Morgunblaðið - 17.09.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1947, Blaðsíða 10
1 10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. sept. 1947 MÁNADALUR Si áldsaaa e^tir JacL cJ-ondon 4. dagur Hann dansaði ágætlega. Hún naut þess eins og sá sem vel dansar, þegar hann fær að dansa við annan, sem dansar álíka vel. Það var dásamlegt hvernig hann, þessi stóri mað- ur eins og hljómfallið væri í honum sjálfum. Þar var ekk- ert hik, ekkert óákveðið spor. Hún sá hvar Bert þeyttist um gólfið með Mary og var altaf að reka sig á hina dansendurna. Saxon varð að viðurkenna það með sjálfri sjer, að Bert var spengilegur og glæsilegur mað ur, og að hann dansaði vel. En aldrei hafði henni þó liðið eins vel í dansi með honum og henni leið nú. Hann var eitthvað svo óákveðin og hafði það til að hlaupa út undan sjer. Það var eins og hann væri altaf við það að tapa hljómfallinu. Þess vegna var ekki gott að dansa við hann. „Þjer dansið eins og álfa- mær“, sagði Billy. „Jeg hefi oft heyrt piltana tala um það hve vel þjer dansið“. „Mjer þykir gaman að dansa“, sagði hún. Hún sagði þetta þannig, að honum fanst hún helst vilja komast hjá því að tala í dans- inum. Þegjandi dönsuðu þau því áfram og henni þótti vænt um að hann skyldi sýna sjer þessa nærgætni. Það var sjald- gæft að verða var við nær- gætni hjá þeim, sem hann hafði umgengist. Er þetta H a n n ? spurði hún sjálfa sig aftur. Hún mintist þess, sem Mary hafði sagt: Jeg skyldi fremur giftast honum í dag en á morgun. Og svo fór hún að hugsa um það, hvort hún mundi vilja giftast Billy Roberts á morgun, ef hann bæði hennar. Það var gaman að loka aug- unum og láta sig dreyma í faðmi þessa örugga manns. Hnefaleikamaður. Það fór kitl- andi ertnishrollur um hana, er hún hugsaði til þess hvað Sara mundi segja, ef hún sæi hana núna. Ónei, hann var ekki hnefaleikamaður heldur öku- maður. Hljómsveitin breytti um og hljómfallið varð hægara, svo að fótatakið varð líka hægara og hann tók fastara utan um hana svo að henni fanst sem hún kæmi ekki við gólfið. Svo varð hljómfallið hraðara aftur og þá fann hún að hann hjelt henni lengra frá sjer. svo að hann gæti horft framan í hana. Þetta var svo skemtilegt að þau hlógu bæði. Svo sljákkaði í hljómsveit- inni, tónarnir voru dregnir og þau hægðu á sjer og seinast var eins og þau rendu sjer hæga fótskriðu með deyjandi tónunum. „En hvað við eigum vel sam- an í dansi“, sagði hann. Og svo ruddi hann þeim báðum braut þangað sem þau Bert og Mary voru. * * með stórum stöfum nafnið sitt á ská þvert yfir það. „Nú er það í rauninni gagns- laust“, sagði hann þegar hann hafði gert þetta. „Nú hafið þjer ekkert að gera við danskortið framar“. Svo reif hann það sundur í tætlur og fleygði þeim á gólfið. „Næst dönsum við saman, Saxon“, sagði Bert þegar þau komu til þeirra. „Og þá er best að þú dansir við Mary, Bill“. „Það er ekki hægt“, svaraði Billy. „Við Saxon höfum rugl- að saman reitum okkar þenn- an daginn“. „Varaðu þig á honum, Sax- on“, sagði Mary, „því að ann- ars hertekur hann þig“. „Jeg þykist kunna að velja mjer fjelaga“, sagði Billy kurt- eislega. „Jeg er viss um það“, tók Saxon undir. „Jeg mundi hafa valið yður þótt jeg hefði hitt yður í myrkri“, sagði hann. Mary leit á þau til skiftis og gerði sjer upp undrunarsvip, en Bert sagði: „Nú, þið hafið ekki verið lengi að því að koma ykkur! saman. En það gerir ekkert til,! ef þið viljið láta svo lítið að | snæða miðdegisverð með okkur | Mary, þegar þið hafið dansað tvisvar enn“. „Þetta er talað út úr mínu hjarta“, sagði Mary. „Nú er nóg komið“, sagði Billy og hló. Svo sneri hann sjer að Saxon og horfði beint framan í hana. „Þjer skuluð ekki taka neitt mark á því, sem þau segja. Þau eru úrill út af því að þurfa að dansa sam- an. Bert dansar eins og uxi og Mary er lítið betri. Hana, nú byrja þeir aftur. Við hittumst þá eftir tvo dansa“. III. KAFLI. „Þetta var eins og draumur“, hvíslaði hún á leiðinni. Hún sagði þetta svo lágt að hann varð að lúta niður að henni til að heyra það og um leið sa hann að hún var kaf- rjóð og augun í senn björt og dreymandi. Þá tók hann dans- kortið frá henni og skrifaði Þau snæddu miðdegisverð í rjóðri undir trjánum og Saxon tók eftir því að Billy borgaði fyrir þau öll. Þar voru mörg borð önnur, og þar var margt fólk, sem þau þektu og gengu köll og kveðjur og háðsglósur milli borðanna. Bert var nær- göngull við Mary. Einu sinni tók hann hönd hennar og hjelt henni svo fast, að hún gat ekki losað sig. Öðru sinni dró hann hringana af fingrum hennar með valdi og skilaði þeim ekki fyr en löngu seinna. Hvað eft- ir annað tók hann utan um hana. Stundum sleit hún sig af honum, en stundum sat hún kyr og ljet sem ekkert væri. Saxon hugsaði með sjer að ekki mundi Billy fara þannig að í Berts sporum. Hann mundi aldrei láta sjer sæma að flangsa utan í stúlkur, eins og hinir piltarnir. Hún virti fyrir sjer þrekvaxnar axlir hans og arma. „Hvernig stendur á því, að þjer eruð kallaður Stóri Bill?“ spurði hún. „Þjer eruð ekki sjerstaklega stór“. „Nei“, svaraði hann. „Jeg er ekki nema fimm fet og tæpur þumlungur. Það er líklega vegna þess hvað jeg er þung- ur“. „Hann er hundrað og áttatíu pund á sviðinu“, sagði Bert. „Hvað ert þú að gjalla fram í, Bert“, sagði Billy með þykkjusvip. „Jeg er hættur hnefaleikum. Jeg hefi ekki komið fram á svið á hálft ár. Það borgar sig ekki“. „Þú græddir þó tvö hundruð dollara kvöldið sem þú barðir niður hnefaleikarann frá San Francisco", sagði Bert drjúg- ur. „Hættu þessu og þegiðu, segi jeg. En þjer, Saxon, þjer eruð ekki sjerlega stór heldur, en þjer eruð framúrskarandi vel vaxin, alveg eins og konur eiga að vera, og þjer getið borið mig fyrir því hvar sem er. Þjer eruð bæði grönn og þjettholda. Jeg er viss um að jeg get giskað á hvað þjer eruð þung“. „Flestir taka of djúpt í ár- inni“, sagði hún. „Ekki mun jeg gera það“, sagði hann. „Jeg er mjög nask- ur á að geta þess hvað fólk er þungt“. Hann virti hana gaumgæfi- lega fyrir sjer og það var auð- sjeð að hann átti í baráttu við sjálfan sig um það að draga úr ágiskun sinni. „Bíðið þjer nú við“. Hann laut fram og þreifaði á handleggjum hennar. Hann tók dálítið fast utan um upp- handlegginn, svo að Saxon titr aði, við. Það voru einhverjir töfrar við þennan stóra dreng. Ef einhver annar hefði snert hana þannig, til dæmis Bert, þá hefði hún orðið reið. En hjer var einhverju öðru máli að gegna. Er þetta h a n n ? spurði hún sjálfa sig enn einu sinni. „Fötin yðar geta ekki vegið meira en sjö pund“, sagði hann. „Og sjö frá — hvað skulum við segja — hundrað tuttugu og þremur, þá eruð þjer nakin hundrað og sextán pund“. „Billy Roberts“, hrópaði Mary. „Þannig talar ekki neinn siðaður maður“. Hann leit undrandi á Mary. „Hvernig?“ spurði hann að lokum. „Þú ættir að skammast þín. Sjerðu ekki að Saxon blygðast sín?“ „Það er ekki satt“, sagði Saxon þurlega. „Og ef þú heldur þannig áfram, Mary, þá endarðu með því að gera mig orðlausan", sagði Billy. „Jeg veit hvað er sæmandi og hvað er ósæm- andi. Og það er ekki alt undir því komið, hvað maður segir, heldur hvað maður hugsar. Og jeg hugsa ekkert ljótt og það veit Saxon vel. Og hvorugu okkar datt það í hug, sem þú ert að hugsa um“. „Altaf versnar það“, sagði, Mary. „Jeg hugsa aldrei um [ þess háttar'. „Svona, farðu þjer hægt, Mary“, sagði Bert. „Þú ert á villugötum. Billy gerir sig aldr ei sekan í slíku“. „Þá ætti hann ekki að vera ruddalegur“, sagði Mary, „Svona, Mary, vertu nú góð og hættu þessari vitleysu“, sagði Billy. Svo sneri hann sjer að Saxon og sagði: „Fór jeg ekki nærri því?“ „Jeg er hundrað tuttugu og tvö pund“, sagði Saxon og gaf Mary hornauga. „Hundrað tutt ugu og tvö í öllum fötum“. ®<$x$x^<$k$x$x^5x$<^x^<$x^x£<^$>3>^^><SxM*$>‘3>3>^$<^<^>3>^<^<S><S>^^<í><S><®"§><$<S* j Orðsendingj frá Hótel Borg Framvegis verður konsert musik leikin á miðvikudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Jafnframt tilkynnist þeim fjelögum sem hafa í huga að halda hóf að Hótel Borg í vetur, að húsið verður að- eins leigt til kl. 2 eftir miðnætti, og er það vinsamleg tilmæli okkar, að fjelög þessi taki þetta til greina við tilhögun þessara skemmtana. Skemmtanirnar geta byrj að fyrr á kvöldin, en verið hefur, ef óskað er. JdótJ Ec or9 ■^^x$xíx^<$^x$x^^xíxíx^<í>^x$x$x$x$xíxS>^$xíxíx$x«x$x$x$x$x$x$>^<$>^x$x$^x5x8x$x5xS> 3ja herbergja % íbúð með þægindum til sölu. Skipti á 4ra til 5 herbergja íbúð æskileg. SALA OG SAMNINGAR Sölvhólsgötu 14. Leikskóli S minn tekur til starfa á næstunni. Væntanlegir nem- endur gefi sig fram við mig í dag og á morgun, milli f kl. 5—7 e.h. LÁRUS PÁLSSON Freyjugötu 34. Sími 7240. &$>QX§><$X$><$>®®<§G><$<$><§><§><§<§><§><§>&§><§><i><$<fr§X$><§X§><§><&$>&$><$><§><§X§><§>QX§><§><§><§><§><§><§*§>‘ Sendisveínar BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Duglegir sendisveinar óskast frá 1. næsta mán. Uppl. ekki gefnar í síma. ^jói'átn^g-^in^a^jeiag- Jióiandó L.j^. Hiísmæðraskóíi Reykjavíkur ver'ður setíur mánudaginn 22. sept. kl. 2 e.h. Nemendur, sem hafa fengið loforð um heimavist, komi með farangur sinn í skólann sunnudaginn 21. sept. frá kl. 7,30—8,30 e.h. Kvöldnámskeið skólans byrja einnig mánudaginn 22. sept kl. 6,30 e.h. Hulda Á Stefánsdóttir. &§>&&&§><§><§>Q>Q>®Q><§>Q><§X§><§><§X&§><§^X§>®<$>®Q><$><§><§X§><&Q>®®®®Qx§><§X§X§><§X§><§X§>QX& ®<&<$®®<$®$>®§>®&$&§^>§x$&§><§*$x§&§x§x§<§x§X§^>®Q><$G>§><§<$&§>®&§x§<§x§<$ lýr ónotaður Buick ’47 til sölu. Skipti á góðiun bíl eldri gerð, eða nýjum bíl, koma til greina. Til sýnis við Leifsstyttuna frá kl. 4—8 í dag. <| 4ra eða helst 5 herbergja íbúð í steinhúsi óskast til leigu sem fyrst, gegn fyrirframgreiðslu eða J> X láni, eftir samkomulagi. Tilboð merkt: „Lán — Leiga“, g f leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.