Morgunblaðið - 23.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1947, Blaðsíða 7
i Sunnudagur 23. nóv. 1947 MORGVNBLAÐIÐ l REYKJAVÍKURBRJEF 11 eóvember Hin nýja vertíð SÍLDVEIÐIN hefur gengið vel undanfarna viku, þá daga eða þær stundir, sem veöur hefur leyft, að fengist væri við veiðar. Veiðin í Hvalfirði og hjer í grend mun nú vera nálægt 100 þúsund málum. Og 28 þúsund mála veiddust í Isafjarðardjúpi, þann tíma sem síld veiddist þar, og hægt var að stunda þá veiði. Þó þau síldarskip, sem besta hafa veiðina hafi að heita má fengið uppgripa afla, og heild- araflinn sje orðinn þetta mikill eða um sjöundi hluti ársaflans, þá fer því fjarri, að sú útflutn- ingsvara, sem hjer hefur aflast, geri mikinn mismun á afkom- unni í ár. Talið er, að hver 100 þúsund mál sem fara í bræðslu, ,gefi af sjer 8 miljónir króna í útf lutningsverðmæti. Eftir síðustu útreikningum er búist við, að alls verði sjáfar- afurðir fluttar út í ár, fyrir 280 —290 miljónir króna. Það er drjúgum meira, en á árunum fyrir stríð, er útflutningurinn náði aldrei 100 miljónum króna. Pjetur Magnússon bankastjóri Lands- bankans. Pjetur Magnússon var s.l. föstudag kjörinn bankastjóri Landsbankans í stað Magnúsar heitins Sigurðssonar. Þegar Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn haustið 1944 varð Pjetur Magnússon fjármálaráð- herra í ráðuneyti hans. — En hann var þá einn af bankastjór- um Landsbankans. Pjetur Magnússon er einn af reyndustu fjármálamönnum þessa lands. Auk þess, sem hann hefur gegnt bankastjórastörfum í þjóðbankanum um nokkurra ára skeið, var hann um all-langt árabil bankastjóri Búnaðarbank áns og naut í því starfi almennra vinsælda og trausts. Sem fjár- málaráðherra naut hann einnig mikils álits sakir þekkingar sinn ar og reynslu. Það mun því al- mannarómur að val hans sem bankastjóra Landsbankans nú sje vel ráðið og viturlega. Viðluinaður ÞÓ ÞAÐ sje gleðiefni, að þjóð- in fær af þessari aukasíldarver- tíð góðan skilding, fyrir útflutn- ing, og síldveiðimenn góða hluti, sérn þeir gátu ekki búist við að fá, þá er hitt ennþá meira gleði- efni, að þessi Faxasíldarhlaup í fyrra og í ár gefa mönnum von- ir um, að hjer geti verið um á- framhald að ræða næstu árin. Og þá ætti hjer að vera betri undirbúningur en nú er, til þess að hagnýta aflann. Telja má víst, að allir leggist á eitt, til þess að flýta þeim und- irbúningi, sem nauðsynlegur er, fyrir næsta haust. Hjer ætti þá að verá komin upp bræðsla, sem gæti tekið við allmörgum þls- undum mála á sóiarhring. TiSIaga Jóhanns Hafstein HÓF JÓHANN Hafstein máls á þessu á síöasta bæjarstjórnar- fundi, þar sem samþykt var á- lyktun, er hann bar fram, um það, að allir aðilar tækju hönd- um saman, til þess að hraða hinum nauðsynlega undirbún- ingi. Það mætti láta sjer nægja veigaminni byggingar hjer, en reistar hafa verið yfir bræðslu- tæki ríkisins á Norðurlandi. M. a. með tilliti til þess, að vel gæti svo farið, að haustsíldin legðist hjer frá eftir nokkur ár, hyrfi alt í einu, eins og hún kom alt í einu. Og þá mætti taka tækin UPP. og flytja þau þangað, sem þeirra yrði þá meiri þörf. En þar sem það er vitað, að í Hvalfirði hefur nú verið marg- falt meiri síld, en komið hefur hjer á land samanlagt í mörg ár gefur að skilja, að einskis má láta ófreistað til þess að skilyrði til hagnýtingar aflans verði hjer hin bestu strax á næsta ári. Leggja þarf og alúð við að finna út, hvernig slík uppgripa- veiði innfjarða best yrði hand- sömuð. Eru Norðmenn því van- ari en við. Atvinna í lamlinu ÚTGERÐARMENN hafa rætt mál sín hjer undanfarið. Þeir telja það ekkert fangaráð, að haldið verði áfram á ríkisábyrgð arbrautinni. í fyrra var báta- flotanum trygt með ríkisábyrgð 65 aurar fyrir kíióið af hrað- frysta fiskinum. Síðan jókst dýrtíðin. Margir bátanna voru á vetrarvertíð reknir með tapi. — Svo brást síldin. Þessa harmsögu hafa blaðalesendur heyrt. Marg- ir útvegsmanna komnir í stór- kostleg vandræði þrátt fyrir rík- isábyrgðina og alt saman. Þeir vilja að aðalatvinnuveg þjóðarinnar sje trygðir mögu- leikar til þess að komast hjá rekstrartapi. Þetta vilja allir, sem á annað borð vilja, að þjóð- in geti sjeð sjer farborða. Ef framleiðslan ber sig ekki, þá brestur atvinnan við önnur störf. Hvaðan á að fá innflutn- ing, ef útflutningurinn stöðvast ? Vonir kommúnista Kommúnistar vilja, að fram- leiðslan stöðvist. Það hafa þeir sýnt. Bæði í orði og verki. Á ýmsan hátt. Menn verða að læra að gera sjer skiljanlegt, að þessi afstaða kommúnistanna til framleiðsl- unnar, til afkomu almennings, til þjóðarinnaar er alveg eðlileg. Síðan kommúnistum allra landa var fyrirskipað, að vinna gegn endurreisn Vestur-Evrópu, þá gera þeir það, eins og þeir framast geta. Bæði hjer á landi og annars staðar. Allar tillögur frá þeim verða að skoðast í þessu ljósi. Enda kemur á dag- inn, að í hverju máli ræður það sjónarmið hjá þeim, að stefna hjer öllu í vandræði og upp- lausn. Byggingar og framleiðsla Kommúmstar brasa yfir því, að nokkuð sje hikað við að byggja slindrulaust fyrir 500 miijónir, bæði opinberar bygg- ingar og hus einstaklinga. Þegar á það er minst, að eitthvað þyrfti að draga úr flýtinum við byggingarnar, þá segja kommar, að verið sje að skapa atvinnu- leysi. , Hvar skyldu þeir hugsa sjer að fá efni í byggingar fyrir 500 iijónir króna, þegar verðmæti bygt fyrst og fremst fvrir það fje, sem þjóðin aflar fyrir fram- leiðslu sína? Þetta vilja kommúnistar ekki heyra eða þykjast ekkert skilja. Ef á því kynni að bóla, að ein- hverjir þeir menn, sem haía unn ið við byggingar á undanförnum árum, hefðu ekki stöðuga vinnu, þá láta komrnúnistar sem auka þurfi innflutning byggingarefn- is, alveg án tillits til þess, hvort fje er í landinu fáanlegt, til að halda hinum hröðu byggingum áfram. Fyrir kommúnistum er það aðalatriðið, að framleiðslan stöðvist, svo grundvöllurinn ond ir öllum framkvæmdum í land- inu bili. Og það sem fyrst. AfurÖasalan V MIKIL gleðitíðindi voru það, er það frjettist fyrir nokkrum dög- um, að allur hraðírysti fiskur- inn skjddi vera seldur. En þegar það kom á daginn hve síldveið- arnar urðu litlar í suraar, var sýnt, að þá urðu um 10 þúsund tonn eftir óseld a£ þeirri vöru, sem annars hefði selst um leið og lýsið. Ekki svo að skilja, að ríkis- sjóður hafi sloppið við að greiða með þeim fiski, sem síðar seld- ist. Er ekki enn reiknað út hve mikilli fjárhæð það netr.ur, sem þjóðin verður að greiða, úr sam- eiginlegum sjóði sínum, í fisk- uppbæturnar. Birgðirnar af hraðfrysta fisk- inum ,sem nú eru til í landinu, eru um 7,000 tonn. Er fiskur þessi seldur til Breta, Hollend- inga, Tjekka og Rússa. Iiefur Bretum verið seld 5000 tonn af þeim fiski, sem eftir \ ar, þegar ekki var meira lýsi til að selja með fiskinum. Þegar reikna skal hve mikið verð er hægt að vonast eftir fyr- ir næsta árs framleiðslu, verð- ur hægt að taka þær sölur til hliðsjónar, sem nú hafa farið fram. En fáa mun fýsa að hald- ið verði áfram á þeirri braut, að framleiða Þsk, sem er svo dýr í framleiðslunni, að þjóðin verð- ur að borga miljónir á miljónir ofan, til þess að koma honum út. Utanríkispólitík Einars OlgeirSsonar SÚ FREGN barst hingað til lands fyrir fám dögum að Einar alþingismaður Olgeirsson hafi snemma á árinu 1944 komið að máli við danskan blaðamano, sem hjer var staddur, um tíma, Ole Kiilerich, og farið þess á leit við hann, að hann gengi í banda- lag við sig. Hið áíormaða samstarf átti að leggja grundvöllinn að samvinnu íslenuinga, Norðmanna, Dana og Færeyir.ga,1 er miðaði að því, að þessár bjóðir höfnuðu öllu samstaríi við Ameríkumenn. Áttu þessar Norðurlandaþjóðir að verða í einu lagi einskonar leppríki hins austræna valds. Ekki öðru vísi. Einar Olgeirs- son í broddi fylkingar við að slá upp Norourlanda seli fyrir vin- ina í austri. Menn geta ekki kom ist hjá því að brosa að slíku mikilmensku brjálæði, þessa kommúnista þingmanns. En hitt er svo armað mál, að þessir óbermilegu tilburðir Ein- hann er ófeiminn við að semja um utanríkismál íslands, öld- ungis á bak við tjöldin. Hvað annað. — Hapn og fylgdismenn hans í kommúnistaflokknum eru því vanir, að taka upp leynilega samninga við erlend ríki, um málefni, sem þjóð þeirra varðar. Sennilegt er að ekki verði á- stæða til að hlífast við því, að heimta frekari skýringar á þess- um aðförum kommúnistans og samningamakki hans. j útflutningsins þverr? Er ekki ars, gefa mönnum til kynna, að Frjettamenska Laxness ÞÁ HEFUR flokksbróðir Ein- ars, skáldið Laxness leitt at- hygli að sjer í síðastliðinni viku, útaf fregn þeirri, er hann bar í norskt kommúnistablað, að eng- inn íslendingur mætti til út- landa fara, án þess að hann fengi áður amerískan stimpil á vegabrjef sitt. Þegar skyrt var hjer frá þess- ari frjettamensku skáldsins, rauk hann upp með vonsku, og stærilæti, eins og það kæmi mönnum ekKert við hvaðá þvætt ing hann birt^, eða Ijeti hafa eftir sjer í erlendum blöðum. En reyndi þó að afsaka hin gífur- legu ósannindi sín, með því að segja, að hann hefði sent blað- inu leiðrjetdngu á frásögninni um ameríska stimpilinn Komið er á daginn, að Laxness hef- ur líka sagt ósatt, er hann hjelt því fram, að hann hefði komið leiðrjettingu til blaðsins. Svo hann hefur orðið tvöfaldur ó- sannindamaður. Fyrst er hann sagði blaðinu sögur.a um uppá- skriftirnar. Og síðan er hann segir hjer heima, að hann hafi komið leiðrjettingu í hið norska blað. En blaðið leiðrjetti mis- sögn Kiljans, þegar beiðni um það kom hjeðan að heiman. * Kiljan sagði Þjóðviljanum á dögunum, að hann nennti sjald- an að sinna því, þó eitthvað væri við hann sagt í blöðura. Það er engin furða þó maður, sem hag- ar sjer eins og hann hugsi sig tvisvar um, áður en hann beinir athygli almennings að því hvern ig framkoma hans er bæði heima og erlendis. Þar sem meirn hverfa ÞANN 14. þessa mánaðar var á bæjarstjórnarfundi í Berlín bar mannshvarf eitt á góma er kom fyrir um síðustu mánaðam. Mað ur sá, sem hvarf í hinum rúss- neska hluta borgarinnar og um- ræður spunnust út aí hjet Friede og var blaðamaður. Fulltrúi nefndarmamja á fund inum gripu þetta tækifæri, til þess að ræða um ástandið í þeim hluta Þýskalands, sem er uhdir stjórn R'ssa, og þjónkun þýskra kommúnista við þá. I umræðunum kom það í ljós, að síðan styrjöldinni lauk hafa horfið 5414 menn í austurhluta Berlínar, þar- sem Rússar hafa völdin. Þar hverfur fólk þannig, að aidrei spyrst neitt um aídrif þess. Af þeim, sem þannig hafa týnst í höfuðborg Þýskalands, eru yfir 1200 stúdentar. Jafn- aðarmenn sem til máls tóku á fundi þessum, hjeldu því hik laust fram, að öryggisleysið sje ennþá meira nú í austanverðu Þýskalandi, en það var, á með- an nasistar voru við völd, meiri kúgun þar, útþurkun persónu- frelsis, meiri harðstjórn enita hafa fangabúðir þær, sem nas- istarnir komu sjer upþ, fyrir löngu verið teknar aftur í notk- un. — . _ Kommúnisminn og ísiensk menntng ÞEGAR þeirri harðstjórn vérð- ur eytt ur heiminum, serh LU tölulega fáir menn halda uppi, í nafni kómmúnismans, og. hin- ar undirokuðu þjóðir hafa brot- ið af sjer þá hlekki harðstjórnar og kúgunar, sem nú uffi sketð hafa verið lagðir á miljónir þær, sem stynja undir ofbeldi hin» „austræna lýðræðis“ sem kallrrtf er, munu þeir íslendingar, þá lifa, furða sig á þvíy' skuli hafa verið menn hjer A landi, sem hafa fvlgt því kúg- unarvaldi, óg glaðst yfir þe..in-» stundarsigrum, sem sú einra-ð- isstefna vinnur, en samtímis tal- ið sig vera leiðtoga íslenskrar menningar. Svo mikla fyrirlitningu hafa frjálsbornir íslendingar á* aJ.M kúgun, svo einlægir unnendur frelsisins eru heilbrigðir íslend- ingar, að hver sem þekkir .&g skilur andstygð kommúnismans, og fjandskap hans við freísið, skilur einnig hvílík fjarstæða það er, að sömu menn geti he.it- ið leiðtogar í andlegu lífi þjóð- arinnar, sem hafa hneigst fylgis við ofbeldisstefnuna -og játa henni hollustu sína. Það er bæði skiljanlegt og fyr- irgefanlegt, að ýmsir mer-n sjeH tímakorn að átta sig á því,",Tð allfjölmennur hópur íslenskr-a manna skuli vera uppi samtímis með þjóðinm, sem hefur geng- ið í þjónustu hins austræna valds, með það fyrir augum ;r»1 koma hjer á samskonar ógnar- stjórn, og nú er fyrir austan járntjaldið, sömu lítilsvirðing- unni fjTÍr lifi manna og eign- um, og persónulegu frelsi, sörn*» kúgun og þar ríkir, þar sem löndum er breytt í fangelsi, þjóð um í þræla. og lýgin er sett i hásæti, látin drottna yfir hve;j um þeim sannleika, sem harð- stjórn kommúnista er ekki ífð skapi. Ef slíkí stjórnarfar ætti eftir að rikja hjer á landi stundinm lengur, þá væri því frelsi glat- að, sem verið hefur aflgjafi þjóð ar vorrar gegnum allar hennar dimmu aldir, og sá frjálshugtir sem einn getur alið íslenskn raenningu við brjóst þjóðarinn- ar. Hver sá maður, í hvaða stjett sem hann er, serri fylgir hktui austrænu kúgunarstefnu að mál- um, en þykist samtímis ver-a höllir íslenskri menningu, er andlegt viðrini, senv frjálshuga menn íyrirhta, og þjóðin get- ur ekki komist hjá að sýna full- kcmna lítilsvirðingu sína. flerfiráð kommún- ista. ÞJÓÐVILJINN birtir alllanga greinargerð með tillögum, sera eiga að heita að eigi að .vera ráðstafanir til þess að ráða nið- urlögura dýrííðarinnar óg tryggja rekstur útvegsins. En hver maður sjer, að tillrg- (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.