Morgunblaðið - 28.01.1948, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.01.1948, Qupperneq 1
Ræða utanríkisráðherra um Græniandsmálin: Haagdéms)é!l!nri úrskurðaðl Dönum yfir- ráðarjetf yfir öllu Grænlandi Frá umræðunum á Alþingi í gær TILLAGA Pjeturs Ottesens um rjettindi íslendinga á Græn landi kom til umræðu í sam- einuðmþingi í gær. Pjetur Otte- sen flutti langa framsöguræðu, og hjelt fram rjetti Islendinga til Grænlands. Við þetta tækifæri flutti Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra ýtarlega ræðu. Benti ráðherra á að til greina kæmu þrjár leiðir í sambandi við kröf ur okkar til atvinnurekstrar á Grænlandi. I fyrsta lagi með vinsamleg- um samningum við Dani án þess að nokkuð kæmi i staðinn af okkar hálfu. í öðru lagi að skipst yrði á rjpttindum þannig að við ljet- um Dönuin eða Færeyingum í tje fiskveiðarjettindi hjer við land. Þriðja leiðin væri sú að við stæðum á fornum rjetti okkar til Grænlands og krefjumst á- kveðinna rjettinda eða algera yfirráða yfir landínu. En við verðum alveg að gera Qkkur ljóst hvað líklegt er að fært verði fram á móti slíkum kröfum. Sumir munu halda því fram að rjettur okkar sje örugg ur, en það þýðir ekki oð loka augunum fyrir þv? að á móti honum eru sterk gagnrök, sem verða munu þung á metum ef málið ýrði lagt fvrir alþjóða- dómstól. Einar Olgeirsson flutti og ræðu og sagði að ekki kæmi til mála að við krefðumst þess að fá Grænland fyrir nýlendu. A hverju eigum við að byggja kröfur okkar. Utanríkisráðherra hóf ræðu sína með því að minna á sam- þykktir ýmissa fjelagasamtaka um þetta mál, sem sýndu að nokkur áhugi væri að vakna fyr ir því, að einhverjar aðgerðir í þessu máli ættu sjer nú stað. ' En bæði í samþvkktum þess- um og tillögu P. O. væri allt á huldu um það hverju skyldi haldið fram af íslendinga hálfu. Það er enginn vafi, að það væri hagur fyrir okkur, ef við hefðum rjettindi við Grænland, hitt væri umdeildara hvort það Frh. á bls. J2. Lie lýkur !ei! sinni að fundarsfaS Prag í gær. TRYGVF, LIE, aðalritari Sam einuðu þjóðanna, skýrði frjetta- mönnum hier í Prag frá því í j dag, að hann hefði lokið ferða- | lagi sínu um Evrópu til þess að velja næsta fundarstað allsherj arþings S. Þ. Lie, sem meðal annars hefur komið við í höfuð- borgum Svisslands, Frakklands, Belgíu og Hollands, vildú ekki segja frjettamönnunum hvaða staður hefði orðið fyrir valinu, en skýrði hinsvegar frá því, að Tjekkóslóvakía, Danmórk og Svíþjóð gætu í þessu sambandi ekki komið til greina í ár. —Reutér. Gullfrumvarp frömku sfjémarinn- ar mæfir erfiðleikum París í gærkveld. FJÁRLAGANEFND franska þingsins hafnaði í dag frum- varpi stjórnarinnar um frjáls- an gullmarkað. Fór atkvæða- greiðsla í nefndir.ni um frum- varpið svo, að 17 greiadu at- kvæði gegn því, 15 voru því fylgjandi en sjö sátu hjá. Þingmenn sósíalista hafa lýst því yfir, að þeir muni greiða atkvæði gegn guliírumvarpinu. —Reuter. Albanir kvarta New York í gærkveldi. STJÓRN Albaníu hefur sent Sameinuðu þjóðunum hvorki meira nje minna en fjórar orð- sendingar, þar sem hún heldur því fram, að gríska stjórnin hafi rofið hlutleysi landsins. Segja albönsku stjórnarvöldín, að grískar flugvjelar hafi flogið inn yfir landamæri Albaníu, auk þess sem fallbyssukúlur hafi fallið á albönsk yfirráða- svæði. Orðsendingum Albaníu hefur verið komið til Balkannefndar- innar, sem nú er í Saloniki til að rannsaka afskipti AAbaníu, Júgóslavíu og Búlgaríu af inn- anlandsmálum Grikkja. Rússastjórn hefnr mnrgn þýskn hershöiðingjn í þjónustu sinni -<s> tiz DAVID E. LILIENTAHN, sem er formaður atomorkunefndar Bandaríkjanna, hefir lýst því yf ir, að Bandaríkjamenn sjeu farn- ir að framleiða ný atomvopn úr uranium og piutonium. Enn- fremur skýrði hann frá því, að Bandaríkjastjórn hefði veitt 200 miljónir dollara á þessu ári til atomrannsókna, en hann býst við að á næstunni verði þessi fjár- -hæð hækkuð mjög. Eiga að standa fyrir áróð- ursherferð kommúnista BERLÍN í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. STJÓRNMÁLAMENN hjer í Berlín eru yfirleitt þeirrar skoðun- ar, að búast megi við því, að Friedrich Paulus marskálk'ur, Walter von Seydlits herhöfðingi og aðrir leiðtogar hinnar svokölluðu í ..þjóðfrelsisnefndar Þýskalands“, snúi bráðlega frá Rússlandi til rússneska hernámssvæðisins í Þýskalandi. Vitað er, að verið .er um þessar mundir að búa þessa hershöfðingja undir það að taka þátt í áróðursherferð kommúnista á hernámshluta Rússa. Svlftir borgara- rjettindum Aþena í gær. STJÓRNARVÖLDIN hjer í Aþenu hafa ákveðið að svifta þrettán þekkta gríska kommún- | ista borgararjettindam. Menn | þessir búa nú allir utan Grikk- lands, en eru eftir sem áður |virkir þátttakendur í áróðurs- starfsemi grískra kommúnista. fakstjóm sagði of sjer gærkvöldi Geysimlklli (ögnuöur í Bagdad BAGDAD í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. STJÓRN SALIH JABURS, forsætisráðherra íraks, sagði af sjer í kvöld, 36 klukkustundum eftir að forsætisráðherrann kom heim frá Bretlandi til að reyna að stilla til friðar í uppþotum þeim sem átt hafa sjer stað allt frá því að hann í síðastliðinni viku undirritaði nýjan hernaðarsamning við bresku stjórnina. ^Leyniher. Mikið ber nú á allskonar sög- um um það hjer í Berlín, að samtök hershöfðingjanna hafi jafnvel fengið að beita sjer fyr- ir stofnun og þjálfun þýsks leynihers í Rússlandi. Einn kominn. Skyldmenni og vinir þessara sjálfskipuðu þjóðfrelsismanna1 hafa að undanförnu fengið ýms ar fregnir, sem þeim þykir benda til þess að vonast megi éftir þeim heim til Þýskalands á næstunni. Er sagt, að háttsett- ur þýskur hershöíðingi sje þeg- ar kominn til rússneska her- námssvæðisins og hafi tekið þar við veigamiklu embætti við áróðursvjel Rússa. # ‘ 1 Stofnuð 1913. ,,Þjóðfrelsisnefnd Þýska- lands“ var stofnuð í Rússlandi 1943. Meðlimir hennar éru ým- ist kommúnistar eða þýskirUiðs foringjar, sem Rússar á sínum tíma tóku höndum. Óeirðir. I gær voru enn stöðugar ó- eirðir í Bagdad og var vjelbyss- um beitt. Margir menn ljetu lífið í átökum þessum, en aðrir særðust. Blóðfórnir. Abdul Illah, landstjóri írak, sem tilkynnti í útvarpsræðu að ráðuneýti Jaburs hefði sagt af sjer, notaði tækifærið til að skora á menn að sýha stillingu og forða þannig þjóðinni frá frekari blóðfórnum, en þegar hefðu verið færðor. Fögnuður. Tilkynningunni um fall ríkis stjórnarinnar var tekið með geysimiklum fögnuði í höfuð- borginni, en forseti neðri deild- ar þingsins hefur einnig sagt af sjer, ásamt 30 öðrum þing- mönnum. Oánægja. Mikil óánægja hefur ríkt í Irak í sambandi við samninginn við Breta. Telja margir, að stjórnin hafi við samningsgerð- ina sýnt þeim allt of mikla til- látssemi. Meðlimaríki Arababar.dalags ins hafa einnig gagnrýnt samn- inginn. Austurrískir ráðherrar tii London Vínarborg ! gærkveldi. DR. Karl Grubcr, utanríkis- ráðherra Austurríkis og Dr. Karl Waudbrönner, innanríkis- ráðherra, leggja af stað til Lon- don einhvern næstu daga til þess að ræða um friðarsamning- ana við Austurríki. — Reuter. Grísku skærulið- arnir hsfa kafbáta Aþena í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Gríska stjórnin tilkynnti í kvöld, að allt benti til þess, að uppreisnarmenn- irnir í Norður-Grikklandi hefðu að minnsta kosti tveim kafbátum á að skipa. Constantine Tsaldaris utanrikisráðlierra, tjáði frjettamönmim þetta. Tók hann fram, að ekkert væri vitað hvaðan uppreisnar- menn hefðu aílað sjer kaf bátanna, en þnir væru aðal lega notaðir til birgðaflutn inga og til að halda uppi sambandi miRi binna ýmsu deilda skæruliðanna. Alitið er hjer í Aþenu, að kommúnistaleiðtogar þeir, sem nýlcga komust undan frá eyjunni Ikaria, hafi noíið aðstoðar kaf- bátanna. — Reuíer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.