Morgunblaðið - 07.09.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 34. árgangur /4 202. tbl. — Sunnudagur 7. september 1947 íaafoldarprentsmiSja h.f. Vatnajökull til landsins í gærkvöldi í fyrsta skifíi. Myndin var tekin af skipinu hjer í höfninni í gærmorgun. BAYONNE. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Kemsley. BRESKI FLOTINN í Miðjarðarhafinu er nú mjög á verði gagnvart dulárfullu skipi, sem er á leiðinni tii Italíu og grunar menn, að það muni taka óleyfilega Gyðingainnflytj- endur í einhverri höfn þar og reyna að koma þeim til Pale- stínu. Reynt að leysa bresku námuverkföllin Kolatapið nemur nú 370 þús. smál. LONDON i gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG komu saman á fundi fulltrúar frá bresku kola- námusambandinu og fulltrúar námuverkamanna, sem í verk- falli eiga. Fundur þesi fer fram í borginni Barnsley, sem er í miðjum námulijeruðunum. BorgaSi og fór Skip þetta hefur verið nokk- urn tíma í höfninni í Bayonr.e í Frakklandi, þar sem það var kyrrsett vegna skuldar. Skip- stjórinn borgaði skyndilega þessa skuld, og hafnarvöldin gátu ekki haldið því lengur. Að sækja ávexti? Það siglir undir fána Panama og í skjölum þess stendur, að það sje á leiðinni til Genúa að sækja þangað ávexti. Tollverðir í Bayonne, sem rannsökuðu skip ið áður en það lagði úr höfn, segja, að það hafi verið útbúið með hólfum til að flytja ávaxta- kassa, en að það muni vera auð- velt að breyta þeim í rúmstæði fyrir flóttamenn. Áhöfnin er 34 manns og með- an það var í Bayonne, sáust margir þeirra í kringum gyð- ingakirkjuna þar. Framleiddu vopn SEX forstjórar Askania verk- smiðjanna í Berlín hafa verið teknir fastir og færðir íyrir her- rjett, sakaðir um framleiðslu á hérgögnum. Nýlega fundust í geymslum verksmiðjanna rciklar birgðir aí vopnum óg sprengiefni, sem tal- ið er að hafi átt að nota til skemmdarverka í Þýskalandi. London í gær. IIAGSKÝRSLUR Breta sýna, að þeir eru nú heldur betur undir veturinn búnir en á síð- asta hausti. Eiga þeir meiri birgðir í landinu af flestum vörum, þar á meðal eiga þeir meiri birgðir af kolum, þrátt fyrir verkföll. Kaup verkamanna er 80% hærra nú en á síðasta ári, en hagur þeirra er lítið betri fyr- ir það, því allt verðlag hefur hækkað sem því nemur. — Reuter. NORÐURLANDAKEPPNIN í frjálsum jþróttum hófst á Stokkhólmsstadion í gær. Eftir fyrstu þrjár greinarnar hafði Svíbjóð 23 stig, og Norður- landaliðið 21 stig. Strand, Svíþjóð vann lang- stökkið, 7,32 m. Finnbjörn varð fjórð'i, stökk 7,09 m. Holst Sörensen Danm., vann 800 m., á 1.49,8 mín. Lrdman S., vann grindahlaupið á 14,6 sek. Urslit voru ókunn í 100 m. Snorranyndin við Maríukirkju í Björgvin EINS OG KUNNUGT er, á að reisa Snorra-líkneski í Björgvin að sumri. Er það samskonar og líkneskið, sem reist var í Reyk- holti. Búist er við að myndin í Björg vin verði reist um Jónsmessu- leytið. Rætt hefur verið um það í Snorranefndinni norsku, hvar ætti að reisa styttuna í borginni. Komu þrír staðir til greina. Dn til þess að fá úr því skorið hver þeirra væri bestur, og hvar myndin færi best, var gerð eftir- líking af myndinni á fótstalli, í líkingu við myndina sem koma skal. Var þessi eftirliking reist á hinum umræddu stöðum. Þá komu menn sjer fljótt saman um hvar myndin færi best. Verður þetta Snorra-líkneski reist á svoneíndum Dreggs-al- menningi, en það er einn af skemtigörðum bæjarins í nánd við Maríukirkju. Verður tilhög- un garðsins breytt nokkuð, svo myndin njóti sín sem best. Pró- fessor Shetelig heldur þ\á fram, að því er segir í „Bergens Tid- ende“, að ailar líkur sjeu til þess að Snorri Sturluson hafi komið í Maríukirkjuna, þá sömu bygg- ingu sem enn stendur þarna. ífaiir undírrila frið- Róm í gær. FORSETI ÍTALÍU de Nicola undirritaöi í dag friðarsamning- ana. Hafa þar með allir aðiljai, sem að honum standa samþykt hann. Nokkrar deilur hafa verið um það, hvort samþykkja beri samn inginn þegar í stað. Ilefur Sforsa utanríkisráðherra verið því fylgj andi af þeirri ástæðu, að þá munu ítalir fá inngöngu í Sam- einuðu þjóðirnar. Ákveðið er að 90 dögum eftir friðarsamninginn skuli allur er- lendur her vera farir.n úr land- inu. Óttast menn mjög, þegar svo er komið að kommúnigtar gerist illir viðureignar, og eru margir þeirrar skoöunar að það ætti að biðja Bandaríkin um að hafa her sinn lengur í landinu. Fari þegar í sluð til vinnu Námumennirnir fá nokkrar í- vilnanir, en aðalgrein tillagn- anna f jallar um að þeir fari þeg- ar í stað til vinnu sinnar og það geta þeir ekki samþykt. Verkfallið er við hið sama og áður. Vinnustöðvun er við 54 námur og eru þá 70.000 menn án vinnu. Kolaskipið er komið upp í 370.000 smálestir. Fa'rsla frá stríði til friðar Fulltrúi bresku stjórnarinnar Mr. Markman hjelt ræðu í Brigh ton, þpr sem hann talaði um breska iðnaðinn. Mintist hann á, að yfirfærsla Breta frá stríði til friðar hefði gengið veh — Alt vinnuafl, sem hefði losnað úr hernum væri nú íariö að starfa við atvinnuvegi landsins og at- vinnuleysi væri ekkert. Vinnu- tap við þessar yfirfærslur hefði orðið aðeins 5 milljón manns- verkaklukkustundir, samanbor- ið við 16 milljón eftir fyrri heim styrjöld. Hjálp við Þjóðverja Hann mintist á þá hjálp, sem Bretar hefðu sýnt Þjóðverjum. Hefðu meiri vörur verið fluttar þangað, en Þjóðverjar gátu borg að. Hið þýðingarmesta til að Ev rópa geti staðið hjálparlaust fjárhagslega er að endurreisn iðnaðarins þar verði flýtt sem mest. Eldsumbrot norSur af Borneó Singapore. ELDFJALLATOPPUR hefur stungið kollinum upp úr yfir- borði sjávar. Er þetta skammt fyrir norðan Borneo, nálægt Brunei-flóa. Byrjuðu mikil um- brot þar fyrir einum mánuði og eina nótt eítir óvenju tnikil læti myndaðist stærðar evja þar. Er hún 300 metra löng og er gígur ofan í hana miðja, sem sýður og bullar í. Menn hafa ekki fundið neinn jarðskjálfta, þótt lítið eitt hafi sjest á jarðskjálftamælum. — Kcmsley. flikisstjérnin boðar til ráðstefnu um fjárhags- og atvinnehorfur VEGNA ÞÞSS, hve alvarl'ega horfir í atvinnu,- fjár- hags- og gjaldeyrismálúm þjóðarinnar, hefur ríkisstjórn- in ákveðið að kveðja fulltrúa frá launasjettunum og sam- tökum framleiðenda til sjávar og sveita á ráðstefnu í Reykjavík til þess að athuga með hverjum hætti verði unnt að vinna bug á aðsteöjandi vanukvæðum og um þátttöku stjettanna í því að tryggja arðbæran atvinnu- rekstur í landinu. Hafa eftirtaldir aðilar verið beðnir að senda einn fulitrúa hver á ráðstefnu þessa: Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiski-mannasamband íslands, Fjeiag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Sjómannafjelag Reykjavíkur, Stjettasamband bænda, Verslunarmannafjelag Reykjavíkur (launþegadeild) og Vinnuveitendafjelag Islands. Ráðstefnan hefst í Alþingishúsinu fimmtudaginn 11. september n.k., kl. 4 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.