Morgunblaðið - 26.11.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. nóv. 1947
Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands. ,
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 Sura með Lesbók.
_——————
Verkfall
járniðnaðarmanna
UM ÞAÐ ríkir áreiðanlega enginn ágreiningur hjer í Reykja-
vík að bygging eimtúrbínustöðvarinnar við Elliðaár sje ein
þarflegasta framkvæmd, sem nú er á döfinni í bænum. Hinn
öri vöxtur Reykjavíkur hefur þrátt fyrir stórfeldar vatns-
virkjanir skapað mjög aukna raforkuþörf. En einnig af ann-
ari ástæðu er bygging stöðvarinnar nauðsynleg. Áformað
er, að hún verði tengd hitaveitunni á þann hátt, að í henni
. verði heita vatnið hitað upp í suðumark og bannig skapað
mikið aukið öryggi í hitun húsa í bænum. Það er t. d. full-
víst, að í kuldakastinu undanfarið hefði hitaveitan algerlega
fullnægt hitaþörfinni, ef eimtúrbínustöðin hefði verið tekin
til starfa. „
Það er þessvegna mjög illa farið að vinna við þetta nauð-
synlega mannvirki skuli nú um margar vikur hafa legið
niðri. En hvernig stendur á því og hverjir bera ábyrgðina
á því? Reykvíkingar eiga rjett á að vita það, vegna þess, að
það er að verulegu leyti orsök þess, að þá skortir nú raforku
og hita og bíða við það ýmiskonar óþægindi.
Þegar járnsmiðaverkfallið hófst um miðjan október stöðv-
aðist öll vinna við varastöðina, en þá var eftir 4—5 vikna
járnsmíðavinna. Hefði verkfallið ekki skollið á, væri stöðin
nú um það bil að taka til starfa, einmitt þegar hennar er
mest þörf.
Borgarstjóri hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá
undanþágu frá verkfallinu, svo að vinna gæti haldið áfram
við varastöðina. Fyrst fór hann fram á það við aðilja að þeir
veittu undanþágu á þeim grundvelli að greitt yrði það sama
og áður var, í bili, en bærinn lofaði að gera kaupgjaldið síðan
upp á þeim grundvelli, sem samningar næðust síðar á milli
aðilja deilunnar.
Járnsmiðirnir svcruðu þessari málaleitan neitandi. Smiðj-
urnar tjáðu sig reiðubúnar til þess að ganga að þvi, en settu
hinsvegar skilyrði, sem ekki var á valdi bæjarins að full-
nægja.
S.l. laugardag hjelt fjelag járnsmiðameistara fund og gerði
bænum það tilboð að halda áfram og ljúka vinnu við vara-
stöðina, án álagningar, í þeirri von að slíkt yrði aðgengilegra
fyrir járnsmiðina. Borogarstjóri átti þá þegar fundi með
stjórn fjelags járniðnaðarmanna og fór fram á, að járn-
smiðir leyfðu vinnu við varastöðina.
Eins og kunnugt er, er krafa jámiðnaðarmanna sú, að
grunnkaup þeirra á viku hækki úr 158 krónum í grunnlaun
í 170 krónur. En allar samkomulags- og málamiðlunartil-
raunir hafa strandað á því að járnsmiðir neita að hvika í
nokkru frá ítrustu kröfum sínum.
Frá þeirra hendi er það ófrávíkjanlegt skilyrði að bærinn
greiði það kaup, sem þeir hafa krafist, 170 krónur á viku í
grunnlaun.
Blað konnmúnista, Þjóðviljinn, heldur þvi fram að það sje
bæjarstjórnarmeirihlutinn, sem hafi stöðvað vinnu við vara-
stöðina og að hjá honum vanti allan vilja til þess að sem'ja
við járnsmiðina. Tilraunir borgarstjóra til þess að miðla
málum, sýna og sanna það gagnstæða. Það lýsir litlum sam-
komulagsvilja að taka öllum sáttaumleítunum með því einu
að berja í borðið og krefjast þess að fyllstu kröfur sjeu tekn-
ar til greina. Á slíkum grundvelli eru ekki miklar líkur til
að lausn finnist í þessu deilumáli. Málið stendur þá þannig,
að borgarstjóri hefur reynt hverja málamiðlunina á fætur
annari, en ekkert orðið ágengt. Vinnan við varastöðina ligg-
ur niðri og bæjarbúa vantar aukið rafmagn og heitara vatn
til þess að lýsa og hita híbýli sín. En kommúnistar halda
áfram að vinna gegn því, að sættir takist í deilunni. Það er
þeirra leikur. En hversu lengi tekst þeim að leika brögð sín?
Almenningur í bænum sjer, hvað er að gerast, það mega
, foringjar kommúnista vera fullvissir um. Þeir geta einnig
, verið vissir um annað, það, að Reykvíkingar munu næst
þegar tækifæri gefst, launa þessa skemmdarstarfsemi gagn-
vart bæjarfjelagi þeirra á þann hátt, sem verðugur er.
verfí
ÚR DAGLEGA LÍFINU
í kirkju.
ÞAÐ VERÐUR víst ekki sagt
um Reykvíkinga almennt að
þeir sjeu kirkjuræknir menn.
Ef beir væri það myndu kirkj-
urnar okkar vera altof litlar
fyrir jafnstóran bæ og Reykja-
vík er. En það er víst svo, að
margir höfuðstaðarbúar koma
ekki nema tvisvar á ævinni í
guðshús, þegar þeir eru fermdir
og begar þeir kveðja mannlífið
í hinsta sinni.
En þeir, sem aldrei fara til
guðsþjónustu vita ekki af því,
að það er stór hópur borgar-
anna, sem sækjir kirkjurnar á
hverjum sunnudegi og öðrum
helgidögum og sækja þangað
styrk og staðfestu.
•
Ungt fýlk og gamalt.
YFIRLEITT mun það stafa af
kæruleysi fyrir trúmálum, að
menn sækja ekki kirkjurnar.
Aðrir láta sjer nægja að hlusta
á útvarpsmessur, sem þó aldrei
verða nema skuggi af sjálfum
guðsþjónustunum og eru ekki
nema fyrir sjúka og gamla og
loks eru hinir, sem halda að
það sje ekki lengur fínt, að
fara í kirkju.
Síðasti hópurinn yrði forviða
að koma í kirkju og sjá söfn-
uðinn. Því þar er ungt fólk og
gamalt, virðulegir borgarar og
menri, sem enginn veit hvaðan
koma. Fyrir guði eru allir
jafnir.
Truflanir í guðs-
húsum.
ÞEIR, SEM EINGÖNGU
hlusta á útvarpsmessur gætu
haldið, að söfnuðurinn væri
ekki annað en kvefaðir vesa-
lingar, sem helst ættu að vera
heima hjá sjer. Hóstakjöltið og
ræskingarnar yfirgnæfa stund-
um orð prestsins í útvarpinu.
En bað er nú svo að með fleiri
samkomur hjer á landi, því það
er eins og fólk haldi, að það
sje skylda að ræskja sig og
kræmta og snýta sjer duglega á
meðan það hlustar á ræður.
En hóstinn er ekki versta
truflunin í kirkjunum heldur
rápið og óstundvísin. Það er
eins og mikill hluti kirkjugesta
við hverja einustu messu hjer
í bænum hafi ekki ákveðið að
fara í kirkju fyr en langt var
liðið á messutímann.
•
Og loks blessuð
börnin . . .
LOKS ER ÞAÐ einn siður,
sem .truflar mjög messur hjer
og það er, að koma með ung
börn í kirkju, sem ekki vita
hvað fram fer. Venjan er sú, að
þegar komið er fram í miðja
messuna fara blessuð litlu börn
in að ókyrrast.
Það er fallegur siður að
venja börnin á að sækja guðs-
þjónustur. en hvorki börnunum
nje neinum öðrum er greiði
gerður með því að fara með ung
börn í guðshús, sem ekkert vita
hvað fram fer.
En þessu eiga prestarnir bágt
með að amast við, því sagði
ekki sjálfur meistarinn: ,,Leyf-
ið börnunum að koma til
mín . . . “
Vinsæl nýjung.
BÓKMENTAKYNNING Helga
fellsútgáfunnar á sunnudögum
hefir farið vel af stað og er vin-
sæl nýjung. Helgafell fær bestu
listamenn þjóðarinnar til þess
að lesa upp úr sínum eigin verk
um og annara. Flestir höfðu
víst haldið, að upplestrar í sam
komuhúsum væru búnir að
vera og heyrðu fortíðinni til.
eftir að útvarpið kom á hvert
heimili.
En nú hefir reynslan sýnt
annað, því fáar skemtanir, að
kvikmyndunum undanteknum,
eru eins vinsælar, eins og bók-
mentakynning Helgafells í Aust
urbæjarbíó í sunnudögum.
Því var spáð hjer í dálkun-
um, er bókmentakynningin
byriaði að hún myndi verða
vinsæl og það hefir reynst
rjett.
Það er menningarauki að
þessu fyrir bæjarfjelagið.
•
Undirbúningur undir
Hekluferðir,
MÖNNUM ER ráðlagt að búa
sig vel undir Hekluferðir — og
ekki veitir af, að minna menn
á slíkt. En það vill svo vel til
að síðustu vikurnar hafa menn
getað æft sig vel að að ganga
á hrauni hjer í bænum.
Borið hefir verið ofaní ýms-
ar götur stórgrýtishraun og yf-
ir þetta verða menn að klöngr-
ast, ef þeir vilja komast leiðar
sinnar. Hraunið hefir ávalt þótt
ófjetis ofaníburður. Jafnvel
þegar það var smámulið, hvað
þá nú þegar stórir hnullungar
fylgia með.
Og þó það sje gott fyrir þá,
sem ætla að ganga í Hekluhraun
að æfa sig á þessum ofaníburði
á Reykjavíkurgötum, þá er það
ekki eins holt fyrir skófatnað
manna, sem ekki er of mikið
af um þessar mundir.
•
Margir sárfættir.
ANNARS ER ÞAÐ vandamál
út af fyrir sig hvernig menn
eiga að bjarga sjer með skófatn
að. Karlmannsskór eru ekki til,
þótt boðið sje rauðagull og
skömtunarseðill í ofanálag.
Um jólaskó fyrir karlmenn-
ina verður víst ekki að ræða og
hætt við að margir verði orðn-
ir sárfættir áður en skórnir
koma, ef ekkert verður að gert.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
--- j Ejtir g. /. A. |-— -----—-—------
Fundur utanríkisráðherra ijórveldanna
ÝMSIR telja, að ráðstefna
utanríkisráðherra fjórveldanna,
sem hófst í London í gær,
kunni að ráða úrslitum um það,
hvort rofni með öllu samvinna
Rússa og vestrænu lýðveld-
anna. Ósamkomulag er nú um
svo mörg og stór mál, að við
það verður vart búið öllu leng-
ur, enda haldið fram, að Mar-
shall utanríkisráðherra hafi
farið til London staðráðinn í
því að láta til skarar skríða að
þessu sinni —1 að krefjast þess
að lögð verði á það öll áhersla
að ákvörðun verði tekin í stór-
málum eins og t. d. friðarsamn
ingunum við Austurríki.
• •
Austurísku
samningarnir.
Annar eru hinir væntanlegu
samningar við Austurríki aðal-
ágreiningsefni Rússa annars-
végar og Frakka, Breta og
Bandaríkjamanna hinsvegar.
I Vilja þeir.síðarnefndu, að samn
ingarnir gangi fyrir öðrum
I málum á utanríkisráðherrafund
inum, en Rússar vilja ræða þá
síðast allra mála.
• •
Vilja ekki fara.
Afstaða Rússa til málsins er
ákaflega ljós. Þeir kæra sig
ekki hót um að flytja her sinn
frá Austurríki og meðan ekki
er gengið frá samningum við
Austurríkismenn, geta rúss-
nesku hermennirnir látið eins
og beir vilja í landinu.
• •
Óvinsældir.
Mjög er þó vafasamt, hvort
það sie yfirvöldunum i Moskvu
Hann vill ekki samninga við
Austurríki
i hag að hafa hermenn sína í
Austurríki. Austræna „lýðræð-
ishreyfingin" hefir ekki náð til
landsins, og kommúnistar eru
þar ákaflega áhrifalitlir. Hefir
það síst hjálpað þeim, hversu
Rússar eru óvinsælir í landinu,
en framkoma þeirra öll' hefir
verið á þann veg, að langt er
frá því að Austurríkismenn
hafi orðið hrifnir af stjórnar-
háttum -Moskvumanna.
Tveir heimar?
Hvort Marshall, Bevin og
Bidault fá því framgengt í
London, að austurrísku samn-
ingarnir verði teknir til am-
ræðu, er enn með öllu óvíst. Á
fundum fulltrúa utanríkisráð-
herranna lögðust Rússar ein-
dremð gegn þessu. og ekki er
líklegt að Molotov gefi sig fyr
en í fulla hnefana. En fundur-
inn, sem nú er hafinn, getur þó
haft ákaflega mikilsverðar af-
leiðingar — hann ætti að
minsta kosti að sýna það í eitt
skifti fyrir öll, hvort sam-
vinnudögum störveldanna er
með öllu lokið; hvort þessi skift
j ing verahlorinnar í tvo heima,
| eins og altaf er verið að tala
1 um, sje orðin að raunveruleika.