Morgunblaðið - 09.01.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. janúar 1948
MORGUNBLAÐIÐ
7
Starfsmenn
I BYRJUN september s.l. fól
bæjarstjórn bæjarráði að skipa
nefnd til þess að rannsaka at-
Vinnuhorfur á vetri kpmanda og
gera tillögur um aðgerðir ef til
þess kæmi að slíkra aðgerða væri
þörf.
í nefndinn eiga sæti: Ragnar
Lárusson, form., Haraldur Pjet-
ursson, ritari, Zophonías Jónsson
og dr. Björn Björnsson, hagfræð-
ingur bæjarins, sem jafnframt
er framkvæmdastjórá hennar.
Hefir nefnd þessi nú sent bæj-
arstjórn Reykjavíkur skýrslu um
rannsóknir sínar og verður þeirra
getið hjer að nokkru.
1881 starfa hjá bænum.
Hjá bænum og fyrirtækjum
bæjarins voru alls starfandi 1881
maður, þaraf 1156 hjá bæjar-
sjóði. Af þeim, sem unnu hjá bæj
arsjóði voru flestir við gatnagerð
(viðhald og nýbyggingar), eða
255. 227 unnu að fræðslumálum,
182 að heilbrigðismálum, 123 að
framkvæmdastjórn bæjarins, 86
að löggæslu, 68 við íþróttir og
útiveru, 63 við grjót og sandnám,
38 við iðnað, 36 við brunamál, 31
við landbúnað og ræktun, 30 við
lýðmál, og 17 við áhaldahús.
Af fyrirtækjum bæjarins unnu
flestir við Rafveituna, eða 346.
Við Vatns -og hitaveituna unnu
160, 114 við höfnina, 64 við stræt-
isvagnana, 35 við bæjarútgerð,
og 13 við gasveituna. Þess ber að
geta að síðan skýrslan var gerð,
eða um miðjan desember hafði
starfsmönnum hjá Rafveitunni
fækkað um 60.
Áf þeim mönnum, sem vinna
hjá bæjarsjóði eru 770 *verka-
menn, 141 bifreiðarstjóri, 119 fag
íærðir iðnaðarmenn, 54 ófaglærð
ir og 50 sjómenn.
Starfsfólk ríkissjóðs og ríkis-
stofnana 2499.
Starfsfólk á vegum ríkissjóðs
og stofnana hans hjer í bænum
er 2499„ og er um helmingur
þess skrifstofu- og afgreiðslufólk,
verkamenn eru 330, verkakonur
180, iðnaðarmenn 150, ófaglærðir
100, sjómenn 130, sjerfræðingar
100 og aðrar stjettir með minna.
Starfsfólk póst- og símamála er
flest, eða 552. 254 vinna að
fræðslumálum, 226 að heilbrigð-
ismálum, 339 að samgöngumálum
(á sjó 207, í lofti 82, á landi 50).
Við iðnað vinna 191, verslun 1164
löggæslu og dómsmál 111, stofn-
ana vegna atvinnuv. 127, vita-
mál 103, framkvæmdastjórn 101
og við aðrar greinar færri.
Skýrslusöfnun um iffnaðinn
erfiff.
Erfiðlega gekk að safna skýrsl
um um iðnaðinn, sjerstaklega
byggingariðnaðinn, þar sem ó-
kleift reyndist að fá fullnaðar-
yfirlit. í öðrum iðnaði var talið
að inni 4682 menn og konur. —
2576 í handiðnaði og 2106 í verk-
smiðjuiðnaði. Flestir vinna við
fata- og búningsstörf, eða 1510.
Við matvælagerð vinna 1137 og
járn- og vjelsmíði 1112, en færri
við aðrar iðngreinar. Starfsfólki
hefir þó þegar fækkað í ýmsum
greinum iðnaðarins vegna efnis-
skortsl
I húsasmíði og múrun skiluðu
skýrslum 8 byggingarfjelög með
560 starfsmenn og 20 húsasmiða-
og múrarameistarar með um 280
starfsmenn.
2623 starfa í versUtnum.
í verslunum störfuðu alls 2623
(ríkisverslanir ekki taldar þar
með). 1938 í smásöluverslunum,
en 685 í heildverslunum. Af smá-
söluverslunum voru nýlenduvöru
verslanir með mest starfslið, eða
390, en vefnaðarvöruversianir
koma þar næst með 355.
Hjá veitingahúsum bæjarins
starfa um 600 manns, þar af 400
konur. Utlendingar eru þar 33.
Hjá bifreiðastvöðvunum eru
taldir um 850 bílstjórar og skift-
ast nálega jafnt á milli fólks- og
vöruflútninga. Iljá flugfjelögun-
um starfar Í10 manns.
bæjœi:ms eru nú 1881
Skýrsla atvinnumála-
Skipun landsdómara í
frjálsum iþróttum
nefndar um atvinnuhorf-
ur í bænum
Leiðrjeffing frá Frjálsíþróttadómara-
fjelaglnu.
1530 sjómenn á 84 skipum.
Um mánaðamótin nóv.-des. voru
1530 sjómenn lögskráðir á samt.
84 skip hjer í Rvík (Skipv. á skip
um ríkis og bæja taldir með).
— 447 eru á síldveiðiskipum úr
bænym, en 213 utanbæjarskipum,
484 eru á togurum, 292 á strand-
ferðaskipum, 49 á strandgæslu-
skipum, 32 á bátum á fiskveið-
um og 13 á dýpkunarskipi.
■w
Um helstu niðurstöður rann-
sókna nefndarinnar segir svo í
skýrslunni m. a.:
„Ríkiff
Starfsmönnum þar mun ekki
fækka frá því, sem nú er. Fækk-
un .sú á verkamönnum, sem fyr-
irhuguð var í októberbyrjun, hef
ur þegar komið til framkvæmda.
Bærinn
Starfsmönnum hjá bæjarsjóði
fækkar ekki verði framkvæmd-
um við gatnagerð haldið í sama
horfi og nú að undanförnu, en
það veltur á tíðarfari og fjár-
framlögum. Hjá Rafmagnsveitu
og Vatns- og hitaveitu getur orð-
ið nokkur fækkun á verkamönn-
um um tíma, en fyrirhugaðar
framkvæmdir þeirra fyrirtækja,
sem þyrftu að geta hafist með
vorinu, krefjast að nýju allmikils
aukins vinnuafls. Hinar miklu
hafnarframkvæmdir gætu þegar
verið hafnar, ef fjárfestingarleyú
hefði fengist.
Iðnaður
í flestum greinúm fðnaðarins er
samdráttur og fækkun starfsfólks
yfirvofandi, ef efnisþörfinni verð
ur ekki fullnægt betur en að und
anförnu, og ef efnisskorturinn
heldur áfram að aukast, virðist
algjör stöðvun víða óumflýjanleg.
Verkefni virðast hins vegar yfir-
leitt næg. Vegna óvissunr.ar um
öflun efnis er tilgangslaust að til-
færa ákveðnar tölur um fækkun
þá á starfsmönnum, sem talið er
að kunni að verða óhjákvæmileg.
Vevslun
Sumar greinar verslunarinnar
munu haldast í sama horfi og nú,
en í öðrum greinum hennar stend
ur fyrir dyrum allmikill samdrátt
ur, enda hefur mikil óeðlileg út-
þensla átt sjer stað á undanförn-
um árum.
Samgöngur
Verkefni virðast næg fyrir þá,
sem starfa að samgöngum á landi
og í lofti, ef skortur á bensíni og
varahlutum hindra ekki rekstur-
inn nema hjá vörubifreiðastjór-
um, sem taldir eru !4 fleiri en
viðskiftaþörfin krefur.
Sjávarútvegur og siglingar
Fiskiskipaflotinn í bænum er
nú allur í gangi, og á honum
starfa eins margir menn og þeir
geta flestir orðið. Mun svo verða
á meðan síldveiðarnar eru stund-
áðar, en við línu- og togveiðar á
vetrarvertíð starfa um V-i færri
menn. við bátana. Atvinna fyrir
verkamenn í landi við umferm-
ingu síldarinnar er einnig sjálf-
sagt meiri en þorskveiðarnar á
' vetrarvertíð útheimta. Starfs-
mönnum frystihúsanna yrði hins
vegar fjölgað, eða taia þeirra
minst tvöfölduð frá því, sem hún
j var ’ talin í okt. s 1. Hin mörgu
nýju skip, sem væntanleg eru til
| bæjarins, þarfnast samtals um
500—550 manna áhafria.
Atvimfuhorfur
verkamanna
Atvinnuhorfur verkamanna al-
ment virðast þær, að ef bærinn
getur haldið áfram með svipuðum
hætti framkvæmdum þeim, sem
hann nú hefur með höndum,
hægt verður að reka sjávarútveg-
inn með eðlilegum hætti og bygg
ingarstarfsemin dregst ekki sam-
an frá því, sem nú er, verði nægj-
anleg atvinna fyrir þá menn, sem
nú stunda verkamannavinnu. —
Tala fullgildra fjelagsmanna í
verkamannafjelaginu Dagsbrún
mun nú vera um 3300, auk um
800 aukameðlima, en mjög marg-
ir þeirra eru skólapiltar og utan-
bæjarmenn. Um tölu utanbæjar-
manna, sem hjer stunda nú at-
vinnu, er ekki vitað. Um 200 út-
lendir karlar voru taldir stunda
hjer atvinnu, margir við iðnaðar-
störf, en þeim hefur sennilega
þegar fækkað nokkuð.
100 erlendar starfsstúlkur
Allmikill skortur er enn á
starfsstúlkum t. d. á sjúkrahús-
um, og sama mun gilda um heim-
ilisstörf. Um 100 erlendar stúlk-
ur voru taldar starfa í þeim
Starfsgreinum, sem komið hafa til
athugunar hjer að framan. Kven-
fólk, sem starfar nú í iðnaði og
verslun, en við samdrátt þeirra
atvinnugreina þyrfti að hverfa að
öðrum störfum, virðist. því muni
geta fundið önnur verkefni.
Eins og áður var bent á, mun
samdráttur í störfum karla í hand
iðnaðinum fyrst bitna á óiðnlærð-
um mönnum, sem þar stunda iðn-
aðarstörf, og myndu þeir þurfa
að hverfa að öðrum störfum. All-
miklir nýir atvinnumöguleikar
skapast við aukningu skipastóls-
ins, og mun það ljetta á atvinnu-
markaðnum.
Efling undirstöffu
atvinnuveganna
Aðgerðir stjórnarvalda bæjar-
ins, sem miða eiga að því að
koma í veg fyrir atvinnuleysi,
hljóta fýrst og fremst að vera
fólgnar í eflingu undirstöðu at-
vinnuveganna, sjávarútvegs og
vinnslu sjávarafurða. Bærinn hef
ur þegar stuðlað að aukningu
fiskiskipaflotans, og hrundið af
stað framkvæmdum til að skapa
honum athafnaskiiyrði í höfninni.
Vill nefndin leggja áherslu á, að
þeim framkvæmdum verðr haldið
áfram, á þann hátt, sem áformað
er, og þeim hraðað eftir föngum.
Jafnframt þyrfti að gefa gaum,
tillögum , Sjávarútvegsnefndar
bæjarins um rannsókn á hafnar-
svæðunum báðum megin innri-,
hafnarinnar, i því skyni að færa
út athafnasvæði hennar.
Varðandi hagnýtingu sjá'’ar-
afurða og aukningu fiskiðnaðar-
ins liggja þegar fyrir samþyktir
bæjarstjórnar (t. d, frá 7. febr.
1946 um fiskiðjuver og nú nýver-
ið um síldarbræðslustöð). — Er
nauðsynlegt að þeim atnugunum
og undirbúningi að framkvæmd-
um verði hraðað. Jafnframt parf
að hrinda áleiðis þeim framkv.
í raforkumálum, sem áformaðar
eru, til þess að tryggja iðnaðin-
um næga raforkú.
Ötl viðleitni bæjarins til að
koma í veg fyrir atvinnuleysi
með eflingu og aukníngu atvinnu
lífsins í bænum kynni þó að vera
unnin fyrir gýg, éf hið mikla að-
streymi fólks til bæjarins hjeldist
eða jafnvel færi vaxantíi, auk
þess sem það að öðru leyti skap-
ar lítt viðráðanleg viðfangsefni.
t. d. í húsnæðismálunum. Er því
mikil nauðsyn að stemma stigu
við frekari, óeðiilegum fólksflutn
'ingum til bæjarins.
í sambandi við hinn almenna
samdrátt, sem virðist yfirvofandi
Frh. á bls. 8.
VEGNA laga og hlutverks fjelags
vors, sem er eina viðurkennda
frjálsíþróttadómarafjelagið í
landinu, komumst vjer í stjórn
þess ekki hjá því að leiðrjetta
þá frjett frá Í.S.Í., sem birtist
hjer í blaðinu í gær (31. des. ’47)
um „staðfestingu“ Í.S.Í. á 37
landsdómurum í frjálsum íþrótt-
um.
í fyrsta lagi á þessi „staðfest-
ing“ sjer enga stoð í þeim lögum
og reglum, sem fjalla um próf og
löggildingu f r j álsíþróttadómara
— og stjórn Í.S.I. hefur staðfest.
í öðru lagi höfum vjer í stjórn
dómarafjelagsins aldrei óskað eft
ir því að Í.S.Í. staðfesti áður
nefnda 37 menn, sem landsdóm-
ara — og er það því alveg gert
án okkar ráða og vitneskju, sem
þó erum viðurkenndur rjettur að-
ili um öll mál, er varða störf og
skipun landsdómara í frjálsum
íþróttum innan umdæmis Reykja
víkur.
Hinsvegar má geta þess, að s.l.
sumar (í ágúst) sendum vjer
stjórn Í.S.Í. tillögur að nýrri
reglugerð um dómarapróf ásamt
greinargerð um störf fjelags vors
—- og ennfremur dómaraflokkun
þá, sem vjer framkvæmdum lög-
um samkvæmt s.l. vor, en þá
skipuðum við 15 landsdómara
fyrir árið 1947. 10 þeirra voru
menn, sem höfðu unnið sjer lands
dómararjettindin með háu dóm-
araprófi árin 1944 og 1945 og til-
skyldum dómarastörfum á lands-
mótum, en hinir 5 með því að
kenna og prófa á þeim 3 opin-
ber dómaranámskeiðum í frjáls-
um íþróttum, sem hjer hafa verið
haldin.
Var það á sínum tíma (1943)
álit íþróttaráðs Reykjavíkur, sem
þá fór með þessi dómaramál, að
eigi væri hægt að veita öðrum
landsdómararjettindj án prófs, en
þeim einum, sem hefðu verið
valdir til að kenna og prófa á
fyrstu dómaranámskeiðunum,
sem hjer voru haldin 1944—1946.
Og eftir að dómarafjelagið tók
við þessum rriálum hefur það
haldið sig við þá ákvörðun, enda
ógerlegt að skapa tilhlýðil. virð-
ingu fyrir kunnáttu dómara í
leikreglum, ef þeim er veitt rjett-
indi án prófs.
Þessu brjefi okkar hefur stjórn
Í.S.Í. ekki enn svarað, þótt liðnir
sjeu rúmir 4 mánuðir síðan það
var sent stjórninni en tilkynnir í
þess stað, á gamlársdag, í Morg-
unblaðinu, „staðfestingu“ á 37
landsdómurum, þar af flestir úr
Reykjavík, • því umráðasvæði,
sem Í.S.Í. hefur með lögum falið
okkur að sjá um án afskipta frá
öðrum.
Um það hvort einhver hinna
22 (sem eru fram yfir þá löggildu
15, sem við sklpuðum), ættu ein-
hvern siðferðilegan rjett á því að
öðlast. landsdómaranafnbótina í
viðurkenningarskyni, skal ekki
rætt hjer, én þó tekið fram, að
þeir virðast vera valdir af tals-
verðu handahófi. Að vísu má
finna þar nokkra þekkta áhuga-
menn, sem hafa bæði reynslu og
þekkingu á þessum iriálum og
starfa enn, en þó vantar marga,
sem standa þeim fyllilega jafn-
fætis, meðan aðrir eru valdir,
sem ekki er kunnugt um að hafi
’dæmt neitt á lands- og meistara-
mótum í fjölda ára'— og því ó-
gerlegt að vita með nokkurri
vissu um þekkingu þeirra ó ný-
ustu leikreglum.
Það kemur óneitanlega úr höfð
ustu átt, að stjórn Í.S.Í., skuli
þannig hafa misskilið svo hrapa-
lega sitt hlutVerk — og orð'ð
fyrst til að brjóta sín eigin lög
og reglugerðir — sem hún þó
ætlast til að allir innan sinna vje-
banda haldi í eiiTú og qllu. Þessi
mistök gegna og meiri furðu fyrir
þá sök, að í hlut á sjálfur forseti
Í.S.Í., sem er einmitt einn af
brautryðjendum þess, að Í.S.Í.
tók að gefa út lög og leikreglur
í frjálsum íþróttum, sem öðrum
greinum — og hefur jafnan, í
rgpðu og riti, hvatt íþróttamenn
með setningúnni „með lögum
skal land byggja (én [ekki] með
ólögum eyða) . . .
Enda þótt þessi verknaður all-
u? sje því jafn torskilinn og hanu
er ólöglegur, htur einna helst út
fyrir að stjórn Í.S.Í. hafi fundið
sjer liggja svo mikið á að „stað-
festa“ einhvern ákveðinn fjölla
,.landsdómara“ fyrir áramót (og
eignakönnunina!), að henni hafi
alls ekki unnist tími til að líta
fyrst í sinar eigin reglur um þessi
mál (því vitanlega hefur stjórn-
in ekki vísvitandi brotið reglurn-
ar).
En, sem dæmi um það ástand,
sem slík staðfesting, ef lögleg
væri, gæti haft í för með sjer,
viljum vjer geta þess, að s.l.
haust skrifuðum vjer 25 mönn-
um og buðum þeim að taka þátt
í prófi, sem dómarafjelagið ætlar
að halda fyrir þá menn, sem hafa
mikla reynslu í dómarastörfum
og starfa enn en hafa enn ekki get
að komið því við að ganga undir
próf til að öðlast dómararjett-
indi. Höfðu um 10 þeirra tilkynnt
þátttöku sina í áður nefndú prófi
— en geta má nærri hvort þeir
hætta ekki við prófið,, þegar þeir
(sumir þeirra) hafa nú fyrir-
hafnarlaust fengið landsdómara-
rjettindi frá Í.S.Í. í nýársgjöf.
Og ef íþróttamenn tæku al-
mennt mark á þessari „'staðfest-
ingu“, yrði þar með útilokað að
nokkur maður fengist til að lesa
og ganga undir próf í leikreglum,
þegar fordæmið sýnir, að hægt
væri að fá rjettindi hjá Í.S.Í. án
nokkurs prófs.
í dag — 1. janúar 1948 — hefur
Frjálsíþróttasamband íslands (F.
R.í.) tekið formlega við stjórn
frjálsíþróttamála hjer á landi —
samkvæmt lögum Í.S.Í. og getum
vjer þvi samglaðst stjórn Í.S I.
yfir þvj, að þurfa nú ekki lengur
að standa í því vanþakkláta
verki að skipuleggja og stjórna
íslenskum frjálsiþróttamálum —
og ábyrgjast kunnáttu og hæfni
áður nefndra landsdómara — því
nóg_ er samt af verkefnum fyrir
Í.S.Í., sem orðið hafa að bíða ó-
leyst sökum allt of mikilli anna,
vegna afskipta af sjergreinarmál-
efnum þeirra íþróttagreina, sem
nú hafa stofnað sín sjerlands-
sambönd.
Að siðustu viljum vjer geta
þess að vjer völdum þann kostinn
(eins og Í.S.Í.), að birta þessa
leiðrjettmgu í víðlesnu blaði — í
stað þess að senda hana brjeflega
til stjórnar Í.S.Í., fyrst og fremst
af þeirri ástæðu, að siðari leiðin
hefur enn þá sem komið er reynst
árangurslaus (samanber hið 4.
mánaða gamla brjef vort, sem
enn liggur ósvarað hjá stjórn
Í.S.Í.).
Með þökk fyrir birtinguna.
Virðingarfyllst,
Stjórn
Frjálsíþróttadómarafjelags
Reykjavíkar.
' (F.D.R.).
Jóh. Bernhard, form.
(sign)
Steindór Björnsson, gjaldk.
(sign)
Sigurffur S. Ólafsson, ritari
(sign)
Ræðu Trumans frestað.
WASHINGTON — Fjarhagsræðu
Trumans hefur verið frestað til
14. janúar, en ástæðan fyrir því
er enn ókunn.
/