Morgunblaðið - 19.09.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 19.09.1947, Síða 12
VEÐUEUTLITIÐ: Faxaflói: SUÐ-VESTAN stinnings- kaldi. — Skúrir. Ný ORUSTA um Atlantshaf- ið. — Sjá grein á bls. 7. 212. tbl. — Föstudagur 19. september 1947 Námuslys í Bretlandi Fyrir skömmu varð hryllilegt slys í kolanámu í Whitehaven-námunum í Bretlandi. — Fórust þar um 100 manns. Myndin til vinstri cr af björgunarmönnum, cn til hscgri sjást sjúkra bílar við innganginn í námuna. 17 nýir strætisvagnar komnir í umferð fyrir áramót Frá umræðum í bæjarstjém VAGNAKOSTUR Strætisvagna Reykjavíkur hefur að und- anförnu verið stórlega bættur. Sjö nýir vagnar hafa nú veri'S teknir í notkun, en á næstunni munu aðrir fimm bætast við og fyrir áramót verða 17 nýir vagnar komnir í tnnferð á árinu. — Rorgarstjóri upplýsti þetta á fundi bæjarstjómar i gær, er rætt var um strætisvagnana. Kefiavíkurbátur á hrakningum í læplega 11 klst. á Faxafíóa Ekkert björpnarskip var nærsla!! KEFLAVlKURBÁTURINN Bjarni Ólafsson, var í tæplega 12 klukkustundir á hrakningtun hjer í Faxaflóa í gær. Ekk- ert skip gat farið bátnum til aðstoðar. En er báturinn var rjett kominn í strand tókst skipverjum að koma vjel hans í gang. Bjarni Ólafsson var á reknet- $------- um ásamt fleiri bátum er óveðr ið skall á í fyrrinótt. Er bátur- inn ætlaði að halda til lands um klukkan 7 í morgun bilaði vjel iians. Var Slysavarnafjelaginu þegar tilkynt þetta. Slysavarnafjelagið gerði nú margra klukkustunda tilraunir til að ná sambandi við skip bað, er aðstoða á báta hjer í Flóan- um Faxaborg, en árangurslaust. Kom þá í ljós, að skipið hafði verið sent með vörur út á land og var hvergi nærri. Gerðar voru nú tilraunir til þess, að ná sambandi við skip, er væru þar nærstödd. — Bv. Helgafell var statt nokkurn spöl frá, en vegna þess að dýptar- mælar skipsins voru ekki í lagi og veður dimt, treysti skipstjór- inn sjer ekki til þess að fara bátnum til aðstoðar. Þá var kominn á vettvang mb Mummi frá Keflavík. Revndi skipstjórinn á Helgafelli að miða Bjarna Ólafsson út, en ekki gekk það að óskum, vegna þess m. a. að engin miðunarstöð er í Ólafi Bjarnasyni. í allan gærdag eru svo skip- verjar á Bjarna Ólafssyni að reyna að staðsetja skip sitt fyr- ir björgunartilraunir skipverja á m.b. Mumma gegnum talstöð Á sama tíma var unnið að því hjer í Reykjavík að fá m.s. Fanney aðfara út bátnum til hjálpar. Kom þá í ljós, að eng- in nauðsynleg tæki til björg- unar voru í skipinu. Þau voru 511 í Faxaborg. Þó var ákveðið að Fanney skildi leggja af stað í gærkveldi um kl. 8. Milli kl. 5 og 6 í gær tókst einum bát er lá við bryggju, að miða Bjarna Ólafsson nokkurn veginn út. Var báturinn þá mjög grunnt út af Þormóðs- skeri. Nú var skipverjum Ijóst hvernig fara mundi, ef vjelin kæmist ekki í gang. En það tókst mjög giftusamlega, og var báturinn á leið til Keflavíkur seint í gærkveldi. Er ekki ástæða til þess, að búa betur að björgunarmálum hjer í Faxaflóa. Það á að vera því nær óhugsandi, að bátar þurfi að hrekjast fyrir veðri og vindi í 12 klst. og í ekki meira veðri en var í gær. — Óþefurinn as ösku- haugunum KVARTANIR þær er íbúar í Kaplaskjóli hafa borið fram, vegna óþefs og reyks er legði af öskuhaugunum á Eiðsgranda voru til umræðu í gær á fundi bæjarstjórnar. Borgarstjóri skýrði svo frá, að samkvæmt álitsgerðum þeim er slökkviliðsstjóri og heilbrigð- isfulltrúi hefðu gert í máli þessu virtist um tvent að ræða. Að lækka haugana svo, að sjór nái til þeirra og að lögð verði vatns æð út á haugana, svo að verka- mennirnir, sem þar vinna geti jafnóðum slökkt elda er þar kvikna. JARÐARFOR Thor Jensen fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst hún með húskveðju að heimili hins látna, Lágafelli, þar sem sjera Hálfdán Helgason prófastur flutti ræðuna. Athöfnin í Dómkirkjunni hófst kl. 3. í kirkju báru út- gerðarmenn kistuna, en ungir Sjálfstæðismenn úr Heimdalli stóðu heiðursvörð við hana á meðan á kirkjuathöfninni stóð. Sjera Bjarni Jónsson vígslu- biskup talaði í kirkjunni. Dr. Páll ísólfsson ljek Pílagríms- kórinn eftir Wagner. Úr kirkju báru fjelagar úr Verslunar- mannafjelagi Reykjavíkur, en í kirkjugarð báru kistuna syn- ir, tengdasynir og barnabörn hins látna. Kransar bárust m. a. frá rík isstjórn íslands, bæjarstjórn Reykjavíkur, Landsbankanum, Útvegsbankanum, Búnaðarbank anum, Eimskipafjel. íslands, skrifstofufólki hjá Eimskip, starfsfólki hjá Kveldúlfi, Versl unarmannafjelagi Reykjavíkur, Verslunarráði íslands, Fjel. ísl. botnvörpuskipaeigenda, Lands sambandi ísl. útvegsmanna,' C. O. C. Brun, sendiherra Dana, Alliance h.f., Hamri h.f., Mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðisflokknum, Lands- málafjelaginu Vörður, Heim- dalli, fjelagi ungra Sjálfstæð- ismanna. Auk þess bárust marg ir fagrir kransar frá einstakl- ingum. Fánar blöktu í hálfa stöng I bænum í gærdag, en verslanir og skrifstofur voru lokaðar síð ari hluta dags og engar sýn- ingar voru í kvikmyndahúsum bæjarins. Nefnd Sú, pr ásinum tíma var®v skipuð til þess að rannsaka rekstur fyrirtækisins og gera tillögur um hann, hefur sent bæjarstjórn álitsgerð sína. Umræðum frestað. Þegar skýrsla nefndarinnar hafði borist borgarstjóra í hendur, sendi hann hana for- stjóra strætisvagna til athug- unar. I fyrradag barst svar for stjórans. Á fundinum í gær urðu engar umræður um skýrsl una. — Bæjarfulltrúar fjell- ust á að fresta umræðum þar til þeir hefðu kynnt sjer efni hennar til hlýtar. Jónas Haralz vítti þann drátt er orðið hefði á svari forstjóra strætisvagnanna og bar fram tillögu í málinu. Er Jónas Haralz hafði lok- ið máli sínu, tók borgarstjóri til máls. — Sagði hann, að hann hefði tillögu fram að bera í málinu. Var samkomulag um, að samræma þessar tvær til- lögur, og eru þær svohljóðandi. son fram þá fyrirspurn, hvort Strætisvagnar Reykjavíkur myndu ekki geta tekið upp ferð ir að Sjómannaskólanum, þeg- ar vagnakosturinn yrði svö stórlega baettur. Sagði hann, að Sjómannaskólapiltar ættu erf- itt með að sækja skólann vegnö samgönguleysis við skólann. WASHINGTON: — Tilkynt hef- ur verið í Bandaríkjunum, að tek- ist hafi að kljúfa nýjar atomteg- undir, sem allar sjeu óhæfar til notkunar við framleiðslu atom- sprengja. Tillaga borgarstjóra. — Fyrst kemur tillaga borgar- stjóra: „Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni yfir þeim endurbótum, sem orðið hafa á þessu ári á starfsemi Strætisvagna Reykja víkur, með því að 17 nýir vagn ar verða teknir í notkun á þessu ári“. Viðbótartillaga Jónasar Har alz og Steinþórs Guðmunds- sonar: „Og ályktar að fela bæjar- ráði að leggja fyrir bæjar- stjórnarfund tillögur til endur bóta á rekstri Strætisvagna Reykjavíkur með hliðsjón af áliti nefndar þeirrar, er bæjar- ráð skipaði í marsmánuði s.l.“ Burt með ánægjuna!! Jón Axel tók þá til máls. Hann vildi láta breyta orða- lagi tillögu borgarstjóra. Vildi hann láta fella niður orðin, að bæjarstjórn lýsi ánægju sinni o. s. frv. — I stað ánægjunn- ar komi, að bæjarstjórnin lýsi sig samþykka. — Var bæjar- fulltrúunum skemmt yfir þessu og fjellust allir á að breyta orðalaginu samkv ósk Jóns Axels. Ferðir að Sjómannaskóla. í sambandi við umræður þessar, bar Friðrik V. Ólafs- Götulýsingin 1 í Kaplaskjóli GÖTULÝSINGIN í íbúðar- hverfunum í Kaplaskjóli var til umræðu í gær á fundi bæjar- stjórnar. Borgarstjóri lagði þar fram brjef frá rafmagnsstjóra þess efnis, að á næstunni verði reist- ir 39 Ijósastaurar í þessum hverfum. Efnisskortur mun þó nokkuð tefja fyrir framkvæmd- um. Jafnframt skýrði rafmagns stjóri frá því í þessu brjefi sínu að nú sem stæði væri götulýs- ingunni í ýmsum hverfum bæj- arins ábótavant, en úr þessu yrði bætt eins fljótt og verða mætti. Tannlæknar við alla barnaskólana BORGARSTJÓRI skýrði svo frá í gær, á fundi bæjarstjórn- ar, að ekki þyrfti að kvíða neinna vandræða í sambandi við ráðningu tannlækna við barnaskólana. Tannlækningafjelag íslands hefur lofað bæjarstjórn sam- starfi í þessum málum. Hefur borgarstjóri átt tal við full- trúa úr stjórn Tannlæknafje- lagsins. Eftir viðræður þessar hefur það orðið niðurstaðan, að tannlæknar verða starfandi við alla bamaskóla bæjarins á, vetri komanda. i Bogi Benedifksson látinn BOGI BENEDIKTSSON bók- haldari andaðist að heimili sínu hjer í bænum í gær. Bogi var kunnur borgari hjer í bænum, vinsæll maður og vel látinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.