Morgunblaðið - 06.12.1947, Side 10

Morgunblaðið - 06.12.1947, Side 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 6- des. 1947 MÁNADALUR Sl áldóacja eptir ^jacb rJdondo n 74. dagur „Nei, þetta þoli jeg ekki“, sagði Billy. ,,Það gengur ofan á okkur ef jeg rek það ekki burtu“. „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði hún dauðhrædd. „Jeg ætla að öskra svo hátt að kjálkarnir fari úr liði. Jeg skal fæla það burtu hvað sem það er“. Hann dró andann djúpt og rak svo upp heljar mikið ösk- ur. Arangurinn af þessu varð mikhi meiri en hánn hafði bú- ist við og Saxon varð enn skelfrfari en áður. Því að þarna kvað við allt í einu margradd- að öskur um allan skóginn og þau heyrðu greinar brotna og þungt fótatak, sem dreifðist í allar áttir. Tíl allrar hamingju komst kyrð á rjett á eftir. „Hvað segirðu um þetta?“ sagði Billy. „Það var sagt um mig meðan jeg iðkaði hnefaleik að jeg kynni ekki að hræðast. j En það er gott að þeir, sem1 það sögðu, sáu mig ekki núna. i Og nú hefi jeg fengið nóg af þessu. Jeg kveiki eld“. Það var auðvelt að kveikja upp því að enn leyndust neist- ar í öskunni. Og brátt skíðlog- uðu greinarnar, sem Billy kast- aði þar á. Nú rofaði í lofti og sáust stjörnur. Billy horfði á þær um stund og svo lagði hann á stað út í kjarrið. „Hvert ætlarðu?“ kallaði Sax on. „Mjer datt dálítið í hug“, sagði hann og hjelt áfram. Saxon vafði værðarvoðun- um upp að höku og dáðist að því hvað hann var hugrakkur. Þarna lagði hann vopnlaus á stað út í myrkrið þar sem voð- inn var. Tíu mínútum seinna kom hann atfur og var þá skelli- hlæjandi. „Bölvuð kvikindin, þau ljeku lagleya á okkur. Þetta endar með bví að jeg verð hræddur við minn eigin skugga. Hvað var það? Þú getur ekki giskað á það þótt þú vektir í alla nótt. Þetta voru nokkrir kálfar — og þeir voru enn hræddari en við“. Hann settist við eldinn og reykti vindling. Svo skreið hann í bólið. „Jeg er laglegt bóndaefni, eða hitt þó heldur“, sagði hann, ,,að nokkrir kálfar skuli geta gert mig lafhræddan. Jeg skal ábyrgjast það að hvorki faðir minn nje faðir þinn hefðu tek- ið neitt mark á þessu. Ættun- um er að fara aftur“. „Það er ekki sa.tt“, sagði Sax on. „Við erum engir eftirbátar forfeðra okkar í neinu og við höfum betri heilsu en þeir. En við höfum fengið annað upp- eldi en þeir. Það er allt og sumt. Við höfum alið allan okkar aldur í stórborg. Við þekkjum borgarhávaðann, hvert einasta hljóð, en við þekkjum ekki hávaðann í sveit unure. Við höfum alist upp við ónáttúrleg skilyrði, ef jeg mætti komast svo að orði. En i nú tökum við upp aðra og betri lifnaðarháttu. Þegar fram í fsækir þá sofnum við jafn ró- lega úti á víðavangi eins og í feður okkar gerðu“. „Þá þurfum við að hafa mýkra hvílurúm en þetta“, sagði hann. „Við skulum ekki hugsa um það. Farðu nú að þegja og reyndu að sofa“. Óttinn var nú horfinn, en það fór jafn illu um þau og áður. Billy sofnaði ekki fyr en þau héyrðu hanagal á éinhverj um bæ í nágrenninu og Saxon blundaði rjett á eftir. Það varð órólegur svefn. Þegar fyrsta dagskíman kom á loft skreiddust þau á fætur og Billy kveikti eld. Saxon skalf. af kulda og varð fegin að draga sig að eldinum. Þau voru bæði þreytt og syfjuð. Saxon fannst þetta svo bros- legt að hún fór að hlæja. Og þá tók Billy undir og hló líka. Svo greip hann kaffikönnuna og settti hana yfir eldinn og var þá hinn kampakátasti. III. KAFLI Það eru fjörutíu enskar mílur milli Oakland og San José og þau Billy fóru það á þremur dögum. Þau hittu nú engan jafn skrafhreyfinn og unga síma- manninn, og gátu ekki gefið sig á tal við marga. Að vísu var fjöldi umrenninga á vegin- um. Þeir voru með allt sitt haf urtask á bakinu og ferðuðust bæði út og suður. Saxon komst fljótt að raun um að ekki þýddi að tala við þá, því að þeir vissu bókstaflega ekkert um landbún að. Þetta voru aðallega gamlir menn, úttaugaðir af drykkju- skap og höfðu mestan áhuga fyrir knæpum og ölvun. Þeir gátu þó sagt þeim frá því hvar hægt væri að fá vinnu og hjá hverjum væri gott að vinna, en staðirnir sem þeir nefndu voru langt í burtu. En eitt frjettu þau þó hjá þeim og það var að á þessum slóðum væri eingöngu smábændur og hjá þeim væri enga vinnu að fá. Ef þeir tæki kaupamenn, þá gengju Portu- galar fyrir. Bændurnir voru drumbslegir við þau. Oft óku þeir tómum vögnum fram hjá þeim Billy, en aldrei varð þeim að vegi að j bjóða þeim að setjast upp í vagnana. Ef Saxon spurði þá einhvers, þá litu þeir tortrygn- islega á hana og virtu hana fyrir sjer frá hvirfli til ilja áður en þeir svöruðu. „Þetta eru ekki Ameríku- menn. Þetta eru skepnur“, sagði Billy. gremjulega. „Áður fyr voru. allir vingjarnlegir hvar sem þeir hittust“. Þá rifjaðist upp fyrir Saxon það sem Tom hafði sagt við hana.. „Þetta gerir aldarandinn, Billy“, sagði hún. „Aldarand- inn þefur breyst Við erum líka of skamt frá borginni. Bíddu þangað til við komum lengra. Þá verður fólkið vingjarn- legra“. „Þetta eru eintómir lúsables- ar“, sagði hann. „Það getur verið ósköp eðli- legt“, sagði hún og hló. „Hver veit nema þetta sjeu feður verkfallsbrjótanna, sem þú barð ir til óbóta?“ „Jfg vildi að satt væri“, sagði Billv. „En hvernig vita þeir að sá sem kemur á móti þeim með bagga á baki, sje ekki þeirra jafnoki og máske meira. í þeirra sporum mundi jeg ekki dæma mennina fyr en jeg hefði talað við þá“. Á hverjum bæ spurði Billy hvort þar væri ekki vinnu að fá, en svo gafst hann upp á því og leitaði ekki fyrir sjer nema á stærstu bæjunum. Altaf var sama svarið, að þar væri enga vinnu að fá. Sumir sögðu þó að þeir þyrftu á kaupamanni að halda þegar rigningarnar byrjuðu. Bændur ætluðu að bíða með plæginguna þangað til. „Kantu að plægja?“ spurði Saxon. „Nei, en þetta er enginn vandi. Ef jeg hitti einhvern, sem er að plægja þá ætla jeg að biðja hann að kenna mjer það“. Daginn eftir barst honum tækifærið upp í hendurnar. Þau komu að akri, sem gamall mað ur var að plægja. „Já, ekki er þetta mikill vandi“, sagði Billy. „Ur því að þessi karlskröggur getur plægt, þá ggt jeg það líka og helm- ingi betur“. „Farðu til hans og biddu hann að lofa þjer að reyna“, sagði Saxon. „Hvaða gagn er í því?“ spurði hann. „Ertu bræddur?“ sagði hún kímnislega. „Þú þarft ekki ann að en spyrja hann, og hann segir þá ekki nema nei. Máske vill hann,lofa þjer að reyna? Ertu hræddur við karlfauskinn. Þú sem ekki hræddist fantinn frá Chicago?“ „Þetta er nú allt annað“, sagði hann en stökk samt yfir limgirðinguna, sem var um- hverfis akurinn. „Jeg skal veðja tveimur á móti einum um það að karlinn vill ekki lofa þjer að reyna. Segðu honum að þú ætlist ekki til þess að fá borg- un fyrir það“. „Ef hann gerir sig merkileg- an þá tek jeg plóginn af hon- um“. Það var svo langt frá girð- ingunni þangað sem karlinn var að plægja, að Saxon heyrði ekki hvað þeim Billy fór á milli. En eftir tvær mínútur sá hún að karlinn lagði taumana um bakið á Billy og fjekk hon- um plógstýrið. Svo lögðu hest- arnir á stað en gamli maður- in gekk við hliðina á Billy og gaf honum ráðleggingar. Þann- ig fóru þeir tvo hringa. Þá sneri karlinn þangað sem Sax- on var og spurði hann: „Hefir hann ekki plægt áð- ur?“ Saxon hristi höfuðið. „Aldrei. En hann kann að fara með hesta“. „Það var svo sem auðsjeð að hann er ekki neinn viðvaning- ur“, sagði karl og stakk tóbaks tölu upp í sig. „Hann kemst upp á lagið“. Svo hló hann: „Já, ekki tapa jeg á þessu“. Óplægða spildan minkaði óð um og Billy var ekki á því að hætta. En þau Saxon og karl- inn tóku tal með sjer. Saxon spurði hann spjörunum úr og hún komst að raun um það að hann var alveg eins og síma- maðurinn hafði lýst föður sín- um. Alt til íþróttaiðkana og ferðalaga Hellas, Hafnarstr. 22 GULLNI SPORINN 148 mínum hesti og Delíu út úr húsinu. En það mátti ekki seinna vera. Við sáum það strax, að vonlaust var um að takast mundi að bjarga höllinni. Aðeins nokkrar fötur af vatni voru í brunninum, og annarsstaðar var ekki vatn að fá. Álman, þar sem eldurinn hafði átt upptök sín, var nú svotii albrunn- in, og eldurinn hafði breiðst óðfluga út til annarra hluta hallarinnar. Áhöfn Potterys stóð sig þó prýðilega við að bjarga ýmsum dýrmætum hlutum, svo sem stólum, legu- bekkjum, dýrmætum ábreiðum og málverkum. Jeg var búinn að binda hestana og ætlaði að fara að hjálpa til við björgunarstarfið, þegar einn úr áhöfninni hrópaði: „Pottery! Hvar er Pottery, skipstjóri? Hefur enginn sjeð hann?“ „Hann er þó ekki týndur?“ hrópaði jeg hræddur. Jeg hljóp að hurðinni og ætlaði að fara að ryðjast inn, þegar kippt var í öxlina á mjer. Þetta var Pottery, sem hafði staðið í skugganum við vegginn og nú brosti framan í mig. Svo gaf hann mjer merki um að koma með sjer. Við gengum þangað sem við Matt höfðum verið í felum fyrir aðeins þremur tímum síðan, og fórum svo út um hurð- ina litlu í veggnum. Pottery gekk burt frá höllinni og jeg elti. Hann stefndi beint út á klettabrúnina, og á flýti hans mátti helst ætia, að hann ætlaði að steypa sjer beint í hafið. En þegar hann var kominn alveg fram á brúnina, nam hann staðar og benti niður fyrir sig. Við fætur okkar var þykk járnstöng, sem rekin hafði verið í klettinn, og við han'a var bundinn sterkur kaðall. Jeg kraup á knje og togaði i reipið og fann, að það var mjög ljett. Svo leit jeg spyrjandi á Pottery. Hann kinkaði kolli, lagði munninn upp að eyranu á mjer, og í fyrsta skipti síðan jeg fyrst hitti hann, tókst honum nú að hvísla það lágt, að ekki var eins og naut væri að öskra. „Jeg sá einhvern læðast hjema niðureftir og elti hann. Þetta var maður, sem eins og dró á eftir sjer annan fótinn — og hann klifraði niður reipið hjerna eins og köttur“. — Hafið þjer höfuðveikis- meðal? ★ Ferðalangur, sem kominn var heim, ræddi við kunningja sína: — Jú, það var mjög gaman að koma til París og Róm, en það langsamlega stórkostleg- asta við allt ferðalagið, er ferð in yfir hafið. Ef þið eigið ein- ' hverntíma eftir að fara til meg inlandsins, megið þið ómögu- lega láta hana fara framhjá ykkur“. ★ Sírninn hringir. — Halló. — Halló, er þetta þú, Jón? — Já, þetta er Jón. — Ekki finnst mjer nú rödd in vera Jóns. — Ja, hvernig sem það nú er, þá er þetta Jón. — Ertu alveg viss. — Já, svo sannarlega. — Jæja þá, Jón minn, þetta er Gísli. Geturðu ekki lánað mjer 100 krónur? — Jeg skal segja Jóni að þú hafir hringt, þegar hann kem- ur heim. ir — Hvað get jeg gert fyrir yður, frú? spurði afgreiðslu- maðurinn. — Jeg ætla að fá tvö kíló af þvínakjöti, var svarið. — Afsakið, sagði afgreiðslu- maðurinn, þjer meinið ............. — Þvínakjöt, sagði konan aftur. — Eh, þjer eigið við svína- kjöt. — Auðvitað, sagði frúin og var nú farið .að síga í hana, — var það ekki það, þem jeg þagði. ■ iiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiianiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil a 5 I Sandcrepe I (hvítt) | Mislit kjólaefni, Karlmannasokkar, Barnasokkar, 1 Undirföt, Náttkjólar, Peysusett (kven-), Peysusett (barna) Prjónavesti, Gammosíubuxur í miklu úrvali, Leikföng allskonar. | VERSLUNIN DAGRÚN 1 Laugaveg 82 | (á horni Barónsstígs og | Laugavegs). c 3 iiiiiiiiifiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.