Morgunblaðið - 27.09.1947, Side 16

Morgunblaðið - 27.09.1947, Side 16
VEÐURÚTLITID: Faxaflói: Lýsing á ofbeldi og yfir Allhvass vestan eða suðvestan. Skúrir. gangi kommúnista í Ungverja- landi. — Bls. 9. Tómir koiavapar í Breilandi Verkföll eru algeng í breskum kolanámum um þessar mundir, þótt stjórnin geri alt sem hún getur til þess að halda námumönnum við vinn i og kolaframleiðslan sje lífsskilyrði fyrir bresku þjóðina. í vcrkföllunum standa kolava nar járnbrautanna tómir á tcinunum, eins og >;jest hjer á myndinni, en námumcnnirnir eru aðgcíðarlausir. 1. júlíiil 25. sept voru 67 úrkomudagar í Rvík Ripingin 267 millimetrar segir Veðurilofan RTGNINGARNAR hjer sunn; nlands ætla ekki að verða enda- sleppar að þessu sinni. Menn voru að vonast eftir að einhver Títilsháttar „skúraskil" yrðu áður en haustrigningamar byrjuðu íyrir alvöru. En ekkert hefir crðið úr því enn. Þ. 25. sept. fjekk blaðið að vita hjá Veðurstofunni hve mik- il úrkoma heíur verið hjer í Reykjavík síðustu þrjá mánuði. Hefur hún verið sem hjer seg- ir: í júlí 70,4 millimetrar, ágúst 100,7 millimetrar, og fram til 25. september hafði rignt í þeim mánuði 96.5 millimetra. Allar þessar úrkomutölur eru að sjálf sögðu mikið fyrir ofan meðal- lag. Meðalúrkoman í Reykjavík er talin vera í jllí 51,3 mm. í ágústmánuði svipuð, eða 52,2 mm. En svo kemur september mánuður með meðalúrkomuna 91,0 mm., sem eru hinar venju- legu haustrigningar. Svo það sem rignir eftir 25. sept. verður yfir meðallagið og 5,5 mm. bet- ur. — Tala úrkomudaganna segir veðurstofan að hafi verið þessa mánuði í sumar: 22 dagar í júlí, 27 í ágúst og 18 voru þeir orðnir í sept. þ. 25. og geta því alls orðið 23. En meðaltal úr- komudaga þessa mánuði er í júlí 13, í ágúst 20, og í sept. 18. Svo þessa þrjá heyskaparmán- uði eiga menn að gera ráö fyrir að hjer rigni í 51 dag af 92 í stað þess að á þessu rigningar- sumri hafa úrkomudagarnir orðið einir 72. Þannig lítur þá sumarveðráttan út, eins og frá henni verður skýrt í tölum, á einhverju því mesta rigninga- sumri sem menn muna. Meðalúrkoma hjer í Reykja- vik yfir árið er 904.3 millimetr- ar, og fer því fjarri að hjer sje mikið rigningabæli borið sam- an við hina sunnlensku veðr- áttu yíirleitt. Því þar sem mest rignir á Suðurlandi er meðalúr- koman yfir 2,000 millimetra eða tvo metra á ári. Akureyri, föstudag. SKÖMMU eftir iiádegi í gær var eldur laus í töðuheyi á Naustum, sem er örskammt sunnan og ofan við Akureyri. Komst eldurinn ennfremur í hlöðu og fjós þar við. Slökkvilið kaupstaðarins kom á vettvang og hóf pegar björg- unarstarfið, sem reyndist erfitt, því að ekki var hægt að ná til vatns á annan hátt en flytja það á bifreiðum neðan úr kaup staðnum. Lausaheyið brann að öllu og einnig heýið, ssm var í hlöð- unni ónýttist. Er talið að hey- skaðinn sje nær 300 hestar. Þak af fjósi og hlöðunni brann einnig, en íbúðarhús, sem þarna var áfast við og annað fjós, tókst að verja fyrir bruna, en töluvert af húshluium var bor- ið út úr íbúðarhúsinu. Eign sú er eyðilagðist var eign Jóns Guðmundssonar á Naustum. Eldsupptök eru ennþá ókunn. — H. Vald. Þrír íslenskir kenni menn gerður heið- ursfjelagar BRESKA og erlenda Biblíu- fjelagið hefur nýlega kjörið þrjá íslendinga sem heiðurs- fjelaga, biskupinn yfir Islandi dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígslu biskup sr. Bjarna Jónsson og sr. Sigurbjörn A. Gíslason. Nokkru eftir, að einn af fram kvæmdastjórum íjelags þessa dr. Temple, kom heim til Bret- lands úr för sinm hingað, fór heiðurskjör þetta íram á fundi í stjórn fjelagsins. Biskupinn, sr. Bjarni og sr. Sigurbjörn eiga sæti í stjórn Hins íslenska Bibiíufjelags. Breska og erienda Biblíu- fjelagið gefur hiblíuna eða biblíurit út á milii 500 og 600 tungumálum og er hin ísl. biblía á meðal þeirra. VEGNA ótíðar þeirra og storma, sem verið hafa að und- anförnu, hafa bátar í verstöðv- um við Faxaflóa, lítt getað stundað róðra. Margir bátar úr verstöðvun- um hafa verið að reknetaveið- um, en afli þeirra hefur yfír- leitt verið mjög Ijelegur. Það sem fiskast hefur, verður fryst til beitu. Troll- og snurvoðabátar hafa einnig aflað ljelega, en þeir hafa fengið frá tvö til þrjú tonn í róðri og einstaka bát- ur hefur fengið allt af fimm smálestum í róðri Snfna handa Bretum JÓHANNESBORG: — I gær fór fram í Jóhannesborg í Suður- Afríku söfnun handa Bretum. — Kom fólk með ýmiskonar matar- og fataböggla og lagði þá á torgið fyrir framan ráðhúsið. Safnaðist þar von bráðar gríðarstórt böggla fjall. hesiar af heyi Ohagslætl veður hamlar veíðum lær 4000 nranns hafa ferðast um lanriið á vegum Fe r ðaskrif stof u n nar SUMARSTARFSEMI Ferðaskrifstofu ríkisins er nú senn lok- ið ög telur forstjóri hennar, Þorleifur Þórðarson, að það hafi gengið vel þrátt fyrir óhagstætt veður, því mikið hefir verið íerðast og mikil þátttaka í ferðum yfirleitt. AlJs hafa 3903 ferðast á vegum Ferðaskrifstofunnar í 72 ferðum, sem húa heíir efnt til. Þar á meðal matgir útlendingar. ------------------------------$ Fimm grafir fundnar að Silasföðum í GÆR fannst ein gröf til við- bótar þeim fjórum, sem áður höfðu fundist hjá Silastöðum í Eyjafirði, en eins og kunnugt er annast Kristján Eldjárn, forn- leifafræðingur, nú rannsóknir þar. í þessari fimmtu. gröf, sem fannst, var beinagrind af manni, exi, sverð sem lítið var skemmt og mun upphaflega hafa verið í slíðrum, spjóts- feldur, skjaldarbcla, lóð úr metaskálum og hnífur, sem er mjög lítið skemmdur. Helga Þorgilsdótfir yfirkennari Mela- skóla Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær var samþykkt að mæla með því að Helgu Þorgiisdóttur væri veitt yfirkennarastaðan við Melaskólann. Helga var lengi kennari við Miðbæjarskólann og síðar við Melaskóla og hefir notið vin- sælda í starfi sökum dugnaðar og hæfileika sinna. Þetta er í fyrsta sinni, sem kona verður yfirkennari við barnaskóla hjer í bænum. Skýrsla um Aurasels- málið LITLAR sem engar frjetti" hafa borist af rannsókn mála í sambandi við atburðina í Aura- seli í Fljótshlíð, á dögunum. Sigurður Magnússon löggæslu maður og sýslumaðurinn, Björn Björnsson vinna enn að rann- sókn málsins þar eystra. í stuttu viðtali við Sigurð varðist hann allra frjetta, en gat þess, að sýslumaður og hann myndu senda blöðunum skýrslu um rannsókriina, er henni væri lok- ið. — Henry Bay konsúll sjötugur HENRY BAY, norski aðal- konsúllinn í Reykjavík síðan 1919, verður 70 ára þann 27. september 1947, og hættir störf- um vegna aldurstakmarka. Herra Bay, aðalkonsúll, fór af landi burt fyrir nokkrum mánuðum. Mun hann dvelja hjá dætrum sínum í Kaupmanna- höfn á afmælisdaginn. Upplýsingastarfsemin. Annar aðalþáttur í starfí Ferðaskrifstofunnar hefir ver- ið upplýsingastarf. Hefir fjöldi fólks, bæði innlendir menn og útlendir leitað til skrifstofunn- ar varðandi ferðalög og ferða- skilyrði og notið aðstoðar henn ar við skipulagningu orlofs- dvala og orlofsferða sinna. Enn fremur hafa skólar og aðrar fjelagsheildir notið aðstoðar hennar. Á Akureyri. Á Akureyri hefir skrifstofan haft deild í sumar, sem hefir aðstoðað ferðamenn, útvegað þeim gistingu í gistihúsum, eða á heimilum og greitt fyrir þeim á annan hátt. Hefir þetta gefislf vel og verið þegið með þökk- um. Eftirlit mcð gististöðum. Ferðaskrifstofan hefir haft eftirlit með gisti- og veitinga- stöðum, eins og lögin um þessa' stofnun mæla fyrir og hafa' menn frá skrifstofunni heim- sótt gisti- og veitingahús á fjölförnustu leiðum og gert at- hugasemdir við reksturinn og tillögur til úrbóta. Hafa þeir komist að raun um, að gagnrýni^ sú sem þessir staðir hafa orðið fýrir hefir ekki verið ástæðulaus með öllu. En bót er í máli, að áhugi virð ist ríkjandi meðal gistihúseig- enda almennt að gera þau bet- ur úr garði. Afgreiðsla langferðabíla. Meðal annara starfa Ferða- skrifstofunnar má nefna af- greiðslu langferðabíla, sem virð ist falla vel inn í störf hennar og auk þess gefa nokkrar tekjur. „Grútargos“. Þá hefir Ferðaskrifstofan stuðlað að því að hópferðir hafa verið famar til Geysis og borin hefir verið sápa í hverinn, en til að fyrirbyggja misskilning vill forstjórinn láta þess getið, að jafnan hefir verið borin í Geysi úrgangssápa eða svo- nefnd „grútarsápa“. Hefir gamla Geysi jafnan orðið óglatt af. Enn mun Ferðaskrifstofan efna til ferðalaga þótt komið sje haust, eftir því sem veður leyfa og ástæða þykir til og ennfremur er í ráði að hún standi fyrir skíða og skauta- ferðum í vetur. Mikiíí um giftingar FRANKFURT: — Meira en 3000 bandarískir hermenn hafa beðist leyfis að mega giftast þýskum stúlkum síðan bann við slíkum giftingure var upphafið í desem- ber 1946. 1355 hafa þegar gifst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.