Morgunblaðið - 14.09.1947, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. sept. 1947! \
Með rafstöðinni við frufoss verðu
raforkan tvöfölduð
FYRIR nokkrum dögum hitti
jeg Steingrím Jónsson rafmagn
stjóra. Hann kom fyrir mánuði
frá útlöndum. Var hann þar í
ýmsum erindagerðum Rafveit-
unnar, er snerta undirbúning
þann, sem hann hefur með hönd
um á virkjun neðri fossanna í
Sogi.
Sogsstöðin tilvonandi.
„Virkjun írufoss og Kistu-
ioss verður eitt mesta framfara
mál, er við íslendingar höfum
með höndum á næstu árum“ seg
ir Steingrímur. En þetta þarf
mikinn undirbúning, svo trygg
ing sje fyrir því, að farin sje
hin rjettasta leið.
í fyrstu var gerð áætlun um,
að haga mannvirkjunum þann-
ig, að leiða Sogið í opnum stokk
frá brún írufoss og niður að
Kistufossi, en þar yrði orkuver
ið. Þegar svo langt var komið,
bentu erlendir sjerfræðingar á,
að hægt væri að fara hina leið-
ina, eins og mönnum er kunn-
ugt, en hún er sú, að byggja afl
stöðina neðanjarðar, rjett neð-
an við írufossinn. En leiða svo
vatnið frá neðanjarðarstöðinni
út í Sogið fyrir neðan Kistufoss
Til þess að ákveða slíkt mann-
virki, þarf að gera nákvæma
rannsókn á jarðlögunum, þar
sem þessi miklu göng eiga að
vera.
Jarðgöngin.
1 fyrra voru gerðar prófbor-
anir, þar sem neðanjarðar vatns
göngin eiga að liggja. Síðan
gerðu þeir skýrslu um þær at-
huganir, jarðfræðingarnir Sig-
urður Þórarinsson og Pálmi
Hannesson. Skýrsla þcirra leiddi
í ljós, að öll líkindi væru til
þess, að auðvelt væri að leggja
göng í gegnum jarðiögin, sem
þarna eru. Er líklegt, að þessi
vatnsleiðsla verði ódýrari með
því að hafa hana neðanjarðar
heldur en ofanjarðar, eins og
fyrst var um talað, auk þess
sem vatnsleiðslan verður miklu
öruggari á þennan hátt.
Það þykir þó ekki rjett að
ákveða þetta til fullnustu, fyrr
en gerðar hafa verið prófspreng
ingar þarna. Eru þær nú byrjað
ar niður við Kistufoss, þar sem
jarðgöngin eiga að koma út í
Sogið. Gangbrú hefur verið lögð
þar yfir ána, til þess að komast
auðveldlega að þessum stað.
Mikið af jarðgöngunum munu
liggja gegnum blágrýtisklöpp.
En neðri parturinn af þeim verð
ur í móbergi. Göng þessi verða
€50 metra löng en um 50 fer-
hyrningsmetrar í þvermál. Alls
verður rúmmál þess, sem
sprengja þarf, kringum 40 þús-
und teningsmetrar.
2—3 ára byggingavinna.
Þegar tilhögun virkjunarinn-
ar verður ákveðin að öllu leyti,
er hægt að gera nákvíema lýs-
ingu á verkinu, þá verður fyrst
hægt að bjcða það út. Vonast
jeg eftir, að útboðslýsingin gefi
orðið til á næsta vori. Þá kem
ur að því að útvega fje til mann
virkis þessa.
Hvað býst þú við að bygging
stöðvarinnar taki langan tíma?
Samtal við Steingrím
rafmagnsstjóra um
framtíðarmál
— Gert er ráð fyrir, að vinna
þurfi við þessa stöð í þrjú sum
ur, en áætlað er, að verkið muni
kosta 38 milljónir króna.
Raforkan tvöfaldast.
•— Hve mikil raforka verður
það þá, sem Rafveitan hefur yf
ir að ráða, þegar þessari virkj
un er lokið ?
— Nú höfum við 19.500 kíló
wött í Ljósafossstöðinni og
hjerna við Elliðaárnar. Vara-
stöðin, hin olíukynta, sem á að
komast upp í haust. getur fram
leitt 8500 kílówött. Svo alls
verða þá 28.000 kílówött, sem
við höfum yfir að ráða. Stöðin
við Kistufoss á að tvöfalda ork
una. Hún verður byggð fyrir
þrjár vjelasamstæðu' og á liver
vjelasamstæða að framleiða
14.000 kílówött. Gert er ráð fyr
ir, að aðeins tvær vjelasamstæð
urnar verði settar upp fyrst í
stað, sem þá framleiða 28.000
kílówött 1 viðbót, svo alls verð
ur þá raforkan við Sogið og
hjer við Reykjavík 56.000 kíló-
wött. -
Þessi raforka á strax að ná
til 12—15 þúsund manna fyrir
utan Reykjavík. En mikið fleira
fólk býr á öllu svæðinu hjer,
bæði vestan heiðar og eins á
Suðurlandsundirlendinu. Smátt
og smátt má vænta þess, að raf
leiðslurnar komist víðar út um
sveitir og þorp, enda er hjer
engu lokatakmarki náð. Fljót-
lega eftir að stöðin verður kom
in upp, verður farið að undir-
búa að setja þriðju vjelasam-
stæðuna, svo að raforkan geti
þá alls orðið hjer 70.000 kíló-
wött.
Orkan í Soginu.
-—• Hve mikla raforku væri
hægt að fá úr Soginu í allt?
Reiknað er með því, að úr
Soginu fáist alls 86,000 kílówött
með því að hafa þar þrjú orku
verkin, við Ljósafoss og Kistu-
foss og svo við efsta fallið í
Soginu.
— Hvenær gerir þú ráð fvrir
að reist verði þriðja aflstöðin
við Sog?
— Haldi þróun atvinnuveg-
anna áfram með sama hætti
eins og undanfarin ár, þá má
búast við því, að ráðist verði í
að fullvirkja Sogið innan 20 ára
Þá verða lánin fallgreidd af
fyrstu virkjuninni og tiltölu-
lega auðvelt að ráðast í það fyr
irtæki.
Þjórsá næst. *
— Og hvað tekur svo næst
við, ef við hugsum lengra út í
framtíðina, þegar Sogið er full
virkjað og nægir ekki ?
— Þá tel jeg, segir Steingrím
ur, að næst verði ráðist í að
virkja eitthvert fallið í Þjórsá.
En það er svo langt úti í fram-
tíðinni, að of snemt er að gera
sjer nokkra grein fyrir því,
hvernig verði þá hafist handa.
En eitt er víst, að þá ætti að
\era kominn svo tryggur grund
völlur undir rafvirkjanir hjer á
landi, að það verði ekki eins
erfitt að ráðast í Þjórsárvirkjun
ina eins og það var á sínum
tíma talið að ráðast í virkjun
ina á Ljósafossi.
— Hvar telur þú álitlegasta
staðinn til virkjunar við Þjórsá?
— Mesta aflstoðin, sem þar
verður reist, verður sennilega
í Þjórsárdalnum, með því að
leiða Þjórsá þangað, fyrir norð
an Búrfell.
Raforka á mann.
Þegar írufossstöðm verður
korain í notkun, höfum við þá
56.000 kílówött handa 70.000
manns. En hve mikil raforka er
það á mann, samanborið við það
t.d. sem Norðmenn hafa?
— 1 Noregi eru nú virkjaðar
tæpar 4 milljónir hestafla eða
2.500.000 kílówött. Er það 16%
af virkjanlegu vatnsafli lands-
ins. íbúar landsins eru um 3
miljónir. Vitaskuld er ndkkur
hluti af þjóðinni, ser.i ekki nær
til mikils rafmagns. Þó við fengj
um Kistufossstöðina, þá er raf
orka á mann sem við höfum
fengið hjer á Suðvesturlandi,
ekki eins mikil og almennt ger
ist nú á dögum.
— Hvað skyldi það vera mik
ill hluti af vatnsafli landsins,
sem virkjað verður þegar Sogið
er fullvirkjað, að meðtöldum
Laxárvirkjun og Andakílsár-
virkjun og smávirkjunum öðr-
um?
Mjer telst svo til, segir Stein
grímur, að þá muni vera virkj
að 3—4% af vatnsafli því, sem
til er í landinu. Svo af miklu er
að taka og því full ástæða til
þess að halda áfram að undir-
búa rafvirkjanirnar. Norðmenn
ætla t.d. á næstu 10—20 árum
að !2—3-falda raforkuna hjá
sjer, enda þótt þeir hafi þegar
fengið hátt í eitt kilówatt á
hvert mannsbarn í landinu.
Gimsteinaþjófnaðír
í Þýskalandi
Hamborg í gær.
MJÖG verðmætum gimstein-
um Bismarck f jölskyldunnar
hefur verið stolið frá höll von
Bismarcks prins i Schleswig-
Holstein nálægt landamærum
rússneska hernámssvæðisins.
Þýska lögreglan telur, að reynt
hafi verið að selja gimsteinana
á svörtum markaðí í Hamborg.
Nokkuð af gimsteir.unum, sem
báru fangamark Maríu, fyrr-
verandi Rúmenuidrottningar,
ásamt skjölum fjölskyldunnar,
peningum og öðrum verðmæt-
um, var falið í tösku undir
rúmi. Nokkrir aðrir stórþjófn-
aðir á skartgripum og listaverk
um í Þýskalandi hafa verið til-
kynntir, síðan stolið var í nóv-
ember 1945 krúnugimsteinum
hins fyrrverandi stórhertoga-
dæmis Darmstadt-Hesse, sem
metnir eru á rúmlega 375 þús.
sterlingspund. Hesse-gimstein-
arnir fundust loks aftur og tveir
menn voru dæmdir í sambandi
við þjófnað þeirra.
Krúnugimsteinum Hohen-
zollern, sem virtir eru á um
það bil 500 þús. sterlingspund,
hefir verið stolið, að því er sagt
er, á leiðinni til bandarísku yf-
irvaldanria í Berlír.. — Reuter.
Evrópu verður
enn skertur
Genf
ÓHJÁKVÆMILEGT er að
skerða brauðskammt allra
Evrópuþjóða enn allmikið og
verður skammturinn svo lítill,
að flestar þjóðirnar verða rjett
á takmörkum hungursneyðar.
Opsök þessa er uppskeru-
bresturinn í Ameríku. Hveiti-
uppskerar í Kanada muri verða
allt að því tveimur miljónum
smálesta minni en áætlað var.
Þá verður uppskerubresturinn
á maís í Bandaríkjunum enn
hættulegri, því að hann veldur
því, að Bandaríkjamenn geta
lítið sem ekkert flutt út. Talið
er að uppskera í *heiminum á
allskonar korni og grænmeti
sje 20 miljón smálestum of lítil
til þess að nægja.
Kemsley.
AUGLÝSING
ER GULLS ÍGILDI
Breska útflufniiKjs-
London í gær.
SAMKVÆMT hinni nýju út-
flutningsáætlun bresku stjórn-
arinnar, mun um einn fjórði allr,
ar framleiðslu Breta verða
fluttur úr landi.
í útvarpsávarpi sínu um út-
flutningsáætlunina, komst Sir1.
Stafford Cripps, vcrslunarráð-
herrá Breta, meðal annara
þannig að orði, að svo kynni
að fara, að breska þjóðin yrði
að stofna til nýrra iðngreina.
Svo er nú komið, að Bretar
þurfa að flytja út 140 tonn fyr-
ir hver 100 tonn flutt út 1938.
flússarfaka þýsk
sfríðsskip sspp a!
Varsjá
ALGJÖRLEGA gagnstætt
samþykt fjórveldanan um að
það yrði að sökkva og eyði-
leggja allan þýska flotann,
hafa Rússar sett aftur á flot
allmörg þýsk herskip, sem
sökkt var í þýskum höfnum
og siglt þeim til rússneskrá
hafna, þar sem þau verða her-
búin að nýju.
Skipin eru þessi: Lutsow,
vasaorustuskip, 10,000 smál. og
flugvjelamóðurskipið Graf
Zeppelin, 18.000 smál., voru
sett á flot í Swinemunde.
Schleswig-Holstein 13,000 smál.
beitiskip, var sett á flot í
Gdynia.
— Kemsley.
Vönduð
Svefnherbergls-
húsgögn
með öllu tilheyrandi, til
sölu. Tilb. merkt: „Svefn-
herbergishúsgögn — 982“
sendist Mbl. fyrir 16. þ.m.
.000 kr.
lán óskast gegn góðri
tíyggingu og skynsamleg-
um vöxtum. Þagmælska.
Tilboð merkt: „Þag-
mælska — 981“ sendist
Mbl. fyrir 20. þ. m.
1
íshús - Reykdals
Hafnarfirði
Sími 9205
Frysiihólf fyrir matvæli
Hver viðskiptamaður hefur læst hólf, þar ®
sem hægt er að geyma kjöt og slátur til árs- #
ins. Blóðmör og lifrarpylsa (ósoðið) gejcmist x
sem nýtt allt árið. Tekið á móti pöntunum
í srnia.