Morgunblaðið - 20.09.1947, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.1947, Page 2
2 MORCUPÍBLAÐIÐ Nefíidarálitíö um húsa- leigulögiu er enn tran- aðarmál Fadeignaeigefldafjelagið semur um hag- kvæmar fryggingar á innhúi Fasteignaeigendafjelagi Reykja víkur hefur nýlega borist álit þriggja manna nefndar, sem samkvæmt ályktun Alþingis fyr ir li/2 ári síðan skyldi falið að rannsaka áhrif húsaleigulag- anna og að endurskoða þau. Nefndina skipuðu Baldvin Jónsson hdl., formaður, Egill Sigurgeirsson hrl. og Gunnar Þorsteinsson hrl. Skiluðu þeir áliti til ríkisstjórnarinnar í byrj un febrúar s.l. Samkvæmt þings ályktunartillögunni átti álitið strax að leggjast fyrir Alþingi. Var það ekki gert, en sem kunn- ugt er fengu húsaleigumálin þá afgreiðslu við síðustu þinglok með sameiginlegu áliti allsherj- arnefndar neðri deildar, að þeim var vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að semja nýtt frumvarp um málið og leggja það fyrir í byrjun haustþings- ins. Skyldi frumvarp þetta vera byggt á niðurstöðum endurskoð unarnefndarinnar. Nefndurnlilið trúnaðarmál Fasteignaeigendafjelagið leit svo á, að almenningur í landinu ætti rjett á að fá vitneskju um niðurstöðu nefndarálitsins, vegna þess að um er að ræða athugun á máli, sem mjög snert ir lífskjör flestra landsmanna. Fasteignaeigendafjelagið hefur mikið unnið að því að glæða skilning löggjafans á skaðsemi núgildandi húsaleigulaga, með viðtölum við þingmenn Reykja- víkur á s.l. vetri og með skýrslu gerðum til endurskoðunarnefnd arinnar, byggðum á athugunum á áhrifum laganna hjer í höfuð- staðnum. Af þessum ástæðum lagði f jelagið mikla áherslu á að fá nefndarálitið í hendur, þegar sýnt var að ekki var tilætlun ríkisstjórnarinnar að leggja það fyrir síðasta þing. Margvíslegar tilraunir fjelagsins til þess að fá að kynna sjer álitið báru þó ekki árangur fyrr en í þessum mánuði, er fjelagsmálaráðuneyt ið lánaði stjórn fjelagsins álitið og ljet það fylgja að fjelaginu væri sent það sem trúnaðarrnál. Fjelagsstjórnin hefur svarað ráðuneytinu á þann veg að hún geti á engan hátt sköðað nefnd- arálitið sem trúnaðarmál, þar sem hún telji rangt að niðurstöð um og tillögum nefndarinnaar sje haldið leyndum fyrir þjóð- inni. Mun fjelagsstjórnin þó ekki sjá ástæðu til að birta álit- ið opinberlega, ef sýnt þykir í byrjun haustþingsins, að ríkis- stjórnin verði við óskum þjóð- ar og þings um að leggja laga- frumvarp fyrir Alþingi, til af- náms núgildandi húsaleigulaga. V^rði ekkert við málinu hreyft í byrjun þings, mun stjóm fje- lagsins ekki treysta sjer til að láta álitið liggja lengur í þagn- flrgildi. Hagkvœm innbústrygging Á öndverðu sumri leitaði fje- lagsstjórnin tilboða meðal vá- tryggingarfjelaga um hagkvæm ari innbústryggingar fyrir fje- lagsmenn en þekst hefur áður. Einkanlega var þess óskað að hægt yrði að tryggja innbú gegn tjóni af völdum vatns, t. d. ef hitaleiðslur springju eða gleymd ist að skrúfa fyrir vatnskrana og vatn af þeim orsökum ylli tjóni á innanstokksmunum. Hafa nú náðst samningar við vátryggingarfjelög um mjög hagkvæmar tryggingar á innbúi þeirra fjelagsmanna, er þess kunna að óska. —■ Er innbúið brunatryggt og einnig tryggt gegn tjóni af völdum vatns. Þó er iðgjaldið að mun lægra en tíðkast hefur um brunatrvgg- ingar einar. Skrifstofa fjelagsins, sem ný- lega er flutt að Laugavegi 10, mun framvegis kl. 5—7 e. h. taka á móti áskriftum fyrir tryggingunum. Páll Grikkjakonung- ur fer í könminar- ferð Aþena í gær. PÁLL Grikkjakonungur er lagður af stað í könnunarferð um óróasvæðin í Norðurhluta landsins. Lagði hann af stað í dag frá Korinthu með tundur- spilli. Fyrst mun hann sigla til Saloniki og fara þar á land og ferðast um óróasvæðin. I gær vildi það til 60 km. norður af Aþenu, að flokkur skæruliða sat fyrir einni her- deild stjórnarinnar, sem var þar á ferð. Köm þar til bardaga Hjelt stjórnarliðið velli, en margir særðust alvarlega. — Reuter. Spánskur sfjórnmála- maður á þingi S.í>. París í gær. PAUL RAMADIER, forsætis ráðherra Frakklands, átti í dag stutt viðtal við Alvaro de Al- bornoz, forsætisráðh. spönsku lýðveldisstjórnarinnar, sem er í útlegð. De Albornoz mun fljúga til New York á sunnudaginn, til þess að vera sem áheyrnarfull- trúi lýðveldisstjórnarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna. — Reuter. Ræða tollasamninga LONDON: — Clayton, aðstoðar fjármálaráðherra Bandar, er kominn til London frá Genf til viðræðna við Sir Stafford Cripps um tollasamninga. mát Brefar verða að selja meira af gulli Frekari dollarakaup nauðsynleg London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reúter. HUGH DALTON, fjármálaráðherra Breta, hjelt fund með blaðamönnum í dag og tjáði þeim, að Bretland mundi neyðast til að selja meira af gullbirgðum sínum, auk þess sem svo kynni að fara, að þeir yrðu að kaupa fleiri dollarr. hjá alþjóða gjaldeyrissjóðnum. %---------------------------- * Ráðstefna í London. Dalton sagði, að þetta benti á ýmsar hættur, enda mundi dollaraskorturinn halda áfram Jenn um hríð. Áður hafði fjár- málaráðherrann verið í forsæti er ráðstefna bresku samveldis- ! landanna, sem kölluð hefur ver ið saman í Londan vegna fjár- j hagsörðugleika Breta, hófst í dag. Á ráðstefnu þessari eiga sæti fulltrúar frá Bretlandi, jÁstralíu, New Zealand, Suður 1 Afríku, Irlandi, Suður Rhode- Uíu, Indlandi og Pakistan. Stuðningi heitið. Flest samveldislandanna hafa þegar heitið Bretum stuðningi sínum. Endurtók þannig Chief ley, forsætisráðherra Ástralíu í dag það loforð áströlsku stjórn arinnar, að hún mundi leggja sig alla fram til að hjálpa Bret um til að sigrast á erfiðleikun- um. • Bretar og Banda- ríkjamenn munu hjálpa ÞjóSverjum Hamborg í gær. DR. ERICH KÖHLER, for- maður miðstjórnar efnahags- ráðs bresk-bandaríska hernáms- svæðisins, sagði á blaðamanna- fundi í Frankfurt í dag, að það væri engin ástæða til þess fvrír þýsku þjóðina að vera svartsýn. „Vegna fjölda viðræðna, sem jeg hef tekið þátt í, þá er jeg sannfærður um það, að hernáms veldin tvö hafa fullan hug á að hjálpa okkur eins mikið og mögulegt er,“ bætti hann við. 5. þing Iðnnema- sambandsins verður selt í dag FIMTA þing Iðnnemasam- bandsins verður sett í Iðnskóla húsinu í dag klukkan 2 e. h. Gert er ráð fyrir að þingið siti um 70 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Þingið mun taka fyrir ýms mál sem varða hagsmuni iðnnema. I dag mun þingið taka fyrir skýrslu sambands- stjórnarinnar, einnig verða í dag kosnir starfsmenn þings- ins og fastar nefndir. í þing- setningarlok mun skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík sýna þingfulltrúum teikningar hins nýja Iðnskólahúss í Reykjavík. Á morgun verða tekin fyrir hagsmunamál iðnnema og mál sem varða samtökin inn á við. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki annað kvöld. I kvöld sitja fulhrúar þings- ins samsæti, sem stjórn Skóla- fjelags Inðskólans i Reykjavík heldur þeim í Tjarnarlundi. Abysslnía falar máli Sudan. New York í gær. FULLTRÚI Abyssiníu á þingi Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst því yfir, að hann muni reyna að stuðla að því, að Sud an búar fái hið fyrsta fullt sjálfstæði. Abyssiníumenn munu bera tillögu þess efnis fram á þingi Sameinuðu þjóðanna. — Reute Bandaríkin, Belgía og Ástralía m iðla málum í Indonesíu New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. • ÞRIGGJA manna nefnd, sem átti að reyna að koma á samkomulagi milli Hollendinga og Indónesa hefur nú verið að fullu skipuð. Oddamaður. Þannig er til nefndarinnar stofnað, að Hollendingar og Indónesar áttu hvor um sig að tilnefna einn fulltrúa frá hlut- lausu ríki, en síðan áttu þeir tveir í sameiningu að koma sjer saman um oddamann í nefnd- ina. Belgía og Ástralía. Holland tilnefndi Belgíu sem sinn fulltrúa og Indónesía til- nefndi Ástralíu sem sinn. Nú hafa Evatt utanríkisráð- herra Ástralíu og Spaak utan- ríkisráðherra Belgíu komið sjer saman um að þriðji fulltrúinn skuli vera Bandaríkin. Laugardagur 20. sept. 1947! ! | Herbergi | Gott herbergi til leigu í = Vesturbænum. — Tilboð I merkt „Ásvallagata—406“ i sendist afgr. blaðsins strax ; lllll'IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIII 1111111111111111 Mlllllllllllllll |Studebaker í Stude Baker 1935 í ágætu | standi til sýnis og sölu við | Leifsstyttuna í dag kl. 2 E —4. : immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmii 1 óskast á veitingastofuna á i Laugaveg 64 nú þegar. — ] Uppl. í kvöld kl. 7—8 á I staðnum. E ...........IIIIIMMIIIIMMIIII.ÍMIIMMMI I Uppboð | Opinbert uppboð verður = haldið að Sólvöllum við i Kleppsveg hjer í bænum, I (á móts við flugskýlið í = Vatnagörðum) laugardag E inn 20. þ. m. og hefst kl. ] 2 e. h. Í Seld verða allskonar hús- jj gögn og búsáhöld, svo sem: Í borðstofuhúsgögn, armstól | ar, borð og stólar hentug Í fyrir matsölur, fataskáp- i ur, stór spegill, tvö járn- I rúm með dýnum, útvarps i tæki, leirtau, hnífapör, i rafmagnseldavjel, mál- | verk og margt fleira. Í Greiðsla fari fram við | hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. = iiMiiiiiiiiiiMiiiiiiHicMniiiMiiinnminmMiiiiiiiim) | (biíð óskast = Barnlaus hjón óska eftir i 1—2 herbergjum og eld- = húsi sem fyrst. Húshjálp Í eða að líta eftir börnum 2 | kvöld í viku kemur til Í greina. Tilboð merkt „G. i A. —— 410“ sendist blaðinu i fyrir mánudagskvöld. i 3—5 herbergja Íbú3 éskasl f sem allra fyrst. Get látið í ] tje vinnu á trjesmíða- I vinnustofu ef með þarf. — ] Þeir, sem vildu vera svo | hyggnir að athuga þetta, Í leggi tilboð inn á afgr. É Mbl. fyrir 23. sept. n. k. Í merkt: „Gagnkvæmt -— ] 379“. Hvíít sandcrepe (í fermingarkjóla). = Rúskinsblússur. i Bangsabuxur, margar i stærðir, fyrir börn. ÞORSTEINSBÚÐ vefnaðarvörudeild Sími 2803. E UIIIIMIIMMIIIIimilMlllMIIIIIMimiSMMlimillllUMIMIUMI ..............................................................................................................................................................................................1!!!t!I!I! 1 Sl!• 111CIIJI!!! 1!I! 11 • J!111111!IMIII!I! 1!Li 13!t!!(1M!3!S■ t IJIJUIIIIIBI!ISI!liUS9II!IMS!BSIII!!!KISIlilIEIÍ1!I!II9ISII!!IIMIIIfISIII!Il!S!ISll11IIIIIIISM3I!SIIIII!IlltU!!!llIIII!!l!El«l!I1I!Ut!I!I!l>11111 HlillULlllIIilllUl,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.