Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. janúar 1948 Útf?.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. í Grikklandi SJÖ ÁR eru liðin, síðan Mussolini rjeðist á Grikkland. Siðan hefur gríska þjóðin átt í styrjöld, á einn eða annan hátt. En ekki gefist upp. Ekki látið hugfallast. Haldið baráttunni áfram fyrir frelsi þjóðarinnar og fyrir því, að lögum og reglu megi halda uppi í landinu í framtíðinni. Fyrir þetta þolgæði sitt og þrautseigju hefir gríska þjóðin fengið margt óþvegið orð í blöðum kommúnista út um heim. Þjóðviljinn hefur að sjálfsögðu tekið undir þann róg. Því hann er ekki annað en bergmál af því sem önnur kommún- istablöð flytja lesendum sínum. Árið 1943 gerðu kommúnistar í Grikklandi og Búlgaríu samkomulag sín á milli um það, að vinna að því, að stofnað yrði við fyrstu hentugleika einskonar sovjetbandalag milli Grikkja og Búlgara. Ef þær fyrirætlanir hefðu komist i framkvæmd, þá hefði Grikkland orðið leppríki undir rúss- r.eskri stjóm, en þjóðin mist yfirráðin yfir Makedóníu, og Saloniki orðið slavnesk borg. Um leið og hernámi Þjóðverja yrði Ijett af landinu skyldi gerð stjómarbylting. Áttu hinir svonefndu EAM-flokkar að koma á byltingu þeirri. Þeir komust að samkomulagi við þýska herliðið, sem þá var í landinu og trygðu sjer ýms vígi, sem mikilvæg eru, til þess að ná valdi yfir þjóðinni. Jafnskjótt og herir Möndulveldanna voru komnir á brott, efndi EAM-flokkurinn til uppreisnar og beitti fyrir sig hin- um vopnuðu ræningja- og hermdarverkaflokkum, sem síðan hafa haldið uppi borgarastyrjöld í landinu. Hvað eftir annað hafa ræningjaflokkar þessir og skæruliðar, efnt til stórkost- legra morða og hryðjuverka, til þess að kúga almenning til hlýðni við sig, og engu hlíft, hvorki börnum nje konum. En þjóðin hefur ekki látið bugast hvað sem á hefur dunið frá hendi þessara stigamanna. Kommúnistar hafa ekki með þessum ráðum getað náð völdunum í landinu, þó þeir hafi notið hins öflugasta stuðnings frá hinum kommúnistisku yfirvöldum nágrannalandanna. Og þrátt fyrir þá ógnaröld, sem skæruliðamir hafa haldið uppi, hefur það aldrei komið fyrir, að risið hafi þar hneykslismál álíka og Petkov-málið í Búlgaríu, þar sem maður hafi verið tekinn af lífi fyrir það eitt, að hann hafi verið á öndverðum meið við stjórn lands- ins. Lengi vel reyndi núverandi stjórn að sýna uppreisnar- mönnum linkind, með sakaruppgjöfum og þessháttar. En upp á síðkastið hefur stjórnin með hinn frjálslyndá Sophoulis í forsæti tekið fastar í taumana, enda hafa átökin nú harðnað. Bendir margt til þess að hin löglega stjóm landsins sje að vinna bug á hinum kommúnistisku óaldarflokkum. Þjóðviljinn hjema segir í gær, að Mœkvaútvarpið „for- dæmi íhlutun Bandaríkjanna í Grikklandi". Það er ekki nýtt, að þannig þjóti í þeim skjá. Bergmál Moskvaútvarpsins hefur árum saman „fordæmt" það að hinir grísku kommúnistar skuli ekki hafa fengið óáreittir að selja landið í hendur hinu austræna valdi, eins og kommar hafa gert í Ungverja- landi og víðar. 1 hvert sinn sem hið austræna einveldi gleypir eitthvert þjóðlandið í viðbót við hin fyrri, ljósta kommúnist- ar um gervallan heiminn upp gleðiópi og hefja fagnaðar- læti. Hinir íslensku unnendur hinnar austrænu kúgunar-taka að sjálfsögðu þátt í þeim söng. Eftir því sem fleiri þjóðir verða kommúnismanum að bráð, eftir því glæðast vonir hinna íslensku leiguþýja Moskvavaldsins um það, að einhvem tíma geti mnnið upp sá dagur að þeir geti orðið aðnjót andi hinna persónulegu hlunninda af því, að svíkja íslenska þjóð undir hið austræna vald. Enn segir Þjóðviljinn í gær, og hefur það eftir Laski hin- um breska að lítið beri á lýðræði í Grikklandi á þessum dögum. Þjóðviljamenn þykjast sem kunnugt er vera hinir mestu unnendur lýðræðis hvar sem er í heiminum. En hvemig ást kommúnista lýsir sjer í verki á lýðræði, sjest best, þar sem þeir fara með völdin. Því enn hefur mann- kynssagan ekki til að dreifa stjórnarskipun, sem fjær er lýðræði en kommúnistar hafa komið á í heimalandi sínu. ÖR DAGLEGA LÍFINU Kommúnismi læknaður. ÞAÐ ER MARGT SKRÝTIÐ í kýrhausnum, sagði kerlingin og nú eru þeir farnir að lækna menn af kommúnisma með smá vægilegum heilauppskurði! Danska blaðið „Information“ skýrir frá þessum merkilegu tíðindum og er Associated Press heimild blaðsins fyrir frjettinni. Þíð var sænskur læknir, sem fann upp þessa aðferð og hon- um hefir tekist að gera stækan og sjóðvitlausan kornmúnista að gallhörðum íhaldsmanni! Sænski læknirinn, dr. Gösta Rylander, sem um þessar mund ir er staddur í Bandaríkjunum. segir sjálfur frá tilraun sinni á þessa leið: ,,Lobotomi“. Á LÆKNAMÁLI er þessi uppskurður kallaður ,,lobo- tomi“ og er því fólginn, að ljett er þunga af vissum taugum. Sænski iæknirinn gerði til- raun sína á manni, sem var svo æstur kommúnisti, að hann gat ekki hugsað um annað, en stjórnmál og þjóðskipulags- vandamálin. Gekk þetta svo langt, að maðurinn var að því kominn að missa vitið. • W6£z2t Sá lífið í nýju ljósi. EFTIR UPPSKURÐINN var maðurinn allur annar. „Hann sá lífið í nýju ljósi. Hann var ánægður með tilveruna og sam borgara sína og hætti meira að segia að hafa áhyggjur útaf atomsprengjunni, sem hafði verið aðalvandamál hans áður fyr. Dr. Rylander bætir því við að lokum, að reyndur skurð- læknir geti framkvæmt Lobo- tomi á 30—40 mínútum. Saga þessi er að sjálfsögðu ekki seld dýrari en hún er feng in. En sje hún það sem hún virð ist vera, þá má taka undir með hinni kerlingunni og segja: „Allan fjandan lækna þeir“. Eignaframtal. NÚ FER EIGNAKÖNNUNÍN að hefjast fyrir alvöru þegar menn eiga að fara að telja fram til skatts, en því á vera lokið fyrir næstu mánaðamót og eft- ir því, sem lög mæla fyrir og auglýsingar skattstjórans bera með sjer þá er engin miskun hjá Magnúsi. Eftir því sem frjest hefir þá eru spuxningar skattayfirvald- anna undanfarin ár barnaleik- ur einn hjá því sem nú er. Það er spurt og spurt í þaula og úr því að spurt er þá er víst ætl- ast til að- svarað sje. Þegar eru komnar fram raddir um, að spurningarnar á skattafram- talseyðublaðinu sjeu nærgöng- ular og frekar. Um það get jeg ekki dæmt, þar sem jeg hefi ekki sjeð plaggið. • Best að sjá með eigin augum. EN HVAÐ sem um hinar nýju aðferðir um skattafram- tal er annars að segja, þá ættu bor^ararnir að athuga, að nýj- ar reglur um skattaframtal eru gegnar í gildi og að þung við- urlög liggja við ef út frá regl- unum er brugðið. Meðal annars er svo kveðið á í lögunum, að ef maður reyn ir að skjóta fje undan skatti viljandi þá rennur það óskift til ríkissjóðs og að hægt er að dæma menn í alt að 200 þús- und króna sekt fyrir vísvitandi villandi upplýsingar um skatt- skyldar eignir. Þess vegna er það nauðsyn- legt, að menn geri sjer Ijóst, hvað er á' ferðinni og kynni sjer af eigin reynd allar reglur þessu að lútandi. Skorað á þátttöku frá íslandi. EFTIRFARANDI SKEYTI barst Víkverja í gær frá ís- lenskum manni, sem búsettur er í London: „Með nauðsyn á auknum ferðamannastraum til Islands | og byggingu gistihúsa heima fyrir augum bið jeg þig að minnast rækilega á nsuðsyn þess, að íslenskur fulltrúi sje sendur á veitinga- málasýningu sem haldinn verð ur hjer í London dagana 16.— 24. janúar n.k. Sýning þessi er vel undirbúin og verða þar til sýnis margskonar gagnlegir hlutir viðvíkjandi nýtísku gisti og veitingahúsrekstri. Þar verða sýnd líkön og teikningar af gistihúsum, veitingasölum og nýtískutæki. sem farið er að nota í sambandi við ferða- marj amóttökur“. e Sjálfsagt mál. ÞAÐ ER EKKI nema sjálf- sagt að taka undir þessa áskor- un Islendingsins í London. Slíkt tækifæri á ekki að láta ónotað og víst er það að al- mannafje er daglega ver varið en til að auka þekkingu okkar á þessu sviði, því það kemur að því, fyr eða seinna, að við verðum að taka þessi mál til alvarlegri yfirvegunar en nú er gert. • Miljóna verðmæti í voða. FJÖLDA MARGIR húseig- endur hafa orðið fyrir alvar- legu tjóni vegna þess að mið- stöðvarofnar þeirra sprungu í frostunum á dögunum. Og því miður er sú hætta ekki liðin hjá. Gísli Halldórsson verkfræð- ingur leit inn til mín í gærdag með ,tvo járnbúta úr miðstöðv- arofni, sem hafði sprungið. Þau voru full af einhverskonar leðju og annað rörið svo, að það sást ekki í" gegnum það og var það bó ekki langt. Það var gjör stíflað. Hjer er stórhætta á ferðum, sem verður að rannsakast. í hitalögnum húsa hjer í bænum liggur tugmiljónaverðmæti. Því fyr, sem ítarleg rann- sókn fer fram, því minni hætta á stórtjóni. MEÐAL ANNARA ORÐÁ .... -- J Eftir G. J. A. ! — ——-* Fæstir skilja bandaríska kvikmyndaeftirlitið ENDA þótt flestir nema Þjóð viljamenn sjeu sammála um, ið hvergi sje kvikmyndafram- eiðslan komin á hærra stig en í Bandaríkjunum, er þó einn ^áttur þessarar kvikmynda- ;erðar sem fæstir fá skilið Þetta :r kvikmyndaeftirlitið banda- 'íska — The Hays Office — em hafa á umsjón með því, að ;ýningargestir sjái ekkert það, ;em sje siðspillandi. Þetta eftirlit sem Eric John- on nú veitir forystu. er komið it í hreinustu öfgar. Evrópu- nenn fá ekki skilið þessa vit- eysu og Bandaríkjamenn sjálf agt heldur ekki. Hjer er eitt læmi: • • Næturgagn og pípuhattur. Bretar gerðu fyrir skömmu íðan kvikmynd, sem gerist að okkru leyti í Oxfordháskóla. ’.ex Herrington leikur aðal- lutverkið, og í bresku kvik- íyndinni er hann látinn klifra einuhverjum galsa upp á turn Inn í skólanum og hengja á ,ann heljarmikið næturgagn. Flestum mun finnast þettá saklaus skemmtun. Svo fannst eftirlitsmönnunum bandarísku þó ekki. Er að því kom, að senda skyldi kvikmyndina til sýningar í Bandaríkjunum, heimtaði Hays-skrifstofan það, að næturgagnssenan yrði tek- inn upp aftur, koppsskömmin mætti ekki koma fyrir augu bandarískra kvikmyndagesta. Hays-skrifstofan r vak^ndi auga rneð kjólum 1 ikmynda- stjarnanna. Bresku framleiðendurnir mót mæltu vitanlega og reyndu að leiða Haysmönnunum fyrir sjónir, að það væri ekki minstu vitund siðspillandi að horfa á þetta verkfæri. En þeir banda- rísku sátu við sinn keip, og þessu lauk svo, að Herrington mátti gera svo vel og klifra upp í turninn á ný, og hengja á hann, ekki næturgagn, held- ur pípuhatt! • • Mótmæli. Töluvert hefur vitaskuld verið um það ritað bæði í Bandaríkjunum og annarsstað- ar, að bráðnauðsynlegt væri að sigrast á þeim öfgum, sem umlykja bandaríska kvikmynda eftirlitið. Vikublöð eins og Time og Life hafa vakið at- hygli á þeirri firru. að Banda- ríkjamenn mega horfa á hálf- strípaðar dansstelpur á sýning arljereftinu, en alls ekki sjá karlmenn og kvenmánn liggja, alklædd, hlið við hlið í heima- húsum. Það er talið siðspill- andi. Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.