Morgunblaðið - 06.12.1947, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1947, Page 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Norðaustan gola eða kaldi. Víð- ast Ijettskýjað. Snæljós yfir Mýrdðisjökli eia [iruniuveður? í GÆRKVELDI urðu menn í austursveitum varir við allmik- inn ljósagang sem bar yfir Mýr dalsjökul. Voru þetta bláleitir blossar, misjafnlega bjartir og alltíðir er líða tók á kvöldið. I fyrstu óttuðust menn að um eldsumbrot væri að ræða í Mýr dalsjökli, eða fjöllunum þar í kring. En er Morgunblaðið átti tal við Vík í Mýrdal í gærkvelai töldu menn þar að um snæljós væri að ræða. Veðurstofan hafði spurnir af ljósaganginum víða að. M. a. höfðu skipvérjar á Gylfa, sem var staddur 140 mílur út af Vestmannej'jum orðið ijósanna varir á tímabilinu frá kl. 17— 21,30. Var það tilgáta veðurfræð- inga, að um þrumuveður við Suðurland eða út af Suðurlandi væri að ræða. Sjómenn haSa fentjið aukaskammt af kaffi og sykri VIÐSKIPTAMÁLARÁÐ- HERRA upplýsti á þingi í gær að sjómönnum hefði undanfar- ið verið veittur aúkaskammtur af kaffi og sykri. Næmi hann 120 gr. af kaffi og 800 gr. af sykri á mánuði Hefðu engar óskir borist um að þessi auka-, skammtur væri ríflegri. Ennfremur hefði verið veitt- ur aukaskammtur til sjómanna af hreinlætisvörum. Þá heíöi og verið veittur auka bensínskammtur vegna bílferða í sambandi við síldveiðiná í Hvalfirði. Ráðherran gaf þessar upp- lýsingar í tilefni af flutningi tillögu Hermanns Guðmurids- sonar um aukaskammt til sjó- manna af þessum neysluvörum. Kvað hann hana óþarfa og bað þingmenn að fella hana. KOMMÚNISTAR bera fram skrípatillögu á Alþingi. — Sjá frásögn á bls. 2. True Knot „TRUE KNOT“, ameríska síld- arflutningaskipið, sem varð fyr- it áfalli í fyrrakvöld komst inn á Patreksfjörð í fyrrinótt og fylgdist togarinn Ingólfur Arn- arson með skipinu þangað. „True Knot“ liggur n i á Pat- reksfirði og hallast allmikið, þar œm farmurinn kastaðist til í skipinu. Ekkert hefur verið á- kveðið um hvað gert verður enn- þá með síldina í skipinu, en það er ósjófært eins og er. Verður beðið eftir ákvörðun skipseigenda og vátryggjenda farmsins. Til mála hefur komið, að önn- ur skip taki eitthvað af farmi True Knot, eða jaír.vel, að ein- hverju verði skipað á land í Patreksfirði. ef hægt verður að bræða síldina þar í verksmiðj- unni. Ferðaskrlfsfofðn efnir fi! HeklyferSar FERÐASKRIFSTOFAN efn- ir til Hekluferðar klukkan átta fyrir hádegi á morgun. Er ráð- gert, að komið verið til baka til bæjarins kl. 1—2 á mánudags- morgun. Hekluferðir Ferðaskrifstof- unnar hafa verið ákaflega vel sóttar til þessa, enda er þarna að sjá hin stórkostlegustu nátt- úrufyrirbrigði. Hernámssfjóri Rússa Sokolovsky marskálkur, yfir- maður hernámssvæðis Rússa í Þýskalandi. „Sameinaðs" held- ur áfram ferðum sínum hingað „DROTTNINGIN“ fer frá Kaupmannahöfn í fyrstu ferð sina hingað á næsta ári, 3. jan. Um 19. janúar fer skipið í þurkví til hreinsunar og er bú- ist við að henni verði lokið 5. febrúar. Fer skipið því aðeins eina ferð hingað í janúarmánuði, en eftir 5. febrúar verður næsta ferð og mun skipið eftir það sigla eftir fastri áætlun hingað, með viðkomu í Færeyjum eins og áður. póstiimm fer að hef jast ÞAÐ líður nú óðum að því að fólk fari að ganga frá jólapósti sínum, bæði þess er fara á til útlanda og út á land. Þó póstsam- göngur sjeu nú miklar í lofti, þá er eftir því sem áður ástæða til fyrir fólk að vera búið að ganga frá póstinum í tæka tíð. Morgunblaðið hefur fengið nokkrar upplýsingar um póst- ana, til þess að fóik geti nokk- uð áttað sig á hvenær því ber að koma með brjef og böggla sína í pósthúsið. Útlönd. Frá því fyrsta des., eru flug- ferðir á vegum AOA til Norð- urlanda þrisvar í viku og það- an hingað til lands þrisvar í viku. Flugvjelarnar flytja bæði brjef og böggla. Þá eru ferðir til og frá P>andaríkiunum fimm sinnum í viku hverri. Englandspóstur fer n. k. sunnudag með flugvjel Loft- leiða og flugvjel frá Flugfjelagi íslands fer þangað þann 10. des. Þá má búast við að e.s. Horsa, sem væntanleg er næstu daga fari þangað fyrir jól. Þá er gert ráð fyrir að fíugvjelar AOA komi við í Prestvík tvisvar í viku hverri til þess að taka póst. Síðasta skipsferð til Dan- merkur fyrir jól verður er „Drottningin“ fer hjeðan senni- lega þann 11. des. fnnanlandspóstar Svo sem kunnugt er eru flug ferðir bæði austur, vestur og norður þegar veður leyfir. Landpóstur urn Norðurland er tvisvar í viku. Strandpóstur fer 9. des. og 23 des., Dalapóst- ur á þriðjudögum. Snæfells- ness- og Breiðaf jarðarpóstur fer á föstudögum. Póstur til hinna fjarlægari Austursveita fer á föstudögum. Daglegar póstsamgöngur eru við nálæg byggðarlög. Mikið um faíia- áreksfra UNDANFARIÐ hefur verið alveg óvenjulega mikið um á- rekstra milli bíla hjer í bænum og úthverfum hans. Slys hafa ekki orðið teljandi á mönnum, en þess eru þó nokkur dæmi, að menn hafi skorist og hlotið önn ur minniháttar meiðsl. Suma dagana hafa árekstr- arnir skipt tugum. ísing er ta!s- vert á öllum götmn, einkum er hún hættuleg þegat kvö'da tek ur og kólna tekur í veðri. Síld verður landað hjer í hæmim og í Hvalfirði •!ep 69 þús. má! slldar bi3a löndunar HJER í REYKJAVÍK liggja nú um 70 síldveiðiskip og bíða iönd- unar með rúmlega 60 þús. mál sildar. Stjórn Síldarverksmiðja ríkísins ákvað á fundi s.l. fimtudag að taka á móti síld í land til geymslu hjer í Reykjavík og í Hvítanesi í Hvalfirði. — Fyrir þessa síld verða greiddar kr. 22,00 pr. mál. Móttaka síldarinnar hefst í dag. Síldinni, sem veitt verður mót taka í dag verður ekið í grjót- nám bæjarins norður af Sjó- mannaskólanum, þar sem knatt spyrnuvöllur Fram er. Hafa bæj aryfirvöldin og fjelagið gefið leyti til þess að geyma síldina þarna. í Hvítanesi mun síldin verða geymd í stórum setuliðsskemm- um, sem þar eru. Bryggja er þar sæmileg. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis ins tók ákvörðun um að geyma bræðslusíld í landi hjer i Reykjavík og nágrenni bæjar- ins í fyrradag. (Til gamans má geta þess að þegar kommúnist- ar frjettu um þessa ráðstafan- ir verksmiðjustjórnarinnar ruku þeir til og báru fram þings ályktunartillögu í sömu átt dag inn eftir að stjórn SR hafði til- kynnt Landssamhandi útvegs- manna ákvörðun sína. Eftir að Landssambandið hafði mælt með þessum ráðstöfunum gaf stjórn SR út eftirfarandi frjeta- tilkynningu ): 100.000 mála skipastóll er of lítill Þrátt fyrir það að ráðin hafa verið til síldarflutninga skip, er bera í einni ferð rúmlega 100 þús. mál, hafa veiðarnar gengið svo vel, að þessi flutningaskipa- stóll hefur reynst ófullnægjanrli. Hafa því undanfarna daga verið athugaðir möguleikar á því, að taka síld í land til geymslu í Reykjavík eða nágrenni bæjar- ins og í Hvítanesi við Hvalfjörð. Verð sildarinnar Á fundi sínum í gær, hinn 4. desember ákvað stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins að hef ja mót töku á bræðslusíld til geymslu í Reykjavík og nágrenni bæjarins. Sökum kostnaðar og rýrnunar á síldinni við geymsluna, getur verð á þessari síld ekki orðið nema kr. 22.00 fyrir málið af- hent á bíl við skipshlið. Útvegsmenn sætta sig við Iækkun Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins hefur kynt sjer vilja útgerð- armanna í þessu efni og virðast þeir geta sætt sig við lækkun á síldarverðinu undir þessum kringumstæðum. Það verður lagt í vald útgerðarmanna skip- anna, hvort þeir vilji afhenda síldina með þessum skilmálum, eða kjósi heldur að bíða eftir af- greiðslu í síldarflutningaskxp og fá þá hærra verðið kr. 32.00 pr. mál, ef landað er beint í skip úr málum, eða kr. 30.50, ef land að er á bílum í flutningaskip. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins býst við að geta hafið mót- töku síldarinnar til geymslu í Reykjavík í dag, og verður fyrst um sinn tekinn einn farmur af skipi. x>*« Ekki bátaveður Frekar fáir bátar voru að veið um í gær 1 Hvalfirði, en nú er því nær allur flotinn hjer í höfn. Á Llvalfirði var í gær slæmt veður og gátu skipin því ekkert athafnað sig allan daginn og langt fram á kvöld. í gær komu hingað 10 síld- veiðiskip með samtals 7330 mál síldar. Skipin voru þessi: Kári Sölmundarson með 750 mál, Garðar með 450, Freyja RE 850, Heimir og Jón Finnsson 800, Sævar 850, Helga 1350, Ing ólfur Arnarson 1200, Bragi 280, Elsa 800, Hólmaborg 750. í gærkveldi var byrjað að lesta Banan sem mun bera 12—■ 14 þús. mál. í gæNíveldi um kl. 6 kom vöruflutningaskiðið Hel. Það tekur síld til Siglufjarðar ca. 12—14 þús mái. Lestun mun hefjast einhvern næstu daga. —... » ♦ Tankbíll MjéEkurbús- ins reynis! mjög vel HINN nýji mjólkurbíll, sem Mjólkurbú Flóamanna notar nú við flutning mjólkur hirigað til Reykjavíkur hefur reynst mjög vel. Bíll þessi flytu.r mjóikina x stórum geymi, sem tekur rösk- lega 4% smálest af mjólk. Geym irinn er varinn tveggja tommu þykkri korkeinangrun, er ver mjólkina ofhita og frosti. Tilgangurinn með þessum flutningi mjólkurinnar er sá, að með því er talsverður vinnu- sparnaður, minni rýrnun mjólk urinn og svo fer mjólkin miklu betur í geyminum heldur en í brúsum. Geymirinn er að innan úr rið fríu stáli, sem mjög auðvelt er að halda hreinu. Austur í Mjólkurbúi Flóa- manna er mjólkin látin renna beint inn í geymirinn úr stór- um geymum, sem eru á efri hæð mjólkurbúsins. Hjer í Reykjavík er mjólkin látin renna beint inn á geriisneyð- ingavjelarnar. Mjólkurbú Flóamanna á von á þrem slíkum bíium til við- bótar og eru þeir væntanlegir til landsins nú fyrir jól. Bílar þessir verða allir af sömu gerð, Chevrolet, og eru þeir taldir öruggir þó snjór þyngi vegina. dagar til jóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.