Morgunblaðið - 16.12.1947, Blaðsíða 8
8
fiIORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. des. 1947
Útp.: H.f. Árvakur3 Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Frum varp ríkisstjórn -
arinnar
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram tillögur sínar í dýr-.
tíðarmálunum og Alþingi er tekið að ræða þær.
Aðalatriði þessara tillagna er lesting verðlagsvísitölunnar
i 300 stigum og sú lækkun vöruverðs, sem af þeirri ráðstöfun
leiðir. Það er sá kjarni tiliagnanna, sem raunhæfastur er í
baráttunni við verðbólguna, sem ógnar atvinnulífi þjóðar-
innar.
Ábyrgð ríkissjóðs á útflutningsverði sjávarafurða miðar
einnig að því að greiða götu útvegsins, en raunveruleg lausn
á sjálfu höfuövandamáli hans getur hún ekki talist. Sama
máli gegnir um ábyrgðina á verði útflutts kjöts.
Annað aðalatriði frumvarpsins eru skattaákvæði þess.
Með þeim er freistað að afla ríkissjóði tekna, sumpart til
handa framkvæmdasjóði ríkisins, sem ekki er ætlunin að
nota sem eyðslueyri til þarfa ríkissjóðs og sumpart með
söluskattinum til þess að standa undir væntanlegur útgjöld-
um, vegna ábyrgðarskuldbindinga, sem ríkissjóður tekur á
sig til aðstoðar atvipnuvegunum.
Þegar litið er á ákvæði þessa frumvarps í heild verður
auðsætt, að ríkisstjórnin hefur í þeim leitast við að láta að-
gerðir sínar í dýrtíðarmálunum ná til sem flestra borgara
þjóðfjelagsins, þannig að sem flestir þeirra tækju á sig óhjá-
kvæmilegar byrðar, þegar gerð yrði tilraun til þess að ráð-
ast gegn þeirri hættu, sem atvinnulífi hennar er búin af
vaxandi verðbólgu. Ýmsir munu að vísu telja að í þessum
tillögum sje gengið mjög skammt í aðstoðinni við atvinnu-
lífið og að álagning nýrra skatta sje tiltölulega lítið bjargráð
í þessum efnum.
En þjóðin verður að gera sjer það ljóst, að hjer er við
mikinn vanda að fást. Til þess eru engar iíkur, að hægt sje
að slá dýrtíðina niður með einu höggi. Það sýnir reynsla
annara þjóða. Verðlags- og viðskipamál heimsins hafa farið
á ægilega ringulreið í styrjaldarátökum þeim, sem nýlega
er lokið. Afleiðingar þeirra átaka eru stöðugt að koma betur
í ljós og fjarri fer því að þar sjeu öll kurl komin til grafar.
Á tillögur þær, sem ríkissjórnin hefur nú borið fram,
verður þess vegna ekki litið, sem endanleg úrræoi til lækk-
unar dýrtíðarinnar og stuðnings við atvinnulífið. Þær eru
þvert á móti aðeins fyrsta sporið í þá átt, sem óumflýjan-
lega verður að halda.
Árangur þessara tillagna er mjög kominn undir þegnskap
almennings í landinu og skilningi hans á nauðsyn þeirra.
Það er aðeins vísitala framfærslukostnaðar, sem hefur verið
sett föst við ákveðinn stigafjöida. Sú ráðstöfun er hinsvegar
gagnslítil, ef grunnkaupið hækkar eftir sem áður. Um það
þarf enginn að fara í grafgötur. Þetta verður almenningur
að gera sjer Ijóst. Um raunverulega stöðvun verðbólgunnar
getur ekki orðið að ræða, ef grunnkaupshækkanir sigla í
kjölfar vísitölufestingarinnar. — En afleiðing grunnkaups-
hækkunar yrði þá hðekkun verðlags innlendra afurða enn á
ný. Þar með væri sagan tekin að endurtaka sig og svika-
mylla dýrtíðarinnar aftur í fullum gangi.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar ber það einnig með sjer, að
i því felst tilraun 3ja flokka til samkomulags. Sjálfstæðis-
menn hefðu. áreiðanlega kosið að öðru vísi hefði verið á
þessum málum tekið að ýmsu leyti. En sem aðili að 3ja
flokka samstjórn hafa'þeir orðið að víkja flokkssjónarmið-
um til hliðar og taka höndum saman við samstarfsflokka
sína um þau úrræði, sem samkomulag gat náðst um.
En mestu máli skiptir að þjóðin sjálf, almenningur í land-
inu, styðji þá viðleitni, sem í þessum tillögum felst til fyrstu
átaka við mikinn vanda. ,Festing vísitölunnar er þýðingar-
mikið skref í þá átt, að stöðva skrúfugang dýrtíðarinnar
upp á við. Þeir menn, sem snúast gegn því gera það ekki
af umhyggju fyrir alþjóðarhag, heldur til þess að skapa
glundroða og u.pplausn. Þjóðin verður þess vegna að snúast
til varnar gegn þeirri skemmdarstarfsemi, sem kommúnistar
munu áreiðanlega reka gagnvart þessari og öðrum tilraun-
um til þess að treysta fjárhagsgrundvöll þjóðfjelagsins.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
„Carnegie Hall“.
AUSTURBÆJAR-BÍÓ hið
nýja sýnir um þessar mundir
merkilega kvikmynd — „Carne
gie Hall“’. Þetta er fyrst og j
fremst musikmynd, þar sem
fram koma margir færustu
snillingar heims, hver á sínu
sviði.
Þessi kvikmynd veitir mönn-
um einstakt tækifæri til þess
að sjá og heyra snillinga, sem
þeir hefðu aldrei fengið að sjá
nema á þennan hátt. Það eru
að vísu til hljómplötur eftir
þessa menn og þeir heyrast
stundum í útvarpi, en sjón er
sögu ríkari.
•
Skólafólk þyrfti að
sjá hana.
KVIKMYNDIN „Carnegie
Hall“ hefir mikið list- og menn
ingargildi og þótt aðsókn að
henni sje mikil, sem von er,
þá fer ekki hjá því að einhverj
ir verði út undan.
Þegar slíkar myndir sem
þessi koma til landsins er sjálf
sagt að gefa skólafólki tæki-
færi til að sjá þær, helst við
niðursettu verði.
Menn þurfa ekki að hafa
neina sjerstaka hljómlistargáfu
til að njóta þessarar kvikmynd
ar. Það ér dauður maður, sem
ekki hrífst með af að sjá hana
og heyra.
Gamla fólkið fjekk
ekki jólatrje.
í FYRRA Ijet stjórn Elli-
heimilisins setja upp jólatrje í
garðinum fyrir utan heimilið.
Vakti trje þetta athygli og á-
nægiu vegfarenda en mesta
gleði hafði gamla fólkið sjálft
af því.
Sumir vistmenn sátu tímun-
um saman og horfðu út um
gluggana sína á jólatrjeð. Marg
ir komust við_ af gleði.
En nú verður ekkert jóla-
trje bar í ár, nema að eitthvao
rætist úr, sern enn er ekki vit-
að. —
«
Fjekk ekki far.
EN ÞAÐ munaði ekki miklu,
að gamla fólkið á EUiheimilinu
fengi sitt trje. Danskur vinur
Elliheimilisins bauðst til að gefa
trje og ætlaði forstjórinn að
þiilia það góða boð. En þegar
til kom fjekkst það ekki flutt
með „Dr. Alexandrine“ til ís-
lands.
Sögðu þeir í skrifstofu Sam-
einaða í Höfn, að þeir hefðu
fen"ið um það fyrirmæli frá
ísle^skum yfirvöldum, að ekki
mætti taka til flutnings jóla-
trje til íslands í ár, þar sem
engin innflutningsleyfi væri
veitt.
Þ.annig er sú saga.
•
Jólaeplin.
NÚ FARA jólaeplin að koma
og fer ekki hjá því, að eplin
geri sitt til þess að setja jóla-
svip á bæinn. Það er nú einu
sinni svo, að ávextir þykja
nauðsynlegir á jólunum. Og það
fær hver maður sinn skammt,
3 kíló.
Það hafa gengið talsverðar
villandi sögur um þessi .jóla-
epli. Ein er sú, að skammturinn
sje of lítill og það komi ekki
til, að fólk úti á landi geti tek-
ið sinn skammt, þessvegna
hljóti að verða talsverður af-
gangur af eplunum, sem til
landsins flytjast.
E.n þetta er að nokkru leyti
á misskilningi bygt.
Jólatrjesskemmtanir.
SKÖMMTUNARSTJÓRI hefir
auglýst, að fjelög og stofnanir,
sem hafi í hyggju að halda
jólatrjesskemmtanir, geti sótt
um eplaskamt til þess að hafa
á skemmtunum fyrir börn og
verður það ábyggilega notað.
Það er ekki svo mikið til af
öðru sælgæti.
O? verði eitthvað eftir af
eplabirgðunum eftir nýárið er
hægur vandi að stytta skömt-
unartímabilið, eða auka skamt-
inn.
Mjer er kunnugt . um, að
skömmtunaryfirvöldin munu
ekki láta eplin cýðileggjast, en
hitt var þeirra sjálfsögð skylda,
að s.já til þess að öllum lands-
mönnum væri gert jafnhátt
undir höfði um eplakaup.
•
Frækilegt
björgunarafrek.
BJÖRGUNARAFREK sveitar
Slysavarnafjelagsins við Látra-
bjatg, þar sem tókst að bjarga
12 mönnum af breska togaran-
um ,,Dhoon“, er eitt frækileg-
asta'gfrek, sem unnið hefir ver
ið hjer við strendur íslands.
Þótt enn hafi ekki borist glögg
ar frjettir af björguninni, er vit
að, að þeir Látra- og Rauða-
sandsmenn, hafa unnið hið
mesta þrekvirki, sem lengi mun
í minnum haft.
Og utan íslands hefir þessu
afreki verið veitt eftirtekt, því
að bresku blöðin og raunar
fleiri blöð hafa keppst um að
fá frjettir af björguninni.
•
Viðurkenning.
EINHVERNTÍMA fyrir löngu
var nokkuð um það rætt hjer
í dálkunum, að ísland þyrfti að
hafa heiðurspening, eða ein-
hveria aðra viðurkenningu til
manna, sem skara fram úr t. d.
við björgun úr lífsháska. Það
ætti ekki að vera mikill vafi
á því, að þeir, sem unnu að
björguninni við Látrabjarg um
helvina fá sína viðkenningu frá
erlendum ríkjum og stofnunum.
En þeir eiga skilið, að þeirra
eigin landar sýni þeim viður-
kenningu líka.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
j Eftir G. J. A.
EINHVER furðulegasta grein
bandarískrar blaðaútgáfu er, í
augum margra útlendinga, út-
gáfa leikarablaðanna svo köll-
uðu. Þetta eru stór blöð og
skrautleg og geysimikið keypt.
En efni þeirra er sjálfsagt jafn
lítils virði og pappírinn, sem
þau eru prentuð á.
Það merkilegasta við þessa
merkilegu blaðaútgáfu er, að
leikarablöðin snúast að öllu
leyti um starfsemi og einkalíf
örfár*a manna og kvenna. Þau
segja frá hinum smávægileg-
ustu atriðum, fræða lesendur
sína á því, hvað Clark Gable
og Gene Tierney borða í morg-
unverð, hvað Tyronne Power
sagði við Lane Turner, þegar
hann kom úr Evrópuferðalagi
sínu, eða hvaða næturklúbb
Errol Flynn síðast hafi sleg-
ist á.
• e
SANNLIEKURINN
Menn munu yfirleitt sam-
mála um, að vart meir en helm
ingur þess, sem blöð þessi skýra
frá, sje sannleikur. Þetta er ó-
skön skiljanlegt, þar sem þau
mew árum saman rita hverja
greinina á fætur annari um
sama fólkið — verða, til að
friða lesendur sína, aS segja
æfisögu vinsælustu stjarnanna
oft á ári.
o e
TVÆR KONUR
Æðstuprestar leikararithöf-
undanna eru tvær konur. Þær
heha Hedda Hopper og Lou-
ella Parsen, hafa orðið geysi-
auðugar af ritstörfum sínum og
eru meðal víðlesnustu höfunda
Bandaríkjanna.
Það er fátt, sem þær ekki
vita, eða látast vita, um líf leik
Lesendurnir vilja vita hvað
Gene Tierney borðar
i
stjarnanna. Sumt af upplýsing
unum fá þær beint frá, þeim,
sem þær skrifa um, sumt berst
þeim gegnum allskonar króka
leiðir og sumt, er jeg hrædd-
ur um, verður til í kollinum á
þeim sjálfum.
« o
SAMKVÆMI OG
IÍATTAR
Raunar eru Louella og Hedda
eiginlega orðnar jafn þektar og
stjörnurnar, sem þær skrifa um.
Louella kemst ekki ósjaldan, í
blöðin'fyrir stórveislurnar, sem
hún heldur, og Hedda er orðin
fræg að endemum fyir hatta
sína. Hún setur heiður sinn í
það að nota sama hattinn ekki
nema í örfáar klukkustundir,
er sögð skipta um höfuðfat að
minnsta kosti þrisvar sinnum
á drg. Vart þarf að taka það
frám, að hattar hennar eru
margir hverjir jafnvel ein-
kennilegri en það, sem hún
skrifar.
® •
Á ÍSLANDI
Eins og allstaðar annarsstað-
ar hafa leikarablöðin stungið
upp höfðinu hjer á íslandi. —■
Nokkuð mun að vísu liðið, síð-
an þau komu hingað síðast, en
þegar þau sjást, eru þau rifin
Frh. á bls. 15.