Morgunblaðið - 22.06.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.06.1947, Qupperneq 7
i Sunnudagur 22. júní 1947 SlöRGUNBLAÐIÐ 7 R E Y K Öllu snúið öfugt. Dagsbrúnarverkfallið heldur áfram. Fyrstu dagana eftir að það skall á, var verkfallið á hvers manns vörum. — Nú er minna um það talað. Eins og mönnum þyki ekki nema eðli- legt, að það haldi áfram, úr því það einu sinni byrjaði. Kommúnistar halda því fram á hverjum degi, að samningar eigi að komast á tafarlaust. Eft- ir annari framkomu þeirra, sem í Þjóðviljann slcrifa, ættu hinar daglegu kröfur um tafarlausa samninga að þýða það, að Þjóð- Viljamenn vilji að- verkfallið standi sem lengst. Eftir því sem þeir sjálfir upplýsa ber helst að skilja þá þannig, að þeir meini alveg þveröfugt við það, sem þeir segja. Þegar kommúnistar í stjórn Alþýðusambandsins skrifa verk lýðsfjelögunum brjef út um land og biðja þau um, að boða ÍVinnuveitendafjelaginu tafar- laust samúðarverkfall, vegna Vinnustöðvunar Dagsbrúnár, þá upplýsir Þjóðviljinn, sbr. grein hans og yfirlýsingu á fimtudag, að kommúnistarnir í stjórn Al- þýðusambandsins meini, að þeir kæri sig ekkert um nein samúð- arverkföll. Formaðurinn gerir ekkert. Kjaftarófur kommúnista sem hafðar eru til þess að breiða út allskonar vitleysu, hafa alla þessa viku verið látnar segja og útbreiða, að nú sje verið að semja við Dagsbrún. Nú hafi fundir verið haldnir allan dag- inn. Nú hafi Dagsbrún verið boðið tiltekin kauphækkun. Nú sje ekki annað en bíða til morg- uns. Þá verði verkíallinu lokið. Allir sem hlaupa með sögur þessar fyrir kommúnistana vita sem er að enginn fótur er fyrir þeim. Á meðan hlaupið er með all- ar þessar samningasögur, hefur formaður Dagsbrúnar ekki gert nokkurn hlut til þess að koma neinum samningaviðtölum á, sennilega af því að hann eða þeir sem stjórna honum, kæra sig ekkert um, að neitt sje hreyft við málinu. Skáldsögur komma. Annar sagnaflokkur komma, sem hlaupalið þeirra breiðir út, fjallar um einhverja dularfulla sundrungu í ríkisstjórninni. Að þar sje nú hver hendin upp á móti annari. Svo mæla börn sem vilja, segir máltækið. Af þyí að kommúnistar hafa ekki efnt til þessa verkfalls,. til þess að bæta kjör verkamanna, hvorki hjer í Reykjavík nje ann arsstaðar, heldur til þess að auka á erfiðleika með þjóðinni yfirleitt, í þeirri von að erfiö- leikar almennings, sem af verk- föllum stafa, kynnu að valda sjerstökum erfiðleikum fyrir ríkisstjórnina, þá búa kommar til skáldsögur, sjer til hugar- hægðar, um það, að þeir hafi komið af stað ósamkomulagi og sundrungu innan stjórnarinnar. Sennilega eru kommúnistar þeir einu menn hjer á landi, sem hafa ekki komið auga á, að verkfalls- og valdabrölt þeirra, ofstopi þeirra gagnvart löglegri stjórn landsins, og undirlægju- JAV háttur þeirra og hlýðni við hina ónafngreindu yfirboðara þeirra, hefur lagt drjúgan skerf til ein- ingar allra annara flokka, gegn þessum skemdamönnum þjóðf je lagsins. Hringavitleysa Þjóðviljans. Ritstjórn Þjóðviljans er þessa daga rekin með þeim hætti, að engu er líkara, en þeim sem þar stjórna, einblíni á kjörorðið: „Best sem vitlausast". Látum vera þó þétta komm- únistamálgagn hafi viðurkent, og harmað, ófarir kommúnista í verkfallinu. Að þeim hafi fyrst mistekist að fá verkalýðsfjelög landsins til að segja upp samningum. Og þegar þeim tókst að koma* á Dagsbrúnarverkfallinu, þá hafi þeim mistekist að koma á þeim mörgu samúðarverkföllum, er þeir hugsuðu sjer að efna til um alt land. Frá þessu hefur Þjóðviljinn skýrt, ýmist beinlínis eða óbein- línis. Þó vantar, sem éðlilegt er, allmikið í frásögn kommanna af hrakförum þeirra. Þeir hafa t. d. ekki sagt frá hinu norðlenska fjelagi, sem hafði undirbúið uppsögn samninga, um það leyti sem. tilmælin komu frá stjórh Alþýðusambandsins, um að fje- lagið segði upp samningum sín- um við vinnuveitendur. En þeg- ar tilmælin komu hjeðan að sunnan, þá hætti fjelagið við að segja upp, af því forystumenn fjelagsins vildu ekki láta það spyrjast að þcir í einu nje neinu færu eftir því sem kommúnistar óskuðu eða fyrirskipuðu. Býrtíð og afurða- verð. Mótsagnir og vitleysur komm únistanna er skrifa í þjóðvilj- ann eru verklegastar og- mynd- arlegastar, þegar þeir ræða um afurðasölumálin. Þyrfti langan lestur, til að rekja þær f jarstæð- ur og endaleysur allar. Fyrst segir Þjóðviljinn að nú verandi ríkisstjórn hafi sýnt ó- dugnað og sinnuleysi við afurða sölumálin. Næst segir Þjóðviljinn, að af- urðasalan hafi gengið svo vel, að ekki sjeú dæmi til, að svo vel hafi tekist áður. Svo eru málin rædd nánar. .Þá segir Þjóðviljinn, að svo vel hafi tekist að fiskurinn. verði nú seldur fyrir 20—50% hærra •verð en í fyrra. Og það sje svo ágætt verð að ríkissjóður þurfi ekki að gefa með líkt því öll- um fiskinum sem seldur er. Þetta segja kommúnistar, og halda, að með því sjeu þeir að útmála g.lansandi ástand og horfur með þjóðinni. Að eitt- hvað talsvert af aðalframleiðslu vöru landsmanna, sje hægt að selja á erlendum markaði, án þess, að ríkissjóður borgi hluta af verðinu(!) Segjum svo, að verðið sje töluvert hærra en í fyrra. En samt þarf að borga með fisk- inum af almannafje. Hvernig kemur þetta heim? Þjóðvilja- menn ætlast ekki til þess að lesendur þeirra sjái það. Að enda þótt hægt sje af alveg sjerstökum ástæðum, að fá K U R B hærra verð fyrir nokkuð af fiskinum í ár, en í fyrra, þá hefir dýrtíðin hækkað svo mik- ið síðan, að sú verðhækkun sem fengist nægði ekki til þess að vega upp þann aukna fram- leiðslukostnað, sem stafar af hinni hækkuðu dýrtíð. Frá þessu hörmungarástandi segir blað kommúnistanna, sam timis sem ritstjórarnir halda að hægt sje að telja fólki trú um, að það sje vegurinn til að bæta hag verkamanna, að auka dýrtíðina nú, í einu stökki, um 10%, eða sem svar- ar 30 stigum í viðbót. Flokkskynning. Það tekur nokkurn tíma, að almenningur kynnist komm- únistum, átti sig á því, hvers- konar fólk þetta er, og hver er stefna þeirra og starf. Það er ekki nema eðlilegt, að margir eigi erfitt með að skilja, og viðurkenna, eða láta sjer til hugar koma að hjer, meðal Is- lendinga, sje flokkur manna, sem vill fyrir hvern mun, að ofbeldi og kúgun fái að ryðja sjer til rúms í heiminum, og fái að festa hjer rætur. Að þjóð- in eigi að afneita sjálfri sjer, frelsi sínu, og . sjálfstæði, til þess að öðlast það hnoss að verða einskonar einskisvirtur halakleppur aftan í alóskyldri þjóð. En ótal dæmin sanna að þetta er stefna og markmið komm- únista. EkkPaðeins þeirra, sem eiga sjer íslehskt blóð í æðum, lieldur kommúnista út um all- an heim. Verkfærin. Menn hafa tekið eftir hinni blindu hlýðni við hina erlendu stefnu. Hvernig var í ágúst 1939, þegar kommúnistarnir bæði hjer og annarsstaðar í heiminum urðu vinir Nasism- ans á einni nóttu? Af því þeim var lögð hin nýja lína í munn. Og hvernig var í Noregi, t. d. með ökkar ágætu frændþjóð, er best barðist leynt og ljóst gegn Nasismanum? Voru ekki norskir kommúnistar hjálpar- menn Hitlersliðssveitanna, er til Noregs komu, allt þangað til Hitler sneri hersveitum sín- um gegn Rússlandi? Kölluðu okkar eigin komm- únistar það ekki landráð, að leggja fram vinnuafl til þess að bæta aðstöðu bandamanna? Ekki getur það verið landráð gegn íslandi, að vinna að því, að Hitler tapaði styrjöldinni. — Nei. Og hvað sagði ekki .einvald- urinn í Moskva á dögunum, er Harold Stassen, hinn ameríski, heimsótti hann? Það var ekki okkur að kenna, að slitnaði upp úr vináttunni við Hitler. Það var hinum þýska einvaldi að kenna. Það er Hitler sáluga að kenna, að mennirnir, sem skrifa í Þjóðviljann í dag, skuli ekki enn verá Nasistafylgj- endur. Fjárstyrkirnir. Merkilegast af öllu saman er það, að hinir hlýðnu og auð sveipu kommúnistar, sem Þjóð viljann skrifa, geta ekki, R J E F hvernig sem þeir hugsa sig um, fundið nokkuð athugavert við, þó þeir hefðu alla tiða og fram á þenna dag verið unnendur, og fylgismenn Hitlers. Því þeir hafa það pólitíska upp- eldi, ogl^ann ,,þorska“ eða van þroska, að hugsa, tala og skrifa eins og þeim er sagt. Frjáls og sjálfstæð hugsun, samrýmist ekki því, að vera hreinræktað- ur kommúnisti. Fyrir nokkru.var skýrt frá því hjer, að foringi danskra kommúnista, Aksel Larsen, hefði talað af sjer í danska þinginu. Gefið tilefni til þess að hann var spurður mjög á- kveðið að því, hvort flokkur hans fengi fjárstyrk frá út- löndum til starfsemi sinnar. Samþingismenn hans sögðu við hann, að hann þyrfti svo sem ekki að telja nákvæmlega fram. Vel mætti skeika um þúsund krónur til eða frá. — Það skifti ekki máli. En menn vildu vita, hvort kommúnist- ar í Danmörku fengju yfirleitt fjárstyrk frá útlöndum ellegar ekki. Já eða nei. Hinn danski kommúnistafor- ingi kaus heldur að þegja. •— Steinþegja. Spurningin hefir breiðst út til nágrannaland- anna. Sama þögnin frá forustu mönnum kommúnista í Sví- þjóð. Það er „línan“ auðsjá- anlega. Þjóðviljinn mintist á það fyrir nokkrum dögum að hjer hefði verið sagt frá þess- um fyrirspurnum. En ekki datt kommúnistum í hug, að mót- mæla því, að þeir hefðu fengið fjárstyrk erlendis frá. Þó hefði mótt hugsa sjer að ein- hver þeirra vildi heldur láta sem hann hefði gleymt því að einhverjar smáupphæðir hefðu síast til Þjóðviljans eða í flokks starfsemina. I þessu eina tilfelli virðast Þjóðviljamenn halda sjer við stefnuna, að fæst. orð hafi minsta ábyrgð. Göfugmenskan. I öllum raunum sínum og hrakförum, undanfarna daga hefir Þjóðviljinn þó getað verið hreykinn af einu, er hann hefir sagt frá verkfallsstjórn Dags- brúnar. Með miklu yfirlæti skýrði hann frá því hjer um daginn, hve Dagsbrúnarstjórn- in sje alveg frámunalega eðal- lynd. Hún eða verkfallsstjórn- in hafi jafnvel alveg óbeðin, leyft slökkviliðinu að fá bensín á slökkviliðsbílana. Svo slökkvi lið Reykjavíkur getur alveg ó- áreitt af Dagsbrún, unnið störf sín, þegar eldsvoða ber að hönd um. Dásamleg göfugmenska? Fleiri eru góðverk þessarar stjórnar sem Þjóðviljinn sá á- stæðu til að greina frá. Hún hefir líka leyft læknum að fá bensín á bíla sína. Vitanlega takmarkað, svo læknarnir sjeu ekki að heimsækja sjúklinga sem eru langt frá bústöðum þeirra. Almúgamönnum sýnist að þegar þetta er talið, sem svo miklir skapgerðakostir, að á- stæða sje til að skrifa um í blöð, þá muni vera heldur fátt um fína drætti í mannkosta- búri hinnar núverandi Dags- Laugardagur 21.júní brúnarstjórnar og hjálparkokka hennar. Geirfuglinn o. fl. Sannleikurinn er sá að hið besta útrýmingarmeðal við kommúnismann úr íslensku þjóðlífi, er, að ■ alntenningur kynnist honum, alveg til botns. I^ynnist því mjög ítarlega, hvernig hreinræktaðir komm- únistar hugsa, og hver stefna þeirra og starfsaðferðir eru. Kunnleikinn á þeim, þekking- in, skilningurinn, er það þrifa- bað sem þarf, til þess að ís- lensk þjóð losni við óþrif slík með öllu. Það er mín bjargföst sann- færing, að ekki líði á löngu, þangað til engir kommúnistar verða hjer starfandi. Þeir líða undir lok, sem pólitískar stærð- ir. Ekki af því, að við þá verði beitt neinum aðferðum öðrum en þeim, sem samrýmast lýð- ræðisskipulagi þjóðfjelagsins. Þegar kommúnisminn verður orðinn aldauða úr hugum Is- lendinga, væri æskilegt að geymd yrðu nokkur eintök af íslenskum kommúnistum í forngripasafni þjóðarinnar, eins og þeir litu út, á svipaðan hátt einsog gert er við útdauðar fuglategundir, t. d. geirfuglinn sáluga. Að vísu var hjer ekkert safn til, þegar sú tegund fiður- fjar hvarf af landinu. Svo ekki er til hjer nema líkah af geir- fugli. En svo mæíti líka snúa sjer að hinu væntanlega vaxmynda- safni Oskars Halldórssonar. Fá settar þangað myndir af þeim, sem skelleggast börðust hjer fyrir hinni austrænu stefnu.' Svo dftirkomendurnir fengju nákvæma vitneskju um, hvernig þeir ,,fuglar“ litu út. íerðalög Batide- Fífefamsniía aukast Washington í gær. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐU- NEYTI Bandaríkjanna hefir ný lega tilkynnt, að þegar hömlum þeim, sem nú eru á ferðalögum til Evrópu og Miðjarðarhafs- landanna verði afljett, muni upphæo sú, er Banuaríþjamenn árlega eyða í ferðalög til út- landa bráðlega komast upp í 1,4 billjónir dollara að minnsta kosti. Árið 1946 evddu Banda- ríkjamenn 550 milljón dollur- um í ferðalög erlendis, þar af 330 milljónum í Kanada cg Mexico. Ferðalög til Evrópu búast menn ekki við að komist á sama stig og fyrir stríð, fyrr en eftir nokkur ár. Þess vegna er þess vænst, að ferðamenn muni í náinni framtíð aðallega leggja leið sína til Kanada, Mexico og landairna við kara- biska flóann. Metár, hvað snerti ferðalög Ameríkana til útlanda, var árið 1929 þegar 687 milljónum doll- ara var eytt til þeirra hluta. BUENOS AYRES: — Stjórn- in hjer hefir nú viðurkent hinn nýja bandaríska sendiherra í Brasilíu, en það er Jarnes C. Bruce, verslunarmaður liá. New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.