Morgunblaðið - 23.11.1947, Qupperneq 8
8
MORGUNtíLAÐIÐ
Sunnudagur 23. nóv. 1947
Skin og Skuggnr i 46 áru
læknisstorfi
um liðna
ÞANN 24. nóvember verður
Sigurmundur Sigurðsson hjer-
aðslæknir í Bolungarvík, sjö-
tugur.
Af því tilefni heimsótti jeg
„læknir“ eins og við köllum
hann í daglegu tali hjerna í
Bolungarvík og rabbaði við
hann stundarkorn
starfsæfi.
— Það er ekkert markvert
um um mig að segja, segir Sig-
urmundur. Jeg hefi stundað
mitt starf — ekki verið meðal
stærri spámannanna — og ekki
látið til mín taka.
— Það er nú ærið að stunda
sitt starf svona lengi eins og
þú hefir gert, segi jeg.
— Jú, satt er það, einkum
með tilliti til þess, að jeg hefi
þjónað erfiðum hjeruðum mest
an hluta starfstíma míns. En nú
síðan 1934, hefi jeg lifað í vel-
lystingum og næði — síðan jeg
kom hingað til Bolungarvíkur.
Enda væri það ómögulegt fyrir
svona gamlan mann eins og mig
að stunda erfið hjeruð.
— Það er öfugmæli — skýt
jeg inn í — að tala um þig sem
; gamlan, þótt árin sjeu sjötíu,
þegar útlitið og kraftarnir eru
í mesta lagi 50. En hvenær hófst
þú læknisstarf þitt?
— 1907. Svo það urðu 40 ár
í sumar er leið. Jeg byrjaði í
Þingeyrarhjeraði í Dýrafirði,
svo að útlit er fyrír, að jeg bæði
, og endi starfið á Vestfjörðúm.
— Já, ert þú ert annars Sunn-
lendingur?
— Já, Reykvíkingur, fæddur
' og uppalinn í Rvík. En föður-
ætt mín er hin svokallaða Kól-
■ beinsætt í Arnessýslu. En móð-
urættin er frá Bíldsfelli í Grafn
ingi. Bíldfellarnir í Ameríku
kenna sig við þá jörð. Bíldsfell
er landnámsjörð. Þorgrímur
Bíldur nam þar land og bjó í
Bíldsfelli eins og segir í Land-
námu. Jeg innritaðist í lærða
skólann í Rvík 1893 og varð stú
dent 1899. Var jeg fyrsta stú-
dentsárið mitt í Höfif. Heldur
leiddist mjer þar. Var þar ekki
nógu lengi til að una mjer. Svo
_ hjelt jeg áfram heima ok lauk
kandidatsprófi í ján. ’07. Var
síðan hálft ár á sjúkrahúsi í
Danmörku sem kandidat. Eft-
ir að jeg byrjaði starf mitt hefi
jeg tvisvar dvalið erlendis í
námserindum, fyrst 8 mánuði
1923, mest í Danrr.örku og aft-
ur, er jeg staríaði svipaðan
tíma í sjúkrahúsum 1925, einn-
ig í Danmörku.
Við þessar dvalir opnuðust
mjer augu fyrir því, hve mikið
æfingarstarf læknisstarfið er,
og hve ófullkominn undirbún-
ingur okkar kandid.atanna frá
þessum árum var á þessu sviði.
Það að vera góður læknir er
nfl. ekki eingongu guðs gjöf,
eins og jeg hef oft rekið mig á,
áð er útbreidd- trú meðal al-
mennings, heldur að mjög miklu
leyti undir æfingu komið, og
svo auðvitað þekkingu og áhuga
fyrir starfinu.
— Hvar varstu svo frá því
þú fórst frá Þingeyri og þangað
'til þú komst aftur til Vest-
fjarða.
— 1908 var mjer veitt Reyk-
dælahjerað í E.-Þingeyjar-
^sýslu. Var þar í 17 ár, og 7 ár
íí Laugarási í Árnessýslu. Eru
^þessi hjeruð bæði erfið sveita-
; hjeruð, mikið um ferðalög á
skíðum og hestbaki. Hafði jeg
bú á báðum stöðum.
Sigmundur Sigurðsson,
hjeraðslæknir í Bolungar-
vík — sjötugur
Það, er jeg fór eftir 17 ár úr
erfiðu sveitahjeraði Norðan-
lands í svipað hjerað sunn-
anlands, virðist m.ier sýna, að
jeg hefi verið og sje hneigður
fyrir sveitalíf. En þetta var afar
erfitt og mikið • á okkur lagt
kandidatana þá, að farsr svo að
segja "beint frá prófborðinu í
hjeruð, sem buðu upp á mikið
líkamlegt erfiði og auk þess all
ar þær miklu áhæggjur, sem
starfinu fylgja. Ungu mennirn-
ir nú, eru miklu betur undir
það búnir að byrja starf sitt á
eigin ábyrgð, það er svo miklu
meiri æfing og reynsla, er þeir
hafa öðlast nú en þá.
. Eftir 24 ára starf í þessum
hjeruðum var jeg orðinn afar
þreyttur. Var síðan rúm 2 ár í
Flatey á Breiðafirði þangað til
jeg kom hingað til Bolungar-
ur, og hjer hefi jeg náð mjer
algerlega og er jeg nú eftir 11
ára starf hjer — ja, eins og þú
sjerð. —
— Já, -— jeg er nú búinn að
lýsa því — eins og „fimtugur“
— svo þú hefir yngst um 7 ár
hjá Bolvíkingum.
— Já, hjerna má fást við
„praksis", meðan maður dreg-
ur andann.
— Hvað segir þ úalmennt um
starf ykkar hjeraðslæknanna
þessa 4 áratugi?
— Það er alt annað líf, sem
hjeraðslæknar eiga nú, en fyr-
ir 40 árum. Einkum er munur-
inn mikill í sveitahjeruðunum.
Nú eru víöast vegir — og bíla
hafa læknarnir — og í flestum
hjeruðunum eru góð hús. Að
vísu lenti jeg aldrei í slæmum
húsakynnum eftir þeirra tíma
mælikvarða og í snjóþungum
hjeruðum eru miklir erfiðleik-
ar á ferðalögum á vetrum nú
sem fyr. En gott er að hafa bíl-
ana, þegar hægt er að nota þá.
Því þótt gaman sje að fara á
hestbak til skemtunar, verður
það þreytandi til lengdar. Og
eitt, sem fylgir sveitahjeruð-
unum enn í dag, þótti mjer
hvimleitt. Það eru lyfjabúðirn-
ar, — að hafa lyfjabúðirnar
með læknisstarfinu. Að þurfa
að fara að búa til iyf, þegar
komið var úr þreytandi ferða-
lagi, — kannske yfir stórár —
það þótti mjer erfitt.
— Að praktisera í hjeraði
eins og Bolungavík nú, er allt
annað starf heldur en að gegna
sveitahjeráði fyrir fáeinum ára
tugum síðan. Þetta er að miklu
leyti stofustarf. Rjett eins og
praksins í Reykjavík. Aðeins að
fara út um þorpið öðru hvoru.
— Það fylgir læknisstarf-
inu, — heldur Sigurmundur á-
fram, — óvenjumikið af skini
og skuggum, lækr.irinn mætir
mikilli gleði og djúpri sorg. —
Dauðinn er oft á næstu grösum
í starfi okkar. Og engir opin-
berir starfsmenn koma eins
nærri einkalífi mann og við. —
Erfiðleikarnir, sem jeg sagði áð
an frá, og hver einasti sveita-
læknir átti og á við að stríða,
geta einnig haft sína kosti. Vel
gæti jeg t. d. trúað því, að jeg
sje svona unglegur eins og þú
sagðir, að jeg væri, vegna þess
ara erfiðleika, úr því að jeg bil-
aði ekki fyrir þeim. Erfiðleik-
arnir /stæla þróttinn. Það er
bjarta hliðin á erfiðleikunum.
— Að lokum eitt atriði, segi
jeg. Nú er allsstaðar húsnæð-
isvandræði. Einnig hjer í Bol-
ungavík. Læknishjeraðið á eng
an læknisbústað. Og landlækn-
ir segir, að enginn læknir komi
hingað, nema hægt sje að bjóða
honum í nýjan læknisbústað. —
Það er því alt útlit fyrir það,
að þú komist ekki frá starfi
þinu hjer, fyr en búið er að reisa
læknisbústaðinn.
— Já, þið mégið þá ekki vera
lengi að reisa bústaðinn, segir
hinn 70 ára læknir að lokum,
en Sigurmundur fekk lausn frá
embætti sínu frá og með-1. okt.
læknisstörfum árum sem sett-
s.l. Hann gegnir þó hjeraðs-
ur vegna beiðni landlæknis.
Sigurmundur hjeraðslæknir
kvæntist árið 1913, Önnu Egg-
ertsdóttur, Jockumssonar frá
Breiðumýri. Hún andaðist árið
1932.
Bolungavík 9 11. ’47.
A. V. T.
Fimm mínúlna krossgálan; [j'{ \ )æknÍS hendi
SKYRINGAR
Lárjett: — 1 langt — 6 haf
— 8 tvíhljóði — 10 drykkur —
11 vantar — 12 hvað — 13 röð
— 14 snjólaus — 16 drepa.
Lóðrjett: — 2 tónn — 3 goð
— 4 gelti — 5 trufla — 7 þurka
— 9 bættu við — 10 málmur
— 14 hljóðstafir — 15 eins.
Lausn á síðusíu krossgátu.
Lárjett: — 1 murta — 6 mjó
— 8 aa — 10 at — 11 krumlur
— 12 af — 13 ká — 14 S. í. S.
— 16 músin.
Lóðrjett: — 2 um — 3 rjóma
ís — 4 tó — 5 hakar — 7 strák
— 9 arf — 10 auk — 14 sú —
15 si.
Alþjóða versluiiar-
ráðstefna í Cuba
FULLTRÚAR frá 62 þjóðum
voru mættir í Havana í dag, er
alþjóða verslunarmálaráðstefn-
an var sett þar í borginni.
Forseti Cuba flutti ræðu við
þetta tækifæri, og sagði meðal
annars, að ef fulltrúunum tæk-
ist að koma sjer saman um al-
þjóða verslunarkerfi, kynni það
að koma stríðshættunni fyrir
kattarnef fyrir fullt og allt. —
Reuter.
Frakkland
Framh af bls l
Schuman kynni að háfa lokið
við myndun ráðuneytis síns um
miðnætti. Er þesr. vænst, að
Blum verði meðal hinna nýju
ráðherra, auk Paul Reynard,
sem þá væntanlega mundi fara
með efnahagsmál, og Georges
Bidault, sem halda mundi á-
fram sem utanríkisráðherra.
Reykjavíkurbrjef
(Framhald af bls. 7)
ur þessar eru ekki til annars en
að sýnast.
Kommúnistar þykjast sjá
bjargráð í því, að veita ríkis-
ábyrgðir og uppbætur á upp-
i bætur ofan af almanna f je. En
jafnframt á að minka tekjur
ríkissjóðs, með því að draga
stórlega úr tollum. Ekki er það
nefnt einu orði, hvernig afla
eigi tekna í ríkissjóðinn í stað-
inn fyrir tollana, sem fella á
niður. En fsagt að ráð til þess
muni verða fundin seinna.
Þá þykjast kommúnistar vilja
lækka tilkostnað útgerðarinnar.
^ En raunhájfar ráðstafanir við-1
I víkjandi þeim tilkostnaði hafa
ekki heyrst frá þeim, aðrar en
, þær, að þeim þykir mikils
í um vert að hækka nú kaup
þeirra manna, sem að viðgerð-
um skipanna vinna.
Nokkrar leiðir tala þeir um í
„tillögum“ sínum, sem þeir telja !
að eigi að lækka tilkostnaðinn j
við rekstur útgerðarinnar. En1
frekar myndu þær ráðstafanir
kommúnista verða til þess að
hækka tilkostnaðinn, eins og t.
d. ef sett yrði upp allsherjar
landsverslunarbákn. Slík einok-
unarófreskja myndi stórlega
hækka vöruverðið í landinu.
Yfirleitt má segja um þessar
tillögur kommúnista, að þær
eru gerðar til þess að sýnast, og
ekki til annars,.eins og eðlilegt
er.
Eina raunnæfa gagnið af þeim
sem til greina getur komið er
að framleiðsla þeirra yki at-
vinnu einhverra prentara, við
að koma prentsvertu þeirra á
pappír.
I Kensla — Húshjáfp I
; Eitt eða tvö herbergi og i
| eldhús eða aðgangur að \
! eldhúsi óskast hið allra i
i fyrsta fyrir barnlaus hjón. i
i Kensla fyrir byrjendur í i
= bókfærslu og ensku getur i
i komið til greina og hús- !
! hjálp ef óskað er. — Til- i
i þoðum sje skilað á afgr. i
1 blaðsins merkt: „Kensla i
I — Húshjálp —640“ fyrir j
i briðjudagskvöld.
HUMIMIIIIIIIlllllllllllllllllllliilimilllllllllliilllliiiiiiliiii
KUNN, amerísk skáldsaga, sem
náð hefur óvenjulegri sölu og út
breiðslu í Ameríku og einnig í
Evrópu, er nýkomin út á ís-
lensku á vegum Draupnisútgáf-
unnar. Það er Líf í læknis hendi
eftir Frank G. Slaughter, ungan
lækni, sem nú er orðinn kunnur
rithöfundur. Andries Kristjáns-
son hefur snúið sögunni á ís-
lensku.
Saga þessi er talsvert kunn
hjer á landi í dönsku þýðing-
unni, en á því máli ber hún
nafnið „Ingen maa dö“. — Mun
hún hafa öðlast einróma vin-
sældir þeirra, er hana hafa lesið,
enda hefur sú hvarvetna orðið
raunin. Aðalsöguhctjan er ung-
ur, 'gáfaður læknir, sem lítur
stórt á köllun sína og lífsstarf,
en á í höggi við meðalmennsku,
þröngsýni og klíkuskap ýmissa
stjettarbræðra sinna. Greinir
sagan frá vonbrigðum hans og
sigrum, hörmum og hamingju,
en aðalvettvangur hennar eru
sjúkrahús og lækningastofur. —
Inn í aðalefni sögunnar er svo
haglega fljettuð fögUr og hug-
ljúf ástarsaga.
Líf í læknishendi er 9. sagan
í skáldsagnaflokknum Draupnis
sögur. — Hún er með stærstu
skáldsögum, sem hjer hafa kom
ið út og útgáfa hennar mjög
myndarleg og vönduð.
— Meða! annara orða
Framh. af bls. 6
hluta á þingi, munu yfirleitt
vera nýjum hömlum andvígir.
FANGABUÐIR
Af öðrum frjettum vikunnar
er sjálfsagt frásögn Schumach
ers, jafnaðármannsins þýska,
um hernámssvæði Rússa hvað
eftirtektarverðust. Upplýsingar
um ástandið þarna geta að vísu
ekki talist til ,,stórfregna“,
enda löngu vitað að tugþúsund
ir Þjóðverja hafa flúið yfirgang
rússnesku stjórnarvaldanna, en
fangabúðir eru nú einu sinni
altaf fangabúðir, og svo slæmt
orð fengu þær á sig á dögum
nasista, að almenningur hefur
rjettilega fengið hina mestu ó-
beit á þessum fjöldafangelsum.
Svo mun þó ekki með Rússa —
þeir eru orðnir þeim æði van-
ir, og sjálfsagt óhætt að full-
yrða, að þeir sjeu engu óvan-
ari rekstri þeirra en Þjóðverj-
ar á sínum tíma.
EINRÆÐISHERRUM
ÓMISSANDI
Schumacher, sem nú er stadd
ur i Svíþjóð, tjáði frjettamönn-
um þar, að gömlu fangabúðirn
ar á rússneska hernámssvæðinu
væru yfirfullar og unnið væri
af kappi við að reisa nýjar.
Og það er nú einu sinni stað-
reynd, að fangabúðir fylgja
einræðisstjórnum eins og komm
únisminn upplausnarástandinu,
og þótt Hitler hafi gert Stalin
margan grikkinn um dagana,
getur einræðisherrann í Kreml
in þó verið honum þakklátur
fyrii nokkuð af húsakostinum,
sem hinn þýski starfsbróðir
hans hpfur látið honum eftir.
Samningar takast.
London. —■ Camninníát hafa tekist
í öllum aðalatriðum milli sámninga
nefnda Breta og Portiígala, en
þeir bafa undanfarði sitið á við-
skiptaráðstefnu í Lissafcon.