Morgunblaðið - 06.12.1947, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.1947, Page 1
ALT í BÁLI MILLI ARABA OC GYÐIIMGA Verklýðsfjelögin fara fram Rob8rf á aðstoð Frakklandsforsta París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FORSETI Frakklands Vincent Auriol talaði í kvöld við leiðtoga kommúnista og sósíalista til þess að reyna að enda verkfallið. Formenn nefndanna voru Benoit Frachon og Leon Jouhaux og eru þeir aðalritarar verkamannasambandsins. Þeir sögðust hafa krafist viðtals við íorsetan vegna neyðarfrumvarps þess, sem nú er fyrir þinginu. Fóru þeir fram á að Auriol forseti skærist í leikinn til þess að stöðva framgang frumvarpsins, sem fjallar um aukin völd til þess að stemma stigu við verkfölium og skemdar- verkum. Kommúnistar neita ábyrgð. Nefndin lýsti yfir að hún talaði fyrir munn allra verka- manna, sem væru aðeins að krefjast rjettar síns og að þeir hefðu djúpa virðingu fyrir þeim verkamönnum sem fjellu fyrir máli sínu í borginni Valence, um leið og þeir neituðu allri ábyrgð á verkum þessum. Ræðu De Gaulle hershöfðingja aflýst. Fregnir frá St. Etienne herma að um 2000 hermenn væru á leiðinni þangað til þess að koma á reglu en þar hafa verkfalls- menn lagt undir sig járnbraut- arstöðina og nokkrar opinberar byggingar og var allróstursamt þar. Blaðið Francc Soir skýrði frá því að stáliðnsðarhverfin í Mið-Frakklandi væru svo til alveg í höndum verkfallsmanna De Gaulle heTshöfðingi átti að halda ræðu í St. Etienne en 30 mín. seinna var tilkynnt að henni væri aflýst. Engin skýr- ing var gefin. vsirainanna- fl London í gærkveldi. ÚRSLIT eru nú kunn í auka- kosningum þeim, sem fram fóru í einu kjördæmanna í Surrey, Bretlandi, í gær Sigraði fram- bjóðandi íhaldsmnnna, og hlaut 16,000 atkvæðum meira en fram bjóðandi verklýðsflokksins. í þingkosningunum 1945 hlutu íhaldsmenn aðeins 6,000 fleiri atkvæði en varklýðsflokk- urinn. — Reuter. D -n JfílorgtmHaíiid MORGUNBLADIÐ er 12 síður í dag og fylgir Les- bók því. Ilún verður því ekki með sunnudagsblað- inu, þó hún beri dagsetn- ingu sunnudagsins. _ Jt. semia Moskva '< gærkveldi. FYRSTI fundur milli við- skiptanefndarinna’- og fulltrúa Rússa hófst í dag, nokkrum tím um eftir að breska sendinefnd- in kom hingað loftleiðis. For- maður nefndarinnar er Harold Wilson fonnaður verslunarmála ráðuneytisins breska. Á morg- un er búist við að sænsk versl- unarnefnd komi, og eru þá fimm erlendar verslunarnefnd- ir í Moskva. Wilson mun fara aftur til Englands fyrri part- inn í næstu viku. — P.euter. Robert Sehuman, forsætisráð- herra Frakklands, sem á í ströngu stríði við kommúnista, sem vilja koma á öngþveiti í Fiakklandi. Sehuman hefir feng ið samþykkt í þinginu margs- konar lög til að koma í veg fyr- ir skemdarverk kommúnista. Hasisfa désnarar dæmdír NÚRNBERG: — Franz Schlegel- berger, nasistadómari, og tveir aðrir háttsettir þýskir lögfræð- ingar, hafa verið fundnir sekir um stríðsglæpi og eru líkur til þess að þeir hljóti dauðadóm. Brelar halda výnlngu 951 London í gærkveldi. ÁRIÐ 1951, verður haldin geysimikil hátíð í Bretlandi. verða þar sýnd áhrif og afrek Breta á sviðum vísinda, lista og bókmenta og mörgu fle.ira, Sýn ing þessi er haldin í tilefni af því, að nú eru 100 ár liðin síð- an fyrsta sýning af slíku tægi var haldin. Allt sem viðkemur iðnaði, tækni, samgöngum, kvikmyndum, leiklist, mynd- list, fornum og nýjum bók- mentum, byggingalist fornri og nýrri og svo samgöngutækjum verður á sýningu þessari. —Reuter. □- -□ Norðmenn samþykkja frjálsíþróttakeppni við Island SVAR HEFUR nú borist frá frjálsíþróttasambandinu norska úm væntanlega milliríkjakeppni, Noregur—Isand, í frjálsum íþrótt- um. Samþykkja Norðmenn að keppni þessi fari fram í Reykjavík dagana 26. og 27. júní næsta sumar. Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ, skýrði blaðinu frá þessu í gær, er það átti tal við hann. Ófriðvænlegar horfur í Palestínu — Arabar og Gyðingar safna liði Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STÖÐUGAR frjettir berast um uppþot og óeirðir, frá ýmsum borgum í Arabalöndunum og Palestínu, vegna skiptingarinnar. Frá borginni Aden, þar sem 14 Gyðingar og 20 Arabar hafa verið drepnir í síðustu viku, hefur orðið að senda tvær herdeildir til þess að jialda reglu. Hafa þegar um 120 manns verið handteknir en um 900 Gyðingar eru undir hervernd til öryggis. Um það bil ló, af eignum Gyðinga þar í borg hefur verið eyðilagðar. Rússlandi Washington í gær. LOVETT, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandarhqanna, skýrði frá því í gær að allt benti til þess, að kaupæði hafi gripið almenning í Russlandi. Hafa borist fregnir af því, að fólk þyrpist svo í verslanir í Moskva og viðar, að yfirvöidin hafi sjeð sig tilneydd til að loka sumum þeirra. Er talið líklegt, að skipti á mynt sjeu í vændum í Rúss- landi. Lovett skýrði að lokum frá því, að sendiráð Bandaríkjanna í Moskva hefði fengið fyrirmæli um að kynna sjer þetta mál nánar. •—- Reuter, 20.5 mlli. laun \ Er þetta fyrsta milliríkja-* keppni íslands í frjálsum í- þróttum, og fer vel á því, að hún skuli einmitt vera við Norð menn. Er það enn betri stað- festing en áður á hinni nánu íþróttasamvinnu, sem orðin er á milli þessara tveggja frænd- þjóða. Þar að auki hafa íslensk- ir frjálsíþróttamenn tvisvar heimsótt Noreg að styrjöldinni lokinni, og gefst c-kkur nú tæki færi til að endurgjalda þær frá- bæru móttökur, sem þeir hafa fengið. Keppt verður alis í 15 grein- um og' eru þær þessar: 100 m. hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 1500 m hlaup, 5000 m lilaup, 110 m grindahlaup, 4x100 m boð- hlaup, 1000 m boðhlaup, há- stökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og.spjót- kast. — Þorbjörn ÞAÐ er talið, að í Frakklandi sje tala launþega 20,500,000. Um 5,800,000 eru fjelagsbundnir í aðal verklýðssambandi lands- ins, sem er stjórnað af komm- únistum (Confederation Gén- érale du Travail). í vikunni sem ieið var talið að 1,500,000 verkamenn í Frakk landi væri frá vinnu og voru þeir fléstir meðlimir CGT. Þeir, sem vilja fylgjast með alþjóðamálum telja ekki nokk- urn vafa á, að tilgangur komm- únista með verkföllum og óeirð um í Frakklandi sje að reyna að hindra endurreisn landsins og að Marshall-tillögurnar komi að haldi, en um hjálp Bandaríkjamanna til viðreisn- ar Evrópuþjóðum, ljet Andrei Z. Zhdanov, meðlimur Polit- skrifstofunnar og ,,faðir“ komm únistabandalagsins nýja svo um mælt: „Ráðstjórnarríkin m«nu gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra að Marshall-áætlunin verði að veruleika.“ Skýr lína það, sem kommún- istar um allan heim fylgja dyggi lega. Sprenging í Manshieh Frá Jerúsalem berast fregnir um að enn sje barist milli Tel Aviv og Jaffa, og í dag varð stórkostieg sprenging í Mans- hieh hverfinu og varð þegar að setja á algjört umferðarbann. — Ekki er kunnugt um slys. Lögreglan berst í morgun var einn Gyðingur drepinn og þrír særðir þegar lög reglan skaut á árásarmenn sem grunur leikur á að hafi verið Gyðingar. Gyðingar í Telaviv, sögðu mikla skothríð í hverfinu þar sem fyrvérandi hermenn hafa búið um sig. I öðru borgar- hverfi var einn Gyðingur drep- inn, þegar Arabar rjeðust á þá. Borgir hervígi í Haifa var einn Arabi drep- inn, þegar sprengju var varpað inn 1 bílskúr, og einn Gyðingur drepinn þegar óþektur maður skaut hann niður við vinnu sína. Fregnir frá norður Palestínu herma að borgirnar Nablus Tul- karm og Jenin sjeu eins og her- vígi. Aliar samgöngur frá og til Jerúsalem frá kvöldi til morg- uns eru bannaðar, til þess að koma í veg fyrir vandræði milli Gyðinga og Araba. Breskir her- menn standa vörð um alla borg- ina. Samtök Gyðinga Gyðingar í Jóhannesborg, Suð ur Afríku, segja að þeir sjeu til- búnir að veita Palestínu Gyðing- um hjálp, ef til alvarlegra átaka kemur. Frá gervöllum Moslem- heiminum berast fregnir um samtök gegn ákvörðun S. þ. um að skipta Palestínu. Samtök Múhameðstrúarmanna Muftinn af Irak hefur skipað hverjum Múhameðstrúarmanni sem fær sje um að bera vopn að berjast gegn skiptingunni. — 20 þús. Egyptar mynduðu með sjer flokk sem mun berjast gegn skiptingunni. Var flokknum heit ið 42% fjárhagslegur stuðning- ur egipsku stjórninni. Einkaritari Göbbels dæmdur LUDWIGSBURG: Lucy Kammer fyrverandi einkaritari Göbbels, | hefur verið dæmdur i 33 mán- I aða fangelsi fyrir ýmsa glæpi, sem hann vann í starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.