Morgunblaðið - 11.10.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUIVBLAÐIÐ Laugardagur 11. okt. 1947 MÁNADALUR SlzálLaya ej^tir ^j/ach Sondo 26. dagur „Þetta er giftingarhringur mömmu. Jeg hefi altaf gengið með hann í bandi um hálsinn. Þegar jeg var í munaðarlausra hælinu átti að taka hann af mjer, en þá grjet jeg svo sárt, að forstöðukonan fjekk mjer hann aftur. Og hugsið ykkur — á þriðjudaginn kemur dreg jeg hann á fingur mjer, Billy, sjáðu hvað grafið er 1 hann“. „C. til D. 1879“, las hann. „Það þýðir Carlton til Daisy. Pabbi var skýrður Carlton. Og nú verður þú að sjá umþað, Billy, að stafirnir okkar verði grafnir í hann“. Mary var stórhrifin. „Ó, hvað þetta er yndislegt“, sagði hún. „W. til S. 1907“. Bil.ly hugsaði sig um. „Nei, það gengur ekki“, sagði hann, „því að þessi hring ur er ekki frá mjer“. „Þá látum við bara grafa W og S í hann“, sagði Saxon. „Nei, S og W þá heldur“, sagði hann, „því að þú átt alt- af að ganga fyrir“. „Sama get jeg sagt um þig“, sagði Saxon. „Þú gerir það nú fyrir mig að láta grafa í hann W og S.“ „Þarna sjerðu“, sagði Mary og sneri sjer að Bert. „Hún ræður og hún vefur honum þeg ar um fingur sjer“. Saxon gramdist þetta. „Þú skalt ráða, Billy“, sagði hún. Hann'"tók þjettar utan um hana og sagði: „Við skulum ráðgast um þetta áður en við ákveðum nokkuð“. XIV. kafli. Sara var þröngsýn. — Allt hugsanalíf hennar hafði stirðn- að um leið og ástarvíman var af henni, eða í þann mund er hún eignaðist fyrsta barnið. — Þá komu fram í henni þær lyndiseinkunnir, er mótast höfðu í æsku. Það mátti ekkert út af bera, smávægilegustu at- við urðu í hennar augum svo stórkostleg, að hún ætlaði af göflum að ganga. Þetta hafði bitnað harðast á Tom, einkum þegar þau fluttu. Og eftir að þau höfðu flutt þrisvar sinn- um hafði hann fengið nóg af þessu, og síðan höfðu þau ver- ið kyrr á sama stað. Það var vegna geðsmuna Söru að Saxon dró það í lengstu lög að segja henni frá því, að hún ætlaði að gifta sig. Hún átti von á góflunni, og hún fekk hana líka. Sara byrjaði að útmála það hvílíkt ógurlegt áfall það yrði fyrir sig og börnin að Saxon ætlaði nú að hlaupast frá því, að borga fjóra og hálfan doll- ar á viku fyrir fæði og hús- næði. Og svo kom gusan: „Hnefaleikari, ræfill, róni“, hvæsti hún. „Hvað heldurðu að hún móðir þín mundi hafa sagt ef hún væri á lífi og vissi það að þú ætlaðir að giftast öðrum eins ræfli og B'ill Roberts? •— Bill. Nei, móðir þín var alltof sómakær til þess að henni hefði nokkurn tíma *komið til hugar að giftast manni, sem hjet Bill. Og það piáttu reiða þig á, að nú geturðu ekki framar geng- ið í silkisokkum og aldrei fram ar áttu þrenna skó. Það verð- ur ekki langt þangð til þú mátt þakka fyrir ef þú hefir morg- unskó á lappirnar og bómull- arsokka, sem kosta tvennir ekki meira en tuttugu og fimm cent“. „Ekki kvíði jeg því,“ sagði Saxon. „Billy er fær um að gefa mjer eins mikið af sokk- um og skóm og jeg þarf“. „Þú berð ekki neitt skyn- bragð á þetta“, sagði Sara og rak upp kuldahlátur. „Sann- aðu til hvernig fer þegar þú ferð að hlaða niður krökkum. Þeir koma örar en peningarnir nú á dögum“. „Við ætlum ekki að eiga nein börn — svona fyrst um sinn — ekki fyr en við höfum borgað skuldir okkar“, sagði Saxon. „Jæja, eru nú ungu stúlk- urnar komnar upp á það lag- ið? Þegar jeg var ung voru þær of siðsamar til þess að vita um nokkuð svo ósæmilegt“. „Um ungbörn?“ spurði Sax- on í hólfgerðu gamni. „Já, um ungbörn“. „Þetta er í fyrsta skifti sem jeg heyri talað um ungbörn sem eitthvað ósæmilegt. Þú hlýtur að hafa verið laus á kostunum, Sara, að Vera búin að hlaða niður fimm börnum. Við Billy ætlum ekki að vera svo ósiðsöm. Við ætlum ekki að eiga nema tvö börn, dreng og stúlku“. Tom lá við að skella upp úr en hann þorði það ekki. Þetta kom Söru svo á óvart að hún varð mállaus fyrst í stað. En hún áttaði sig fljótt og var ekki á því að gefast upp. „Og svo giftið þið ykkur án þess að þekkjast nokkuð. Ef það er ekki ósæmilegt þá veit jeg ekki hvað ósæmilegt er. Nei, ungu stúlkurnar nú á dög- um hafa enga sómatilfinning'u. Enga sómatilfinningu, segi jeg. Það kemur af þesu lauslæti að vera altaf að dansa á sunnudög- um. Ungu stúlkurnar núna eru hreinustu skepnur. Jeg hefi aldrei vitað aðra eins Ijettúð og lauslæti-------- Saxon náfölnaði af reiði, en Tom deplaði framan í hana aug unum til þess að -minna hana á að hún mætti ekki hleypa Söru upp. „Þú veist það, systir mín“, sagði hann þegar þau voru orð- in ein, „að það þýðir ekki að deila við Söru. Hún skilur ekk ert og vill ekkert skilja. Billy Roberts er besti drengur. Jeg þekki hann talsvert, Og þú ert heppin að fá hann. Þið verðið áreiðanlega hamingjusöm“. Svo lækkaði hann róminn: „Láttu víti Söru þjer að varnaði verða. Deildu ekki við manninn þinn. Hvað sem fyrir kann að koma þá mundu það að deila aldrei við hann, eða álasa honum. Við karlmennirnir viljum hafa okkar skoðun og við erum ekki jafn vitlausir og Sara heldur. Annars skal jeg segja þjer það að Söru þykir vænt um mig þó hún láti aldrei á því bera. Þú átt að láta þjer þykja vænt um manninn þinn, og í öllum hamingjunnar bænum, láttu hann finna það. Ef þú ert góð við hann þá geturðu fengið hann til að gera alt fyrir þig. Lofaðu honum að ráða stund- um og þá lætur hann þig ráða líka. Þú átt að láta þjer þykja vænt um hann og þú átt jafn- an að leita styfks hjá honum, og þá mun hann bera þig á höndum, því að hann er enginn græningi. Jeg læt altaf undan Söru vegna þess að jeg þori ekki annað, en það væri ólíkt skemtilegra að láta undan henni af alúð, vegna þess að henni þætti vænt um mig“. ;,Þú mátt treysta því, Tom, að mjer mun þykja vænt um Billy“, sagði Saxon. Hún brosti en þó voru tái; í augum henn- ar. „Og jeg ætfe að kosta alls kapps um að honum þyki alt- af vænt um mig. Og þá þarf jeg hvorki að kyssa hann nje kjassa til þess að hann -geri alt fyrir mig. Hann gerir það vegna þess að hann elskar mig“. „Þetta er alveg rjett hjá þjer, Saxon“, sagði Tom. „Misstu aldrei sjónar á þessu, og þá verðurðu hamingjusöm“. Litlu seinna var hún komin á stað til vinnu sinnar. Þá beið Tom eftir henni á næsta götu- horni. „Jeg ætla að biðja þig um það, Saxon“, sagði hann, „að misskilja ekki það sem jeg sagði áðan um Söru. Þú mátt ekki halda að jeg hafi verið að niðra henni. Hún er góð kona og trygg, en lífið hefir ekki leikið við hana. Fyr skyldi jeg bíta úr mjer tunguna en að jeg segi eitt aukatekið orð henni til lasts. Það hefir hver sinn djöful að draga, og jeg skal segja þjer að það er bölvað að vera fátækur“. „Þú hefir jafnan verið mjög góður við mig, Tom“, sagði Sax on. „Og það er engin hætta á að jeg glgymi því. Jeg veit að Söru gengur ekki nema gott til. Hún reynir að gera sitt besta“. „Því miður get jeg ekki gef- ið þjer neina brúðargjöf", sagði Tom og var vandræðalegur. „Sara má ekki heyra á það minnst. Hún segir að við höf- um ekki fengið neina brúðar- gjöf. En jeg hefi nú samt ætl- að þjer ofurlítið. Þú getur víst ekki giskað á hvað það muni vera?“ Saxon beið þess að hann segði frá því. „Þegar þú sagðir mjer frá því að þú ætlaðir að gifta þig, þá datt mjer þetta alt í einu í hug og svo skrifaði jeg Georg bróður og bað hann um hlut- inn. Jeg sagði honum ekki frá því til hvers jeg gerði það, því að mig grunaði að hann hefði fargað honum eins og silfur- sporunum. Hann á stundum í basli. En hvað heldurðu að hann geri — sendir mjer grip- inn óðara. Og jeg hefi falið han hjerna úti í eldiviðar- geymslunni, svo að Söru gruni ekki neitt“. „Hvað er það? Eitthvað sem pabbi hefir átt? Hvað er það?“ „Sverðið hans“. „O, sverðið sem hann hafði þegar hann reið á rauðblesótta stríðsfáknum sínum. Æ, Tom. Þú gast ekki gefið mjer neina betri gjöf. Við skulum fara þangað og skoða sverðið. Við getum læðst að húsabaki. Sara er nú í eldhúsinu og getur -kki sjeð til okkar. Hún er að þvo, en hún hengir ekki þvottinn út fyr en eftir hálftíma“. GULLNÍ SPORiNN 108 í framan og síðan steingrár, það var eins og augun ætl- uðu út úr höfðinu á honum. og hendurnar hríðskulfu. .,Vín!“ stundi hann. „Fljótt, fljótt, í guðanna bænum komið með vín!“ Á næsta andartaki f jell hann á gólfið og engdist sundur og saman af krampateygjum. Jeg flýtti mjer að skápnum, sem hann hafði bent á fann vínflösku þar og helti nokk- urum dropum upp í hann. Þetta var þó erfitt, því hann gnísti tönnum í sífellu og froðufelldi. Eftir nokkra stund rjenuðu þó krampateygjurnar, jeg lyfti honum upp og kom honum fyrir í stólnum á ný, en þar lá hann eins og tuska og gat hvorki hrært legg nje lið. Jeg settist því andspænis honum og beið þess, að hann jafnaði sig. „Kæri ungi herra“, byrjaði hann loks veikum rómi, „jeg er gamall maður og að dauða kominn og verð að borga fyrir syndir mínar. Það var síðast í gær, að lækn- arnir í Bodmin sögðu mjer, að dagar mínir væru taldir. Þetta er annað kastið, sem jeg fæ — það þriðja hlýtur að gera út af við mig“. ,,Og hvað um það?“ sagði jeg. „Ef, ef ungfrú Delía er ennþá á lífi, sem jeg þó ekki held. skal jeg bæta fyrir öll mín afbrot. Jeg skal játa allt — segið mjer aðeins, hvað á jeg að gera, svo jeg fái að deyja í friði“. Hann var skelfilega ræfilslegur, meðan hann sat þarna og stamaði, en jeg ljet það ekki á mig fá og sagði: „Jeg verð að minnsta kosti að fá skriflega játningu yð- ar, áður en jeg yfirgef þetta herbergi“. „Já, en kæri ungi vinur, viljið þjer þá lofa því, að nota tkki játninguna? Og þjer ætlið ekki að drepa mig? Líf mitt er einskis virði. eins og þjer getið sjeð“. „Já, og annað eigið þjer ekki skilið. En Delía ræður þessu, þegar jeg finn hana. Strax -og jeg fer hjeðan, mun jeg byrja að leita hennar. Og það megið þjer vera viss um, að finni jeg hana ekki, fæ jeg yfirvöldunum í hendur játningu yðar“. FRÁ STEINÖLD — Bíddu María, jcg er búinn að finna eldspýtur. ★ Þrlr Skotar voru einu sinni í kirkju á sunnudegi, þegar presturinn alt í einu tilkynnti að söfnun ætti að fara fram handa fátækum og hann kvaðst vona að allir mundu gefa a. m. k. einn dollar eða meir. Skot- arnir urðu mjög kvíðafullir þeg ar safnarinn nálgaðist þá, og allt í einu leið yfir einn þeirra en hinir tveir báru hann út. ★ Viðtækjasalinn: — Hvernig líkar yður nýja útvarpið? Skotinn: — Ágætlega, mús- ikin er ágæt, en Ijósið er held- ur dauft til að lesa við. ★ Miðasalinn: — Öll sæti eru uppseld með því verði sem þjer viljið fá, en jeg get látið yður fá stæði fyrir kr. 1.60. Skotinn: — Væri yður sama þó að það kostaði 80 aura af því að jeg er bara einfættur: ★ Einu sinin þegar Coolidge, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var að koma úr kirkju og var á leið til Hvíta hússins, spurði konan hans, sem hafði ekki ver ið í kirkjunni, hvort ræban hefið verið góð hjá prestinum. — Já, svaraði hann. — Um hvað var hún? — Syndir. •— Hvað sagði presturinn urn syndirnar? — Hann var á móti þeim, svaraði forsetinn. ★ Kaupandinn: — Jeg er mjög hrifinn af þessum hund, en mjer finnst bara hann vera of fótastuttur. Seljandinn: ■— Of fótastutt- ur? Mjer sýnist að allir fæt- urnir nái niður á gólf. ★ — Skoti, íri, Frakki og Gyð- ingur voru cinu sinni að borða saman á hóteli. Þegar þeir höfðu lokið við máltíðina og þjónninn kom með nótuna, sagði Skotinn altl ‘ í einu að hann skyldi borga hana. — Daginn eftir fannst Gyð- inga búktalari myrtur. BEST AÐ AUGLfSA í MORGUmLAÐUSU \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.