Morgunblaðið - 04.11.1947, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. nóv 1947
liiiesSysið í Heklufimunl
Framh. af bl3. I
lands fyrír skömmu og sem nú
er verið að sýna á Norðurlönd
nm,
Þeir fjelagar fóru hjeðan rtr
liænum á föstudag og gistu að-
faranótt laugardags að Galta-
læk.
Á laugardagsmorgun gengu
J’eir upp að hraungýgnum og
gerðtt þann dag athuganir í
hrauninu, en um kvöldið fóru
Jieir að Hólum og gistu þar.
Á sunnudagsmorgun fóru
þeir að Næfurholti og slóst þá
í för með þeim Ragna Ofeigs-
dóttir frá Næfurholti til þess
oð skoða hraunið.
Gengu þau inn fyri Rauð-
oldur og að hraunfossinum
mikla, sem svo er nefndur.
F.ins og kunnugt er gengur há-
lendi suður og vestur af Heklu-
tindi þar steypist hraunið fram
af brún og myndas,t þar hraun-
foss.
Kkkert övenjulegt.
Það var um kl. 4,30 sem
filysið, er varð Steinþóri að
bana, skeði. Eins og áður er
sagt stóð Einar Pálsson skammt
frá Sleinþóri, en þau Árni og
Ragna voru lengra í burtu.
Ekkert óvenjulegt hafði bor-
»ð við. Hraunið og hraunrensl-
ið hagaði sjer eins og venju-
lega og þeir fjelagar. sem senni
lega oftast allra höfðu farið um
hraunið og eldfjallið og voru
þvi kunnugastir, áttu sjer
einskis ills von. Steinþór hafði
mörgum sinnum unnið að kvik
myndun og athugunum sínum
« stöðum, sem virtust hættu-
legri. en þar sem hann stóð er
elysið varð.
Lík Steinþórs flutt
*M bæja.
Einar Pálsson hljóp þegar til
Steinþórs er hann sá hann
falla og að steinninn lenti á
honum. Skifti það engum tog-
ura, að hann var kominn að
Steinþóri. En þá var ekkert
lífsmark með honum. Þau
Árna og Rögnu bar að svo að
fiegja undir eins. Einar vissi af
fikátahóp frá Hafnarfirði, sem
•var þarna í nágrenninu og bað
hann Rögnu að fara og gera
þeim aðvart. Þeir Einar og
Árni báru siðan Steinþór frá
staðnum, þar sem hann hafði
fallið, því hraunið hjelt áfram
eð renna þarna niður af brún-
-ánni. Komu skátarnir brátt og
fóru þeir með Árna Stefáns-
fiy ni að Næfurholti til að sækja
fijúkrabörur. Voru þeir komn-
#r aftur um klukkan 9 um
kvöldið.
Alls voru þeir 16 saman, sem
fikiftust á að bera lík Stein-
þórs að sjúkrabil, sem simað
hafði verið eftir að Selfossi.
Komst bíllinn að svonefndum
Kór, nokkuð fyrir ofan Næfur-
holt. Gekk ferðin frá slysstaðn-
urn niður í Kór nokkuð seint í
myrkrinu og auk þess var yfir
nýtt hraun og ógreiðfært að
fara nokkurn hluta leiðarinn-
ar. Klukkan um 12 á miðnætti
voru þeir fjelagar komnir að
fijúkrabílnum og var síðan hald
jð hingað til bæjarins.
Mikið tjón
í.denkum vísindum
íslenskum náttúruvísindum er
mikið tjón að fráfalli Steinþórs
magister Sigurðssonar. Menn
setti hljóða við andlátsfregn
hans. Alt frá því að hinir miklu
náttúruviðburðir Heklu hófust
á síðastliðnu vori, var Steinþór
heitinn fremstur í flokki við að
rannsaka öil þau stórmerki, er
þar voru að gerast.
Steinþór heitinn mun vera
fyrsti íslenski vísindamaðurinn,
sem hefur týnt lífi sínu, við nátt
úrurannsóknir. Engir aðrir hafa
hingað til fórnað lííi við rann-
sóknir á íslandi, aðrir en þýsku
vísindamennirnir tveir von Kne-
bel og fjelagi hans Max Rudloff,
er týndust í Öskjuvatni sumarið
1907.
Það var Steinþór heitinn, sem
fyrstur náttúrufræðinga var
kominn að gosstöðvur.um, er
Hekiugosið hófst í vor. Og það
var hann, sem öllum öðrum
fremur skipulagði þær merku
rannsóknir, sem íslenskir nátt-
úrufræðingar hafa int af hönd-
um í sambandi við þetta gos.
Það var hann, sem átt hefur
mestan þátt í hinni stórfenglegu
og merkilegu kvikmynd af gos-
inu og öllurh þeim náttúruham-
förum, sem hafa átt sjer stað i
sambandi við gosið. En þá kvik-
mynd hefur dr. Sigurður Þórar-
insson sýnt á Norðurlöndum
síðustu vikur.
En nú verður hún í fyrsta sinn
sýnd í Danmörku í dag, í sam-
bandi við fyrirlestur, sem Pálmi
Hannesson rektor flytur í Land-
fræðifjelaginu í Höfn.
U msugn
dr. Sigurðar Þórarinssonar
Dr. Siguröur Þórarinsson kom
heim úr ferð sinni í gær með
flugvjel Loftleiða, Heklu. Er
blaðið átti tal við hann í gær-
kvöldi, sagði hann m. a.:
Það fyrsta sem jeg frjetti, er
jeg stje á íslenska grund, var að
íslensk náttúruvísindi hefðu á
sunnudaginn mist einn hinn öt-
ulasta og áhugasamasta mann
sinn. Jeg kom hingað heim með
þær frjettir, að kvikmyndin af
Heklugosinu væri álitin af fag-
mönnum taka öllu fram af slík-
um kvikmyndum, sem hafa ver-
ið teknar.
Jeg fjekk tækifæri til að sjá
kvikmynd þá, er Ameríkumenn
tóku, með hinum fullkomnustu
tækjum sem til eru, þegar eld-
gosið varð í Mexico fyrir nokkr-
um árum. Jarðfræðingar voru
sammála um, að sú kvikmynd
væri ekki svipað því eins fróð-
leg og tilkomumikil og Heklu-
myndin.
Eins og gefur að skilja, höf-
um við orðið að láta okkur
nægja ófullkomnari tæki við þá
myndtöku, en Ameríkumenn
höfðu við myndatökuna í Mexi-
co. Þessvegna, eins og gefur að
skilja, urðu menn hjer að ganga
feti framaar, nær voðanum, til
þess að fá sem rjettastar og
gleggstar myndir af náttúruham
förunum. Það gerði Steinþór
framar öllum öðrum. Hann var
orðinn því vanur að hætta lifi
sínu við það verk.
Við hraunjaðar, sem er á
hreyfingu mega menn aldrei eitt
augnablik hafa augun af hætt-
unni. Ekki síst vegna þess, að
hinar glóandi hraunflögur geta
læðst að manni, nærri því að
segja. Því það er ekki eins og
til þeirra heyrist, eins og í hörðu
grjóti, þegar þær hrapa niður
hraunjaðarinn. Til þess hafa þær
ekki fengið hörku. En þunginn
er grjótsins og hitinn afskapleg-
ur.
Steinþór heitinn var, eins og
allir kunningjar hans vita, sagði
Sigurður ennfremur, mjög gæt-
inn og athugull maður. En áhug-
inn á því, að leysa verk sitt sem
best af hendi, hefur á dauða-
stundinni, sem oft endranær í
lífi hans, verið öllu yfirsterkari.
Þannig var lund hins áhugasama
náttúrufræðings sem við nú svo
sviplega höfum mist úr hinum
fáliðaða hópi okkar.
uðursKm um ips-
myndasýníngu l|éx-
mytidarafje lagsi ns
SÝNINGARNEFND Ljósmynd-
arafjelags Ísíands hefur beðið
blaðið að birta eftirfarandi:
Vegna skrifa í Þjóðviljanum
s.l. sunnudag um tilvonandi Ijós-
myndasýningu Ljósmyndarafje-
lagsins og skifti fjelagsins og
viðskiftanefndar, vill sýningar-
nefndin taka fram eftirfarandi:
Við, sem að sýningu þessari
stöndum viljum ekki að málefni
okkar sjeu á einn eða annan
hátt notuð í pólitísku skyni enda
eru umrædd skrif í algjörri ó-
þökk okkar.
Það er ekki rjett að við höfum
•hvorki fengið áheyrn nje af-
greiðslu hjá Viðskiftanefnd, því
við höfum nú þegar fengið lof-
orð fyrir gjaldeyris- og innflutn
ingsleyfi, sem reyndar er mjög
lítið, og stöndum í samningum
við nefndina á frekari úrlausn.
Þótt erfiðlega blási í bili,
treystum við ljósmyndarar á að
úr rætist, svo hin fyrirhugaða
Ijósmyndasýning 100 ára (ekki
50 ára eins og sagt var í Þjóð-
viljanum) Ijósmyndagerðar á ís-
landi geti orðið fvr en síðar.
(arol o| Lupescu
FRÚ LUPESCU og Carol fyrverandi Rúmeníukonungur giftu
sig fyrir nokkru í Rio de Janeiro, en þá lá frúin fyrir dauðan-
i:m. Hún háði sjer þó brátt og hjer er mynd, sem var tekin af
þeim eftir að frúin var orðin frísk.
- Mikolajczyk
Framh. af bls. 1
móti gátu þeir losnað við menn,
sem eru andstæðingar þeirra í
Póllandi.
Fór allslaus úr landi
Mikolajczyk fór allslaus úr
landi. „Jeg ferðaðist eins og jeg
stend“, sagði hann og má segja
að jeg hef ekki haft neitt með
mjer nema það, sem jeg kom
fyrir í vösunum og gleraugun
mín.
Framtíðarfyrirœtlanir
Um framtíðarfyrirætlanir sín-
ar var Mikolajczyk fáorður. —
Hann kvað það geta komið til
mála, að hann færi til Banda-
ríkjanna, þar væru nú margir
bændaleiðtogar úr Austur-Ev-
Kommúnistaleiðtogi
boðar ti! baráttu gegn
Marshalláætluninni
Zhdaðo? segir að kommúnislaflokkar allra
þjóða verði að hafa samvinnu um þefta.
ANDREI ZI-IDANOV hefur skorað á kommúnista og stuðnings-
menn þeirra. um heim allan að sameinast í baráttunni gegn Mars-
halláætluninni og „áformum Bandaríkjanna í sambandi við hana“.
Þá hefur hann og lýst því yfir, að kommúnistar víðsvegar um
heim verði að bindast samtökum, vegna „breyttra stjórnmála-
aðstæðna“.
embælfið við M A
UMSÓKNARFRESTUR um
skólameistaraemb. við Menta-
skólann á Akureyri er nú útrunn
inn. — Umsækjendur voru fjór-
ir og eru þeir þessir: Brynleifur
Tobíasson kennari við Menta-
skólann á Akureyri, Árm. Hall-
dórsson skólastjóri Miðbæjar-
barnaskólans, Steindór Stein-
dórsson Mentaskólakennari Ak-
ureyri og Þórarinn Björnsson,
einnig kennari við M.A.
Forseti íslands veitir embætt-
ið og mun það veitt frá 1. des.
n.k. að telja.
SkaSaliófekröíisr á
hendur Japönum
EINN af tálsmönnum banda-
ríska utanríkisráðuneytisins
tjáði frjettamönnum í gær, að
Asíunefnd bandamanna væri nú
að kynna sjer væntanlegar skaða
rópu, sem hefðu neyðst til að bótakröfur á hendur Japönum.
flýja land og hofðu þeir fjelags- J Fregnir hafa þegar borist af
skap með sjer og væri Nagy, fyr- því, að Philipseyjar hafi krafist
verandi forsætisráðherra Ung-1 meir en f jögurra miljóna dollara
verjalands foringi þess fjelags- fyrir eyðileggingu af völdum
skapar. En fyrst um sinn verð japönsku innrásarinnar, auk
jeg hjer og það, sem mig langar' þess sem skaðabótakröfur hafa
mest til er að sofa. komið fram frá Kína, Banda-
ríkjunum, Kanada, Ástralíu,
Bretlandi, Indlandi, Frakklandi,
BEST AÐ AUGLÝSA Holiandi, Rússlandi og New Zea-
/ MORGUTSBL AÐINU iland.
Grein Zhdanovs hershöfðingja
en hann er meðlimur í Politburo
inu rússneska, var birt í Pravda
fyrir skömmu síðan.
Rússnesk forusta
Hershöfðinginn sagði meðal
annars, að Rússar mundu taka
að sjer forystuna í baráttunní
gegn Marshalláætluninni. Líkti
hann leiðtoga Bandaríkjanna við
nasista, og hjelt því fram, að
Bandaríkin væru í rauninni aö
undirbúa nýja styrjöld. —- En
hann kvað kommúnista þó gera
sjer Ijóst, að búast mætti við
því „að kapítalismi og sósíal-
ismi“ mundu eiga eftir að þróast
hlið við hlið um langt skeið
ennþá.
Alþjóðasamtök
Um alþjóðasamtök kommún-
ista sagði Zhdanov, að sumir
„fjelaganna“ hefðu haldið, að
upplausn komintern 1943 boð-
aði endalok samvinnu kommún-
istaflokka hinna ýmsu þjóða,
En, segir Zhdanov í grein sinni,
reynslan hefur leitt í ljós, að það
er bæði óeðlilegt og hættulegt að
halda ekki uppi kommúnistisk-
um alþjóðasamtökum.
SJáðfsinorð vegna bensín-
skömSunar
I,ONDON: — Kona nokkur í Farn
ham, Bretlandi, framdi nýlega
sjálfsmorð, og er afnámi bensín-
skamtar til breskra einkabifreiða-
eigenda um kent. Sonur hennar hef
ur ský.rt yfirvöldunum frá því, að
hún hafi orðið ákaflega þunglynd,
er hún sá, að hún mundi verða a@
hætta skemtiferðalögum í bíl sín-*
um.