Morgunblaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. okt. 1947! 'j „Bomsuslagur" IÞaiinlg- var umhorfs fyrir utan Skóbúð Reykjavíkur á dögunum, þegar auglýst var sending af Hópur ölvaðra stráka gerir aðsúg að lögregl- unni á Akureyri Fóra með óspektir um gölur bæjarins og skemdu bíla HÓPUR ÖLVAÐRA STRÁKA, sem voru að koma af dansleik á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins s.l. fór með háreysti og óspektir um götur Akureyrar. Er nokkrir af verstu ærslabelgj- unum voru handteknir og teknir til vörslu í lögregluvarðstofunni, fór allur hópurinn og gerði óp og háreysti að lögreglunni og heimt aði fjelaga sína framselda. Voru þá fieiri af forsprökkunum hand- teknir, en ólætin stóðu yfir um klukkustund, áður _en hópurinrí tvístraðist. Er viðburður þessi sagður einsdæmi á Akureyri. ltvenmanns-„bomsuml!, — Myndina tók T. Þórðarson. Völd Isvariadeiidarinnar bresh veria minnkui m Hý þjéðiiftiiigarfrumvðrp sljórnarinnar LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ATTLEE forsætisráðherra, tjáði neðri málstofu breska þings- ins í dag, að stjórn hans hefði í hyggju að leggja fram frumvarp, sem stefndi að því að eyða mjög því valdi Lávarðadeildarinnar að draga þingmál á langinn. Til þessa hefir deildin getað hindrað afgreiðslu stjórnarfrumvarpa um allt að tvö ár, en hið nýja frumvarp á að minka tímabilið um helming, eða niður í eitt ár. Nýir inarka&ir Eftir að konungur hafði sett þingið og geíið ýmissa mála sem það mundi fjalla um, gerði Att- lee grein fyrir þeim frumvörp- um, sem stjórnin mundi leggja fyrir það. Kvað hann aðalmál stjórnarinnar vera það, að reyna að mínka bilið milli inn- og út- flutningsihs. Þji mundi stjórnin og gera alt, sem hún gæti, til að finna nýja erlenda markaði, þar sem kaupa mætti bæði mat- •væli og hráefni. Þ jóönýting Um þjóðnýtingarstefnu stjórn arinnar sagði forsætisráðherra, að lagt mundi fram á þingtíma- bilinu frumvarp um þjóðnýtingu gasiðnaðarins og nokkurs hluta járn- og stálframleiðslunnar, auk þess sem lagður yrði grund völlurinn að nýrri víðtækri tryggingarlöggjöf. Konungsfjölskyldan liylt Veður var gott í dag, er George Bretakonungur setti þingið, og var honum, drottningúnni og Elizabeth prinsessu vel fagnað, er þau óku saman til þinghall- arinnar. Fjörutíu og einu heiðursskoti var skotið, er konungsfjölskyld- an ók upp að húsakynnum Lávarðadeildarinnar. Irefum býSsf hveifi iii kaups STRACHEY, matvælaráð- ; lierra Breta skýrði frá þvi í !■ dag, að ástralska stjórnin hefði [ hoðið bresku stjórninni 75 milj !ón skeppur af hveiti og rúg- Ijnjöli til kaup Þ------------------------- Hreinsuainni haldið ■ áfram f Búipríu JÚGÓSLAVNESKA frjetta- stofan tilkynti í dag frá Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, að Cyril Stanchev hershöfðingi, fyrver- cndi yfirmaður búlgarska hers- ins, hefði verið dæmdur til líís- tíðar fangelsis, fyrir ,,að undir- búa fall Búlgaríustjórnar“. — Fjórir þeirra manna, sem ákærð ir voru með honum, voru látnir lausir, eftir að hafa sitið árlangt í fangelsi, „meðan unnið var að rannsókn málsins.“ í ákærunni á hendur Stachev ei hann meðal annars sakaður um að hafa verið leiðtogi „hern- aðarsambands“, sem unnið hafi gegn stjórnarvöldunum. Vandræði Frakka í Palesiínumálinu París í gærkveldi. PARÍSARBLAÐIÐ Le Monde ritar í dag, að franska stjórnin hafi ennþá ekki treyst sjer til að taka nokkra opinbera af- stöðu til Palestínumálsins. Blaðið getur fundar þess, sem haldinn var í Palestínunefnd S. Þ. í gær, og segir, að þar sem franska stjórnin hafi hags- muna að gæta bæði meðal Araba og Gyðinga, telji hún sig ekki geta gert upp á milli þeirra. Eins sje með Breta, sem aðeins vilji samþykkja þá lausn þessa deilumáls, sem telja megi líklegt að báðii* deiluaðilar getó sætt sig við. — Reuter. )anir viija halda áíram unræðum um Græniand Washington í gærkv. GUSTAV Rasmussen, utan- ríkisráðherra Dana, sem heim- sótti Truman forseta í dag, tjáði írjettamönnum að heimsókninni lokinni, að blöðin hefðu s.l. viku að ýmsu leyti misskilið ummæli sín um dvöl Bandaríkjamanna'á Grænlandi. Rasmussen neitaði því eindreg ið, að hann hefði rætt Grænlands málið við Truman forseta, en sagðist hins vegar hafa flutt hon um kveðju Friðriks konungs. Utanríkisráðherrann færðist undan að ræða Grænlandsmálið við frjettamennina í dag, en hapn mun tala við Marshall ut- anríkisráðherra á morgun. Ras- mussen sagði þó, að danska þjóð in væri því yfirleitt fylgjandi, að samningaumleitunum við Bandaríkin yrði haldið áfram, með það fyrir augum, að afhum- in yrðu ákvæði sáttmálans frá 3941. Er hann var spurður, hvort það mundi hafa í för með sjer c.lgeran brottflutning Banda- ríkjamanna, svaraði hann: Jeg vil ekki fara frekar út í málið að svo stöddu. -— Reuter. Úlflutningur Breta eyksl London í gær. ÚTFLUTNINGUR BRETA var í september hærri en hann he.fur nokkru sinni verið síðan styrjöid inni lauk, að júlímánuði undan- skildum. Voru s.l. mánuð flutt- ar út vörur fyrir 99 miljón ster- lingspund, en andvirði júlíút- flutningsins nam 110 miljónum punda. — Tekið er fram, að út- flutningurinn í september heíði orðið meiri, ef ýmsir lögboðnir írídagar hefðu ekki komið til greina. Metútflutningur varð þó í tveimur framleiðslugreinum: — bifreiða- og reiðhjólaiðnaðinum. Voru alls fluttir út 12,5&0 bílar, en 129,600 reiðhjól. Þrátt fyrir þetta varð verslun- arjöfnuðurinn óhagstæður um 58 miljón pund. •*- Reuter. Fyrsl almennar kosn- ingar — síðan broltflutningur herjanna Washington. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna birti í dag svar til Rússa viðvíkjandi Koreumál- inu. í svari þessu er lögð áhersla á það, að Bandaríkin sjeu þess hvetjandi að S. þ. gefi út til- skipun um að allur her Banda- ríkjanna og Rússa fari frá Kor- eu. Þá er því mótmælt að Banda ríkin hefðu tafið fyrir því, að lausn á sjálfstæðismáli Koreu iengi skjóta afgreiðslu í stjórn- málanefnd Sameinuðu þjóðanna Fulltrúi Bandaríkjanna í stjórnmálanefndinni hefur bcr- ið fram þá tillögu, að S. þ. láti fram fara kosningar á Koreu þegar á næsta vori, en það gæti verið fyrsta sporið í þá átt að Korea fengi fult sjálfstæði. Því þegar að búið væri að mynda stjórn fyrir Koreu, gæti hún sjálf komið sjer upp her, og síð- an ákveðið brottför alls herafla Rússa og Bandaríkjanna úr land inu. Bandaríkin aðsloða Grikki við byggingu íbúðarhúsa Washington í gær. FREGNIR frá Grikklandi herma, að tjón á byggingum af styr j aldarástæðum sje senni- lega meira í Grikklandi en í nokkru öðru landi. Áætlað er að tala eyðilagðra bygginga sje um 150—200 þús., þar af um 40. þús. mikið skemd ar. Bandaríkin munu nú leggja fram fje til að Grikkir geti flutt inn nauðsynlegustu efni til að endurreysa þessar byggingar. Einnig hafa verið gerðar ráð- stafanir til að koma upp vetrar- skýlum fyrir fólk, sem til þessa hefir orðið að búa í skólabygg- ingum, einkum í Saloniki, en þar eru húsnæðisvandræðin meiri en á nokkrum öðrum stað eftir hinar hræðilegu hamfarir ófriðarins. ~®Með háreyst i uni bœinn Eftirfarandi frásögn af ólát- um þessum er samkvæmt skeyti frá frjettaritara blaðsins á staðnum og símasamtali við full trúa bæjarfógatans á Akureyri, Það var um klukkan 2 aðfaia- nótt sunnudagsins, er dansleik var lokið í samkomuhúsi bæjar- ins, að 20—30 strákar, yfir og innan við tvítugt fóru með há- reisti um götur Akureyrar. Pljelí hópurinn að Ráðhústorginu. Lögregluþjónar bæjarins skár ust tvisvar eða þrisvar í leikinn og handtóku í hvert skifti 2 menn af þeim, sem verst ljetu og virtust hafa forgöngu um ærsiin, Aðsúg'ur i að lögreglustöðinni Eftir að þessir menn höfðu verið* fjarlægðir og þeir voru komnir á lögregluvarðstofuna, hjelt allur hópurinn þangað og heimtaði fjelaga sína framselda,, Höfðu strákarnir í frammi hót- anir og hin verstu skrílslæti. Var kröfum þeirra svarað með því, að enn voru nokkrir þeirra handteknir og settir í hald yfir nóttina. Alls voru hand teknir 12 strákar. Eftir um klukkustundar dvöl við lögreglustöðina var mann- söfnuðinum dreift. Aukinn drykkjuskapur Frjettaritari vor á Akureyri símar, að lögreglan þar telji að drykkjuskapur manna á Akur- eyri, og þó sjerstaklega unglinga hafi farið mjög í vöxt og hafi hann í för með sjer óknytti og ábyrgðarleysi. Málið í rannsókn Fulltrúi bæjarfógeta skýrði blaðinu svo frá í gær, að mál óróaseggjanna vaðri enn í rann- sókn og ekki hefði verið kveðinn upp neinn dómur yfir óspektar- seggjunum ennþá, en málið myndi án efa verða látið ganga til dóms. Annar fundurí ! Hvíta húsinu Washiiigton í gærkveldi. TRUMAN forseti, hefur á ný boðað leiðtoga republikana og demokrata til fundar í Hvíta húsinu. Verður fundur þessi haldinn á fimmtudag, en fuU- víst er talið, að efnahagsástand ið í Evrópu verði rætt. Ekki er talið ólíklegt, að bráðabirgðaaðstoð til handa Evrópu verði tekin til athug- unar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.