Morgunblaðið - 14.09.1947, Page 6

Morgunblaðið - 14.09.1947, Page 6
6 MORGUNBL4ÐIÐ Sannudagur 14. sept. 1947 (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.l í'rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. So vjet-sannléikurínn MERKUR stjórnmálamaður skrifaði nýlega grein í tímarit um utanríkismál, um stjórnarfarið með Rússum eins og það er nú. Eitt af helstu einkennum stjórnarfarsins þar segir hann, er það, að einvaldsherrann einn ákveður hvað sje satt og hvað ósatt. Öll stjórn landsins byggist á þessu. Einvald- urinn úrskurðar hvað segja megi sem sannleika. En þeir úrskurðar hans geta breyst. Það sem er sovjet sannleikur í dag getur orðið að ósannmdum þar á morgun. Það getur orðið erfitt og hvimleitt að eiga orðastað eða standa í samningum við menn eða þjóðir, sem þannig eru á vegi staddir. En þetta verða menn að gera sjer að góðu, ef þeir vilja hafa eitthvað samneyti við rússnesku þjóð- ina, um bessar mundir. ss3c.es ★ í hjáleigu hins alþjóðlega kommúnistaflokks sem starf- ar hjer á landi er reynt að koma samskonar „skipulagn- ing“ á sannleikann, einsog kominn er á, þar sem hið aust- ræna lýðræði fær að njóta sín. En þetta á ekki vel við íslendinga, nema þá sem komnir eru á kaf í kommúnism- ann, og sjá ekki útúr augunum, fyrir dálæti á þeirri kúg- ur, sem þeir hafa í huga að leiða yfir heiminn. Hjer í biaðinu hafa á undanförnum dögum birst skjal- legar sannanir fyrir því að þrír af forgöngumönnum kommúnistanna hjer hafa gerst vísvitandi ósanninda- menn. Ofstækisfult hatur þeirra í garð Bjarna Benedikts- sonar utanríkisráðherra hefir leitt þá alla út í sömu ó- færuna. í gær er Einar Olgeirsson látinn hafa orð fyrir þessum stimpluðu mönnum í Þjóðviljanum. Hefir hann þann hátt- inn, sem þeim öllum er samboðinn, að endurtaka fyrri fullyrðingar sínar, vaðal og brigslyrði í garð utanríkis- ráðherrans, en flýja undan staðreyndum og sönnunum í eigin moðreyk. ÚR DAGLEGA LÍFINU Óskastaðurinn Orfirisey. SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ sýndi það og sannaði í sumar, að Reykvíkingar hafa enn á- nægju að koma út í Örfirisey og þannig mun það verða á meðan hólminn stendur upp úr, hvort sem þar verða dýra- sýningar, baðströnd eða dans á palli. Örfirisey hefir lengi verið óskastaður Reykvíkinga, sem hafa leitað þangað á helgidög- um og góðviðrisdögum, jafnt sumar sem vetur. Það er eiginlega illa gert að hafa ekki hugsað meira um eyjuna, sem friðarstað fyrir bæjarbúa, en það hefir altaf eitthvað verið til fyrirstöðu. Einu sinni var þar grútarstöð mikil cg ætlaði fýlan frá henni alt að drepa. Nú hefir verið farið fram á að setja þar upp „Gúanó“, en vonandi að það komi aldrei til. • Mætti taka til. ÞAÐ MUN vera álitamál hjá grasafræðingum og garðyrkju ráðunautum, hvort til nokkurs sje að auka rækt í Örfirisey. Þeir sjerfræðingar, sem jeg hefi talað um þetta við, hafa sagt, að það myndi reynast illfært að rækta þar trje vegna sjáfarseltu í jarðveginum og vegna sjóroks, sem gengur yf- ir eyjuna. En það mætti þó altaf taka til í eynni og gera þar gangstíga, þurka mýrina og ditta að smávegis. Altaf er það gömul hugmynd hjá mjer, sem skýtur upp koll- inum við og við, en það er að þarna í Örfirisey eigi stytta Leifs heppna að standa. og horfa út á hafið og taka á móti sjómönnunum er beir komi í höfn. Við skulum ekki eyðileggja eyjuna og umfram alt ekki láta gera hana að gúanó-stöð. • Fögur bók. ÞAÐ ER ekki oft að vikið er að bókum nje bókaútgáfu í þessum dálkum, enda nóg um þá iðju annarsstaðar. En þó get jeg ekki stilt mig að minnast á eina bók, sem jeg sá í gær, en það er „Sagnakver Skúla Gíslasonar“ í útgáfu Sigurðar Nordal prófessors. Hversvegna bókin er kölluð kver, veit jeg ekki. Það er nú svo að mjer finst kver altaf hljóta að vera lítil bók, en þetta er gríðarmikil og stór bók, prent- uð á vandaðan pappír og smekk lega bundin. En þótt ytri frágangur sje góður, þá mun öllum, sem kaupa þessa bók til þess að lesa hana, þykja meira vert um inihaldið. Þar er hinn gamli íslenski þjóðsagnastíll, eins og hann getur bestur verið. Og ekki skemma teikningarnar hans Halldórs Pjeturssonar. Þetta er fögur bók í tvenns- konar skilningi, bæði ytra út- liti og innihaldi. • Til fyrirmyndar. ,,HÁLFDANA“, — en það mun vera íslensk kona, sem gift er dönskum manni, eða dönsk kona sem gift er íslensk um manni, — hefir skrifað mjer í tilefni af ljósmynd, sem birt ist hjer í blaðinu fyrir skömmu af nokkrum hefðarfrúm í Was hington, sem höfðu verið á spönsku námskeiði. Brjefritari segir m. a.: „Ameríska forsetafrúin veit vafalaust, að ein besta leið- in til vinsamlegrar sambúðar þjóða á milli er málakunnátta. oRjsr á landi eru margar danskar konur, sem giftar eru íslenskum mönnum og ' mjer er sjálfri kunnugast um hve erfitt það er að fá kennslu í íslensku hjer í bænum, en marg ar danskar konur myndu óska sjer að það væri auðveldara. „Vildi nú ekki einhver kona í þeirri stöðu, sem með þarf til að vekja athygli og áhuga ann ara, gangast fyrir að haldið yrði íslensku-námskeið fyrir danskar konur, sem hjer eru búsettar. Það mætti gerast í Háskólanum, eða annarsstað- ar. • Góð hugmynd. ÞETTA er góð hugmynd hjá ..hálfdönunni". SannN''kurinn er sá, að við gerum of lítið að því að veita útlendingum tæki færi til að nema íslensku á með an þeir dvelja hjer. Það ætti að vera hægt að bæta úr þeirri vanrækslu. ® Bætti betur- KOMMANA vantar kímni- gáfu með öllu. Flaldið ekki'að þeim hafi sárnað grínsaga, sem sögð var hjer í dálkunum á dögunum um kettlingana, sem voru sósíalistar á meðan þeir voru blindir, en íhaldsmenn eftir að þeir voru farnir að sjá. — „Uss, þetta var nú svo sem ekkert fyndið“, segir póst- ur kollega í gær og þar að auki er sagan stolin. Hún er upp- haflega þýsk og er um nasista og kommúnista. í þeirri sögu voru - ketlingarnir blindir á meðan þeir voru nasfstar, en kommúnistar eftir að þeir voru farnir að sjá. Og sei, sei, Þeim varð þörf á sjóninni, veslingunum. Þeir, sem hafa heilbrigða sjón sjá ekki mikinn mun á nasistum og kommúnistum. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ★ Hatur kommúnista í garð Bjarna Benediktssonar er mjög skiljanlegt. Enginn núlifandi íslendingur stendur betur á verði gegn hinni kommúnistisku siðspillingu, en hann. Kommúnistar gera sjer það alveg ljóst hversu að- stöðumunur þeirra og Bjarna Benediktssonar er mikill gagnvart öllum almenningi í landinu. Með dugnaði sínum ráðdeild og þjóðhollustu, ávinnur utanríkisráðherrann sjer vaxandi traust þjóðarinnar með hverjum degi. Þess- vegna halda kommúnistar ósleitilega áfram að ausa yfir hann svívirðingum og máttlausum rógi sínum. Einar Olgeirsson er svo óheppinn, í Þjóðviljanum í gær að tala um, að Bjarni Benediktsson taki á móti fyrirskip- unum erlendis frá um stjórnarstörf sín. Öðrum ferst en1 ekki Einari, og kumpánum hans að tala um erlend áhrif. Því vitað er og margsannað, að Einar og öll kommúnista- hersingin er ekki annað en þjónustulið erlenas herveldis og þorir ekki eða getur ekki haft neina sjálfstæða skoðun á neinum hlut. Þeir hlusta eftir hvaða sovjet sannleika er þeim berst til eyrna og gala síðan eins og páfagaukar. Og kastar þá tólftunum, þegar Þjóðviljinn feitletrar ný- ofinn þvætting um það, að Bjarni Benediktssor. hafi eigin- lega komist á þing með ólöglegum eða ódrengilegum hætti. Allir vita að þar fer Þjóðviljinn með staðlausa stafi. En á meðan Þjcðviljamenn hafa ekki lagt niður þann vana eða að mæla bót hverjum þeim kosningasvikum, sem kommúnistar hafa í frammi þar sem þeir hafa hervaldið til þess að móta hið svoneínda lýðræði í sinni mynd, þá 1 ættu þeir ekki ótilneyddir að nefna kosningar í málgagni sínu. Kommúnistar hjer á landi hafa hvað eftir annað á þessu ári lýst velþóknun sinni á þeim herfilegustu, stórfeldustu og níðingslegustu kosningasvikum er sögur fara af. 1 HVE LENGI mun Afríka sofa undir erlendri yfirstjórn. Að vísu er ekkert svar enn komið við þessari spurningu, en þó virðist sem Afríka sje rjett að byrja að vakna. Talsmaður Niger negra hefur komið upp í líki manns, sem heitir Nnamdi Azikave, sem segist vera blaðaútgefandi, for seti allsherjarstjórnar Nigeríu, varaforseti demókrataflokks Nigeríu og meðlimur á þingi landsins. Hann er venjulega kallaður Zik og hann er undarlegur mað ur. Hefur hann verið kállaður Gandhi Afríku, og hann er tal inn erfiður viðfangs, hættuleg ur andróðursmaður gegn Bret- um. — Fór til London. Nú fyrir nokkru kom há- púnkturinn í stjórnmálastarfi hans, þegar hann kom til Lond on og heimsótti með sjö manna föruneyti nýlendumálaráðu- neytið breska. Þessi sjö manna sendinefnd óskaði eftir að bera fram við nýlendumálaráðherra Breta, Creech Jones, sex kvartanir. En bak við alar þessar kvart- anir lá löngunin, sem er til í öllum mönnum, bæði hvítum' og svörtum, að ná fullu sjálf- stæði. Er áfrífca ai vafcna! Þeir höfðu komið sjóleiðis til Bretlands og dvöldust á Ben tick- hóteli í West End, og með þeim var aðeins sjer til fróð- leiksaukningar foringi ung- mennafjelaga Nígeríu. Zik vissi, að ef hann kæmi aftur til Nígeríu án þess að hafa komið nokkrum breyting- um á, þá gæti verið, að ung- mennafjelögin myndu segja í- búunum heima: Zik hefur eytt peningum ykkar til eiskis. Sögur um gífur- lega eyðslu. Sögurnar í Nigeríu voru þeg ar farnar að ganga. Það var sagt, að Zik hefði eytt 4000 sterlingspundum frá því hann lagði upp frá Nígeríu. Sumir hjeldu, að hann myndi aldrei koma aftur. Og í London var langt frá því að hann fengi vin gjarnlegar móttökur. Londonarblöðin minntust á hann, en kuldalega óg með grunsemd, svo að Zik varð, til þess að reyna að lægja illkvitn ina, að kalla blaðamenn á fund og skýra þeim frá málefnum Nígeríu. Hann sagði: Ef til vill tökum við of sterkt til orða, en við erum engir ofbeldismenn. Mál- stað okkar hefir verið snúið af blöðunum. Síðan talaði hann í einn og hálfan klukkutíma og var líkastur málfærslumanni fyrir rjetti. Hann talaði fyrir- taks vel ensku og virtist aldrei skorta orð til að sýna vilja sinn. Staða Nígeríu. Fyrsta krafa hans var, að staða Nígeríu til Bretlands yrði skýrð: a) með sáttmálum milli landanna og b) með því að Nígería skyldi verða talið verndarríki. Önnur krafan var að fá ýms- um lögum breytt, sem sett voru á tíð fyrverandi landsstjóra Arthur Richards úm að breska stjórnin mætti taka eignar- námi ýmsar landsspildur. Þegar Zik hafði talað við blaðamennina undirbjó hann sig undir heimsóknina í breska nýlendumálaráðuneytið 0g hann og allir hinir sendimenn- imir bjuggust sínum fegurstu Afríku skrúðum og þrömmuðu ý i'áðuneytið. Eftir nokkurn tíma fengu þeir áheyrn hjá ráð herranum og fundur hófst, sem stóð yfir í 3 og V2 klst. Það virðist svo sem bæði Zik og Creech Jones hafi orðið sjóð andi reiðir er leið á samtalið. Zik hreytti út úr sjer, er blaðamenn töluðu við hann eftir fund þennan: Við fengum ekkert. Okkur hefir verið sagt, Framh. á bls. 8 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.