Morgunblaðið - 06.08.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur
174. tbl. — Miðvikudagur 6. ágúst 1947
Ísaíoldarprentsmiðja h.f.
Síldarlýsi fyrir 8 miljón krónur í hættu
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
írá Reuter.
RtJIST er við, að það verði
alvarlegur iroðskapur, sem
Attlee, forsætisráðherra hefur
að flytja er hann hefur umræð
ur um efnahagskröggur Breta
i _ hreska þinginu á morgun
(miðvikudag) Breska stjórnin
sat þrjá tima á fundi í dag til
þess að ganga endanlega frá
skýrslu forsætisráðherrans og
fyrirhuguðum ráðstöfunum
stjórnarinnar til að finna leið
út úr erfiðleikunum.
Stjórnmálafregnritarar velta
mjög vöngum vfir því, hvað
stjórnin hyggist taka til bragðs
Fregnir frá Bandaríkjunum
herma að Bandaríkjastjórn
muni hafa boðið Bretum að
gera eitthvað til þess að bæta
úr dollaraskortinum, og þá ef
til vill fyrir milligöngu alþjóða
g j aldeyriss j óðsins.
Meiri völd stjórnarinnar.
Attlee forsætisráðherra lagði
í dag fyrir breska þingið frum
varp til laga, sem veita stjórn
inni m. a. víðtæka heimild til
þess að hlutast til um rekstur
atvinnufyrirtækja, sem ekki
þykja rekin með nógu góðum
árangri, og ráðstafa vinnuafl
inu þannig, að til sem mests
gagns verði fyrir þjóðarheild-
ina.
Sameinuðu þjóðimar
Eins og kunnugt er, munu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
njóta sömu rjettinda í Bandaríkjunum og starfsfóík erlendra
sendisveita. Hjer á myndinni sjest Marshall utanríkisráð-
I herra, undirrita samkomulag um þetta. Tryggve Lie er hon
um á hægri hönd, en Anstin Warren öldungadeildarþing-
maður situr vinstra megin við hann.
Gyðingaofsóknum
haldið áfram
í Englandi
London í gærkvöldi.
SÁ VERKNAÐUR ofbeldis-
manna í Palestínu að hengja
tvo breska liðþjálfa hefur kom
ið af stað óeirðum víða um Eng
land. Öeirðir þessar, sem bein
ast að Gyðingum, hófust á laug
ardag, og virðist ekkert lát á
þeim ennþá. — I Liverpool
varð lögreglan að sundra mikl
um mannfjölda,. sem var að
brjóta rúður í búðum, sem Gyð
ingar eiga, og festa upp spjöld
með níði um Gyðinga. Að
minnsta kosti 40 menn voru
handteknir, þar á meðal marg
ar ltonur og börn. I Liverpool
var ennfremur kveikt í verk-
smiðju, sem Gyðingur átti.
Að vísu hafa óeirðirnar orð
ið mestar í Liverpool, en hvað
anæfa frá enskum borgum og
bæjum berast svipaðar fregnir.
f i
Bretar sakaðir um
ósvífna valdapólitík
Kæra Egypfar iekin fyrir í öryggisráói
LAKE SUCCESS New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
NOKRASHY Pasha, forsætisráðherra Egyptalands fór hörð-
um orðum um framferði Breta í eystri Miðjarðarhafslöndunum
er hann í dag á fundi öryggisráðsins fylgdi úr hlaði kæru
Egypta á hendur Bretum fyrir Jjrásetu þeirra í Egyptalandi
óg Súdan og mótspyrnu þeirra gegn því, að Súdan játaðist
undir yfirráð Egypta. Sagði hann, að Bretar hefðu allt frá
fyrstu tíð rekið í þessum löndum ósvífna valdapólitik.
Kröfur Egypta.
<&-
Nokrashy Pasha sagði, að
kröfur Egypta væru þessar: I
fyrsta lagi, að Bretar hyrfu
þegar brott með heri sína í
andi Súdan sagði Nokrashy
Pasha, að B^etar gerðu allt,
sem þeir gætu, til þess að spilla
sambúð Egyptalands og Sudan
ÍT,, , . . f ...v , • a- til þess að koma 1 veg fynr, að
Niiardamum. 1 oðru iagi, að. „, I ., ,. ,
T, , „ , T , (Sudan íataðist undir egyptsk
samnmgur Breta og Egypta ira I 1
1936 yrði úrskurðaöur úr gildi. 11 ia
Og í þriðja lagi, að Súdan kæmi Suez-skurSurinn.
undir yfirráð Egypta. — Ráð. .
, ,v- -v T. , i horsætisraöherrann sagði, að
herrann sagði, að Egyptar , „ * ’
i c-x - v ,i • . i • ,v- það væn skilianlegt, að Bret-
heiðu venð obemt þvmgaðir,1 ,, ,1 . Þ ’
. ■-i * r ’ \ um tyndist peir eiga hagsmuna
tii ao gera samnnmgmn ira: w J , 1 , .% „
f , ,, 1 að gæta r sambandi vrð Suez-
1936. 1 honum væru nokkur, , ,,, , , v,
,, f , * ,, skurornn, en slrkt hrð sama
ohæl akvæðr um hernaðarmai, ’ .
r • ti , i rx . mættr segia um mórg onnur
elnr, sem Bretar heiou reynst ^ . „ b,T.
jr ,, • c , j rikr. (Jg bað værr alls ekkr svo
oíaanlegrr trl ao vikia ira, enda .,1T * „
, ,... • i r* „ r • . T„ sialísagt að Bretar ættu ernar
þott þerr heiðu oít íengrst tri, ’ ° . ,
»1 • ..,v 'i >v cio 8f30tíi allra pcirra naGfsmuna.
aö vikja viö oörum akvæöum, ö r ö
samningsins. Egyptar krefðust Svar Breta.
því, að samningurinn yrði þeg; Sir Alexander Cadogan, full
ar felldur úr gildi, enda þótt trúi Breta í öryggisráðinu, varð
hann ætti eftir ákvæðum sín fyrir svörunr. Sagði hann, að
um að standa til 1956. — Varð (Framhald á bls. 8).
Lýsisgeymir nýju síldar-
verksmiðjunnar á Siglu-
firði sígur
Lýsi fyrir á annað
hundrað þúsund krónur
rennur af geyminum
SÍÐASTLIÐINN sunnudag klukkan 6 síðdegis brotnaði frá-
i-enslisloki á lýsisgeymi nýju síldarverksmðjunnar á Siglu-
firði, með þeim afleiðingum, að 40—50 tonn af lýsi runnu af
geyminum út í mýri og götur umhverfis geymirinn, áður en
lekinn var stöðvaður. Verðmæti þess lýsis, sem rann af geymin-
um nemur á annað hundrað þúsund krónur ,en alls var á þess-
um geymi lýsi fyrir um 8 miljónir króna.
Viðskiptanefnd
skipuð
Viðskiftanefnd hefir verið
skipuð í stað Gjaldeyris-
og innflutningsnefndar, er
nú lætur af störfum. Hlut
verk hinnar nýju nefndar
er að mestu leyti hið sama
og gjaldeyrisnefndar, að
fjalla um gjaldeyris- og
innflutningsmál.
I Viðskiftanefnd eru þess-
ir menn:
Sigurður B. Sigurðsson,
konsúll,
Sverrir Júlíusson, útgerð-
armaður,
Sigurjón Guðmundsson,
framkv.stj.
Oskar Jónsson. framkvstj.
Friðfinnur Olafsson, við-
skiftafræðingur.
Nefndin hefir skrifstofur á
sama stað og Gjaldeyris-
og innflutningsnefnd var
áður, á Skólavörðustíg.
,1
Paiestínuneíndin
Miinchen í gærkvöldi.
PALESTtNUNEFND Sam-
einuðu þjóðanna kom tii Mun
chen í dag, en nefndin hef-ur
nú lokið störfum sínum í Pales
tínu. Nefndin ætlar sjer að
■ rannsaka.aðbúnað og ástand í
hverfum fyrir heimilislaust
fólk í Þýskalandi og Austurríki
— Reuter.
Ástæðan fyrir því, að lok-
inn brotnaði, er sú, að geym-
irinn hefur sigið, en hann er
bygður í mýrarfeni. Undir-
stöðuhringur undir geyminn,
sem bygður var í fyrra
reyndist ónýtur. Seig geym-
irinn mikið í fyrra, þegar
vatn var látið á hann.
Nú hafði verið bygður nýr
undirstöðuhringur utan um
gamla undirstöðuhringinn. •—■
Þrátt fyrir það, hefur geym-
irinn sigið að nýju, þegar lýsið
var látið í hann. Öryggisloki,
sem var á geyminum, reynd-
ist vera opinn af óskiljanleg-
um ástæðum og tókst ekki að
stöðva rennslið fyrr en honum
hafði verið lokað.
Tókst að bjarga nokkru
af lýsinu.
Tekist hefur að fleyta mikið
af því lýsi, sem iak af geym-
inum, á tunnur og er því talið
að tjónið af þessu hafi ekki orð-
ið mjög tilfinnanlegt. Lýsis-
straum, sem rann inn í skolp-
leiðslur bæjarins, tókst að
stöðva með því, að byrgja nið-
urfallið með síldarmjölspoká.
Ef frárennslislokinn hefði brotn
að að nóttu til, eru öll líkindi
til þess, að ekki hefði orðið
vart við lekann fyrr en lekið
hefði af geyminum, fyrir milj-
ónir króna.
Setudómari skipaður.
Stjórn síldarverksmiðja rík-
isins hefur óskað eftir, að skip-
aður verði setudómari á Siglu-
firði til þess að rannsaka til-
drög þess að frárennslislokinn
brotnaði og hvernig á því stæði
að öryggislokinn var oþinn. —
Einnig að rannsakað verði,
hvort um vansmíði eða van-
rækslu hafi verið að ræða við
byggingu geymisins, eða við á-
Framh. á bls. 8