Morgunblaðið - 11.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11, okt. 1947 iwgtitililafrtto Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavik. Frarnkv.stj.: Sígfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stef insson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. \kluerji ókripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Verkföll úrelt bar- áttutæki“ ..VERKFÖLL eru úrelt baráttutæki í nútímaþjóðfjel- agi“, segir Konrad Nordahl, forseti sambands norsku verklýðsfjelaganna í samtali, sem norska blaðið Verdens Gang átti við hann fyrir skömmu. Nordahl er einn af reyndustu verklýðsforingjum Noregs. Hann hóf störf sín innan verklýðshreyfingarinn- ar árið 1915, þá 18 ára gamall. Fram til ársins 1939 gengdi hann fjölmörgum trúnaðarstöðum innan hennar en það ár varð hann forseti verkalýðssambandsins og hefur verið það síðan. í fyrrgreindu samtali ræðir Konrad Nordahl afstöðu verkamanna til launamála sinna. Kemst hann þar m. a. að orði á þeSsa leið: „Hinum almenna borgara hættir oft til að halda að aðalatriðið fyrir hann sje að fá sem flestar krónur og aura í sinn vasa. Ep. sannleikurinn er sá að oft geta launa- hækkanir aðeins gert honum erfiðara um vik. ]>að höfum við sjeð dæmi um í öðrum löndum. Lækkun verðlagsins getur hinsvegar haft miklu meiri þýðingu en launahækk- anir á pappírnum“. „En það er stundum dálítið erfitt að fá fólk til að skilja að það er margt, sem hefur meiri þýðingu fvrir það en 5 aura launahækkun, sem það getur fengið. Það er ýmis- legt, sem bendir til þess að hin svokallaða „fimmaura- pólitík“ verði í framtíðinni þýðingarminni en áður“. Þannig fórust hinum reynda verkalýðsleiðtoga orð. Meginkjarni skoðunar hans er auðskilinn: Það er ekki krónufjöldinn, sem launþeginn fær í laun, sem er aðalatriðið heldur kaupmáttur launa hans. Það skiptir mestu máli, hve marga mjólkurlítra, kjötkíló og sykurpund, er hægt að kaupa fyrir dag- eða mánaðar- launin. Varanleiki atvinnunnar er annað þýðingarmesta atriðið. Þetta tvennt skiptir mestu máli, ekki aðeins fyrir dag- launamanninn heldur og allt launafólk. Sú barátta, sem miðast við það eitt, að knýja fram kauphækkamr um fimm eða tíu aura á klukkustund, er þessvegna afar grunnfærnisleg og getur leitt til mikils tjóns fyrir launþegann, eins og Konrad Nordahl bendir á. Það er þess vert að íslenskt launafólk, verkamenn og fastlaunastarfsmenn hugleiði þessi mál nú. Hjer á landi hafa öll laun hækkað mjög undanfarin ár. En þar með er ekki öll sagan sögð. Nauðsynjar almennings hafa hækk- að að sama skapi. Kaupmáttur launanna hefur þorrið svo að segja í sama hlutfalli og þau hafa hækkað. Þetta veit og skilur hver einasti maður. Húsmæðurnar finna sann- leiksgildi þessara orða þegar þær fara út til þess að kaupa í matinn eða klæðnað á fjölskyldu sína. Þær eru þessvegna litlu betur settar með fimm krónur nú en eina fyrir stríð. Hvað er það. sem hefur gerst? ■Verðbólgan hefur gleypt launahækkunina. En hún hef- ur gert annað og verra jafnhliða. Hún hefur skapað þá þenslu í efnahagslífi þjóðarinnar að verð framleiðsluvara hennar er orðið miklu hærra en heimsmarkaðurinn býður fyrir hana. Og í því fyrirbrigði felst meginhættan, sem af henni leiðir. Sú hætta býður nefnilega ýmsum öðrum hættum heim. Ef ómögulegt reynist að selja íslenska framleiðslu með kostnaðarverði hennar hlýtur það að þýða stöðvun at- vinnutækjanna að meira eða minna leyti. Atvinnuleysi og kyrstaða siglir óhjákvæmilega í kjölfar slíks ástands. Raunveruleg leið til lækningar í þessum efnum er ekki til nema ein, verðhjöðnun, sem svo hefur verið köliuð, lækkun kaupgjaldsins og þess hluta verðlagsins sem þjóð- 'inni er sjálfrátt. Um þessa leið verða framleiðendur og launþegar að sameinast í einhverju formi. Það er óhjákvæmilegt. Luxus-blærinn horf- inn af flugfarþegum. ÞAÐ var enginn lúxusblær yfir farþegunum, sem voru að fara til útlanda með „Heklu“, Loftleiða, í fyrradag. .— Og gildir einu, munu margir hugsa, því nóg er komið af slíku. Þarna var vísindamaður með Hekluhraunshljóð á stálvír und ir annari hendinni og kvik- myndaræmu í tösku undir hinni. Hann ætlar að sýna starfsbræðrum sínum í ná- grannalöndunum hið stórkost- lega náttúrufyrirbrigði. Við hlið hans stóð skipstjóri og 2 eða 3 sjómenn, sem voru að fara til að sækja nýjan vitabát fyrir ríkið. Tvær eða þrjár ís- lenskar stúlkur, sem ekki báru það utan á sjer hverra erinda *þær ætluðu utan. Loks nokkr- ir útlendiri^ar, heldur gugnir á svipinn, vafalaust eftir að hafa verið nýbúnir að borga skatt- inn sinn og með fátt þeirra vara, sem þeim hafði verið tal- ið trú um að þeir gætu keypt á íslandi. — Það er af sem áð- ur var. Fimm aura pólitík. „FURÐULEG fimm aura pólitík“, muldraði vísindamað- urinn. „Maður má ekki hafa eyri- í íslenskum peningum í vasanum þegar farið er út úr landinu. Landið færi varla á hausinn þótt leyft væri að menn hefðu með sjer 5 eða 10 krónur til að eiga fyrir bíl er heim kemur. Og skrambi er það erfitt að reikna út nákvæmlega hvað eftir verður í pyngjunni, þegar komið er út á flugvöll, eftir að búið er að ganga frá nokkrum erindum í bænum á síðustu stundu“. „En þeir, sem ferðast nú með skipum“, sagði skipstjórinn. „Þeir verða að gefa íslenskum skipsþjónum ómakslaun í er- lendum gjaldeyri eftir ferðina, ef menn vilja ekki vera dónár“. Það má nú segja, að þegar íslensk yfirvöld gera loksins einhverjar ráðstafariir, þá er það ekkert hálfkák. Crnefnin í Hekluhrauni. NÝJU örnefnin í Heklu- hrauni eru miklu fleiri en sagt var frá hjer á dögunum, en það voru ,,Krossöldur“ og ..Sigur- jón“, hraunkariinn. Staður heit ir þar Prestsalda, eftir prest- inum í Fellsmúla, en merk.i- legra er þó Ragnarshlið, sem nefnt er eftir sjera Ragnari Ofeigssyni. Hefir þe^ar mynd- ast þjóðsaga um þetta nafn og er ein útgáfa hennar á þessa leið: Hekluhraun stefndi á grasi gróið fell, sem Melfell heitir. Er hraunið kom að fellinu kvísl aðist það'og rann sitt hvoru megin. fellsins og ef kvíslarnar voru komnar fyrir fellið, virt- ust þær ætla að renna saman á ný. Bar þá að prest, ssm gekk milli hraunstraumanna upp á fellið og dvaldi þar góða hríð. En meðan klerkur stóð á fellinu brá svo við, að hraun- rennslið stöðvaðist og varð geil eftir, eða gangur að Melfelli. Þar heitir síðan Ragnarshlið. • Ingóifslaml eg bæ!in. INGOLFSLAND heitir stað- ur, þar sem Ingólfur Isólfsson verslunarmaður tjaldaði, er hann dvaldi við Heklu í sum- ar. En hann er sa áhugamaður, sem oftast allra annara en vís- indamanna mun hafa komið til Heklu 1 sumar eða alls 14 sinnum. Og þá eru bælin. Gvendar- bæli heitir tjaldstaður Guð- mundar Kjartanssonar jarð- fræðings og Traustabæli, þar sem Trausti Einarsson lá við lengi. Fleiri bæli kunna að vera þarna, þótt mjer sje ekki kunn- ugt. Ornaði sjer við Hekluelda. SAGA GENGUR í nærsveit- um Heklu um tjekknesk hjón, er voru á ferðalagi við Heklu í sumar. Þau eiga að hafa dott- ið í lækinn, sem rennur hjá Næfurholti og föt þeirra blotn- að. En þau voru ekki í vandræð- um að þurka íöt sín,. því þau gengu upp að hraunröndinni og stóðu við hraunið góða stund þar til föt þeirra voru orðin þur. Onnur útgáfa er til af sömu sögu á þá leið, að Tjekkinn hafi komið holdvotur að Heklu- hrauni og lagst til svefns við hraunröndina, en vaknað við sviðalykt, er föt lians voru byrj- uð að brenna. • 10.000 manns til Heklu. Á BÆJUNUM við Heklu á- ætla menn, að 10.000 manns hafi í sumar komið austur til að skoða Heklu og nýja hraun- , ið. Á hverju þessar tölur eru ! bygðar veit jeg ekki, en varla eru þær nákvgsmar, þar sem enginn hefir kastað tölu á ferða fólkið. En mörg spor liggja þar frá í sumar. Einn maður taldi : fjóra skósóla við troðninga upp að Kórnum svonefnda. j Þegar stundir líða verða vafa laust skrifaðar margar bækur og greinar um Heklu. En það verða vafalaust mest vísinda- greinar. Það væri þarfa verk, að skrifa alþýðlegan fróðleik um Heklugosið 1947. Skrá sög- ur, myndast hafa, örnefni o. s. frv. Áhyggjur barnakarls. ÞAÐ SKILJA VAFALAUST flestir áhyggjur barnakarls, sem koma fram í eftirfarandi brjefi: „I barnaskólunum er nú gerð krafa um, að börnin komi í sjerstökum leikfimi búningum í stað þess að á undanförnum árum hafa þau iðkað leikfimi í sundbolum, eða sundskýlum. Þessi ráðstöfun er harla ein- kennileg og veldur foreldrum áhyggjum, því barnafólk hefir ábyggilega nóga að gera við skömtunarmiða fyrir vefnaðar- vöru, þótt þessum óþarfa sje ekki bætt á“. Já, skyldi það vera. i MEÐAL ANNARA ORÐA ---| Eftir G. ]. Á. —«.—»»——... —»»—»,.—.»_»»- Um það, hvernig Gromy- ko og Kravchenlto byrj- uðu að deila í blöðunum og hvernig deila þeirra snerist eiginlega öll um aðgerðarlausan hund. er klórar sjer á maganum. EINKENNILEGT einvígi var háð fyrir nokkru síðan í banda- ríska vikuritinu Newsweek. — — Koma þar fram þeir Andrei Gromyko, aðalfulltrúi Rússá hjá Sameinuðu þjóðunum, og Viktor Kravchenko, sem ritað hefur bókina „Jeg kaus frclsið“. All- langt er nú síðan Kravchenko vakti á sjer athygli með því að r.eita að snúa heim til Rússlands en hann hafði verið meðlimur rússneskrar innkaupanefndar, sem 'send var til Bandaríkjanna. Það er upphaf þessa máls, að Kravchenko var kallaður sem vitni fyrfr r.efnd þeirri, sem rannsakar óameríska starfsemi í Bandaríkjunum. Hjelt Krav- chenko því fram við þetta tæki- færi, að Rússar hefðu víðtækt njósnakerfi í Bandaríkjunum, og voru ummæli h^ns birt í Newsweek. Skömmu seir.na, eða 4. ág’st, ritar Gromyko Mewsv/eek brjef, þar sem þann segir meðal ar.n- ars: . e • Ilundurinn kemur til sögunnar. „Þegar hundur hefur ekkert að gera, klórar hann sjer á mag- anum. Stundum vekur þetta at- hygli.“ Kravchenko ijet ekki standa á sjer. Tuttugasta og fimta sama mánaðar birtir Newsweek eftir hann langt brjef, þar sem hann tekur upp þráðinn, þar sem Gromyko skildi við hcnn. Kravchenko hefur orðið: í blaði yðar 4. ágúst birtið þjer mynd af mjer og grein um vitnisburð minn fyrir nefnd þeirri, sem rannsakar óameríska starfsemi. Grein þessi háfði í för með sjer eftirfarandi athuga semd frá herra Andrei Gromy- ko, sem kemur fram fyrir hönd Sovjetríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum: „Þegar hundur hefur ekkert að gera, klórar hann sjer á mag- anum. Stundum vekur þetta at- hygli.“ .... Ekki þarf að taka það fram, að yfirlýsing sem þessi, frá hendi hr. Gromyko, sýnir aðeins ennþá einu sinni að hann var alinn upp í gripahúsi. En (Framhald á bls. 8).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.