Morgunblaðið - 14.09.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. sept. 1947
MORGVTSBLAÐIÐ
7
R E Y K
Haust.
NÚ HAUSTAR óðum að, þó
ekki sje orðið áliðið. Ofan á hið
mesta rosasumar og vandræði
með heyverkun, kom ofsa-
veður í vikunni er sóp-
að burtu heyi því, sem úti var
á sumum bæjum, t. d. undir
Eyjafjöllum. Svo þar hefir ekki
verið ein báran stök á þessu
sumri.
Búnaðarsamband Suðurlands
hefir tekið til umræðu, hvaða
ráðstafanir gera þvrfti, til þess
að firra vandræðum vegna
mjólkurskorts, ' eftir hið vot-
viðrasama sumar. En frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði veltur á
miklu að mjólkurpeningi verði
ekki fækkað í þeim sveitum,
þar sem mest þörf er fyrir
mjólkurframleiðslu. Bændur
ættu heldur að fækka sauð-
fjenu, ekki síst í þeim sveit-
um, þar sem fje er bæði fremur
rýrt og pestsjúkt.
Sjávarafli.
NOKKRIR togarar hafa upp
á síðkastið komið með mikinn
og fljótfengin afla af Halamið-
um. Svo ekki hefir „sá grái“
yfirgefið sínar fornu slóðir eins
og síldin.
Og saltfiskurinn frá vetrar-
vertíðinni er nú að mestu seld-
ur. Svo nú er það aðallega eft-
irstöðvar af freðfiskinu, sem
óseldar eru, eða um það bil
helmingurinn af birgðum þeim
sem voru í landinu. Kommún-
istar hamast mjög í blaði sínu
út af því, að gripa þurfti til
þess örþrifaráðs að tengja söl-
una á freðfiskinum við söluna
á síldarlýsinu. Verða þeir þó
að viðurkenna, eins og aðrir,
að fiskurinn var eltki seljan-
legur öðru vísi í vor, fyrir
svipað verð og ríkissjóður varð
að ábyrgjast fyrir þá fram-
leiðslu.
Almenningur á erfitt með að
skilja þá hagsýni sem komm-
únistar prjedika að hagfeldara
hefði verið að freðfiskurinn
hefði allur að heita má verið
óseldur nú.
Tímagrátur.
TÍMINN heldur uppteknum
hætti, að harma mjög stefnu þá,
sem fyrverandi ríkisstjórn tók
að nota þær inneignir, sem þjóð
inni fjellu í skaufc vegna her-
setunnar í landinu á styrjald-
arárunum, til þess að kaupa ný
framleiðslutæki. Fer svo mikil
orka í málanda þann, að nærri
liggur, að ekld komist þar ann-
að að sem sténdur. Er ekki
sýnilegt neitt lát á þeirri munn
ræpu, sem þó rennur öll út í
sandinn. Eins og best kom fram
í skýrslu þeirri, sem núverandi
viðskiftamálaráðherra Emil
Jónsson flutti í útvarpinu um
síðustu helgi.
Niðurstaðan.
Á GRUNDVEf.LI skýrslu
þeirrar, sem Fjárhagsráð hafði
áður gefið um gjaideyrisástand
ið, eins og það er nú, skýrði
viðskiftamálaráðherra svo frá:
að þegar utanþingsstjórnin logn
aðist út af haustið 1944 voru
inneignir landsmanna í erlend-
um bönkum 582 miljónir kr.
Þetta fje hafði sem kunnugt er
J A V í
ekki safnast í sjóði þjóðarinn-
ar, vegna þess, að útflutning-
ur hennar hefði verið teljandi
meiri, en innflutningur á und-
aníörnum árum. Inneignirnar
stöfuðu að heita mátti eingöngu
frá því, sem þjóðm hafði með
ýmsu móti innunnið sjer, á
meðan setuliðið var hjer.
Af þessum 582 miljónum kr.,
sem þjóðin átti handbærar er-
lendis haustið 1944, jáðstafaði
Nýbyggingarráð, samkvæmt
skýrslu /ráðherrans 350 milj.
til nýsköpunarframkvæmda. —
En til samskonar framkvæmda
á sviði húsbygginga, hefir ver-
ið varið um eða yfir 80 miljón-
um króna. Þá eru komnar 430
miljónir af innstæðunum, sem
fyrir hendi voru. Eða 70—80%
af fje því, sem Tírninn jarmar
um mánuðum saman, að hafi
verið eytt í sukk og vitleysu.
Og er þá ótalið það fje, sem
nauðsynlega hefir þurft, og not-
að verið til ýmsra framkvæmda
til þess að hin nýju atvinnu-
tæki, sem þjóðin hefir eignast,
gætu komið að gagni.
Með öðrum orðum: Vegna
þeirrar stefnu, sem fyrverandi
forsætisráðherra Olafur Thors
tók í fjármálum þjóðarinnar,
með því að ákveðe haustið ’44,
að verja skyldi sem mestu af
innstæðunum í útlöndum til
þess að auka framleeiðslugetu
þjóðarinnar, -hefir innstæðun-
um að svo til öllu leyti verið
varið til þessara þarflegu og
nauðsynlegu hluta. Söngurinn
og sónninn, nöldríð og níðið um
sóún og eyðslu á þessu fje í
óþarfa, eru því staðlausir staf-
ir. Og verður sá máiandi hvorki
rjettari, trúlegri eða gagnlegri,
fyrir það, þó máigagn Fram-
sóknarflokksins evði nokkrum
árum og árgöngum til að end-
uríaka mas sitt um þessi mál.
Tvær stefnur.
HITT er svo það, að nýsköp-
unarstefnan frá liaustinu 1944
var eitur í beinum þeirra
msnna, sem að Tímanum
standa.
Þeir vildu svo sem kunnugt
er, engin tæki kaupa, fyrri en
lagt hefði verið út í kaupdeilur
og innstæðunum eytt á þann
hátt, með verkföllum og gaura
gangi, svo framleiðslan dræg-
ist saman eða stöðvaðist, á með
an hún öll var auoseljanleg.
Þegar innstæðunum hafði á
þann hát't verið komið fyrir
kattarnef, átti samkvæmt ,,ný-
sköpunarstefnu" Tímans, að
taka til óspiltra málanna og
kaupa skin og aðra þarflega
hluti — fyrir efni þau, sem
bjóðin hafði mist úr höndum
sjer.
Þó gjaldeyrisaðstaðan sje
önnur í bili, en hún var haustið
1944, þá er ýmislegt líkt með
viðhorfinu til þess sem gera
skal.
Nú vita allir skynbærir
menn í landinu, að draga þarf
úr framleiðslukostnaði svo út-
flutningsvaran verði seljanleg
og samkepnisfær Þrír stjórn-
málaflokkar vilja, að þær að-
gerðir, sem við þurfa, til þess
að tryggja atvinnuna og fram-
leiðsluna, verði gerðar sem
fyrst. Ekki er eftir neinu að
K U R B
bíða. Til þess að menn missi
ekki atvinnu sína til þess að
þjóðin missi ekki tekjur sínar
og þeir sem eru í opinberri þjón
ustu missi ekki Jaun sín, þarf
að haga tekjum manna eftir
því, hvað fáanlegt er fyrir af-
urðirnar.
Þeim mun seinna sem mis-
ræminu á milli tilkostnaðar og
markaðsverðs verður kippt í
lag, þeim mun meira og tilfinn-
anlegra verður tjónið, fyrir
þjóðina í heild, og ella einstak-
linga hennar.
Nú eru það kommúnistar, er
skerast úr leik. Sem við er að
búast. Því þó þeir hafi haustið
1944, leiðst til þess að fylgja
nýsköpun atvinnuveganna, þá
hafa þeir ekki horfið frá því
að vera flokki sínnm og stefnu
trúir. Þó sem sagt þeir hafi í
orði kveðnu verið nýsköpunar-
menn á sviði atvmnuveganna
1944, þá verða þeir að vinna
að því með elju sinni að sú
nýsköpun, sem þeir studdu,
þau auknu tæki. sem þjóðin
hefir eignast, og mun eignast
á næstunni, komi ekki því þjóð
fjelagi að haldi, sem kommún-
istar vilja að verði eytt og að
engu gert.
Tilraim smá-
þjóðar.
SÍÐAN við íslendingar stofn
uðum eða endurreistum lýð-
veldi okkar í júní 1944, hefir
ekki hjá því farið að menn hafi
stundum orðið þess varir, að
fólki út um heim þyki við ætla
okkur að sigla djarflega með
því að lifa í landi okkar, sem
algerlega sjálfstæö þjóð, ekki
mannfleiri eða öflugri en við
erum.
Þrá'okkar til sjálfstæðis, og
sjálfsforræðis, verður um ald-
ur og ævi, hin sívakandi upp-
örfun til dugnaðar og dáða. —
Sjálfstæði okkar er líf okkar og
sál, sem allir góðir íslendingar
unna eins og hjartinu í brjósti
sjer. Og meira til, ef svo býður
við að horfa.
En svo undarlega vill til, að
einmitt í sama mund og við
höfum öðlast fuit sjálfstæði,
eftir margra alda ósjálfstæði og
örbirgð, er starfandi flokkur
í landi voru, sem snýr baki við
öllu frelsi, jafnt andlegu frelsi,
sem efnalegu og stjórnfrelsi,
flokkur, sem hefir heitið þeim
mönnum liðsinnis, er vilja
leggja allan heiminn undif
eitt skefjalaust kúgunarvald.
Ef það sjálfstæði okkar sem ný
fengið er og aðrir kalla enn í
dag, ekki annað en tilraun, á
að lifa, eins og vonir allra
sannra íslendinga standa til, þá
verða áhrif kúgunarpostulanna
að hverfa úr íslensku þjóðlífi.
Hvernig tekst að roma því til
leiðar, verður einskonar próf-
raun á hið unga lýðveldi okk-
ar. Það próf getur ekki farið
nema á einn veg. Þióðin heldur
trúnaði við frelsishugsjónir sín
ar, er verið hafa Hf hennar og
ljós, skjól og skjöJdur, gegnum
hinar dimm ualdir í sögu henn-
ar.
Fulltrúar Asiu-stefnunnar
eru líka farnar að sjá fram á
ófarir sínar. Allt iátæði þeirra
R JEF
bendir til þess, að t.augar þeirra
sjeu komnar í háspennu.
Báðum megin við
,,tjaldið“.
ÞAR, sem kommúnistar ráða
ríkjum í austanverðri Evrópu,
þar er aðeins ein skoðun leyfð
á hverjum hlut. Það er skoðun
valdhafanna. Slík andleg kúg-
un er Islendingum eins mikil
andstygð og framast er hugsan
leg. Velflestir Islendingar, sem
hafa ekki tekið í sig sóttkveikju
kúgunarandans, geta ekki trú-
að því, nema að nokkru leyti,
að íslenskir menn, geti gert svo
lítið úr sjer, að aðhyllast svo
algert andlegt frelsi, sem
kommúnistar nota sjer í ríkj-
um sínum, og allir þjóðfjelags-
þegnarnir verða að láta sjer
lynda.
En svo glámskygnir eru hin-
ir íslensku kommúnistaforingj-
ar, að þeir virðast gleyma því,
hverju megin við ,,járntjaldið“
þeir eru staddir. Þeir eru farn-
ir að skrifa og tala, eins og
allt landsfólkið eigi ekki ann-
ars úrkosta, en að hlusta á þá
eins og trúa því, sem þeir segja.
Fjarsíæður hinna
flaumósa.
í ÆSINGI sínum gagnvart
núverandi ríkisstjorn, feitletra
Þjóðviljamenn dag eftir dag til
dæmis, að ríkissttjórnin ætli
sjer að stöðva atvinnuvegi
landsmanna og lokn fyrir allan
innflutning og öll viðskifti í
landinu „til þess, að heildsal-
arnir geti grætt peninga“(!)
ÞAÐ ÞARF nokkuð glóru-
lausa blindni til þess að láta
slíka hringavitleysu út úr sjer,
hvað þá að prenta hana dag
eftir dag, sem einskonar áróð-
urshróp, til almennings. Skyldi
það vera margir, sem telji það
sjálegan gróðaveg fyrir kaup-
sýslumenn, að stöðvaðir verði
atvinnuvegir þjóðarinnar, svo
enginn geti keypt neitt og ekk-
ert verði til þess að versla með?
Það er keppikefli kommún-
ista nú, að koma a sem mestu
atvinnuleysi og leiða sem flesta
landsmenn út í örbirgð. Þeir
halda, að hjer sje hægt að fylla
landsfólkið með fáránlegustu
fjarstæðum og með því dylja
fyrirætlanir og stefnu komm-
únista sjálfra. Sjálfir ætla þeir
nú að grípa tækifærið til þess
að eyða og spilla atvinnuveg-
um þjóðarinnar og efnahag rík
is og einstaklinga. í þeirri von,
að sjálfstæði íslensku þjóðarinn
ar, fari út um þúfur, en við geti
tekið hjer fyrir tilverknað
þeirra hið kommúnistiska ein-
ræði.
Áka-þáttur Jak-
obssonar.
ÞJÓÐVILJINN þruglar
þessa daga mjög um afurða-
söluna. Halda kommúnistar því
fram, þvert ofan í allar stað-
reyndir, að hægt hafi verið í
fyrra vetur eða vor, að selja
afurðir landsmanna mun hærra
verði en gert var Ekki tekur
þó Áki Jakobsson neinn þátt
í þessum umræðum Þjóðviljans.
Hann datt aftur úr kerrunni í
fyrsta þætt í þeim umræðum
Laugardagur
eins og menn muna.
Hann hjelt því æði lengi
fram, að maður nokkur af rúss-
neskum uppruna, er kom hing-
að í fyrrahaust, til að hafa um-
sjón með fermingu skipa, hefði
verið tilbúinn að kaupa allar
afurðir landsmanna eða því sem
næst, fyrir verð, sem allir hefðu
getað verið ánægðir með. Áki
gaf það í skyn, eö verkstjóri
þessi hefðu svo gott sem verið
hjer með nokkur hundruð milj
óna jafnvel upp á* vasann, og
umboð, og allt saman, til kaup-
anna. En af því. að einn ís-
lenskur ráðherra ,hefði ekki
verið eins undirdánugur við
verkstjórann, eins og hæfði þý
lyndi komma, þá hefði verk-
stjórinn stungið ai í fýlu, með
allar miljónirnar. Fyrir kurteisi
Áka hefði hann þó dregist á að
koma aítur eftir hálfan mánuð.
En eitthvað tafið endurheimt
hahs.
Vísviíandi ó-
sanindamenn.
SAGA ÁKA urr, verkstjór-
ann, varð einskonar pólilísk
eftirmæli um hann sjálfan. —
Hefir ekkert heyrst nú lengi.
frá honum. Hinir langþreyttu
brúkunarhestar Þjóðviljans
hafa orðið að halda uppi fram-
haldsumræðum urn hin uppdikt
uðu kostakjör, sem áttu að
hafa verið á boðstóium í Austur
Evrópu í vor sem leið.
Þangað til sjálfur flokksfor-
maðurinn Brynjólfur Bjárna-
son geystist fram á ritvöllinn
fyrir nokkrum dögum, og' tók
að vitna um algert meðvitund-
arleysi sitt, um viðskiftasamn-
inga þá, er gerðir voru í fyrra
vor. Hann hafi ekkert heyrt
um samtenging síldarlýsis og
freðfisks, fyrr en eftir dúk og .
disk. Hann hafði með sjer Ár-
sæl Sigurðsson, sem verið hef-
ur formaður í flokksfjélagi kom
múnista hjer í bæ, en var í
samninganefndinni, er austur
fór í fyrra vetur.
En ekki vildi betur til fyrir
þessum tveim dánumönnum,
en að skjallegar sannanir lágu
fyrir um það, að þeir færu
báðir með vísvitandi ósannindi.
Þjóðviljinn er stórreiður. Því
í ríki kommúnistanna mega þeir
sem forustuna hafa fara með
hvaða öfgar og fjarstæður sem
þeim sýnist. Það, sem þeir segja
er þar í landi, hið eina rjetta,
hvað sem staðreyndunum líður.
Þjóðviljinn kennit upplýsing-
um frá utanríkismálanefnd um
að kommúnistsforingjarnir
komast ekki upp með að flytja
vísvitandi ósannindi án þess
að á þetta sje bent opinberlega.
I landi kommúnistanna tala
valdhafarnir ekki við neinn,
sem dirfist að benda þeim á,
að þeir segi ósatt. Orðið er
'tekið af sifkum mönnum, á
einn eða annan hátt, svo lýgin
fái að sitja þar óáreitt í há-
sæti.
Einar Olgcirsson
cins.
ÞEGAR Brynjólfur og Ársæll
höfðu verið afgreiddir saman
hjer í blaðinu og hengu frammi
fyrir alþjóð einsog spyrðuband!
vísvitandi ósannindamanna, þá
var Einari Olgeirssyni tcflt
Framh. á bls. 8