Morgunblaðið - 06.12.1947, Qupperneq 5
Laugardagur 6- des. 1947
MORGUNBL4ÐIÐ
Prentsmiðja Austurlands h.f„ Seyðisfirði,
ssra sesidi frá sjer fyrsfu bák síua 10. nóvember 1946, hefw gefiö úf effirfaldar bækur:
SANNAR DRAUGASÖCUR
eftir heimskunna dulspekinginn „Cheiro“ (Louis Hamon, greifa). 1 bók þess-
ari eru færð fram sterkari rök fyrir persónulegu framhaldslífi, en í flestum
öðrum bókum. — Verð kr. 20,00 heft, kr. 32,00 í góðu bandi.
SANNAR KYNJASÖGUR
eftir sama höfund. í bók þessari segir frá mörgum merkilegum og ótrúleg-
um fyrirbærum og leggur höfundurinn heiður sinn í veð fyrir að í'jett sje
frá skýrt.
Allir alvarlega hugsandi menn og þeir, sem hafa yndi af dulspekilegum
fræðum verða að lesa bækur þessar. — Verð kr. 30,00 heft, kr. 42,00 í
góðu bandi.
UM DÁIÆIÐSLU
eftir þekktasta dáleiðslulækni Englendinga á þessari öld, Alexander Erskine.
Bók þessi er stórfengleg og segir í henni frá lækningum höfundarins á
margskonar sjúkdómum, sem aðrir læknar höfðu gengið frá. Bók þessi gefur
fjölda manna, sem þjáist af taugaveiklun og margskonar öðrum sjúkdómum,
t.d. ofnæmi fyrir áfengi, von um bata, sem ekki verður sótt til annara lækn-
ingaaðferða. — Verð kr. 16,00 heft, kr. 22,00 í góðu bandi.
Þessi bók œtti aö vera til á hverju heimili.
„ÞRENNINGIN“
mjög skemmtileg skáldsaga eftir enska skáldið heimsfræga E. Philip Oppen-
heim, sem Englendingar nefndu „The Prince of Storytellers". Gerist hún í
Monte Carlo og segir frá ýmsum ævintýrum, sem ameríski milljónamæring-
urinn Billingham lendir í, ásamt fátækum frönskum markgreifa og bróður-
dóttur hans.
, „TVÍFARINN“
eftir sama höfund. Sagan segir frá enskum og þýskum aðalsmönnum, sem
voru svo líkir að þeir þekktust ekki að og f jallar um ástir, njósnir og morð.
„HIMNASTIGINN“
eftir sama höfund. Sagan segir frá enskum kaupsýslumanni, sem varð gjald-
þrota á því að leggja fje í olíufjelag með bróður sínum. Síðar fannst olía í
landareign þeirra og verða þeir þá stórríkir. Vildu þá margir verða vinir
hans, sem ekki höfðu hirt um það fyr og margar tilraunir gerðar til þess að
ná hlutdeild í auðnum og ekki allar sem heiðarlegastar. Kemur þar fram
fjöldi manna, sem lýst er með hinni mestu snilld og er fljettað ástarsögu inn
í frásögnina.
Hver þessara bóka kostar kr. 20 heft og kr. 28 í bandi.
„VÍKINGURINN“
eftir ítalska skáldið heimsfræga Rafael Sabatini, sem nefndur hefur verið
„Dumas vorra tíma“. Sabatini er sagnfræðingur að menntun og hafa sagn-
fræðilegar skáldsögur hans notið mikillar lýðhylli um öll lönd og verið gefnar
út í milljónum eintaka.
Bókin er þýad af Jóni sál. Björnssyni, skáldi.
„SÆGAMMURINN“
eftir sama höfund í þýðingu Axels Thorsteinsson, skálds.
„í IIYLLl KONUNGS“
eftir sama höfund í þýðingu Sigurðar Arngrímssonar fyrv. rilstjóra.
„LEIKSOPPUR ÖRLAGANNA“
eftir sama höfund í þýðingu Sigurðar Björgúlfssonar, ritstjóra.
„Víkingurinn" og „Sægammurinn" hafa komið út áður, en „í hylli konungs"
og „Leiksoppur örlaganna" eru þýddar í fyrsta sinn,
Ef Esja fer aðra ferð austur koma einnig út fyrir jól „Drabbari“ og „Ævin-
týraprinsinn“ eftir sama höfund í þýðingu Árna Óla, rithöfundar.
Bækur þessar hver fyrir sig kosta kr. 25,00. Hægt er fá þær í alrexinbandi
með ekta gyllingu, ef þær eru keyptar allar og kosta þá aðeins kr. 32,00 bókin.
Það er óþarfi að mœla með bókum Sabatini.
„HIRÐINGJARNIR í HÁSKADAL“
eftir Charles E. Barnes er mjög spennandi reyfari, sem fjallar um svik,
morð og bardaga, í þýðingu Sigurðar Björgólfssonar. — Verð kr. 12,50.
JASSSTJÖRNUR.
Æfiþættir þekktustu manna á sviði ,,jass‘‘-hljómlistar, með myndum. Nauð-
synleg handbók öllum ,jass“-unnendum. — Verð kr. 10,00.
7-8-9 KNOCK OUT.
Saga keppninnar um heimsmeistaratitil í „boxi“, þungavígt. Nauðsynleg
bók öllum íþróttamönnum.
Tilvalin jólagjöf lianda drengjum, — Fjöldi mynda. — Verð kr. 25.00.
„LÍF OG LEIKUR“ eða „SGUGGI FORTÍÐARINNAR“
eítir stórskáldið enska W. Somerset Maugham. Bók þessi er af rr.örgum
talin besta bók hans, enda mun hún vinsælust af bókum hans. Bókin hefur
hlotið ágæta ritdóma í stórblöðum heimsins, og er prýðilega þýdd af Skúla
Bjarkan.
í þessari bók er verulegur skáldskapur, en hún hefur selst minna en vonir
stóðu til, að því er einn bóksalinn hjer segir, af því, að „bókin er of góð“.
Bókin kostar kr. 25 heft, og kr. 32,00 í bandi.
Það þarf enginn að skammast sín fyrir að gefa liana í jólagjöf.
„ÚRVALS ÁSTARSÖGUR 1“
í þessum bókaflokki er áformað að gefa út úrvalssögur heimfrægra höfunda.
Fyrsta bókin er komin út og er í henni sagan „Fyrstu ástiV', eftir rússneska
stórskáldið Ivan Turgenev.
Þýðingu hefur annast Theodór Árnason. — Kostar heft kr. 10,00.
„ÚRVALS NJÖSNARASÖGUR 1“
í þessum bókaflokki verða á sama hátt gefnar út úrvals njósnasögur eftir
heimsfræga höfunda. — í þessu hefti eru sögurnar: „Landráöamaðurinn“,
eftir W. Somerset Maugham, og „BrjefadúfnamaGurinn“, eftir Valentine
Williams. Bókin er þýdd af Sigurði Björgólfssyni. — Verð kr. 10,00.
„ÚRVALS LEYNILÖGREGLUSÖGUR“
eftir heimsfræga höfunda. Fyrsta hefti í þessum bókaflokki kemur í bóka-
búðirnar þegar Esja kemur næst að austan og verður þá nánara auglýst.
„BÓKASAFN BARNANNA“
f þessum bókaflokki koma út ýms ævintýri handa börnum og mun hver bók
ekki kosta yfir kr. 3,00. — 10 fyrstu bækurnar koma með Esju að austan
næst og verða þá auglýstar nánar.
„EINKALÍF NAPÓLEONS“
eftir Octave Aubry í snilldarþýðingu Magnúsar Magnússonar, ritstjóra. —
Ilöfundur bókarinnar varð heimsfrægur fyrir að rita hana, enda bregður hún
nýju Ijósi yfir Napoleon keisara þannig, að hann verður mennskarí maður í
huga manns eftir lesturinn, en fyrir. Bókin er 400 síður að stærð í stóru
broti, prýdd fjölda mynda og kostar kr. 48,00 heft, en kr. 65,001 rexinbandi
og kr. 85,00 í skinnbandi.
Bók þessi átti að vera jólabók forlagsins í fyrra, en varð svo síðbúin að hún
komst ekki í bókabúðir í Reykjavík fyr en eftir miðjan desember og alls
ekki í búðir víðast hvar út um land.
Bók þessi er tilvalin jólagjöf.
„SJÁLFSÆFISAGA BENJAMÍNS FRANKLIN“
í þýðingu Guðm. sál. Hannessonar, prófessors, og Sigurjóns Jónssonar, lœknis,
er önnur jólabókin, sem prentsmiðjan sendir frá sjer á þessu ári,
Bókin er heimfrœg og sjerstœð í heimsbókmenntunum.
Benjamin Franklin er án alls efa eitt mesta mikilmenni, sem fæðst hefur á
þessari jörð og líf hans er í hvívetna til fyrirmyndar.
Er það bending um ágæti mannsins að Jón, forseti, er fyrsti íslendingurinn,
sem kynnir þjóðinni hann með því að gefa út þýðingu af ævisögu hans og
Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, sá næsti, með því að láta Þjóðvinafjelagið
endurprenta æfisöguna. Er sú bók með öllu uppseld. Næstir verða svo Guðm.
sál. Hannesson og Sigurjón Jónsson, til að vekja athygli núlifandi kynslóðar
á þessum ágætismanni með því að þýða sjálfsævisögu hans.
Bókin er tilvalin jóla- og tœlúfœrisgjöf til karla og kvenna, ungra og gamalla.
Verð kr. 30,00 heft, kr. 42,00 í shirtingsbandi, kr. 45,00 í rexinbandi og kr.
63,00 í skinnbandi.
„HÁLFA ÖLD 4 HÖFUM ÚTl“
eftir G. J. Whitfield, skipherra, í þýðíngu Sigurðar Björgólfssonar, fyrrver-
andi ritstjóra, hikum við ekki við að telja, ásamt næstu bók á undan, eina
merkustu bók, sem þýdd hefur verið á íslenska tungu. Bókin segir frá sjó-
ferðareynslu höfundarins frá því að hann ræðst á langferðaseglskip 13 ára
gamall og þar til hann hættir starfi, sem skipherra á einu stærsta farþega-
flutningaskipi Englendinga.
Bók þessi sýnir það, að sannar frásagnir manna, sem lenda í œvintýrum og
kunna að segja frá, taka hverri skáldsögu fram, hve góð sem hún er.
Hver einasti sjómaður verður að lesa þessa bók og ekki síður þeir, sem í
landi vinna.
Þetta er vafalaust einhver skemmtilegasta bók, sem út hefur komið á ís-
lenska tungu.
Bókin cr tilvalin til jólgjafa. — Verð kr. 35,00 heft, kr. 46,00 í shirtingbandi
og kr. 48,00 í rexinbandi.
Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum.
Gjörið svo vel að klippa þessa auglýsingu úr blaðinu og geyma hana.
f^vevitómúja 4uóturiancló L.f fLfeyciiófirciL