Morgunblaðið - 03.02.1948, Side 3

Morgunblaðið - 03.02.1948, Side 3
Þriðji Jagur 3. febrúar 1948. MORGUISBLAÐIÐ 3 -FJÁRLAGARÆÐAN r"~ Frh. af bls. 2. fyrir, Byggingarsamvinnufjelag Ólafsvíkur, hefur gefist upp og verður ríkissjóður að ganga að eignum fjelagsins til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Hjer er því vissulega ástæða til að stinga við fótum og stöðva þessa þ; óun, sem sýnist geta leitt út í hreina ófæru. Kostnaóur við ríkisreksturinn. Á 10. og 11. gr. fjárlaga er hinn svokallaði ,,„administrative“ kostnaður ríkisins, en það er kostnaöur við ríkisstjórn, utan- ríkismál, Hagstofu, dómgæslu, landhelgisvarnir, svo og kostn- aður við innheimtu tolla og skatta eða höfuðkostnaðurinn við rekstur ríkisins. Þessir útgjalda- liðir hafa stórum vaxið að vísu síðan 1939 og þó einkum kostn- aðurinn við utanríkisþjónustuna í sambandi við fullveldið og það sem því fylgir. Frá 1939 til 1946 hafa útgjöldin á þessum 2 fjár- lagagrcinum nærri 7 faldast. Sje aftur á móti athugað hlutfallið 1939 og svo 1946 milli útgjald- anna, sem hjer ræðir um og hafa 7 cfaldast, eins og áður segir, og heildæ útgjalda fjárlaganna hvort árið fyrir sig, kemur í ljós, að þau hafa verið 16% af útgjöldum ríkisins árið 1939, en árið 1946 ekki'nema 12% af útgjöldunum í heild, þrátt fyrir það, að kostn- aðurinn hefur 7 faldast að krónu- tali. Þetta kemur af því, að útgjöld ríkisins í heild hafa aukist mun meira eða nærri 9 faldast á þess- um árum. Sú skoðun er oft í ljós látin, að það sje kostnaðurinn við rekstur ríkisins, „admini§trative“ kostn- aðurinn, sem taumlausast hækki, en svo virðist ekki vera þegar þetta er athugað, þótt segja megi, að hækkunin sje geysimikil. Það eru því aðrir kostnaðarlið- ir fjár’aganna, sem ganga enn lengra í því að krefjast útgjalda ur ríkissjóði og skatta af borgur- um þjóðfjelagsins. Útgjaldaliðir, sem lcggjöfin hefur enn meira vald á, en þeim, sem hjer hafa nefndir verið. Alþingi hefur á svo mörgum sviðum stofnað til aukinna útgjalda öðrum en þeim, sem beinlínis snerta rekstur rík- isins í þeim skilningi, sem hjer hefur verið á drepið, að þar hafa enn þyngri lóð verið lögð á vogar skál útgjaldanna. Það er í fleirum efnum en ein- um eða tvennum, sem við þróun þessara hluta hjer á Alþingi hef- ur verið hlaðið á ríkissjóðinn með löggjöf, kvöðum og skuldbinding um um útgjöld, sem erfitt, ef ekki ókleift, verður að standa undir í framtíðinni og enda nú þegar. Þó jeg leyfi mjer að nefna ör- fá dæmi um þá útgjaldaliði síð- ustu ára eða aukningu þeirra, sem minstum takmörkunum virð ast hafa verið háðir hjá Alþingi, er þar með enginn dómur látinn uppi um það, hvaða nauðsyn hafi til svo mikilla útgjalda knúið, og því síður um það raunverulega gagn, sem þjóðin kunni af þeim að hafa. T.d. kostuðu fjelagsmál- in 1939 1,6 millj. kr., en eru nú ácótluð 27 millj. kr. Kennslumál- in kostuðu 1939 2,3 millj. kr., en eru nú áætluð 26,7 millj. kr. Um þau skal þess og getið, að 1947 voru þau um áramótin komin í 31,7 millj. kr. og þó ekki allt komið til reiknings frá þvi ári. Landbúnaðarmálin kostuðu 1939 2 millj. kr., en eru nú áætluð 16,7 xnillj. kr. Ein og ekki minnsta ástæðan fyrir því, að sjóðir hafa gengið til þurðar, lánsfje er uppurið og skattarnir og tollarnir enn ofháir, er sú, að í allt of margt af fjár- frekum framkvæmdum er ráðist á sama tíma. Kröfurnar til Al- þingis frá stjórnarvöldum, flokk- am, eða einstökum þingmönnum um framlög úr ríkissjóði hafa á- gerst svo mjög á seinni árum, að mikil nauðsyn hefur á því verið, að Alþingi hefði skotið á frest að samþykkja og lögfesta þær í eins rikum mæli og gert hefur verið. Þetta á ekki síður við um ábyrgð ir þær, sem hlaðið hefur verið á ríkið og skyldum til lánsútvegana en nin hreinu og beinu fjárútlán. Húsameistari ríkisins birti ný- lega skýrslu um húsbyggingar á árinu 1947, sem ráðist hefur verið í af háifu hins opinbera eða haf- inn er undirbúningur að. Skýrsl- an er gott vitni til sönnunum því forsjárleysi, er í þessum efnum ríkir hjá Alþingi — því að festa stórfjé í opinberum byggingum á svo stuttum tíma sem þar segir, eða á einu ári. Það ræður að Hkindum að gjald þoli ríkisins er ofboðið á þennan hátt, enda verður þess og vart. Þarfir fyrir sjúkrahús, læknabú- staði, prestsetur, kirkjur, mennta skóla, gagnfræðaskóla, húsmæðra skóla, kvennaskóla, hjeraðsskóla, bændaskóla, barnaskóla, fjelags- heimili, sundlaugar, skrifstofu- byggingar, hæstarjettardómara- hús, bæjarfógetahús, pósthús, símahús og vísindastofnanir eru sjálfsagt aðkallandi, en að lík- indum ervi þær misjafnar og lík- legt er að margt sem húsa- meistarinn segist hafa haft með höndum fyrir ríkið á árinu 1947 þyldi einhverja bið. Menn verða líka að gera sjer þáð ljóst, að allt verður ekki gert í einu, enda skammtar fjárgetan af. Sumt af því, sem farið er að komast í hefð, t.d. byggingar yfir einstaka embættismenn, er að vissu leyti varhugavert og sætir eðlilega gagnrýni hins almenna skattgreiðanda." Alþingi er, hvað þetta snertir, eins og raunar í fleiri efnum, kornið út á varhugaverða braut, og er full ástæða til að benda á afleiðingarnar af sívaxandi kröf- um til framlaga úr ríkissjóði hvað þetta snertir. Skýrsla húsameist- ara ríkisins gefur líka nokkra ástæðu til að íhuga það vanda- mál, sem að framleiðslunni steðj- ar sökum skorts á .vinnuafíi. Með allt of hraðfara framkvæmdum í óarðbærum efnum er ríkið í kapp hlaupi við þá, sem reka arðbæra framleiðslu. Sjávarútvegurinn leggur til all an eða nær allan erlendan gjald- eyri, sem lantiið eignast, en hann er sumsstaðar að leggjast í auðn sökum skorts á vinnuafli, en mik- ið af þessu vinnuafli hefur ríkið í sinni þjónustu, meðal annars til að koma í verk þeim framkvæmd' um, sem í hinni löngu skýrslu húsameistara eru taldar upp. — Væri ekki betra að ríkið hægði eitthvað á sjer í þessu og leitaðist heldur við að haga framkvæmd- um sínum þannig að fólk hefði þar aðgang að þegar atvinnan bregst annarsstaðar. En önnur af leiðing af þvi hvað mikið er haft undir, ef jeg mætti svo að orði kveða, af framkvæmdum á opin- berum byggingum á sama tíma er sú, að allar þessar byg'gingar eru meira eða minna hálfklárað- ar og verða í því ástandi miklu lengur en æskilegt er. Það er hóf- leysið, sem hjer hefur verið að verki. Það er gott að fá allar þessar byggingar reistar og fram kvæmdir gerðar, en það má ekki ganga svo langt í þessum efnum, eins og gert hefur verið að und- anförnu. Það er að vísu rjett að kröfur um hverskonar fram- kvæmdir á framan greindu sviði eru margvíslegar og frá mörgum aðilum, en Alþingi verður að hafa hæfilegt hóf hvað snertir slíkar framkvæmdir, svo að ekki verði ríkissjóði reistur hurðarás um öxl og framleiðsluatvinna landsmanna sett til hliðar vegna opinberra óarðbærra fram- kvæmda. Hagur ríkissjóðs. Um margra ára skeið, eða allt frá árinu 1939, hefur jafnan verið afgangur af tekjum, samkvæmt rekstrarreikningi. Að sjálfsögðu hefur þessi góða afkoma á ríkis- rekstrinum komið fram sem bætt ur hagur ríkissjóðs. Þannig var skuldlaus eign ríkisins.árið 1939 aðeins 23 millj. kr., en það sem verra var, að erlendar skuldir ríkisins námu þá 52,7 millj. kr. Nú hefur þetta mjög færst til hins betra vegar. Erlendar skuld- ir eru nú aðeins 6.millj. kr., og skuldlaus eign ríkisins 165 millj. kr., samkvæmt eignarýfirliti fyr- ir árið 1946.^ Eignayfirlitið er í stórum drátt um, sem hjer segir: 1. Sjóðir kr. 0,2 millj. 2. Innstæður hjá vmsum — 2 — 3. Ýmsir sjóðir .. — 63 — 4. Ýms vérðbrjef og kröfur .... — 46 — 5. Rikisfyrirtæki — 92 — 6. Fasteignir .... — 27 — kr. 230 millj. Skuldir hinsvegar: 1. Innlend lán 24,3 millj. 2. Erlend lán .. 6,1 — 3. Lausa skuldir 15 — 4. Geymt fje .. 20,3 — 65 — kr. 165 — Þess ber einnig að gæta, að þessar eignir hafa að langrrrestu leyti verið festar ýmist í fast- eignum, allskonar eignum ríkis- fyrirtækja, sem skila góðum arði, svo sem áfengis- og tóbakseinka- sala ríkisins, en önnur rekin með tapi, svo sem pósturinn og Lands smiðjan, árið 1946, Skipaútgerðin og sum ríkisbúin, verðbrjefum og kröfum. Ríkisskuldirnar eru hinsvegar tiltölulega litlar og «r- lendar skuldir aðeins 6 millj. kr. Það má því segja, að efnahag- ur ríkisins sje allgóður á papp- írnum, en flestar eignir hans eru lítt hreyfanlegar, en eru að sjálf- sögðu góður grundvöllur til út- vegunar aukins lánsfjár. En sje ógætilega gengið frá afgreiðslu fjárlaga og mikið fje fest, án þess að sjeð sje jafnframt fyrir hæfi- legu lánsfje, getur orðið örðugt eða jafnvel lítt kleift að halda öllu gangandi, eins og lög standa til. Það, sem einkum veldur núver- andi örðugleikum ríkissjóðs hvað lausafje snertir og hefur gert allt árið 1947, er einmitt þessi fjár- festing, sem fram hefur farið og stofnað var til áður en núver- andi stjórn tók við völdum, án þess að tilætlað lánsfje hafi verið fyrir hendi. Þó lánsfje hafi reynst ófáanlegt hefur samt sem áður skyldan hvílt á ríkissjóði að standa. undir ýmsum greiðslum slíkri fjárfestingu viðvíkjandi, og í því er fólgin megin hlutinn af þeirri yfirdráttar skuld, sem rikis sjóður er nú í við Landsbankann. Fjárlagafrumvarpið nýja. Við samning hins nýja fjárlaga frumvarps var eldra frv. lagt til grundvallar með þeim breyting- um, sem af dýrtíðarlögum leiða, auk þess sem hækkuð var áætlun um greiðslu vaxta og afborgana og bætt inn nokkrum nýjum út- gjaldaliðum og vísast um það til athugasemdanna við fjárlögin. Tekjur samkv. 2. gr. hækka úr 100,870 millj. í 157,870 millj. kr. eða um 57 millj. kr. Þannig að tekju- og eignaskattur hækkar um 5 millj. kr. Vörumagnstollur um 6 millj. kr. og verðtollur um 27 millj kr. Auk þess bætt við nýjum tekjustofni, söluskatti, sem áætlaður er 19 millj. kr.. Talið var fært að hækka tekju skattinn vegna haustsíldveiðanna og mikillar atvinnu, sem skapast hefur við þær bæði hjer við Faxaflóa, á Siglufirði og víðar. Vörumagnstollurinn er í skýrslu yfir tekjur ársins 1947 talinn hafa' numið 23 millj. kr. og var þessi 6 millj. Ijr. hækkun á áætluninni byggð á því hve langt þessi tekjuliður fór fram úr áætlun 1947. Nú hefur komið í ljós, að bensíhtollurinn er inni- falinn í þessari upphæð, þar sem innheimtumenn ríkisins telja með rjettu bensíntollinn vörumagns- toll. Um þetta var ráðuneytinu ekki kunnugt, er frv. var samið. Það, sem talið er bensíntollur á skránni er 9 aura gjaldið af bens- ini. Jeg mun því áskilja mjer rjett til að gjöra breytingartillög- ur við þessa 2 liði til hækkunar vörumagnstolli, en lækkunar bensíngjaldinu, en þessar breyt- ingar munu engin áhrif hafa á heildarupphæð 2. gr. Verðtollur- inn er áætlaður 60 millj. kr. Jeg vérð að játa að mjög er rent blint í sjóinn með þessa áætlun. Byggt hefur verið á skýrslu fjárhags- ráðs um innfl. á þessu ári og hef- ur tollstjóraskrifstofan reiknað út að verðtollurinn ætti að verða samkvæmt því 46 millj. kr. og er þá ekki reiknað með tolli af flutn ingsgjöldum og um hreina ágisk- un að ræða að því er þann hluta tollsins snertir. Við þetta bætist svo, að samkvæmt því, sem fjár- hagsráð hefur gefið upp, getur svo farið að draga verði úr inn- flutningi, enn frekar á ýmsum tollháum vörum og getur það haft í för með sjer mikla tollrýrnun. Jeg hefi gamþykkt þessa áætlun með fyrirvara og mun áskilja mjer rjett til að gjöra tillögu til lækkunar á verðtollinum, ef nýj- ar upplýsingar leiða í ljós að hjer sje of hátt áætlað, en sem stend- ur tel jeg að teflt sje á tæpasta vað. Hinn nýi söluskattur hefur ver ið áætlaður 19 millj. kr. Veltu- skatturinn gamli ggf af sjer 12 millj. kr., það ár sem hann var í gildi. Söluskatturinn er %% hærri en veltuskatturinn og með hliðsjón af því og að verðlag er yfirleitt hærra nú en 1945, er sennilegt að þessi áætlun stand- ist. Ríkisstjórnin sá sig knúða til að breyta ákvæðum dýrtíðarlag- anna um söluskatt með bráða- birgðalögum af ástæðum, sem þar eru tilgreindar. Leitað hefur ver- ið samþykktar Alþingis á bráða- birðalögunum og með því að framkv. söluskattsákvæðanna verður auðveldari og ódýrari, guk þess sem breytingin væntan- lega gefur ríkissjóði meira í aðra hönd, er þess að vænta, að Al- þingi fallist á lögin. Tekjur af ' áfengissölu eru hækkaðar um 2'millj. kr. og af tóbakseinkasölu um 1 millj. kr., og hefur þar verið reiknað með að sala verði svipuð og á s.l. ári. Þessir tekjuliðir eru samt mjög ótrjrggir og byggjast fyrst og framst á að mikið fje sje í um- ferð og kaupgeta almennings mikil, Um tóbakið er það sjer- staklega að segja, að ekki hefur enn fengist loforð fjárhagráðs fyrir gjaldeyri til kaupa á vindl- ingum frá Ameríku, en á þeirri vörutegund hefur orðið langmest ur gróði undanfarið. Almenning- ur hefur vanið sig á að reykja ameríska vindlinga og yrði br.eytt til, flutt inn ensk framleiðsla í staðinn, sem er dýrari í innkaupi, myndi draga stórlega úr sölunni og fyrirsjáanlegt milljóna tap, börið saman við þann ágóða, sem vænta má, ef halda má á- fram að flytja inn amerískar vörur. Gjaldeyririnn, sem til þess fer er um 2 millj. kr. virði, og virðist ekki áhorfsmál að láta þessa vöru sitja í fyrirrúmi, þeg- ar það getur varðað hag ríkis- sjóðs verulega, hvort verslað er með hana eða ekki. Um gjaídahliðina er þetta að segja. Vísitölulækkunin hefur haft í för með sjer 25 millj. kr. lækkurt í launagreiðslum, þar sem því hefur verið komið við að breyta útreikningnum. — En auðvitað nemur hún miklu meiru t.d. að því er snertir framlög til verklegra framkvæmda. Hagnað- urinn verður þó aðeins óbeinn af því leyti, að meiri vinna fæst fyrir það fje, sem veitt er. Aðalbreyting útgjaldahliðar frv. er hin nýja fjárveiting til dýrtíðarráðstafana, 55 millj. kr., en það eru 35 millj. til niður- greiðslna og 20 millj. til uppbóta á útfluttu kjöti og fiski. Gjört er ráð fyrir sömu fjárhæð til niður- greiðslna og í iýrra. Ekki er vitað h?e mikið fje var notað í þessu skyni í fyrra, en sjálfsagt verður það ekki undir 30 millj. kr. — Nú hefur dýrtíðin vaxið enn, og samkvæmt útreikningi Hagstofunnar verður ríkissjóður að greiða niður nú 59,6 vísitölu- stig. Það er því mjög hæpið, að þessi; áætlu.n standist, nema svo óliklega vilji til, að verðlag lækki á þessu ári. Um uppbætur á útfluttar vörur verður allt enn óvissara, þó má gera ráð fyrir að uppbætur á út- fluttu kjöti nemi 3,5—4 millj. kr. Fiskábyrgðin varð um 23 millj. kr. s.í.'ár. Hún getur því aðeins orðið minni að útflutningsmagnið verði minna, sem raunar helst eru líkur til eða hærra verð fáisí fyr- ir vöruna en í fyrra, en um það er engu hægt að spá að svo stöddu. En ekki verður þó anr.að sagt, en að teflt sje á tæpasta vaðið með þessa áætlun. Samkvæmt frv. er tekjuhallinn áætlaður 642 þús. kr. og greiðsluhallinn nærri 27 millj. kr. Það er því fyrirsjáan legt, að engir stórir útgjaldaliðir mega bætast við, nema nýjar tekj ur komi á móti. Niðurlagsorð Eins og háttvirtum alþingis- mönnum mun Ijóst af því sem hjer hefur sagt verið, er ekki um handbært fje að ra?ða hjá ríkis- sjóði, heldur hafa lausaskuldir safnast og eiga eftir að vaxa a. m. k. fyrri hluta ársins, því þá koma tekjur inn með tregara móti. Utgjöld ríkisins hafa farið vax- andi stórum skrefum ár frá ári. Ábyrgðir sem ríkið hefur gengið í velta á hundruðum milljónum króna og hljóta enn að aukast þar sem ábyrgðarskyldá ríkissjóðs er lögbundin um óákveðinn tíma í flestum tilfellum. Miklir örðug- leikar eru a útvegun lánsfjár, hvort sem ríkisábyrgð er fyrir hendi eða ekki. Með þetta ástand fyrir augum hljóta allir að viðurkenna, að hvað útgjöld ríkisins snertir eins og þau eru áætluð í frv. er bog- inn fullspentur. Óhjákvæmilegt var við samn- ing frv. að taka tillit til gildandi lagaákvæða hvað útgjöldin snert ir og því sú ein leið til að lækka þá liði, sem ekki eru bundnir með lögum. Þetta hefur mætt mis jöfnum dómum og enda heyrst raddir um það, að þingið breyti í hækkunarátt. Verði það ofan á er óhjákvæmilegt að gera ann- að tveggja. Að lækka með lagabreytingu til -stórra muna fjárlagaliði sem upp í frv. hafa verið teknir að lagaboði, t. d. með frestun á fram kvæmdum einhverra laga, eða að finna nýjar leiðir til tekjuöfl- unar ríkissjóði áð þeim óbreytt- um, sem til eru. Um tékjuhlið frv. vísa jeg til fyrri ummæla minna og fyrir- vara um vissa liði áætlunarinnar. Eins og horfir í innflutnings- málunum er einna mest hætta á • að verðtollurínn bregðist og vil jeg mega vænta þess, að þeir sem hafa með höndum veitingu imi - flutnings- og gjaldeyrisleyfa tak.i það tillit sem frekast er unt til þeirrar þýðingar, sem innfluí n ■ ingur á vörum til almennra þáría þjóðarinnar hefur fýrir afkom i rikissjóðs. Þetta gildir jafnt um það sem innflutt er til neysin sem iðnaðar. í fyrri fjárlagaræðu minni benti jeg á það m. a., að við hefo um nú betri tæknilega aðstöðu til þess að hagnýta auðlindiu landsins en nokkru sinni fyr,- í sögu þessarar þjóðar. Miklu fju' hefur verið varið til þess að afla þessara tækja sumum kann ao þykja of miklu. — Tilgangurim. var að fá stýrkari grundvöll und • ir atvinnuvegina' og iryggja senj. best góða afkomu aimenmngs. En jafnframt þvi ao afla hinna fullkomnustu tæ'kj-i til framleiðslunnar var þannu: leitast við að hervæðast til nyr. i og stórfeldari átaka í atvinnu • málunum en áður var kostur á» Frh. á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.