Morgunblaðið - 22.10.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.10.1947, Qupperneq 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. okt. 1947 IJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.1 Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. HJÓLIÐ SNÝST MYLLUHJÓL verðbólgunnar snýst með vaxandi hraða. "Vísitalá framfærslukostnaðar í októbermánuði er 325 stig eða 13 stigum hærri en næsta mánaðar á undan. Af þessari hækkun spretta 5 vísitölustig af lækkaðri mðurgreiðslu og hækkuðu verði á kartöflum, 3—4 af hækkuðu mjólkurverði og fjögur stig af hækkuðu verði á fatnaði, búsáhöldum, kornvöru og húsleigu. Ríkissjóður greiðir nú vísitöluna niður um rúm 50 stig. Raunveruleg vísitala framfærslukostnaðar hjer á landi er því um það bil 380 stig. Hin nýja hækkun vísitölunnar gerist þrátt fyrir það að ríkissióður hefur enn aukið niðurgreiðslur sínar til þess að halda henni niðri með því að halda kjötverðinu óbreyttu,, þrátt fyrir hækkað verð til framleiðenda. Ekkert sýnir því betur en þessi síðasta hækkun, hve gjörsamlega óviðráðanleg dýrtíðin er orðin. Bolmagn rík- issjóðs til þess að ljetta atvinnuvegunum róðurinn er á þrotum. Sú staðreynd blasir nú við og verður ekknsnið- gengin. En þrátt fyrir það standa yfir verkföll vegna krafna um launahækkanir og ný verkföll eru fram undan. Minnir ekki þetta ástand ónotalega á ringulreiðina og upplausnina í Frakklandi? Ætla íslendingar að láta vísitölu framfærslukostnaðar hjá sjer komast upp í 800 stig eins og hjá Frökkum? Núverandi ríkisstjórn var fyrst og fremst mynduð til þess að treysta þann grundvöll, sem lagður var undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins að fjölbrevttara og blómlegra atvinnulífi Hún getur ekki og má ekki hika við að leggja til úrslitaatlögu við þau niðurrifsöfl, sem stefna að við- haldi og aukningu verðbólgunnar. Frönsku kosningarnar ÞAÐ er sennilega ekki ofmælt að frönsku bæjarstjórn- arkosningarnar, sem fram fóru s.l. sunudag, sjeu ein- }':verja rsjerkennilegustu kosningar, sem fram hafa farið ijm langt skeið í lýðræðislandi. Nýr flokkur, eða hreyfing, sem býður í fyrsta skifti fram frambjóðendur, fær yfir íjörutíu af hundraði allra greiddra atkvæða og hreinan meirihluta í ýmsum stærstu borgum landsins, þar á meðal sjálfri höfuðborgirmi, París. Hinn nýi flokkur, hreyfing de Gaulle hershöfðingja, er nú langstærsti stjórnmálaflokkur Frakklands. Komm- únistaflokkurinn, sem áður var stærstur, er nú annar i röðinni og flokkur Bidault utanríkisráðherra, þjóðlegi lyðveldisflokkurinn hlaut nú aðeins rúma átta af hundr- aði kjósenda í stað 26 af hundraði í síðustu þingkosningum og er nú minnstur af hinum fjórum aðalflokkum franskra stjórnmála. En þessi kosningaúrslit í Frakklandi eru eðlileg afleið- ing af því, sem verið hefur að gerast þar í landi undan- farna mánuði. Stjórnarandstaða kommúnista hefur verið hin ábyrgðarlausasta. Hvert verkfallið hefur rekið annað og fullkominn glundroði ríkt í fjárhagsmálum landsins. Má sem dæmi þess nefna, að í september mánuði einum hækkaði verðlag á nauðsynjavörum í París um 26 af hundraði. -Jafnhliða hefur framleiðsla landsins dregist hröðum skrefum saman. Fyrir stríð framleiddu Frakkar t. d. allt það korn, sem þeir þörfnuðust. Nú fullnægir fram- leiðsla þeirra aðeins einum þriðja þarfanna á þessu sviði. Þáð er þetta öngþveitisástand, sem knúð hefur hina borgaralegu flokka Frakklands saman í eina öfluga fylk- ingu gegn kommúnismanum og hinum róttækari öflum sósíalistaflokks Ramadiers núverandi forsætisráðherra. Hverjar verða afleiðingar þessara straumhvarfa í frönsk um stjórnmálum, er ennþá vandsjeð. En það er auðsætt af kosningaúrslitunum, að kommúnisminn í Frakklandi er að ganga sjer til húðar. Þar með er síðasta og sterkasta vígi hans í Vestur-Evrópu fallið. 1 ÚR DAGLEGA LlFINU Bar-laust þinghús. ÞAÐ SKALL víst hurð nærri hælum, að það væri sett ur upp bar í þinghúsinu okkar hjer á árunum. — Að hugsa sjer! Það hefði verið fallegt. Vínstofa í sjálfu þinghúsinu og sprúttið kannski selt á niður- settu verði. Það er nú að vísu svo, að í mörgum virðulegustu þingum nágrannlandanna eru barar, þar sem þingmenn geta vætt kverkarnar þegar þeim sýnist svo. En þar er allt öðru máli að gegna, því þar kemur það ekki fyrir, að þingmenn beri það upp á hvern annan, að þeir hafi verið áberandi víndrukkn- ir á þingfundum. • Ekki fyrir okkar menn. NEI, ÞAÐ hentar víst okk- ur og okkar þingmönnum best, að það sje enginn bar í þing- inu og að þingmennirnir okk- ar hafi það eins og rónarnir við höfnina, að þeir hafi hress- inguna með sjer í bakvasanum. Það var mikið lán, að það skuli ekki hafa verið settur upp bar i þinghúsinu. . • Ekki langt að sækja. í GAMLA DAGA þótti það kostur á sveitabæjum ef það var innangengt í fjósið. En nú hefir veðráttan breyst svo mik ið hjer á hinum norðlægu breidd argráðum, að það telur enginn eftir sjer að skjótast milli húsa eftir hressingu. Og þingmenn- irnir okkar, blessuð leiðarljós þjóðarinnar, eiga ekki langt að sækja, ef þeir þurfa að fá sjer mat eða drykk, eftir langan og. strangan vinnudag. Það vill svö vel til, að eina veitingahúsið, sem þeir sjálfir hafa gefið þau forrjettindi með lögum, að veita vín á íslandi, er ekki nema steinsnar frá sjálfu þinghús- inu. • Setjast þar upp. OG ÞAÐ eru líka þó nokkuð margir alþingismenn, sem hafa komið auga á þau þægindi, sem eru að því að hafa besta gisti- og veitingahús landsins svo að segja á hlaði þinghússins. Fyrir skömmu voru það ekki færri en 12 þingmenn, sem höfðu sest alveg að á Borginni. A sama tíma varð að úthýsa merkum mönnum, sem voru á ferðalagi hjer i höfuðstaðnum í verslunarerindum, eða samn- ingagjörðum við okkur. • Þingmannabústaður. ÞEIR, sem eru kunnugir þaul setu íslenskra þingmanna að Hótel Borg, spyrja hvernig standi á því að þingmenn, sem nú eru flestir orðnir búsettir hjer í Reykjavík, fái sjer ekki íbúð, eða herbergi utan gisti- húsa. Það sje ekki of mikið af gistihúsum hjer, þótt bæjar- menn sjeu ekki að fylla þau. „En einhversstaðar verða vondir að vera“, stendur þar. Einhverntíma kom fram til- laga um að alþingi reisti bú- stað fyrir þingmenn. En það er kannski orðið of seint, og það er líka svo erfitt að fá fjár festingarleyfi og annað, sem nú þarf til að byggja. • Húsmæður matmálstímar. REYKVÍSK húsmóðir skrif- ar langt brjef um breytingar á' matmálstíma um hádegið, sem nokkuð hefir vreið rætt um og hefir fengið góðan byr. Húsmóð irin hefir áhyggjur af því, að hinn breytti matmálstími myndi auka á vinnu húsmæðranna og gera þeim erfiðara fyrir. Einmitt þetta atriði hefir ver ið talsvert rætt hjer og bent á, að það myndi einmitt verða húsmæðrum til þæginda, ef þær losnuðu við matarumstang um hádegið. Þær hefðu betri tíma til morgunverka. Þyrftu ekki að rjúka upp úr gólfunum til að elda mat og fengju meira frí. En brjefritari er ekki á sömu skoðun og það er vegna þess, að hún telur, að karl- mennirnir myndu heimta sinn heita mat um hádegið og eftir- miðdagskaffi, eftir sem áður. - • Góð uppástunga. EN HÚSMÓÐIRIN kemur með góða hugmynd og hún er sú, að ef breytt verði um mat- málstíma um hádegið, þá þyrfti að koma upp matstofum, sem seldu ódýran mat, þar sem fólk getur í flýti fengið sjer bita og afgreitt sig sjálft. Bend ir hún á, að víða erlendis sjeu slíkar matstofur og gangi vel. Á hún hjer við, það sem sum- staðar er nefnt ,,Cafétería“. En það eru matsölustaðir, þar sem matur liggur frammi og við- skiftavinirnir afgreiða sig sjálf ir, greiða við móttöku og alt gengur fljótt og vel. Þetta er alveg rjett athugað. Og það er ekki vafi á, að verði matmálstímanum um hádegið breytt, munu slíkar matstofur rísa upp víða í bænum. • Samgönguerfiðleikar. S. H. LÝSIR erfiðleikum þeirra mörgu, sem búa fyrir utan bæ, en stunda sína vinnu hjer í eftirfarandi brjefi: „Kæri Víkverji! Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri við for- stjóra Strætisvagna Reykjavík ur þeirri eindregnu ósk minni og margra annara, að hann breyti kvöldferð Lögbergsvagns ins þannig, að síðasta ferðin verði kl. 19.15 i stað 18.15. Er margt sem mælir með þess- ari breytingu. Fjölda margir sem fyrir ofan Elliðaár búa, vinna til kl. 18.00 og verða að hafa sig alla við að ná í vagninn og verða oft að hlaupa frá vinnu. Aðrir vinna lengur, enda verða þeir af ferðinni, og verða svo að fara gangandi í myrkri og oft í ófæru veðri. Vegna húsnæð- isvandræða varð jeg að hrökl- ast nokkuð langt út fyrir bæ- inn. En vinnu minni er þann- ig háttað (eins og margra ann- ara) að jeg er sjaldnast laus fyrr en kl. 19.00. En svo er annað í þessu máli, sem er kannski aukaatriði, en samt þess virði, að á það sje minst. Jeg á þar við aðstæður okk- ar til að njóta þeirra skemtana sem á boðstólnum eru í höfuð- borginni. Það er serp sje úti- lokað fyrir okkur að komast í bíó allan veturinn, hvað þá á fundi eða aðrar samkomur.“ MEÐALÁNNARA ORÐA .7. . { ---1 Eftir G. J. Á. \---*--- Hver lýgur, hr. Visfsinsky! Þegar Winchell svaraði gífuryrðum Vishinskys aðstoðarutanríkisráðh. FLESTIR þeir, sem eitthvað hafa fylgst með tolaðamennsku, munu kannast við Bandaríkja- manninn Walter Winchell. Win chell er smádálkahöfundur, sem ur daglega pistla, sem birtast í hundruðum blaða víða í Banda ríkjunum. Hann er geysimikið lesinn. Fyrir um það mánuði síðan, hlotnaðist Walter Winchell sá heiður, að Andrei Vishinsky, að stoðarutanríkisráðherra Rússa, skipaði honum á bekk með ýms- um heimsþekktum mönnum, sem sá heiðursmaður hefur ótil kvaddur valið heitið „stríðsæs- ingamenn“. Þann 29. sept. svarar Winc- hell í dálkum sínum. Svar hans þarf engra skýringa ýið. Hann hefur orðið: Marshall utanríkisráðherra, er meðal þeirra manna, sem Vis- hinski kallar stríðsæsingamenn. Fundur hjá Vishinsky. Vishinsky, aðstoðarutanríkis ráðherra Rússlands, hjelt s. I föstudag blaðafund hjá S. þ., og voru meira en 400 frjetta- menn viðstaddir. Hann sakaði Bandaríkin um stríðsæsingar og tilnefndi þann, sem þetta rit- ar (ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum) sem einn þeirra 'stríðsæsingamanna, sem „leggja bæri j hlekki“ og fleygja ætti í fangelsi . . Rúss- neski aðstoðarutanríkisráðherr ann fór einnig hrakyrðum um Marshalláætlunina,* á þeim grundvelli, að hún væri banda rísk árás á Evrópuþjóðirnar . . . . Það er eftirtektarvert, að hr. Vishinsky hafði engar til- lögur fram að færa um það, hvernig afstýra mætti styrjöld þeirri, sem hann segist óttast og hata .... Jæja, hjerna eru þá nokkrar. Síðan hvenær hefir verið litið á brauðhleif handa sveltandi manni eða flösku af mjólk Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.