagsfundar í Borgarnesi og þar er samþykt með yfirgnæfandi meirihluta, að gera samþykkt fjelagsstjórnarinnar að engu, þá er það tilkynnt í Þjóð- viljanum, að samþykkt fjelagsfundar sje að engu haf- andi. Af því að kommúnistar voru á móti henni(!) Þegar kommúnistar ætluðu að hefja verkfallsöldu, er næði um land allt í byrjun aðal-bjargræðistímans, þá virtu flest fjelögin, sem eru í Alþýðusambandinu, þá ekki svars, eða þau beinlínis neituðu hð verða við tilmælunum. Þegar kommúnistar höfðu með lygum og blekkingum ílekað meirihluta Dagsbrúnarmanna til þess að vera með verkfalli, þó ætluðu þeir að reisa samúðarverkfallsöldu um land allt. í*að mistókst gersamlega. Þegar kommúnistar fóru að finna, að fjelagsmenn í Dagsbrún, sem greitt höfðu því atkvæði, að fara út í verk- fall, voru orðnir óánægðir með forustu komma, þá sögðu þeir að stjórn Alþýðusambandsins hefði í vetur boðið ríkisstjórninni að sjá um að ekki kæmi til neins verkfalls. Þá upplýstist það, að ekki er fótur fyrir því, að þetta tilboð hafi nokkru sinni verið gert. Þegar það var upplýst, tóku kommúnistar upp á því, að segja að þeir hefðu aldrei ætlast til að nein samúð- arverkfölí yrðu gerð, út af Dagsbrúnarverkfallinu. En upplýstu um leið, að þeir hefðu skrifað öllum verkalýðs- f jelögum scm eru í Alþýðusambandinu, og beðið þau um að boða samúðarverkföll. Fyrir nokkru síðan hófu kommúnistar í Svíþjóð álíka baráttu fyrir aukinni dýrtíð, eins og flokksmenn þeirra heyjq hjer á landi. Þar var slagorðið hjá þeim: Upp með kaupið. Niður með dýrtíöina! Þeir þóttust hafa fundið ráð til þess að útvega öllum hærra kaup og lægra vöru- verð. í Svíþjóð er hlegið að svona pólitík. Eða mennirnir sem ganga erindi erlends ríkis eru aumkvaðir fyrir bjálfa skapinn. í Svíþjóð eru kommúnistar áhrifalaus skrípaflokkur. Hjer á landi eru kommúnistar sömu mannskrípin, halda að hægt sje að bjóða almenningi til lengdar fjarstæður, ósannindi, óstjórn og vitleysur, þær sem þeir hafa í frammi. ÚR DAGLEGA LÍFINU Kirkjan og þjóðin. FYRIR NOKKRUM dögum var að því vikið hjer í dálkun- um, að kirkjan þyrfti að gera eitthvað til að hæna fólk að sjer. Nú he'fir einn af prestum landsins, sjera Eiríkur Alberts son, skrifað pistil um þetta mál og þótt hann sje í lengra lagi. þá held jeg að það sje góð sunnudagshugvekja fyrir marga, að lesa pistilinn hans. Fer hann hjer á eftir: „ÁGÆTT er að minnast á kirkjuna í greinum yðar, eins og þjer gerið í dag. Satt segið þjer um það, að þjóðin er ekki kirkiurækin. Er hreint ekki að fortaka, að margir komi aðeins í kirkju tvisvar í jarðvistinni: fermingardaginn og þegar síð- ustu ferðinni er lokið. Þetta er mikið alvörumál. Kirkjurnar eru kraftstöðvar og sambandsstöðvar við hinn hæsta, Guð allsherjar og æðri máttar og dýrðarheima. Sam- starf prests og safnaðar meðan á altarisguðsþjónustunni stend ur er miðdepill og mégin- kjarni þessa uppheimasam- bands. Þá skiftir og miklu máli, að presturinn sje vel máli farinn og gæddur áhrifamætti í' ræðustól. Að sj'álfsögðu eiga persónulegar játningaræður fullan rjett á sjer. þótt per- sónulegar játningar prestsins éigi. fremur heima í hinni al- mennu og daglegu sálusorg, eða hirðisstarfi, Islendingum hyg.g jeg að þóknist þó miklu betur fræðandi prjedikanir og hvetjandi. Ekki mundi æsku- mÖnnum alment verða annað drýgra til kirkjusóknar. Kirkjan og guð- — fræðin. KIRKJAN er menningarstofn un og íslenska kirkjan hefir verið menningarkirkja með sjerstöku hámenningarsniði, þegar b'est hefir látið. En eitt mikilvægt skilyrði þess, að kirkjan kafni ekki undir þessu nafni er það, að hún á hverj- um tíma viti þess full skil að gera grein á fræðilegan og vís- indalegan hátt fyrir þeirri alls herjarlífsskoðun, sem hún tel- ur sig handhafa að og gerir kröfu til að aðrir lúti sem hinni einu rjettu skoðun á alheimi og mannkyni. En ekki er of- sagt, að þegar stjórnmálamönn unum er slept, þá sjeu prest- arnir fremstir í flokki um að vera óbilgjarnir í umræðum um guðfræðileg mál og lífs- skoðanir og lífsstefnur. „Æði guðfræðinganna“ hefir .löng- um verið haft að orðtaki. En því er þannig háttað um guð- fræðina, eins og alla aðra fræði, að enda þótt mikilvæg sannindi sjeu sígild, og fyrnist því ekki, þá heimtar sjerhver öld, sjerhver tíð, nýja túlkun þessara sanninda með hliðsjón á aukinni þekkingu á fjölmörg um sviðum, og nýjum land- námum á sviðum guðfræði og heimspeki alveg sjerstaklega. Um þessi mál þarf kirkjan að fræða þjóðina hlutlaust. • Fræðslu tímarit. ÍSLENSK blöð á vegum kirkjunnar eru góðra gjalda verð, en þessu hlutverki gera þau lítil sem engin skil. Er það illa farið. Bagalegur skortur er því á tímariti, sem veitti al- þýðlega fræðslu um hinar æðstu og sönnustu hugsaftir og skoðanir þeirra vísindamanna og andlegra mikilmenna, sem rita nú á tímum um trúmál og guðfræði, heimspeki og iíf- fræði, sálarfræði og siðspeki. Ef þ.jóðin kunni ekki að meta slíkt tímarit og kaupa og lesa, þá hefir hún gleymt þvi, að ís- lenska þjóðkirkjan hefir verið og á að vera glæsileg menn- ingarstofnun, samhliða því að vera griðastaður og sambands- stöð við hið ósýnilega og eilífa. • Kirkjan og aug- lýsingarnar. JEG er yður fyllilega sam- mála um, að prestarnir þurfi að taka upp nýjar aðferðir, sem samræmist kröfum tímans. Og þjer bendið á auglýsinga- og áróðursaðferðina. Og laukrjett er það, að hverskonar mál- efni.. virðist hún nauðsynleg. Og eftirtektarvert er það, hversu ýmsir leikprjedikarar og trúboðar hæna að sjer fólk á Lækjartorgi með einskorjar áróðri. Og víst er um það, að auglýsingarnar hafa verið um skeið athugunarefni sálarfræð ingp^ma. Og allar auglýsingar og áróður beinist að þessu: Komið til mín. Og í þeim skiln ingi notaði Jesú.s Kristur sjálf- ur auglýsingaaðferðina. Hann segir: „Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og jeg mun veita yð- ur hvíld. Takið á yðúr mitt ok og lærið af mjer. því að jeg er hógvær og af hjarta lítil- látur, og þá skuluð þjer finna sálum yðar hvíld því að mitt ok er indælt og byrði mín Ijdtt“. (Matt. 11, 28—30). • . Samvinna allra. „OG MEISTARINN talaði aldrei út í bláinn, hann talaði til samlanda sinna og samtíð- ar. Fyrir því væri það í anda hans að nota einskonar auglýs- ingastarfsemi í þágu þéirrar stofnunar sem á að halda merki hans á lofti og boða á sjer- hverri tíð hið almenna og eilífa guðsríki með mönnunum, bæði hið innra með þeim og á hin- um margvíslegu fjelagssvið- um. Sjálfsagt er og skylt, að prestarnir hafi forystu um þetta. En auðsætt er. að mál- ið er svo víðtækt og fjölþætt, að fleiri þurfa að koma til, svo að vel sje og árangur verði sýnilegur og varanlegur. — Siðskiftafrömuðurinn Mar- teinn Lúther, var þeirrar skoð unar, að allir kristnir menn væru prestar, ef hin kristilega mannlífshugmynd væri rjett skilin. Hinn almenni prests- dómur var því ein hinna nýja siðbótakenningum hans. Eðli- legt er því að hinir vígðu prest ar ’mæli til hinna óvígCu koll- ega sinna: Berum hvðr ánnars byrðar og uppfyllun? bannig lögmál Krists. Berum lífsskoð- un Krists og íslenskrar kirkju fram til sigurs. Eflum upp- heimasamband og guðsríki með mönnunum, annað ef íslenskri kirkiu og íslenskri þjóð ekki sæmilegt. Látum anda visku og speki og þekkingar sitja í önd vegi og gerum veg þeirra sem mestan með þjóðinni, og greið ið götu þeirra inn á sjerhvert heimili. íslenska lúterska kirkj an minnist siðbótamanns síns sannast og fagurlegast með þeim hætti að minna þjóðina á hina elskulegu kenningu hans um hinn almenna prestsdóm. Rjett skilið gæti sú skoðun sam einað íslensku þjóðina betur en allí annað og hrundið af stað þeirri menningu. sem þessu fagra landi og gáfuðu þjóð yrði til hinnar mestu hamingju“. • Fijótur iyfflutn- ingur. HJER ÁÐUR fyr var það oft erfitt verk að sækja lyf, ekki síst ef fara þurfti alla leið norð an úr landi og suður á Seltjarn arnes, eins og kom fyrir. Nú til dags gengur þetta alt mik- ið greiðara, jafnvel þótt sækja þurfi lyfið til New York. Það bar við hjer í bænum, að kona nokkur sem var mikið sjúk þurfti að fá nýtt lyf, sem ekki er til hjer á landi enn- þá, en fæst í Ameríku. Það var á fimtudag kl. 11 að kvöldi, að maður henni nákominn sendi hraðskeyti til New York og bað um að koma lyfinu á fyrstu flugvjel til íslands. Lyfið var komið hingað kl. 12 á hádegi daginn eftir. Það er ótrúlegt að þetta met verði slegið. því til þess að þetta væri hægt þurfti alt að fara saman, örugg og skjót skcvtaafgreiðsla, fljót fyrir- greiðsla í New York og svo góð afgreiðsla hjá flugfjelaginu. En þetta er hægt og það var gert. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Ramadier stendur enn Hjer á eftir fel útdráttur úr brjefi, sem Frank MacDermot frjettamaður hjá Kemsley Press, sendi: ÞAÐ ER MIKILL stjórn- málalegur sigur fyrir Ramadi- er forsætisráðherra Frakka, að honum tókst að jafna verkfall starfsmanna við frönsku járn- brautirnar án þess að gefa eft ir fyrir kommúnistunum eða taka þá aftur inn í stjórnina. Aftur á móti valda ívilnan- irnar, sem verkamönnum hafa verið veittar ríkinu þungan bagga að bera. Það er ennþá deilt um hvort eigi heldur að reka flutningakerfið, rafmagns ■ veiturnar og gasstöðvarnar með , halla, eða hvort eigi að hækka gjöld almennings af þeim. Stjórnin heldur því fram. að | hallinn af járnbrautunum sje alltof mikill og það verði taf- arlaust áð hækka fargjöldin mikið. Verkalýðsfulltrúarnir og þar að auki kommúnistarnir hafa barist á móti þessari hækkun, því að þeir telja að með því sje launahækkun verkalýðsins í rauninni gerð að engu. Og eins og ajls staðar annars staðar hugsa þeir ekkert um hags- muni alþjóðar ef þeir sjálfir fá Franih. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.