Morgunblaðið - 06.12.1947, Page 6
6
VIORGljlSBLAÐlÐ
Laugardagur 6- des. 1947
Útp.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
„Hvað varðar okkur
um þjóðarhag“
YFIRLÝSING fjármálaráðherra á Alþingi í gær um af-
stöðu fulltrúa kommúnista í stjórn Síldarverksmiðja rikisins
til síldarflutninganna til Siglufjarðar, er hin athyglisverð-
asta. Úrræði hans í þeim málum var það eitt að síldarflutn-
ingarnir norður væru síldarverksmiðjunum óviðkomandi.
Þegar kommúnistafulltrúanum var á það bent að þetta væri
mál, sem snerti alþjóðarhag, var svar hans á reiðum höndum.
,,Hvað varðar okkur um þjóðarhag?“
Þetta svar mun lengi í minnum haft og raunar varpar það
bjartara ljósi yfir alla afstöðu kommúnista til atvinnuvega
þjóðarinnar en flest annað, sem frá þeim hefur heyrst. Síld-
arvertíðin í sumar brást og þjóðina vantar erlendan gjald-
eyrir til þess að geta aflað sjer brýnustu nauðsynja. Á
engu ríður þessvegna meir nú en að gera allt, sem unnt er
til þess að greiða fyrir hagnýtingu hins óvænta síldarafla
við Faxaflóa.
Á þessu hafði sjávarútvegsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefs
son glöggan skilning. Hann tók þessvegna upp samvinnu við
stjórn síldarverksmiðjanna og Landssamband útvegsmanna,
um ráðstafanir til þess að greiða fyrir móttöku og flutningi
aflans. Hefur af hálfu þessara aðilja alt verið gert sem unt
er til þess að hraða síldarflutningunum norður. Á þessu
stigi málsins hafa þær ráðstafanir að vísu engan veginn
i'eynst fullnægjandi. En það er stöðugt unnið að því af
hálfu þessara aðilja að finna nýjar leiðir til þess að hagnýta
aflann.
Þess þarf hinsvegar engan að undra þótt sjómennirnir,
sem bíða með skip sín full af síld hjer í Reykjavíkurhöfn,
sjeu óþreyjufullir. En árásir kommúnista á sjávarútvegs-
málaráðherra í þessu máli eru gjörsamlega ástæðulausar.
Hann hefur gert alt, sem í hans valdi hefur staðið, til þess
að leysa þessi mál á sama tíma, sem fulltrúi kommúnista
var á móti afskiftum ríkisvaldsins af flutningunum og Áki
Jakobsson benti á þá leið að moka síldinni úr skipunum upp
á Faxagarð!! Þarf engan að undra sú afstaða þeirra, því
,,hvað varðar þá um þjóðarhag?"
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Gefið í guðskistuna.
ENNÞÁ líður að jólum og
mikil hátíð fer í hönd. Enn býr
íslenska þjóðin yfirleitt við vel
megun. Allir, sem vilja vinna,
geta fengið nóg að starfa og
haft fje milli handanna til að
veita sjer lífsins gæði, eftir
smekk hvers og eins og þörf-
um.
En þótt þjóðin hafi yfirleitt
nóg til hnífs og skeiðar og
sumir ríflega það, þá er það
ával't svo, að einhverjir verða
útundan. Gamalt og óvinnu-
fært fólk, sjúkt fólk og heilsu-
bilað, einstæðingsmæður og
margir aðrir.
Reykvíkingar eru vanir að
muna eftir þessu fólki með því
að stvrkja líknarstofnanir, sem
tekið hafa að sjer að miðla
gjöfum til þeirra, sem hafa orð
ið undir í lífsbaráttunni.
Vonandi að enn sje gott að
koma til Reykvíkinga í þeim
erindagerðum, einnig fyrir
þessi jól.
Gripið í jólabók.
ÞAÐ ER gaman þegar farið
getur saman góð og skemtileg
bókaútgáfa og stuðningur við
gott málefni. Þannig er Jóla-
bók Helgafells í ár. Þegar jeg
greip í þessa bók á dögunum
og sá auglýsingarnar aftan í
henni varð jeg fyrir vonbrigð-
um. Mjer fannst að auglýsing-
arnar ættu ekki heima á þess-
um stað og væru óprýði fyrir
svo góða bók.
En er jeg fór að kynna mjer
málið kom í ljós, að bók þessi
gefur í sjóð barnaspítalasjóð
Hringsins hvorki meira nje
minna en 25 þúsund krónur og
er bað mest ágóði af aug-
lýsirwgum. Og þá las jeg aug-
lýsingarnar með ánægju og
fannst nú bara prýði að þeim.
Að það hefir verið svo frá því
fyrsta, að það ágæta málefni
hefir fengið stuðning í þess-
um dálkum, þótt flestar aðrar
fjársafnanir hafi verið skamm
aðar niður fyrir allar hellur.
•
Vináttumerki.
ÞEIR, SEM auglýsa í bókum
eins og Jólabókinni, gera það
vafalaust fyrst og fremst til
þess að styrkja gott málefni og
sýna því vináttuhug. Það er
falleg hugsun, sem þar liggur
á bak við.
Um þessa Jólabók Helgafells
vildi jeg annars segja, að hún
er með betri bókum, sem jeg
hefi lesið lengi og jeg skemti
mjer eins og barn við lestur
hennar. Ekki fyrir það, að efn-
ið si.e fyrst og fremst mildu
betra, en gengur og gerist í
barnabókum, heldur fyrir hitt,
að barna rekst maður á gamla
kunningja í sögum og vísum,
sem við, sem þykjumst vera
fulorðin lásum í æsku. Það
mun margur sanna gamla mál
tækið við lestur þessarar bók-
ar, að tvisvar verður gamall
maður barn.
Vani.
NOKKUR undanfarin ár hef
ir Morgunblaðið haft það fyr-
ir sið, að birta fyrir jólin með
stórum stöfum hvað margir
dagar væru eftir til jóla, þann
og þann daginn. Var þetta gert
til að minna lesendur á að jól-
in nálguðust og visara væri
að hafa vaðið fyrir neðan sig
um allan undirbúnig fyrir há-
tíðina.
Nú er ekkert auðveldara fyr
ir fólk, sem kann að telja upp
að 10, að segja sjer það sjálft
hvað margir dagar sjeu til
jóla. En samt er farið að spyrja
hvort ekki eigi að birta þessar
upplýsingar í blaðinu, einnig í
ár. Svona er vaninn og nú í
dag verður byrjað, þannig að
allir geta verið ánægðir.
Tíminn líður fljótt.
ANNARS ER það rjett, að
fólk er aldrei of vel minnt á,
að tíminn líður fljótt, einkum
þegar menn eru í önnum. Jól-
ip verða komin „áður en menn
líta við“, eins og sagt er og
þessvegna er vissara að hafa
fyrirhyggju um það, sem gera
þarf og gera á fyrir hátíðina,
en geyma ekki allt til síðustu
stundar.
Kaupið jólagjafirnar tíma-
lega, sendið jólakortin tíman-
legta. Með öðrum orðum, það
er aldrei eins nauðsynlegt og
fyrir jól og aðrar stórhátíðir,
að geyma það ekki til morg-
uns, sem hægt er að gera í dag.
Skautafólk stór-
skemmir trjágróðir.
GARÐYRKJURÁÐUNAUT-
UR bæjarins sendir Víkverja
eftirfarandi:
,,Mjög mikil brögð hafa ver-
ið að því undanfarandi, eða síð
an gott skautasvell kom á Tjörn
ina, að fólk, einkum ungling-
ar, hafa gengið á skautunum
upp um allan garð, og skorið
með skautunum niður við rót
trjáplöntur svo þúsundum skift
ir, hefur skemdafýsn þessi
meira að segja gengið svo
langt að rifnar hafa verið nið-
ur stórar greinar af trjám. Þá
hefur auk þess verið brotnir
niður vermireitagluggar. —
Skemdir þessar virðast nær ein
göngu vera framkvæmdar seint
á kvöldin eða fyrrihltua næt-
ur. Það er hörmulegt að þetta
skuli eiga sjer stað á sama
tíma og eytt er stórfje til að
fegra þennan garð. Reynt verð-
ur að haa meira eftirlit með
ferðum skautafólks um garð-
inn, en efamál hvort það kem-
ur að fullum notum ef enginn
vilji er fyrir hendi hjá skauta-
fólkinu sjálfu“.
Þetta er ljótt að heyra.
MEÐAL ANNARA ÖRÐA ....
"■ - | Eftir G. J. A. ! ——-—»■——"——-——■—“—“——»——»—•+
Skipting Palestínu
ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna hefur nú end-
anlega samþykkt tillögu nefndar þeirrar, sem hefur Palestínu
vandamálið til meðferðar, um skiftingu Palestínu milli
Araba og Gyðinga. Samkvæmt henni er ákveðið að stofnuð
verði í landinu tvö sambandsríki Gyðinga og Araba.
Um þessa lausn þessa viðkvæma deilumáls urðu öll stór-
veldin sammála. Sætir sú staðreynd nokkrum tíðindum
eins og samkomulagið hefur verið milli þeirra á fundum
Sameinuðu þjóðanna undanfarið. Áður en þessi niðurstaða
var kunn, hafði fulltrúi Breta, sem í 25 ár hafa farið með
umboðsstjórn í Palestínu, lýst því yfir að Bretar hefðu
ákveðið að flytja her sinn þaðan burtu og láta af umboðs-
stjórn þar, hver sem ákvörðun Sameinuðu þjóðanna yrði. Er
af öllu auðsætt að Bretar eru orðnir langþreyttir á hinum
stöðugu erjum og upphlaupum í landinu og kjósa að losna
við þá ábyrgð, sem á þeim hefur hvílt, eins fljótt og unt er.
Meðal Gyðinga hefur ákvörðun Sameinuðu þjóðanna ver-
ið tekið með fögnuði og feginleik. Fjöldi heimilislausra Gyð-
inga víðsvegar í heiminum býr sig nú undir að flytja til hans
nýja ríkis í Landinu helga.
En meðal Araba ríkir mikil gremju vegna þessarar niður-
stöðu. Þeir telja sig beitta með henni hinum hróplegustu
rangindum og benda á að yfirgnæfandi meirihluti Palestínu-
búa sjeu Arabar. I-Iafa þeir leitað stuðnings hjá Arabaríkj-
unum við austanvert Miðjarðarhaf við málstað sinn. Horfir
nú mjög ófriðlega austur þar. Arabar hóta vopnaðri upp-
reisn í Palestínu og innrás í landið frá nágrannalöndunum
ef tillögumar um skiftingu þess verði framkvæmdar. Gyð-
; ingar hafa hinsvegar fjölmennan leyniher og segjast verá við
4 öllu búnir.
Fleiri frímerkjasölur eru nauðsynlegar
MARGAR raunasögur hafa
verið sagðar af því, hversu
miklum erfiðleikum menn geta
lent í yfir jafnlitlum hlut og
einu frímerki. Fleiri en einn
maðurinn hefur þotið másandi
og blásandi milli húsa, grát-
biðjandi fólk um 25 aura frí-
merki, eða fallegu 60 aura
myndina af Geysi blessuðum,
sem ósjaldan er nauðsynleg til
að koma mikilsverðum plögg-
um til staða innanlands eða
utan.
• •
DREIFUM
SÖLUNNI
Hjer í blaðinu hefur þráfald
lega verið minnst á nauðsyn
þess, að frímerkjasölunni verði
dreift um bæinn, auk þess sem
málunum verði þannig komið
fyrir, að hægt sje að nálgast
frímerki á sem flestum stund-
um sólarhringsins.
Dæmin um óþægindi þau,
sem af núverandi fyrirkomulagi
stafa, eru svo ótalmörg, að stór
furðulegt má telja, að þessum
málum skuli ekki hafa verið
kipnt í lag og það fyrir löngu
síðan.
• •
KLEPPSVINNA
Hvernig ætli manni sje til
dæm'is innanbrjósts, sem má
rölta. alla leið úr Kleppsholt-
inu niður í Pósthús til þess að
kaupa sjer frímerki .... og
verða svo á leiðinni að þola
þá skapdrepandi mæðu að
ganga fram hjá óteljandi póst-
kössum á þessum langa og
stranga gangi? Eða þá mannin-
um, sem í flýti þarf að koma
brjefi í einhvern skipspóst-
kassann, en verður svo jafnvel
að láta brjefið frá sjer ófrí-
merkt, þar sem frímerkis-
snepiilinn er ófáanlegur, þótt
gull og grænir skógar sjeu í
boði?
HUGMYND
Jeg birti hjer að þessu sinni
mynd, sem prentuð var í banda
rísku blaði og höfundurinn
heldur fram að sje auðveldasta
lausnin á þessu leiðinlega
vandamáli. Teiknarinn vill,
að frímerkjasjálfsölum verði
komið fyrir á hverjum póst-
kassa — að hægt sje með öðr-
um orðum á öllum tímum sólar
hringsins að kaupa frímerki á
brjefið sitt, einmitt þar sem
maður felur það umsjá póst-
yfirvaldanna.
Hugmyndin er ekki sem
verst, enda þótt stórvafasamt
sje, að hún sje framkvæman-
leg hjer 1 Reykjávík, meðan
núverandi ástand ríkir á götun-
um á nóttinni. En það eru líka
svo ótal önnur ráð til úrlausn-
ar, þótt ekki sje nema til að
spara fólkinu í úthverfunum
erilsöm hlaup í hvert skipti og
það harf að ná sjer í frímerki.
• •
ERLENDIS
Víða erlendis eru frímerki
seld í bókabúðum og jafnvel
lyfjaþúðum. Vafamál er hvort
lyíjabúðahugmyndin sje góð
hjerna, en fullvíst tel jeg, að
fáar. bóka- og ritfangaverslan-
irnar mundu telja það eftir sjer
Frh. á bls. 8.