Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 2
2 .MORGUTSBLAÐIÐ Fimtudagur 8. janúar 1948 t*|óðviljÍBin gramur yfir vöruverðslækkuninni 11 síldarflutningaskip komu til Siglufjarðar t NÝÁRSBOÐSKAP sínum mælti forseti ísiands, Sveinn Björnsson, m.a. á þessa leið: „Með tilvísun til þess, sem jeg sagði áður, virðist ekki um síð- ustu 7—8 ár hafa verið ágreining- ur milli stjórnmálaflokkanna um, að stefna bæri að því að halda í skefjum dýrtíð og verðbólgu. — Þetta er og stefna núverandi rík- isstjórnar. Um nýsett lög, eftir tillögum ríkisstjórnarinnar um það, hvað gera skuli og með hverj um hætti og um framkvæmdir laganna mun þjóðin dæma. Það liggur utan við starfssvið mitt. En jeg vil minna á það, sem full- komnasta lýðræðisþjóð Evrópu kallar „fair trial“. Að lofa re.ynsl unni að skera úr hvernig lög og framkvæmdir reynast, áður en fordæmt sje. En að fordæma er að dæma fyrirfram óalandi og óferjandi það, sem reynslan ein, um nokkurt skeið, getur skorið úi', hvort rjett sje eða rangt, hentugt eða óhentugt“. hjóðviljinn vill ekki taka afstöðu með þjóðimii. Undir þessi orð forsetans munu allir skynibornir og velviljaðir ,menn taka. Má þar t.d. minna á ummæli Ólafs Thors í áramóta- grein hans hjer í blaðinu. Þar segir formaður Sjálfstæð- •ísfiökksins m. a. á þessa leið: — „Stjórnin á því sanngirniskröfu á, að tillögum hennar sje tekið með góðvild og að þær fái að tíýna sig í reynd, en verði eigi kveðnar niður með offorsi að óreyndu. A nú almenningur þess kost, að sýna, hver hugur fylgir máli, er allir krefjast aðgerða í dýr- tíðarmálunum“. v Þó að fremstu menn þjóðarinn- ar hafi þannig tekið sjer fram um að hvetja þjóðina til þessarar skynsamlegu afstöðu og þó að víst sje, að meginhluti hennar muni velja þenna kost, þá hafa forsprakkar kommúnista og mál- gagn þeirra, Þjóðviljinn, eigi viljað skipa sjer í þá fylkingu. Þvert á móti hafa þessi hógværu og þjóðhollu orð forseta íslands, orðið Þjóðviljanum efni til hvat- víslegrar árásar á hann. Kom engum á óvart. Um eðli þeirrar árásar eða .hvátirnar til hennar skal eigi raðtt. Er og sannast best að segja, að hun getur engum komið á ó- vart, því að án tillits til verðleika málefnisins sjálfs hefur barátta Þjóðviljans og kommúnista yfir- leitt undanfarið einmitt beinst að því, að koma í veg fyrir að reynsl an talaði sínu máli. Keppikeflið hefur verið að ^skapa fordóma en ekki hitt, að leiða menn til leitar sannleikans cða þess, hvað öllum almenningi tsjálfum er fyrir bestu. Uppþot Þjóðviljans nú sannar einungis, að rithöfundum hans er sjálfum ]jóst, hvers eðlis barátta þeirra er. Þess vegna skoða þeir það sem árás á sig, þegar forseti íslands varar þjóð sína við fordómum og því að dæma fyrirfram óal- andi og óferjandi það, sem reynsl an ein um nokkurt skeið getur Bkorið úr, hvort rjett sje eða rangt. Af hver ju henti slysið kommúnista? Játa verður, að hyggilegra hefði verið af málsvörum komm- únista, að snúa hinum hógværu aðvörunarorðum forseta íslands ekki upp í fordæming á sjálfum sjer, svo'sem þeir hafa gert. Ef þeir hefðu látið það vera, hefði þeim þó verið unnt að halda því fram, að þeir hefði verið í góðri trú í málflutningi sírfurri að undan förnu. Hjeðan í frá er þeim það ó- mögulegt. Rjett enn þá einu sinrú hafa þeir brennimerkt sjálfa sig og sannað alþjóð, að þeir vís- Gerir heiftúðuga árás á forseta Islands í gær ——— tr Sum þeirra voru 14 daga á leiðinni vitandi hafi farið með rangt mál, Þessi skyssa hefur hent komm únista vegna þess, að þeir hafa látið reiðina hlaupa með sig í gönur. Reiðina yfir því, að á fáum dögum skar sjálf reynslan úr um það, að fullyrðingar þeirra um afleiðingar dýrtíðarlaganna, voru staðlausir stafir. Spásögn Brynjólfs. í umræðunum á alþingi hjelt Brýnjólfur Bjarnason því fram, að eina afleiðing dýrtíðarlaganna yrði^sú, að auka raunverulega dýrtíð í landinu. Hann hjelt því fram, að land- búnaðarvörurnar mundu ekki lækka í verði, svo að vart yrði, en öll önnur vara mundi hækka í verði, sem svaraði söluskattin- um nýja. Fullyrti hann óhikað, að þegar dýrtíðarvísitala yrði reikn- uð út eftir að búið væri að gera þær verðlagsbreytingar, sem lög- in gera ráð fyrir, myndi hún a.m. k. verða kringum 350 stig. Enn þá hefur vísitalan ekki ver ið reiknuð út. Of snemmt er þess vegna að segja hver hún muni verða. En svo mikið er víst, að hún lækkar nú þegar í stað veru- lega frá því, sem verið hefur. Brynjólfur reynist falsspámaður. Ástæðan til þess er sú, að á- hrif dýrtíðarlaganna eru allt önn ur en Brynjólfur Bjarnason og fjelagar hans sögðu fyrir. Nú þegar hafa átt sjer stað fjölmarg- ar verðlagslækkanir. Sumar mjög verulegar, eins og á kjöti og fiski. Aðrar minni, vegna þess að vinnu launanna gætir þar síður en í hinum tilfellunum. En jafnvel al- mennar verslunarvörur, sem Brynjólfur Bjarnason sagði að mundu hækka vegna söluskatts- ins, standa í stað, vegna þess að verðlagslækkunin, sem leiðir af ákvæðum dýrtíðarlaganna, veg- ur upp á móti þeirri hækkun, sem af söluskattinum leiðir. Að þessu sinni hefur þess vegna Brynjólfur Bjarnason, eins og eigi ósjaldan áður, reynst alger falsspámaður. Hrakspár hans um ófarnað almennings af lagasetn- ingu þessari hafa, sem betur fer, reynst fleipur eitt. Ofsareiði Þjóðviíjans. I þess stað hefur nú í fyrsta skipti frá því að verðbólgan hófst fyrir alvöru hjer á landi, ekki aðeins verið veitt öflugt viðnám við vexti hennar, heldur hefur einnig tekist að draga úr vextin- um, án þess að til þess væri varið beinum fjárgreiðslum úr ríkis- sjóði. En svo hefur ætíð áður orð ið að fara að, þegar um sinn hef- ur verið í það lagt, að draga úr þeirri verðbólgu, sem þegar var orðin. Kommúnistar láta svo, sem andstaða þeirra gegn dýrtíðar- lögunum nýju stafi eingöngu frá umhyggju þeirra fyrir verkalýð landsins. Ef svo væn, myndu þeir manna fyrstir hafa fagnað því, sem nú þegar hefur áunnist til þess að gera kjararýrnun al- mennings í þessu sambandi minni en menn í fyrstu óttuðust, að hún yrði. En því fer fjarri að Þjóðviljinn eða kommúnistar yfirleitl gleðjist af þessum sök- um. Þvert á móti ná þeir ekki upp í nefið á sjer fyrir reiði og geta ekki dulið gremju sína og vonbrigði yfir því, að hrakspárn- ar fóru út um þúfur. Eitt má þakka Þjóðviljanum, aldrei þessu vant. Sem betur fer er allur fjöldi í GÆR komu til Siglufjarðar 11 síldarflutningaskip, bæði stór og smá. Þessi skip höfðu öll tafist í marga daga vegna veðurs. Þilfarsleki hafði komið að einu þeirra, Banan, og síld í því skemst. ——---------------------------- manna nú þegar farinn að átta sig svo á vinnubrögðum og eðli kommúnista, að menn fyrirfram bjuggust við, að þeir í þessu mundu einmitt hegða sjer ná- kvæmlega á þann veg, sem þeir hafa gert. Þrátt fyrir það verður þó að játa, að Þjóðviljinn á þakkir skil- ið fyrir bersögli sína í þessum efnum. Með öllu athæfi sínu nú hefur hann svo gersamlega flett ofan af því, sem inni fyrir er hjá kommúnistaleiðtogunum að eng- um, sem ekki beinlínis vill láta blekkja sig, fær lengur dulist, hve þar er ófagra sjón að sjá. Þjóðverjarnir ieystir út með stórgjöfum SLYSAVARNAFJELAG ís- 14 daga á leiðinni. Þessi skip fóru hjeðan frá Reykjavík á annan í jólum og dagana milli jóla og nýárs. — Ekki gátu þau komist fyrir Horn vegna veðurs og hafa þau legið inn á ísafirði, Patreksfirði og Aðalvík. Skipin voru þessi: Fjallfoss, Selfoss, Hrímfaxi, Eldborg, Ólafur Bjarnason, Sindri, Straumey, Hvassafell, Pólstjarnan, Hel og Banan. Banan. Þegar Banan kom til Siglu- fjarðar upplýsiist, að þilfars- leki hafði komið að skipinu. —• Hafði sjór komist niður í síld- ina í lestum skipsins. Við það hafði talsverður hluti af farmi skipsins skemst. Hjer í Rvík voru orsakir þilfarslekans ó- kunnar í gærkvöldi. Tvær vcrksmiðjm• í gangi. Á Siglufirði eru nú tvær verk smiðjur í gangi, SRP og SR-46, í gærktföldi var búið að landa úr tveim skipanna sem komu þangaðí gærdag. Verið var að losa fimm. Hin biðu löndunar. lands, sem efndi til samskota handa skipverjum á þöska tog aranum Lappland, er bjargaði skipshöfninni á Djúpavogsbátn um Björg, hefur nú hætt að tka á móti gjöfum handa Þjóð- veriunum. Skrifstofu Slysavarnarfjel. bárust í frjálsum samskotum, hjeðan úr Rvík og utan af landi 20 bús. kr. í peningum. En auk þes gaf ríkið þeim 7000 krón- ur. Auk þess barst mikið af allskonar böglum. Skipstjórinn hefur beðið Slysavarnarfjelagið að geyma peningana og skal þeim varið til kaupa á Rauða Kross böggl- um handa fjölskyldum þeirra manna sem á Lapplandi eru. Skulu bögglarnir svo sendir þegar þess er óskað. Austfirðingarnir hafa verið mjög rausnarlegir við hina þýsku sjóiyænn. Djúpivogur, en baðan eru mennirnir á m.b. Björg, hefur gefið Þjóðverjun- urn,5000 kr. Hornafjörður 3715 kr. Stöðvarfjörður 2870 kr., Kvennadeild Slysavarnarfjel. á Norðfirði 1000 kr. og sömu upphæð gaf Kvennadeildin á Akureyri. Peningagjafir bárust víðar að af landinu. T. d. sendu Grímseyingar 900 krónur. Áiöfcin í Kasmir EINN af talsmönnum indverska hersins skýrði frá því hjer í New Delhi í kvöld, að útlit væri fyrir því, að innrásar- mennirnir í Kasmir væru um 20,000. Bætti hann því við, að indverski herinn væri reiðubú- inn til að koma í veg fyrir all- ar tilraunir til að hertaka fursta dæmið. í sambandi við óeirðir þær, sem urðu í Karashi í gær, er frá því skýrt, að um 400 manns hafi verið handteknir. Finnar fá herfekin skip BANDARÍKJASTJÓRN til- kynnti finska sendiráðinu hjer í dag, að hún myndi taka til athugunar kröfur Finna um skaðabótagreiðslu fyrir skip þau sem Bandaríkin tóku frá Finnum meðan á stríðinu stóð. Standa samningar nú um 17 slík skip. — Reuter. Aróðri 1 TILEFNI af árás Þjóðviljans á formann stjórnar SR Svein Benediktsson í sambandi við út- skipun á bræðslusíld af Fram- vellinum, sem SR hafa samið um við okkur að skipa út í á- kvæðisvinnu, viljum við taka eftirfarandi fram: Við höfum tekið að okkur út- skipun í ákvæðisvinnu fyrir SR í Fjallfoss á kr. 3.50 pr. mál og fyrir Síldarbræðsluna á Seyðis- firði í Súðina fyrir sama verð og fór útskipun þessi fram fyrir áramót. Eftir áramótin höfum við samið við SR um útskipun í True Knot fyrir kr. 3.22 pr. mál og stafar lækkunin af niður- færslu vísitölunnar. Við höfum nú lokið við að gera upp reikninga fyrir útgjöld þau, sem við höfðum við útskip- unina í Fjallfoss og Súðina og hefur reynst tap á ákvæðisvinn- unni við bæði skipin, kr. 429,35 við Fjallfoss og kr. 897.71 við Súðina eða samtals kr. 1327.26. Vegna annríkis löggiltra end- urskoðenda í dag tókst ekki að ná í enduskoðanda til þess að staðfesta reikningsyfirlitin, en Þjóðviljanum er heimilt að senda hvaða löggiltan endurskoð, anda, sem er til þess að ganga úr skugga um að reikningsyfir- lit þessi eru rjett. Geri blaðið það ekki er það staðfesting á því að aðdróttanir þess í garð formanns stjórnar SR um það, að SR hafi gert við okkur samning, sem skapi verk- taka milli 10 og 20 þúsund króna gróða á dag, eru fleipur. Einnig er það tilhæfulaust að annar okkar, Valdimar Þórðar- son hafi fengið umboöslaun fyrir að útvega bíla til þess að aka síld úr veiðiskipunum í True Knot og getur Þjóðviljinn feng- ið það staðfest hjá Landssam- bandi útvegsmanna Við höfum fengið upplýsing- ar um það hjá Landssambandi útvegsmanna að kostnaður við síldina, sem flutt var úr veiði- skipunum til geymslu í landi hafi numið kr. 4.11 pr. mál og er þar talið kranalán, vigtar- gjald, akstur, móttaka í geymslu u.msjón og verkstjórn. Hinsveg- ar er ekki talinn kostnaður við hnekt að færa síldina að síldargreip- unum við löndunina, því að sú vinna er innt af hendi af sjó- mönnum veiðiskipanna. Við útskipun síldarinnar verð- ur aftur á móti að hafa menn til þess að hreinsa síld sem fell- ur út fyrir bílana og færa þá síld að síldarbingnum svo aði kranarnir nái til hennar. Við teljum að útskipun síld- arinnar úr geymslu sje síst kostrs aðarminna verk en uppskipun síldarinnar í gfeymsluna. Sje gengið út frá því að upp og út- skipun sje jafn dýr, þá hafa SR sparað sjer kr. 0,51 pr. mál á því að semja við okkur, sbr. kostnaðarreikning Landssam- bandsins, eða kr. 5.731.89 á farmi e.s. Fjallfoss og Síldar- bræðslan á Seyðisfirði orðið að- njótandi hliðstæðs hagnaðar. Enn ein sönnunin fyrir því að SR hafi ekki gert óhagstæðara samning fyrir sig við okkur um útskipunina er það, að annar að ili Síldarbræðslan á Seyðisfirði átti þess kost að skipa síldinnii út í tímavinnu, en kaus frem- ur að semja við okkur um á- kvæðisvinnu fyrir sama verð og SR. Þeir sem vandir eru að mál- flutningi, kynna sjer mála- vöxtu og flytja ekki staðlausa stafi og órökstuddar aðdrótt- anir í garð einstakra manna, en þeir. sem það gera verða tald- ir jafn merkir skrifum sínum. Reykjavík, 7. janúar 1948. ValcLimar Þórðarson. Magnús Vigfússon. Kommúnistar herða sóknina NANKING — Kommúnistaher- deild er nú aðeins 12 mílur frá Mukden í hinni nýju sókn komm únista. Washington. — Nýlega hlustuðu nokkrir öldungardeildarmenn á fjörutíu umsækjendur um lesara- embætti deildarinnar. Er þetta mjög erfitt verk, því oft eru mörg frumvörp, sem lesararnir verða að lesa upphátt fyrir deildina. Knut Hamsun scktaður Oslo. — Knut Hamsun, hið frægá 88 ára, norska skáld, hefu'r ný- lega verið dæmdur í 21,250 pundcj sekt fyrir landráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.