Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. júlí 1947 J KOMMÚNISTUM TÓKST EKKI AÐ RJÚFA EINANGRUN SÍNA ÞEGAR kommúnistum tókst að hrinda Dagsbrúnarverka- mönnum út í verkfallið, spáðu þeir því, að það myndi standa mjög stutt. Raunin varð öll önn- ur. Verkfallið stóð nokkuð á 5. viku, og mun vera lengsta Dagsbrúnarverkfall, sem hjer hefur verið háð. 'Ríkisstjórnin gerði skyldu sína. Kommúnistar hafa að vonum reynt að velta ábyrgðinni á því, hversu lengi verkfallið stóð af sjer og einkum vfir á ríkis- stjórnina. Auðvitað rjeð ríkis- .stjórnin engu um það, hversu verkfallið stóð lengi. Ákvörð- nn þess hvenær og með hverj- tim hætti skyldi samið var í þessu verkfalli sem öðru al- gjörlega í höndum vinnuveit- •enda og verkamanna. Um það ihafði ríkisstjórnin ekkert úr- slitavald, jafnvel þó að hún hefði viljað. Ríkisstjórnin gerði það eitt, sem skylda hennar var. Hún benti báðum aðiljum á hinar alvarlegu hættur fyrir þá og þjóðarheildina, er hljótast myndi af því, ef almenn grunn ikaupshækkun yrði nú í land- inu. Þrátt fyrir þessa ábendingu liöfðu aðiljar í hendi sjer að semja, þegar þeim sýndist. En áhugi Dagsbrúnarstjórnarinnar fyrir skjótum samningum kom glögglega fram í því, að komm- únistarnir þar eða í Alþýðu- sambandsstjórninni. stungu ekki upp á viðræðum um mál- ið við atvinnurekendur, hvað þá meira, fyrr en verkfallið hafði staðið tæpar fjórar vik- ur. Ætluðu með vcrkföllum að knýja ríkisstjórnina frá. Ef kommúnistar hefðu haft raunverulegan áhuga fyrir því, að verkfallið yrði stutt, myndu þeir auðvitað hafa hlutast til um, að aðilar ræddust við á öllum þessum langa tíma. Slíkt var þeim fjarri skapi. Sannleik urinn er sá, að þeir ætluðu sjer ekki að láta verkföllin enda fyrr, en þau hefðu pólitískar afleiðingar á þá leið, að ríkis- stjórnin yrði að segja af sjer. Kommúnistar vildu ekki leysa verkfallið fyrr en þessi afleiðing væri komin fram. Það var fyrst, þegar þeir sáu, að engar líkur voru til að þessi ósk þeirra næði fram að ganga, og að almenningur harðnaði í andstöðu við þá dag frá degi, sem þeir sáu skömm sína og beiddust þesfc, að samningar yrðu upp íeknir. Á Siglufirði varð ósigur Ikomúnista eftirminnilegastur. Fyrir íhlutun sjómanna sjálfra urðu kommúnistar ger- samlega að kyngja kröfunum um, að fiskábyrgðarlögunum yrði breytt á þá leið, að engar uppbætur væri teknar af bræðslusíldarverðinu til ann- arra sjávarafurða. Sjómenn sannfærðust um, að slíkar kröf- ur horfðu til beins ófarnaðar fjU'ir sjálfa þá, og neyddu þess vegna Alþýðusambandsstjórn- ina til að hverfa frá þeim. Á sama veg varð hún að Bökuðu verkamönnum stórfelt tjón hverfa frá kröfunum um kaup- hækkanir á Siglufirði, umfram það, sem fólst í sáttatillögu Þor steins M. Jónssonar frá 5. júní s. 1. Otti kommúnista við úr- skurð fjelagsdóms um lögmæti atkvæðagreiðslunnar, er Þor- steinn M. Jónsson ljet fara fram um sáttatillögur sínar, var slíkur, að þeir settu það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sáttagerð, að málið um þetta yrði hafið. Mega kommúnistar eiga það, að í þessu kemur fram af þeirra hálfu óvenjuleg sektar- tilfinning. Aldrei þessu vant er bersýnilegt, að þeir hafa kunn- að að skammast sín. Enda verð- ur ekki um það deilt, að ósigur þeirra í sjómannadeilunni og Þróttarverkfallinu, er svo mikill, sem frekast má verða. Dagsbrúnarmenn þurfa alt að 2% ár til að vinna upp tjónið, sem kommúnistar hafa valdið þeim. Af hinu stæra kommúnistar sig auðvitað, að Dagsbrúnar- menn náðu 10—15 aura grunn- kaupshækkun, eftir því um hvaða flokka er að ræða. En sá ávinningur er, því miður, aðeins sýndur sigur. Svo sem þegar hefir verið rakið hjer í blaðinu, tekur það verkamenn IV2—2 V2 ár að vinna upp með þessari kauphækkun það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir í und- anförnu mánaðarverkfalli. Þessi nýi Dagsbrúnarsamn- ingur er hins vegar ekki gerður nema fram í miðjan október, og mun láta nærri, að verka- menn hafi þá ekki unnið upp nema einn áttunda hluta af því {jóni, sem kommúnistar nú hafa bakað þeim. Það er athyglisvert, að at- vinnurekendur vildu ekki semja lengur en fram í miðjan októbermánuð. Ástæðan til þess er auðvitað’sú, að þeir óttast, að þá verði þannig komið fyrir atvinnuvegunum, að þeir geti ekki lengur staðið undir hinu háa kaupgjaldi. Litlar Iíkur til að tjónið verði unnið upp. Það er vitað, að atvinnurek- endur myndu ekki hafa samið um þessa hækkun nú, ef síld- arvertíðin hefði eigi farið í hönd, og kommúnistar lýst sig reiðubúna til að stöðva hana, ef engin hækkun hefði átt sjer stað. En öll afkoma lands- manna á þessu ári er verulega háð síldveiðunum, og þessvegna varð mikið að vinna til að koma þeim af stað. Verðið á síldar- lýsinu er hins vegar svo hátt nú, að þann tíma, sem síldveið- in varir, er hægt að standa und ir hærra kaupgjaldi en aðrir atvinnuvegir landsmanna þola. Af þessum sökum er skiljanlegt að atvinnurekendur hafi sjeð sig knúða til að sémja um sem skemmstan tíma fram yfir síld- veiðarnar. Hvort atvinnuástandið í haust verður með þeim hætti, að þeir þá segi þessum samn- ingum upp, skal ekki fullyrt að svo komnu. En ef svo færi, að fjármálaástandið í landinu gerði þessa nýju kauphækkun að engu, á meðan vekamenn hefði aðeins unnið upp með henni Va hluta af því, sem þeir hafa nú þegar tapað, eru þeir vissulega illa staddir. Verkamenn munu sækja kommúnista til sakar. Um þetta skal engu spáð nú. Hitt mega allir sjá, að ólíklegt er, að gjaldþol íslenskra at- vinnuvega verði slíkt ÍVz—2V2 ár enn, að unt verði allan þann tíma að halda uppi því háa kaupgjaldi, sem Dagsbrúnar- menn nú hafa fengið. Tjón verkamanna af þessu verkfalli er þess vegna því mið- ur auðsætt, en hagnaðurinn meira en vafasamur. Eru þá Dagsbrúnarmenn aðeins einir taldir. Enn þó auðsærra er þó tapið fyrir járniðnaðarmenn, vörubifreiðastjóra, bifvjela- virkja, Þróttarmenn á Siglu- firði og aðra slíka, sem komm- únistar hafa leitt út í verkfall, án þess þeir fengju eyris kaup- hækkun frá því, sem áður var. Hið eina, sem þeir hafa unnið við verkfallið er vitneskjan um, að öllum, sem vilja eigin vel- farnað, ber að forðast vjelráð kommúnista. Kommúnistar valda fyrirsjáan- legum vexti dýrtíðarinnar. Hinn pólitíski ósigur komm- únista í verkfallinu er auðsær. í stað þess að velta ríkisstjórn- inni og sundra andstaeðingum sínum hafa þeir þjappað þeim saman og sannfært fleiri menn en nokkru sinni áður um, að kommúnistar sjeu óhæfir til stjórnarsamstarfs hjer á landi. Tjón verkamanna er einnig óumdeilanlegt. Sú litla kaup- hækkun, sem þeir hafa fengið, mun ekki megna að vega upp á móti því tapi, er þeir þegar hafa beðið. En hafa kommúnistar þá ekki unnið neitt á með þessari bar- áttu sinni, þar sem þeir hafa hvorttveggja sjálfir beðið póli- tískan ósigur og bakað verka- mönnum tjón? Jú, þeir hafa gert það að verkum, að erfiðra er en áður að ráða við dýrtíð- armálin. Kommúnistar valda því, ef hið háa kaupgjald stendur skemur ep ella. Kauphækkun Dagsbrúnar hlýtur að hafa í för með sjer, að allur kostnaður við allar framkvæmdir hjer í bæ, þar sem verkamannavinna ræður, vex a. m. k. sem kauphækk- uninni nemur. Þetta hlýtur m. a. að koma fram í auknum til- kostnaði á erlendri vöru. Og á sínum tíma kemur það eflaust einnig fram í hækkuðu verði á allskonar íslenskum fram- leiðsluvörum, einnig þeim, sem framleiddar eru utan bæjarins þar á meðal landbúnaðarvör- unum. í stað þess að dýrtíðin væri stöðvuð, hefir 'kommúnistum nú tekist að auka vöxt hennar enn, sem aftur hlýtur að verða Brunatryggmgar húsa Herra ritstjóri: VEGNA frásagnar „Þjóð- viljans“ af bæjarstjórnarfundi 3. júlí og tilvitnun í ummæli sem höfð eru eftir hr. bæjar- fulltrúa Steinþóri Guðmunds- syni, viljum vjer taka eftirfar- andi fram. 1) Ef hús brennur algjörlega, sem hefur gamalt brunabóta- mat, t. d. kr. 50.000, en er eftir núverandi verðlagi kr. 100.000, greiðir fjelagið eiganda húss- ins brunabótamatið kr. 50.000, en mismunurinn er í eigin á- byrgð húseigenda, því að trygg ingariðgjaldið miðast við bruna bótamatið, sem samkvæmt lög- um er tryggingarupphæð húss- ins. 2) Sje um partstjón að ræða á húsum, þá er tjónið metið af tveim dómkvöddum matsmönn um og ef sú matsupphæð fer yfir 20% af tryggingarupphæð (brunabótamati) er húsið met- ið að nýju eftir brunann af hin um dómkvöddu mönnum. Ef vjer tökum ofangreind dæmi að gamla brunabótamat- ið hafi verið kr. 50.000, en hús- ið metið eftir brunann á kr. 100.000, gerist þá tjónið upp þannig: Kr. 50.000.—Vátryggingarupp- hæð. Kr. 100.000=verðmæti samkv. mati =50% af tjónum yfir kr. 10.000. Tökum anað dæmi þar sem vátryggingarupphæð hússins er kr. 365.000, og kvikni í hús- inu og tjónsupphæðin fari yfir 20% af brunabótamati, en að húsið eftir brunann sje metið á kr. 570.000, þar greiðir trygg- ingin 365/570 hluta af tjóninu, sem samkvæmt matinu getur orðið allt að kr. 570.000. 3) Með lögum nr. 87, 16. des. 1943 er ákveðið, að gömul brunabótamöt skuli hækkuð samkvæmt vísitölu byggingar- kostnaðar er reiknist út af Hagstofunni árlega, en sú vísi- tala er nú 388 miðað við 1939. Nú vita allir að byggingar- kostnaður hefur aukist meir en tala þessi sýnir; og er það ástæðan fyrir því, að húseig- endur lenda í sjálfsábyrgð, ef þeir hafa ekki farið fram á nýtt brunabótamat. Reykjavík, 5. júlí 1947. Almennar Tryggingar h.f. til þess, að atvinnuvegirnir brotni fyrr undir verðbólgu- þunganum en ella. En þar af leiðir, að verkamenn munu skemmri stund, en ella hefði orðið, njóta háa kaupgjaldsins, sem hjer hefir undanfarið ver- ið. Kommúnistar hafa enn sann- að, að þeir hafa aðeins mátt til að gera óskunda. en hvorki vilja nje getu til að vinna að neinu því, sem til varanlegrar uppbyggingar má verða. Brjef: i Þess skal geta, sem gerf er JEG HELD það sje nú liðinn meira en mánuður síðan jeg hlustaði á mann tala í útvarpið um daginn og veginn. Meðal annars sem hann minntist á, var hegðun og umgengni ungs fólks sem þá fyrir skömmu hafði ferð ast eitthvað um landið sjer til skemmtunar. Lýsing þessi var mjög slæm og bágt, að slíkt skuli geta átt sjer stað hjá fólki sem vill þó sennilega telja sig til siðaðra manna. Sem betur fer er hægt að segja aðra sögu af ungu fólki, sem einnig ferðaðist út á land í vor, en það voru nemendur úr 5. og 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík, sem komu hingað austur undir Eyjafjöll til að moka og keyra í burt vikur og sandfönnum er voru æði miklar umhverfis bæjarhús okkar og a túnum. Fólk þetta kom hingað aust- ur laust eftir hádegi, því var skift niður á bæina í flokka, 6—• 8 á bæ. Það tók strax til starfa og vann langt fram á kvöldið. Jeg hjelt um kvöldið, að ungl- ingar sem búnir voru að sitja á skólabekkjum allan veturinn, mundu ekki verða á marga fiska morguninn eftir og hafa unnið jafn rösklega og þeir gjörðu um daginn, en reyndin varð önnur. Um fótaferðatíma daginn eft ir var hópurinn kominn út, æði. glaður og hress, tekinn til starfa Ekki bar á þreytu nje nokkurá konar vanlíðan, hvorki hját stúlkum nje piltum. Unnið varí með sama áhuga og dugnaði og daginn áður til kl. 3, en þá fóril hóparnir að búast til heimferð- ar. Um fólk þetta vil jeg segja þetta: Það kom hjer, var hjer, og fór hjeðan, sem sannarlega prúð, dugleg, glöð og góð ung- menni. Fyrir hönd okkar Vestur-Ey- fellinga þakka jeg því innilega fyrir komuna. Sveinbjörn Jónsson á Skála. Minnkandi framleiðsla. WASHINGTON: — Clay, yfir- maður bandaríska hernámsliðsing í Þýskalandi, hefur skýrt svo frá,' að dregið hafi úr iðnaði á hernáms svæði Bandaríkjamanna vegna, skorts á kolum og flutningatækj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.