Morgunblaðið - 11.10.1947, Page 8
niORGUlSBLAÐlft
Laugardagur 11. okt. 1947
fimm mínúfna krossgátan
SKÝRINGAR
Lárjett: — 1 egnir — 6 gruni
— 8 standa saman — 10 íþrótta
fjelag — 11 hlíðin — 12 staf-
ur — 13 tónn — 14 á fiski —
16 loðna.
Lóðrjett: 2 kyrð — dráttar-
tæki — 4 tala — 5 æla — 7
fjeð — 9 viður — 10 sár —
14 stunda sjó — 15 eins.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 labba — 6 fló
— 8 óó — 10 aa — 11 frændur
— 12 aa — 13 rp — 14 hag —
16 hærra.
Lóðrjett: -— 2 af — 3 blund-
ar — 4 B. Ó. — 5 rófan — 7
harpa — 9 óra — 10 aur -— 14
hæ — 15 gr.
Til sölu
Dönsk vönduð eikar borð-
stofuhúsgögn til sölu. —
Einnig stór klæðaskápur.
Uppl. í síma 6551.
3t or (a
a^nuó ^Jhortacmó
hæstar j ettarlögmaður
Slríðsglæpamaður
finnst
Frankfurt í gær.
JULIUS DENTZER einn af
yfirfangavörðunum á Grini, og
einn fyrsti maður á Iísta stríðs-
glæpamanna í Noregi á stríðs-
árunum, hefur fundist í Þýska-
landi, og hefur verið fenginn í
hendur norskum yfirvöldum.
Hann hafði starfað sem lögreglu
maður undir fölsku nafni.
Stundvís
Unglingur
l
óskast til smásendiferða i
frá kl. 9—12. — Uppl. í |
j síma 1707, 2088 eða 5520. f
Amerískt
Eldhúsborð
með emaleraðri plötu til
sölu, Tjarnargötu 8.
ifr«nitmmmiiminmiimm*a
ilMIMklMllltUltimtUtMIMMIfMMMItn
Antik
Frönsk stytta mjög falleg
til sölu, Tjarnargötu 8.
Vinnufími breskra koia-
námamanna
á ný
London í gær.
FULLTRÚAR kolanámumanna
frá öllum breskum námasvæð-
um í Bretlandi*hjeldu með sjer
fund í dag í London og sam-
þyktu að vinnutími kolanámu-
manna skyldi aukinn um hálf-
tíma á dag, eða að teknar yrðu
upp laugardagsvaktir, en slíkt
mundi haía í för með sjer geysi-
lega aukningu á kolaframleiðsl-
unni.
Ennfremur samþyktu þeir,
að fara fram á við kolafram-
leiðsluráð Bretlands, að laun
kolanámuverkamanna yrðu auk
in sem svaraði einu sterlings-
pundi á viku. — Reuter.
Vaxandi dollara-
skortur í Danmörku
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞAR sem enginn árangur
varð af síðustu verslunarvið-
ræðum Breta og Dana, og Bret-
ar eru hættir að láta þeim síð-
arnefndu í tje dollara fyrir ster-
lingspund, hefur dollaraskortur
Dana aukist til muna að undan-
förnu. Hefur danska stjórnin því
tekið aftur kolapöntun í Banda-
ríkjunum, enda þótt kola sje nú
mjög þörf í Danmörku. Verður
afturköllun þessi fyrst um sinn
látin ná til tveggja mánaða.
Verslunarjöfnuður Danmerk-
ur við dollaralöndin sýnir nú 100
miljón króna halla.
Nýtt frumvcrp um
LAGT hefur verið fram í Nd.
frumvarp um bændaskóla. Er
það stjórnarfrumvarp.
Aðalbreytingin frá núgild-
andi lögum er fólgin í því, að
verklega námið er stytt niður
í 780 klst., en í núgildandi lög-
um er gert ráð fyrir verklegu
námi allt sumarið milli skóla-
vetranna.
Þá er lagt til, að lögfest verði
að skólastjórar skuli hafa á-
kveðin laun fyrir bústjórn.
Lagt er til, að við skólann
skuli starfa 3 fastir kennarar
í stað 2 áður.
Loks er lagt til, að aftan
við lög um bændaskóla sje sett
heimildargrein um framhalds-
nám búfræðinga.
Skal kennslunni hagað þann-
ig, að fyrri veturinn fer fram
kensla í íslensku, stærðfræði,
dönsku eða ensku, teikning,
efnafræði, eðlisfræði, grasa-
fræði, dýrafræði, gerlafræði,
búnaðarsaga og hagfræði, bú-
reikningar, búnaðarlöggjöf, líf-
eðlisfræði, arfgengisfræði og
byggingarfræði. .Auk þess verk-
legar æfingar.
Bíðari vetur fer fram kensla
í jarðræktarfræði, búfjárfræði,
búnaðarlandafræði, mjólkur-
fræði, kortteikning og kenslu-
fræði.
Sumarið milli skólavetranna
skal stundað verklegt nám.
Fáni Sameinuðu þjó'ðanna
WASHINGTON: — Sameinuðu
þjóðirnar hafa tekið í notkun fána
með merki S. þ. á ljósbláum grunni
Fáninn er líkur þeim, sem notað-
ur hefur verið af rannsóknarnefnd
inni á Balkanskaga.
— Meðal annara erða
Framh. af bls. 6
enda þótt þjer birtuð yfirlýsingu
hr. Gromykos, ljetuð þjer hjá
líða að birta svar mitt við
henni. ...
O 9
Hið upprunalega svar.
„Orðalag og innihald þessarar
yfirlýsingar eru samboðin hin-
um fróða stjórnmáiafulltrúa
Sovjetstjórnarinnar, og fulltrú-
ar Bretlands, Bandaríkjanna og
Frakklands geta verið hreyknir
af siðfágun og framkomu starfs
bróður síns.
Jeg vil leyfa mjer að taka
það fram, að þegar hundurinn
gerir það, sam hr. Gromyko lýs-
ir, gerir hann það sjálfum sjer
til ánægju. En hr. Gromyko
verður til að tryggja öryggi sitt,
halda stöðu sinni og þóknast
Kremlin, að gera það við alla
meðlimi Politburoins, sem hund
urinn gerir við sjálfan sig í
máltæicinu.
En þar sem meðlimir Polit-
buroins eru fjórtán, hefur hr.
Gromyko nóg að gera.“
Jeg geri mjer ljóst, að orðalag
svars míns er ekki mjög kurt-
eislegt, en jeg verð að svara á
þennan hátt, í fyrsta lagi sök-
um þess, að hr. Gromyko neyddi
mig til þess, og í öðru lagi mundi
hr. Gromyko ekki skilja annað
mál. Hvað sjálfum mjer viðvík-
ur, verð jeg að biðja lesendur
mína afsökunar á því að svara
á þennan hátt. . . .
Victor A. Kravchcnko.
MIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIilllllllllMMIIIMIIIIMIIIIIIMIIMIMMMt
SumarbúdaÖur
Vandaður raflýstur sum-
arbústaður í strætisvagna-
leið til leigu. — Uppl. á
morgun á Sólvallagötu 43
kl. 2—4 e. h.
F.U.S. HEIIMDALLU
Æskulýðsfundur
Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna efnir til æskulýðsfundar um stjórnmál i Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöld kl. 9. — Hljómsveit húss
ins leikur frá kl. 8,30. — Stuttar ræður og ávörp flytja: Jórunn Bjarnadóttir, Eirný Sæmundsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Stefán Friðbjarnarson,
Ólafur H. Ölafsson, Jón Páll Halldórsson, Eyjólfur Jónsson, Kristján Georgsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Jón ísberg, Sigurjón Einarsson.
STJÓRM HEIMDALLAR.
X-9
Eftir Roberf Storm
Maðurinn: Skollinn sjálfur! Það hefur maður
gengið í gildruna. Hann hlýtur að hafa legið hjer
svo klukkustundum .skiftir. Fötin eru beinfrosin.
Aumingja maðurinn — hann eí dauður!....Nei,
jCopr. 1946, King Fcaturcs Syndicatc, Inc., World rights rcservid^^
bíðum við! Hjartað í honum slær enn. Jeg verð að
koma honum til kofarts og sjá, hvað jeg get gert.