Morgunblaðið - 29.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1947, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 29. ágúst 1947 ÆVIRAUNIR MARY 0’ NEILL 1. Cftir J4a.ll Cai uie GULLNI SPORINN 12. dagur Sjera Dan var farinn þegar jeg kom niður í stigann. En fyrir neðan stigann sá jeg þær Betsy fögru og Nassy MacLeod. Það var nóg til þess að jeg skifti um skap. Jeg kerti hnakk ann aft.ur á bak og gekk fram hjá þeim án þess að látast sjá þær. Bridget frænka stóð við dyrnar með sjal yfir sjer. Jeg ætlaði að sýna henni sömu fyr irlitningu, en hún greip í mig og sagði: „Ætlarðu ekki að kveðja mig með kossi?“ „Nei“, sagði jeg og reigðist enn meir. „Hvers vegna ætlarðu ekki að gera það?“ „Vegna þess að þú hefir ver ið vond við mömmu og mig, og vegna þess að þú hugsar ekki um neina nema Betsy fögru. Og jeg skal segja þeim í nunnu skólanum að þú hafir gert mömmu heilsulausa og þú sjert eins vond — eins vond og verstu konurnar í biblíunni“. „Guð minn góður!“ hrópaði Bridget frænka og reyndi að gera sjer upp hlátur. En jeg sá að hún náfölnaði af bræði. Jeg skeytti ekkert um það, en hljóp út að vagninum. Þar var sjera Dan og hann sagði: „Hún Mary mín má ekki fara svona að heiman. Hún verður að kyssa móðursystur sína og kveðja litlu frænkur sínar!“ Jeg sneri þá aftur og kvaddi þær Nessy og Betsy með handa bandi. Og svo bauð jeg Bridg- et munninn. Hún kysti mig og sagði: „Já, þetta var betra!“ En þegar jeg var kominn skamt frá henni, heyrði jeg að hún tautaði við sjálfa sig: „Það er gott að vera laus við hana“. Meðan þessu fór fram hafði pabbi ætt um úti fyrir, með morgundöggina eins og gráan ýring í skegginu, og hafði böl- sótast út af því að hestunum yrði kalt. Hann greip mig nú og fleygði mjer inn í vagninn og skellti svo vagnhurðinni í lás. Um leið og við ókum af stað, snýtti sjera Dan sjer í óða önn í bláköflótta vasaklútinn sinn. Svo sagði hann: „Líttu á!“ og benti upp í glugga móður minn ar. — Þar stóð hún, veifaði og kysti á fingur til mín og þannig stóð hún í sömu sporum þangað til vagninn beygði fyrir trje og hún hvarf mjer sjónum. Jeg veit ekki hvað gerst hef- ir í herbergi hennar eftir það, en jeg hnipraði mig í einu vagn horninu og allur æfintýraljómi var af ferðalaginu. Þegar við komum út á veg- inn komu þeir þar hlaupandi Martin og hundurinn hans. Martin var enn með hægri hend ina í fatla, en hann hljóp upp á vagnþrepið og greip með vinstri hendinni í gluggagrind ina. Svo teygði hann höfuðið inn um gluggann og benti mjer með augunum að taka stórt rautt epli, sem hann hjelt á með tönnunum með því að bíta 1 stilkinn. Jeg tók eplið og þá stökk hann niður af vagnþrep- inu án þess að segja eitt ein- asta orð. Mjer hefði einhven tíma þótt þetta hlægilegt, en nú var mjer ekki hlátur í hug. Við komum nógu snemma til Blackwater og um borð í skip- ið. En það var ekki fyr en eft- ir að skipið hafði blásið og var komið nokkuð frá landi, að jeg tók eftir því að við höfðum fengið þilfarsklefa handa okk ur. Annar klefi var rjett hjá og sjera Dan sagði mjer að í þeim klefa væri þeir Raa lá- varður og þjónn hans. Lávarð urinn væri að fara til Oxford. Mjer stóð algjörlega á sama um þetta. svo grunlausan geta forlögin gert mann um það, sem fram undan er. Sjera Dan fór til þess að heilsa upp á hinn göfuga samferðamann. En jeg hnipraði mig í bekk fram við dyr og fór að hugsa. Og þá birtist mjer hinn hræðilegi sann leikur. Jeg hafði verið rekin brott úr húsi föður míns, átti þang- að aldrei afturkvæmt, og átti aldrej framar að fá að sjá mömmu og Martin. Meðan jeg var í þessum hug leiðingum, var hurðin opnuð og einhver kom inn. Þetta var stór unglingur, nær fullþroska. og jeg þóttist und- ir eins vita hver hann væri. Það var Raa lávarður. Fyrst varð mjer að hugsa um það hvað hann væri laglegur og vel klæddur. Hann gekk inn í klef ann og settist fyrir framan mig. „Er þetta hún litla Mary O’Neill?" spurði hann. Jeg svaraði engu. Mjer fanst hann nú ekki jafn laglegur og fyrst, því að hann var með tvær stórar framtennur eins og Betsy fagra. „Þetta er stúlkan. sem átti að verða drengur og skjóta mjer aftur fyrir sig, ha?“ Jeg þagði enn. Mjer fannst hann líkur í málrómnum og Nessy MacLeod ■— skrækróma og gargandi. „Litla hróið — og er nú á leið til Rómaborgar að ganga í nunnuklaustur •— er ekki svo?“ Jeg svaraði engu. Mjer fanst augun í honum vera eins og' augun í Bridget frænku -— köld og stingandi. „En hvað hún er þögul og hæversk! Alveg eins og nunna nú þegar. En þú ert skolli lag- leg, lambið mitt“. Nú fór að síga í mig. „Hvaðan hefirðu fengið þessi stóru engils augu? Þú hefir sjálfsagt stolið þeim úr líkneski Maríu meyjar — það er jeg viss um“. " Jeg þóttist sjá það að hann væri ekki svara verður, svo að jeg sneri mjer undan og fór að horfa út á sjóinn. Jeg heyrði að hann sagði: „Þú verður að gefa mjer einn koss, Ijúfan mín — heldurðu að þú gerir það ekki?“ „Nei!“ „Þú mátt til að gera það — við erum skyld, eins og þú veist“. „Jeg vil það ekki“. Hann hló og stóð á fætur. Svo grúfði hann sig yfir mig og ætlaði að kyssa mig. En jeg rak hnýttan hnefann beint framan í hann. Seinna varð mjer sagt að hann hefði orðið bæði hissa og reiður. Hann átti ekki þessu að venjast því að allir dekruðu við hann og gerðu alt, sem hann óskaði. „Hvort í grængolandi!“ hróp aði hann. „Hver skyldi haf trúað þessu um þig — sak- leysisleg eins og nunna, en geð vond eins og fjandinn sjálfur! Þú verður að biðja mig fyrir- gefningar á þessu“. Svo fór hann og jeg sá hann ekki framar fyr en skipið lagð ist að bryggju í Liverpool. Á meðan farþegarnir voru að tína saman dót sitt kom hann til mín ásamt þjóni sínum og sjera Dan og sagði: „Ætlarðu nú að biðja mig fyrirgefningar með kossi, eða á jeg að hata þig alla ævi?“ „Hún Mary mín gefur eng- um ástæðu til að hata sig“, sagði sjera Dan. „Hún kyssir lávarðinn og biður hann fyrir- gefningar. það er jeg viss um“. Og þá braut jeg odd af of- læti mínu við lávarðinn, eins og jeg hafði gert við Bridget frænku — jeg bauð honum varirnar og hann kysti mig. Þetta var í sjálfu sjer ekki merkilegur atburður, en það var forboði stærstu ógæfunnar í lífi mínu. Og stundum furða jeg mig á því að hann sem verndar akursins liljugrös og fuglana í loftinu, skuli ekki forða börnum sínum frá falli. XII. Jeg man ekkert um ferðalag ið til Rómaborgar, nema það að jeg svaf í mismunandi rúm- um í ýmsum borgum, að lest- in fór hvínandi og hvæsandi í gegn um jarðgöng, staðnæmd ist í skálum með glerþaki og að þar var aragrúi af fólki á sveimi fram og aftur. Og svo man jeg það að jeg fann til þess hvað jeg var lítil og ó- sjálfbjarga og varð að gæta þess að verða aldrei fráskila sjera Dan, því að þá hefði jeg vilst. En svo var það á fjórða degi eftir að við fórum að heiman. Lestin ók þá yfir sljettu, þar sem varla var nokkurt trje. Landið var dálítið bylgjumynd að og eins og grasigróið haf. Sjera Dan var að lesa í minn- isbók sinni, þá gekk sólin til viðar og eldrauðum bjarma sló á loftið og þá sýndist mjér eins og ógurlega stór flugbelgur kæmi upp í litadýrðinni. Jeg kallaði í sjera Dan og benti hon um á þetta. Hann komst á loft. „Vertu ekki hrædd. barnið mitt!“ hrópaði hann og fagnað artár komu í augu hans. „Veistu ekki hvað þetta er? Þetta er hvolfturninn á Santki Pjeturskirkjunni! Þetta er Rómaborg, barnið mitt, Róma- borg!“ Klukkan var orðin níu þegar við komum á ákvörðunarstað. Jeg hjelt mjer dauðahaldi í vasann á hempunni hans sjera Dan á meðan þysinn var sem mestur. En hann tók tösku sína og körfu mína og rogaðist með það út að stöðvarpallinum. Þar náðum við í vagn. Illll........................... S UL onaaus hæstar j ettarlögmaður Eftir Quiller Couch. 76. maðurinn skyldi ekki vera búinn að heyra til okkar. Jeg gekk því í áttina til hans og stappaði niður fótunum, en hann hreyfði sig ekki. Þá sló jeg á öxlina á honum. Hann hrökk í kút og sneri sjer við. „Herra minn“, sagði jeg fljótt en lágt, „við erum alger- lega á yðar valdi. í kvöld braust jeg út úr fangelsinu í Bristol og menn Essex riddara eru á hælxmum á mjer. Ef þjer framseljið okkur, verð jeg hengdur í fyrramálið, en f jelagi minn hjerna kann að verða að þola hinar hræði- legustu pyndingar. Jeg veit ekki hvernig yður lýst á þetta, en þetta er nú saga okkar í stuttu máli.“ Maðurinn hallaði sjer fram á við og jeg sá nú að hann var einhver sá furðulegasti maður, sem jeg nokkru sinni hef augum litið. Hann var mjög lágvaxinn og feitur, en fætur hans voru svo litlir, að jafnvel smábarn hefði skammast sín fyrir þá. Maðurinn hallaði sjer sem sagt fram og hrópaði nú í eyrað á mjer svo hátt, að mjer dauðbrá: „Jeg heiti Pottery-Bill Pottery og er skipstjóri á þessu skipi, sem kallað er Godsend . . . Og jeg er svo heyrnar- sljór, að jeg heyrði ekki neitt, þótt þjer ljetuð jafnvel heilan kór hrópa í eyrað á mjer“. Þarna höfðum við þó rekist á furðulegan aðstoðarmann. ' „Jeg er heyrnarlaus“, hrópaði hann aftur. Þetta var alveg voðalegt, því varla gat hjá því farið, að óvinir okkar, sem voru rjett á hælunum á okkur, heyrðu til hans. Hann hrópaði svo hátt, að við lá að skipið nötraði. „. . . . Og um áhöfn mína er það að segja,“ hjelt hann áfram, „að helmingur hennar er farinn í land á fyllirí, og þeir, sem eftir eru um borð, eru svo drukknir, að þeir geta hvorki hreyft legg nje lið. Svo hjer er ekki nokkur sál, sem getur talað við ykkur“. Hann þagnaði andartak og hrópaði svo aftur: „Þetta er skolli ergilegt, því í raun og veru er jeg ákaf- lega forvitinn að vita, hvað þú ert að segja“. — Já, jeg ski!, þú fórst í raun og veru að taka fram hjá mjer löngu áður en við kynntumst. ★ Tveir karlar, sem verið höfðu í Indlandi, hittust og fóru að segja hvor öðrum sögur og grobba af svaðilförum sín- saga þín er sönn, sagði hinn. — Jeg var nefnilega að koma í heimsókn til þín og mætti tígrisdýrinu. Jeg fór vitanlega að klappa því, eins og jeg er vanur að klappa tígrisdýrum, og þá tók jeg eftir því, að kamp arnir á því voru blautir. ★ — Ástin er blind, — en það er til ágætur augnlæknir við henni: — Hjónabandið. Reginald Turner. ★ — Jeg tala aldrei mikið. — Jæja, eruð þjer líka gift- ur. — ★ — Lísa, veistu það, að þeg- ar jeg er óþæg, eru mamma og pabbi alltaf látin borða há- degismatinn ein. ★ um. Dag nokurn þegar jeg sat á veröndinni á kofanum mínum, sagði annar, heyrði jeg skyndi lega urrað á bak við mig. Jeg sneri mjer við í stólnum og sá þá voldugt tígrisdýr, sem var að búa sig undir að stökkva á mig. En jeg var alveg ró- legur, greip vatnsglasið, sem stóð á borðinu fyrir framan mig og slengdi því á trýnið á tígrisdýrinu, sem lagði niður rófuna og skreið á burt. Jeg skal samþykkja, að þessi Hlutfallið milli karla og kvenna í Paraguay er 18 karl- menn á móti hverjum 100 kon- um. Eru þetta áhrifin, sem enn eru af því, að í fimm ára styrj- öld um 1870 voru 89% af karl mönnum og drengjum drepnir. ★ — Skóarinn er hjer með reikning fyrir að hafa sólað skó. — Segðu honum að koma aftur seinna, því að fyrst verð jeg að borga skóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.