Morgunblaðið - 17.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 17. janúar 1948 Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Fr&mkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ám Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. HITA VEITAN HIÐ einstæða mannmirki, Hitaveita Reykjavíkur, er að sjálf sögðu bæjarbúum mjög hjartfólgin. Það veitir fleiri heim- ilum hita úr iðrum jarðar, en nokkurt slíkt fyrirtæki, sem starfrækt er annarsstaðar í heiminum. Hitaveitan er á marg- an hátt svo merkileg, að hún hefur vakið umtal og aðdáun víðsvegar um heiminn. Hún hlýtur að vera bæjarbúum kær, vegna þess að takist eins vel með rekstur hennar í framtíðinni, eins og vonir standa til, þá verður hún hinum sameiginlega sjóði borgar- anna drjúg tekjulind. ★ Yfirvöld bæjarins hafa að sjálfsögðu vakandi auga á því, að framtíð þessa fyrirtækis verði sem best tryggð á allan hátt. Vegna þeirra mörgu bæjarbúa, sem hafa dagleg þæg- indi af veitunni. Og vegna þess, hve rekstur hennar er mikið sameiginlegt hagsmunamál bæjarfjelagsins. Það hvíldi mikil ábyrgð á hinum íslensku verkfræðingum, sem tóku að sjer undirbúning Hitaveitunnar. Þar var ekk' hægt að fara að eins og við hinar meiriháttar Sogsvirkjanir að kveða til aðstoðar og leiðbeiningar erlenda verkfræðinga, sem hafa margfalda reynslu á við þá menn, sem hvergi hafa unnið að virkjunum nema hjer á landi. Hjer varð að byggja á íslenskri þekkingu einni saman. 1 önnur hús var ekki að venda. Það fyrir sig þótti djarft af þáverandi bæjarverkfræðingi og aðstoðarmönnum hans, að fullyrða eftir' útreikningum sínum að heitt vatn yrði leitt frá Reykjum hingað til bæjar- ins án þess að það kólnaði verulega á leið inn í hús manna hjer í bænum. Þeir útreikningar stóðust. Það reyndist einnig rjett, sem verkfræðingarnir sögðu, að í því hveravatni, sem rann úr uppsprettunum á Reykjum voru engin skaðleg efni, sem gátu skemmt veitukerfið eða truflað rekstur veitunnar. En reynsla var engin til þess að segja fyrir um það, að súrefni loftsins myndu blandast vatn- inu á leiðinni frá uppsprettunum til hitunartækjanna, sem gæti haft skaðleg áhrif á ofna og pípur. Með venjulegum efnagreiningum verður ekki fundið að vatnið í hitaveitunni frá- Þvottalaugunum sje frábrugðið Reykjavatninu. Kísillinn í vatninu frá Þvottalaugunum sest innan í pípurnar og húðar þær, svo ekkert ryð getur mynd- ast. En kísillinn í Reykjavatninu veitir pípunum ekki hina sömu vöm. Til þess að fyrirbyggja með öllu, að'veitukerfið frá Reykj- um skemmist með tímanum af súrefni því sem kemur í vatn- ið verður að gera ráðstafanir til þess að eyða súrefninu. Þangað til ráð kunna að finnast til þess, að veita Reykja- vatninu sömu eðliseiginleika sem Laugavatninu, svo það geti veitt sömu ryðvörn og Laugavatnið veitir nú. Færustu efnafræðingar okkar hafa haft rannsókn þessa máls með höndum, síöan nokkur grunur kom upp um það, að um skemmdir á veitukerfinu gæti verið að ræða. En þeim rannsóknum er nú komið svo langt, að hinir vanfærnu menn, sem haft hafa þessar rannsóknir með höndum telja tíma til þess kominn, að skýra frá árangri þeirra. Eins og fram kom í ræðu þeirri, er borgarstjóri flutti á siðasta bæj- arstjórnarfundi. Gerðar verða ráðstafaijir til þess að útiloka sem mest súrefni úr vatninu, sem valdið getur ryði. — Og pantað er efni, sem að Öllu leyti er ósaknæmt, til að setja í vatnið er eyðir því súrefni, sem þangað kemst. Auk þess verður gerð gangskör að því, að fá sem gleggst yfirlit yfir það, hvort nokkur brögð eru að skemmdum á kerfinu í bænum, og sjeð fyrir því, að hver bikm, sem þar verður, verði lagfærð tafarlaust. ■k 1 endalok ræðu sinnar lýsti borgarstjóri því yfir að ekkert verði hjer á eftir, frekar en hingað til, látið ógert, til þess að koma í veg fyrir skemmdir á hinu mikilsverða mann- virki. Enda er það af framkomnum rannsóknum ljóst, að málið er viðráðanlegt, og hræðsla við óviðráðanlegai skemmdir ástæðulaus. uerfi ii ihrifíar: UR DAGLEGA LÍFINU Niðursoðið sælgæti. ÞESSI GREIN hefði átt að heita: sælgæti, sem ekki er soð ið niður. Við strendur íslands er margskonar lostæti, sem mat menn hjer og erlendis vilja gefa mikið til að hafa á borð- um hjá sjer. Fyrir það væri hægt að fá mikinn erlendan gjaldeyri, ef rjett væri á hald- ið. En við höfum haft Öðrum hnöppum að hneppa, en að elt ast við slíkt og vísir að niður- suðu á margskonar niðursuðu, sem skaut upp kollinum fyrir mörgum árum visnaði og varð að engu. Það yrði of langt að telja all- ar þær skelfisktegundir, fisk- tegundir og góðgæti, sem hægt væri að setja niður í dósir og selja á erlendum markaði. En hjer verður einungis minst á það helsta. Jómfrúhumar og kúfiskur. ÞAÐ er haft eftir hinum kunna danska fiskifræðing, Tán ing prófessor, að á Selvogbanka og víðar við strendur Islands sje svo míkið af humartegund, sem nefnd hefir verið Jómfrú- humar, að þar mætti veiða tug þúsundir tonna árlega, án þess að á stofnin yrði gengið. Einu sinin gerðu Vestmanna eyingar út á Jómfrúhumarveið ar, ep niðursuðuverksmiðja SIF setti niður í dósir. En af ein- hverjum mjer ókunnum ástæð- um var þessu hætt, en ábyggi- lega ekki af því, að varan- lík- aði ekki. Það hafa sagt erlendir menn, sem vel hafa vit á, að kúfisk- prinn íslenski væri að mörgu leyti eins góður og ostrur en það er dýrindismatur sem kunnugt er og kostar of-fjár. Rækjurnar einar halda velli. AF ÞEIM skelfisktegundun- um, sem reynt hefir verið að setja í dósir, í íslenskum nið- ursuðuverksmiðjum, halda rækjurnar einar velli. Og víst eru þær góðar og hafa fengið gott orð innanlands og utan. En það er bara svo margt fleira, sem við gætum bæði hagnast á og haft gagn af sjálf, að það er synd, að þessu skuli ekki vera gefin meiri gaumur, en raun ber vitni. Það eru ekki ýkja rhörg ár síðan, að Islendingar horfðu á það með stórum undrunaraug- um, er Norðmenn, sem hingað komu, voru að fást við rækju- veiðar. Menn hjeldu að þeir væru vart með öllum mjalla, að vera að hirða þessi skel- kvikindi. Enn í dag liggur mikið af góð gæti ónotað við strendur lands nsi. Það er tími til kominn að fara að athuga málið í alvöru. • STUTTBYLGJU- ÚTVARPID BYRJAR LOKSINS á þá fara að hefja stuttbylgjuútvarp á ný. Mikið er nú búið að nudda í þessu, bæði hjer í blaðinu og annars- staðar. En loksins hafðist það. Mikið verða íslendingar, sem erlendis búa fegnir að fá frjett ir að heiman og nú er bara að ganga svo frá þessu útvarpi, að það verði einhver fengur í því fyrir íslendinga erlendis og aðra, sem á það kynnu að hlusta. En það verður að vera aðeins byrjunin, að útvarpa bara á íslensku. Það á að nota tækifær- ið og útvarpa einnig á erlend- um málum til að kynna land- ið og menningu þess. Enginn hjegómi. MENN ERU NÚ að komast almennt á þá skoðun, að land- kynning sje hreint enginn hje- gómi, heldur blátt áfram arð- vænleg. Danir, Norðmenn, Svíar og flestar aðrar þjóðir hafa skilið þetta. Og meira að segja hafa Danir fjölgað að mun blaðafull trúum við sendisveitir sínar er lendis upp á síðkastið. Þeir eiga í gjaldeyriserfiðleikum eins og við en segja sem svo, að því fje sje ekki á glæ kastað, sem varið er til kynningar eríend- is og það komi margfalt inn aftur. — Þetta er rjett skoðun. Áhuginn fyrir Keflavíkurvelli. ÁHUGINN FYRIR aðbúnað- inum á Keflavíkurflugvellin- um fer vaxandi og er gott til þess að vita. Eitt af dagblöð- unum hjer í bænum eyddi miklu rúmi núna einn daginn til að benda á nauðsyn þess, að þar verði komið uþp öflugri land- kynningarstarfsemi og benti á Ferðaskrifstofuna, sem rjettan aðila í þeim efnum. Næstum því sömu orðin, sem þetta blað segir nú voru sögð hjer í þessum dálkum fyrir tveimur og hálfu ári. Þá var bent á, að á Keflavíkurflugvell inum þyrfti að hafa kvikmynda sýningar, fallegar ljósmyndir, eða málverk á veggjum og að- gang að upplýsingum um land og þjóð, samfara hlýjum og þokkalegum húsakynnum og góðum veitingum. Það er gleðilegt að fá stuðn- ingsmenn við áhugamál og víst er að fyr eða seinna mun að því koma, að þetta verður alt gert. PmeðaTannárá^örða ... 71 I -—« 1 Burt með bíópestimar IÐULEGA KEMUR það fyr- ir, sjerstaklega hjá „kvikmynda gagnrýnendum“ Þjóðviljans, að á það sje minnst, að myndir kvikmyndahúsanna sjeu ekki eins góðar og þær gætu verið. Hinn ágallann er sjaldan talað um — enda þótt sama sagan hafi endurtekið sig á hverju kvöldi allt frá því að bíóin fyrst hófu sýningar sínar — hversu margar góðar myndir eru eyðilagðar af kvikmynda- húsgestunum sjálfum. • • ÞRJÁR TEGUNDIR Skemdarverkamennirnir eru aðallega þrennskonar: 1) Þeir. sem koma of seint og svo endi- lega vilja rjúka úr sætum sín- um áður en sýningu er lokið 2) Þeir, sem tala jafnvel meirf en leikararnir á ljereftinu; og 3) bær, sem skreyta hatta sínr með álnarlöngum fjoðrum eðr mæta með höfyðföt, sem eru svo barðastór, að fela mætt fimm manna fjölskyldu bak vic þau. Ómögulegt er að gera upp á milli þessara pesta. Skemdar- vargarnir númer eitt troða á tærnar á manni, villast á millí bekkja og eyðiléggja upphaf og endir kvikmyndanna fyrir þein stundvísu; þessir með málæðið, eiga það ósjaldan til að Ijóstrai upp um endalok myndarinnar fyrir hlje; þær hattstóru hafa það á samviskunni, að margur kvikmyndahúsgesturinn fer heim til sín, jafnnæ" nrn efni myndarinnar. • • ÞEIR VERSTU Og. þó er ekki að vita nema annar flokkur ofangreindra kvikmyndahúspesta, sje hvað erfiðastur viðureignar. Jafnvel lægstu menn geta öðru hvoru gægst fram.hjá ferlegustu hött um og-náð andartaksmynd af Joan Fountain á sýningartjald- inu; og stundvísir bíógestir fá Tyrorie var skotinn í Turner. oftast að sjá miðbik kvikmynd- anna óáreittir af þeim óstund- vísu. En við þeim sítalandi er í raun og veru ekkert hægt að gera. Tal sumr'a þeirra er eitt- hvað á borð við þetta: ,,Hver er þessi?“ — ..Þetta er bófinn". „Drepur hann Önnu bellxi ?“ — . Nei“. — „H-vers- vegna ekki?“ —- „Tyrone kem- ur“. — ,,Eru þau ekki skilin?“ — „Jú, ,en ekki í myndinni“. ,.Af hverju ætli þau hafi skil- i£>?“ — „Hann var skotinn í Lana Turner“. — Æ, já, það er riett — agalega hefur það verið spennó“. HVAÐ SKAL GER.4? Er nokkuð hægt að gera víð þessar hattstóru og þá sítalandi og óstundvísu? — Hætt við ekki. -— Allt á fólk þetta það Sameiginlegt að vera ókurteist og láta sig engu skipta skoðanir og vellíðan samborgara sinna. Og á meðan við tökum okkur ekki til og klippum fjaðrirnar af þeim fjaðralöngu, frissum og sveium á þá símalandi og setj- um bragð fyrir þá óstundvísu í mvrkrinu, er hætt við að fólk þetta haldi uppteknum hætti og eyðileggi jafnvel bestu mynd •ir fyrir þeim, sem koma til að sjá og heyra kvikmyndaleikar- 1 ana en ekki bíógestina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.