Morgunblaðið - 28.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1948, Blaðsíða 6
6' MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. jan. 1948. Úí?r.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ám. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargja'lá kr. 10,00 á mánuði inncUiLands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Lækkun frankans FRANSKA STJÓRNIN hefur nú ákveðið að lækka gengi frankans um rúmlega 44 af hundraði. Breytist gengi frank- ans þar með gagnvart sterlingspundi þannig að eftir hinu nýja gengi verða 864 frankar í pundinu í stað 480 áður, en það var hið opinbera sölugengi hans. Gagnvart íslensku krónunni verður breytingin sú að nú verða 30,35 krónur í 1000 frönkum í stað- 54,63 áður. Þessi gengislækkun hins franska gjaldmiðils er ein rót- tækasta gjaldeyrisráðstöfun, sem um getur hin síðari ár í fjármálalífi þjóðanna. Hefur hún að vonum vakið mikla athygli og umræður. Frakkar hafa átt í miklum örðugleikum í efnahagsmálum síðan að styrjöldinni lauk. Verðbólgan hefur vaxið óðfluga og skapað útflutningsverslun þjóðarinnar vaxandi vand- kvæði. Tilgangur frönsku stjórnarinnar með gengislækkuninni er því fyrst og fremst sá að styðja útflutningsverslunina og bæta samkeppnisaðstöðu Frakka á heimsmarkaðinum. En afleiðing hennar hlýtur jafnframt að verða minnkandi inn- flutningur. Gengislækkunin hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum af hálfu Breta, sem telja að með henni skapi frönsk útflutnings- verslun sjer aðstöðu, sem leiði til óhagræðis fyrir breskt viðskiptalíf. En franska stjómin hefur ekki talið sjer fært að mæta óskum Breta í þessu efni. Forsætisráðherrann hef- ur jafnvel látið í veðri vaka að stjórnin myndi-ekki taka til- lit til ráðlegginga alþjóða gjaldeyrissjóðsins í þessum efnum, ef þær hnigu gegn gengisfellingunni. En samkvæmt reglum hans þurfa þau ríki, se_m aðiljar eru að stofnuninni að fá leyfi hennar til svo stórfelldrar breytingar á verðskráningu gjaldeyris síns. Raddir hafa verið uppi um það að þessi felling frankans gæti torveldað endurreisnarstarf það, sem Marshalláætlunin miðar að. Almennt mun þó ekki talið að þær háfi við rök að styðjast. Sú hætta kynni þó að vera fyrir hendi, ef fleiri þjóðir færu að dæmi Frakka og kapphlaup hæfist milli meg- inlandsþjóðanna um slíkar ráðstafanir. En það hlyti að leiða til aukinnar verðbólgu, sem torveldaði endurreisn. Hvaða áhrif felling frankans hefur á viðskiptalíf Islendinga og Frakka er óvíst. En eðli sínu samkvæmt gæti hún torveldað sölu á íslenskum afurðum til Frakklands, en af framleiðslu áranna 1946 og 1947 af hraðfrystum fiski var selt töluvert magn þangað. Verð á þeirri vöru mundi eins og á annari inn- fluttri vöru til landsins hækka verulega og þar með ríra sölumöguleika. Dagsbrúnarkosningin STJÓRNARKOSNINGUNNI í verkamannafjelaginu Kags- brún er lokið. Með þvi að beita hverskonar bolabrögðum í kosningarhríðinni hefur kommúnistum tekist að halda svip- uðu fylgi og við síðustu kósningar. En það, sem athyglis- verðast er við kosningaúrslitin er hinn mikli fjöldi verka- manna, sem ekki tók þátt í atkyæðagreiðslunni. Af á fjórða þúsund fjelögum taka aðeins 1700 hundruð þátt í stjómar- kosningunni. Á 14. hundrað sitja heima eða um það bil 200 fleiri en þeir, sem kjósa lista kommúnista. Kommúnistar vilja nú láta líta svo út, að allir stjórnar- flokkarnir hafi staðið að A-listanum. Þetta er hrein blekk- ing. Sjálfstæðisverkamenn stóðu ekki að þeim lista. En fylg- isaukning hans var þó miklu meiri en kommúnista-listans. Af þeirri aukningu má ráða að fylgi stjórnarflokkanna í Dagsbrún fer vaxandi á sama tíma, sem fylgi kommúnista stendur í stað. Sjálfstæðisverkamenn hafa borið fram kröfuna um aukið lýðræði í verkalýðsfjelögunum. Þeir hafa krafist þess að hlutfallskosningar yrðu teknar þar upp. Kosningaúrslitin nú, sem fært hafa 1100 hundruð af á fjórða þúsund f jelagsmönn- um, alger yfirráð í stærsta verkalýðsfjelagi landsins, sýna greinilega að gegn þeirri kröfu verður ekki staðið til lengdar. Víkverji áhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Krókloppnir skíðagarpar. BLÖÐIN SKÝRA frá því, að skíðafólk bæjarins kunni illa að klæða sig úf í Þorraveðr- áttuna á fjöllum. Hefir kom- ið fyrir, að það hefir Verið leitað til Slysavarnafjelagsins vegna fólks, sem hefir verið að krókna í kulda í skíðaferð- um. Þá er það áberandi, að skíða- fólk tekur ekki með sjer nesti í fjallaferðir, svo að ef eitthvað verðijr að, eða” ferðin tefst, liggur nærri, að skemtiferða- fólkið sálist úr hungri. Ófagrar lýsingar að tarna og enn ein sönnun þess, að kapp er best með forsjá. •' Tískutildur á fjöllum. ÞEIR, SEM hafa verið með í ferðum skíðafólks á fjöll hafa oft veitt því eftirtekt, að í klæðaburði skíðafólksins ber oft meira á tískutildri en hinu sem. heppilegt er og holt. Eink- um er það blessað kvenfólkið, sem gengur á undan í þessu efni. Það vantar ekki að þær eru nógu skrautlegar í skíða- pússinu sínu. En það híalín verður þunt þegar komið er á fjöll um hávetur. Slíkir búningar eru ekki til annars en að sýna sig í þeim í upphituðum salarkynnum, eða til þess að láta taka af sjer ljós- myndir í. • Hvar er hollustan? SKÍÐAFERÐIR og fjallgöng ur yfirleitt er holl skemtun og góð, en þó því aðeins, að skíða fólkið klæði sig það vel gegn vetrarveðráttuni, að það bíði ekki tjón á heilsu sinni. Því þá fer mesti glansinn af hollust- unni. Forystumenn fjelaga, sem gangast fyrir fjallaferðum ættu að brýna fyrir meðlimum sín- um, að klæða sig vel utast sem innst, án tillits til tískunnar og minna þá á að hafa með sjer mat, jafnvel þótt um stuttar ferðif sje að ræða. Annað er hættulegt og of seint að taka fyrir það, eftir að slys hafa orðið. • Brunarústir. BJARYFIRVÖLDIN hafa til kynnt, að þau muni ekki leyfa að hvggt verði að nýju á grunn um húsanna Kirkjustræti 4 og 6., en þau hús eyðilögðust af eldi daginn fyrir gamlárs- kvöld. Bæjarbúar munu ekki hafa neitt við þá ráðstöfun að athuga, enda er gert ráð fyrir því á skipulagsuppdrætti bæj- arins_ að þarna komi breið gata alla leið suður að Tjörn. En úr því, að þetta er ákveð- ið, liggur ekki annað fyrir en að rjfa niður, það sem enn stendur uppi af þessum húsum og það ætti að gera hið fyrsta. Það er alls ekki nein prýði að þessum þrunarústum, frekar en öðrum, heldur þvert á móti. • Nýtt bílastæði. ÞAÐ ÆTTI að gera gangskör að bví hið fyrsta, að rífa rúst- irnar og gera þarna bílatorg til bráðabirgða að minsta kosti. Það veitir hreint ekki af. Það vill meira að segja svo til, að einmitt þarna í Kirkiu- strætinu er þörf fyrir bíla- stæði. Undanfarin ár hefir mergð bifreiða staðið beggja megin götunnar og það svo þjett, að oft hefir varla verið hægt að komast áfrarh á göt- unni fyrir bílum. Einstakt tækifæri, sem ekki ætti að láta ónotað. Og það hið fyrsta. • Onnur bæjarskömm. ÞAÐ ER bæjarskömm að rústunum við Kirkjustærti, en ennbá meiri skömm er þó að klukkuturninum á Lækjar- torpi. Klukkan þar hefir verið í ólagi í marga mánuði og eng- inn virðist vilja hugsa um hana. Turninn sjálfur er í nið- urníðslu, glerin í honum brot-- in og málningin á því, sem eft- ir stendur öll skálduð. Ekki hefir tekist að fá upp- lýst hver er eigandi að þess- um turni og klukku, sem einu sinni var. Fyrir mörgum árum var þarna auglýsingaskilti fyr- ir þekkta hreinlætisvöru, en þær auglýsingar voru afmáðar fyrir löngu. • Annað hvort eða — ÞAÐ ER heppilegt að hafa rjetta klukku á Lækjartorgi, sem vegfarendur geta haft not af. Einkum á meðan það fyrir- komulag er haft á strætisvagna ferðum, að þeir hefja og enda ferðir einmitt á Lækjartorgi. En eins og búið er að klukk- unni og turninum á Lækjar- torgi er það ekki nema til þess eins að vekja gremju. Það verður að gera annað- hvort, að hafa þarna klukku, sem. er rjett, og hægt er að reiða sig á, eða rífa ólukkans turninn. MEÐAL ANNARA ORÐA . .77 j — —j Eftir G. J. Á. ■—~——“—"———.— „Litli Cæsar" og hljómlisfarcnennimir EF ÞIÐ heyrið lítið af nýj- um danslögum í útvarpinu næstu mánuðina, getið þið að nokkru levti kennt það banda- rískum ,,verklýðsleiðtoga“, sem hefur skrifstofur í Chicago og stjórnar þaðan 215.000 hljóm- listarmönnum. Þessi maður hef- ur lagt bann við því, að banda- rískir hljómlistarmenn leiki inn á plötur, nema að fjelög þau, sem standa fyrir plötu- framleiðslunni, greiði fjelags- mönnum hærri prósentur af söluágóða. e o OFT KÆRÐUR Hann heitir James Caesar Petrillo, þessi maður, sem frá skrifstofu sinni í Chicago get- ur haft áhrif á það. hverskonar hljómlist íslenskir útvarpsnot- endur heyra á því herrans ári 1948. Hann er lítill og feit- ur, þykir frábærilega vel klædd j ur og hefur margoft verið kærð ur fvrir brot á verklýðslöggjöf inni. o o TEKJURNAR Árstekjur „Litla Cæsars“, eins og hann er of• kallaður, fyr ir að gæta hagsmuna 215.000 hljómlistarmanna, eru táldar nema um 46,0001 dollurum. — Hann er betur launaður en formaður verklýðssambandsins, sem íjelag hans er í, hefur mun hærri tekjur en þektir verk- lýðsleiðtogar, eins og John L. Lewis. Petrilld ér sannast að segja það vel launaður, að hann hefur talið borga sig að kaupa sjer 25,000 dollara brynvarinn bíl og hafa um sig hvorki meira nje minna en fimm líf- verði. Fjelag hljómlistarmanna borgar raunar lífvörðunum hans, alveg eins og það fyrir fjórum árum síðan ,,gaf“ hon- um sumarbústað, sem virtur er á talsvert yfir 100,000 dali. e • „NIÐURSOÐIN TÓNLIST“ Ppnn Petrillos við því, að hljómlistarmenn leiki inn á plötur, byggist á því, að hann .telur þá og fielag þeirra ekki fá nógu háa þóknun fyrir fram lag sitt. Hljómlist á plötum kallar Petrillo „niðursoðna tón list“, og hann vill halda því fram, að með þvl að fara að vilja plötuframleiðendanna hafi hljómlistarmenn í raun og veru til þessa verið að vinna gegn eigin hagsmunum. • • ÁHRIFAMIKILL Enda þótt „Litli Cæsar“ hafi með aðgerðum sínum hvað eftir annað vakið reiði almennings, virðist áhrifum hans í fjelagi tónlistarmanna engin takmörk sett. Því nær allir þekktir hljómlistarmenn j Bandaríkjun um hafa sjeð þanr. kost vænstan að ganga í fjelag Petrillos, og Svo valdamikill er þessi ein- ræðisherra bandaríska hljóm- listarlífsins, að hann hefur hvað eftir annað komið í veg fyrir það, að hljómsveitir skóla kæmu fram í útvarpinu. Pet- rillo heldur því fram, að leik- ur slíkra skólahljómsveita, mundi reynast þeim mönnum hættuleg samkeppni, sem hafa atvinnu sína af hljómlist. e e FJÁRHAGSLEGT TJÓN Ýmsir af þekktustu tónsnill- ingum og söngvurum Banda- ríkjanna verða þessa dagana fyr ir stórtjóni af plötubanni Jam es Petrillos. Bing Crosby er einn þeirra, auk þess sem tjón plötuframleiðendanna ætti með tímanum að nema miljónum Frh. á bís. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.