Morgunblaðið - 03.02.1948, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.1948, Qupperneq 4
4 M O R G V JS B L A Ð l Ð Þriðjudagur 3. febrúar 1948. — Fjárlagaræðan Frh. af bls. 3. hefur önnur þróun, sem stefnir í þveröfuga átt myndast í þessu þjóðfjelagi. Verðbólgan og afleið- ingar hennar eru framleiðslunni alstaðar til trafala. Sú meinsemd getur, ef ekki fæst bót á, eyði- lagt það starf til uppbyggingar og atvinnuöryggis, sem með öfl- un nýrra framleiðslutækja og fyrirgreiðslu í þeim efnum hef- ur átt sjer stað. Vegna verðbólg- unnar og afleiðinga hennar inn- anlands hafa örðugleikarnir ^kap ast, sem útflutningsverslunin á í ýmsum greinum við að búa. Nú er ekki svo, að allir skilji eða vilji skilja, hvað hjer þjak- •ar að. Því er meira að segja hald ið fram, að framleiðslukostnaður- inn sje hvorki of hár nje vörur okkar torseldar við nægilega háu verði til þess að svara framleiðslu kostnaði. En það haggar ekki hinu, að hjer er um staðreynd að ræða. Afleiðingarnar eru auðvitað vand ræði framleiðenda, svo sem þeg- ar er í ljós komið. Einn aðal at- vinnuvegurinn bátaútvegurinn ber sig ekki nema með ríkisstyrk, þrátt fyrir það verð, sem tekist hefur að ná fyrir afurðir hans. Enginn virðist ánægður með það, að ríkið gangi í slíkar ábyrgð ir og ekki heldur útvegsmenn sjálfir, heldur eru þetta neyðar- úrræði sem grípa verður til vegna þeirrar höfuð meinsemdar, verð- bólgunnar, sem .jeg áður mint- ist á. En verðbólgan gerir það líka að verkum meðal annars, að út- gjöld hins opinbera eru að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Það er ekki neinum til góðs að það ástand haldist, sem nú er í þeim efnum. Þess vegna er það fremsta skylda Alþingis að draga sem unt er úr útgjöldum ríkisins og forð- ast alt sem hækkar þau fram úr því allra nauðsynlegasta. Ríkisstjórnin hefur látið nokkuð vinna að því, innan ráðuneytanna að fá grundvöll fyrir sparnað á ríkisrekstrinum og er það verk að vísu of skamt á veg komið, en þó liggja fyrir tillögur um sparnað með fækkun nefnda og ráða sem varðar allríflegri fjárh. fyrir ríkissjóð. Ríkisstjórninni er og kunnugt um að nefndin hefur í undirbúningi tillögur "hm um- bætu-r 'á tilhögun ríkisreksturs- ins, sem geta, ef þær verða að lögum, stöðvað þá útþenslu á kostnaði við ríkisreksturinn, sem mjög hefur verið áberandi í seinni tíð. Þpðverjar þakklátir fyrir gestrisnina í Revkjavik ÞANN 17. janúar skýrir þýska blaðið Hamburger Freie Presse, frá kynnum þýskra togarasjó- manna sem komið hafa til Reykja víkur til þess að sækja síld. Birt- ir blaðið viðtal við skipshöfnina og segir þar m. a. á þessa leið: Um miðjan desember átti að senda 19 þýska togara frá Þýska- landi til Reykjaýíkur, til þess að flytja síld. En þessa síld fundu íslendingar með radartækjum og veiðist hún í landhelgi í Faxa- flóa. Skipin nota herpinætur við veiði síldarinnar en hún er þann- ig að nægt er að króa síldina af í henni, síðan er nótinni lokað að neðan og síldinni ausið upp í skipin. Síldarkaup þessi fóru fram fyr- ir tilstilli hernámsstjórnarinnar og íslenskra stjórnarvalda. Við Þjóðverjar veiðum því síldina ekki sjálfir. Skipverjar á Stralsund fára miklum viðurkenningarorðum um vinsemd þá er þeim var sýnd á Islandi. Skipverjum segist svo frá íslandsferð sinni: Fyrst tautuðum við fúkyrði þegar við heyrðum að við ættum að fara tveim dögum fyrir jól til Islands. Ljetu þá sumir þeirra af- skrá sig þegar í stað. Veðurútlitið ,var stormasamt, en eftir 7 daga siglingu í stormi og hríð sáum við jökla Islands og fjöll rísa úr hafi. Til Reykjavíkur komum við kl. 3 e. h. Var þá orðið dimt af degi, enda er skammdegið svart- ast um þetta leyti árs. Skömmu eftir að við komum að bryggju rendi bifreið út bryggjuna að skipshlið og heill kjötskrokkur færður um borð og afhentur mat- sveininum. „Jeg er Þýskalands- vinur“, mælti maðurinn, til skýr- ingar orðlausum spurningar- merkjum á andliti okkar. Seinna vorum við gestir Sjó- mannastofunnar, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, fjelaga og ein staklinga. Á öllum veitingahús- um var okkur vel tekið. Sama hvort heldur þar væru fyrir ís- lendingar einir eða eiruiig Bret- ar, Norðmenn, Danir eða Svíar. Sjerhverjum okkar voru gefn- ar 25 kr. íslenskar og keyptum við ýmislegt handa fólki okkar heima, sem var; alveg orðlaust af undrun, er það sá okkur með' hluti sem ekki höfðu sjést í_ Þýskalandi s.l. 15 ár. Fullir undrunar sáu þeir gömlu íslandsfarar, sem voru á meðal okkar, að Reykjavík er alt í einu orðin nýtísku borg, með 55 þús- und íbúum, upplýst sem skemti- staður væri. Allflest heimili í Reykjavík hafa ótakmarkað heitt vatn úr hverum skamt frá borg- inni. Verslanir bæjarins eru mjög fagrar og snyrtilegar, húsin eru af nýtísku gerð og mjög vandlega byggð, og hafa flest þeirra verið byggð hin síðari ár. íbúarnir eru vel klæddir og smekklega. Um göturnar þjóta 7000 bílar, þar af eru margar nýjustu gerðir af amerískum bílum. Flestir ne.nna ekki að læsa hús um og reiðhjól sín skilja þeir eft- ir þar sem þeim dettur í hug og sækja þau aftur þegar þeim dett- ur í hug. Einn skipverjanna þurfti að vitja læknis. í stað þess að krefja skipsfjelaga okkar um greiðslu fyrir hjálpina rjetti læknirinn honum einn pakka af Lucky Strike. Margt fleira þessu líkt mætti telja, algjörlega óvænt og okkur óskiljanlegt. — Gjafapakka var komið með um borð og innihaldi þeirra skipt milli sjómannanna. Blaðamenn komu í heimsókn, því þetta var fyrsta þýska skipið, sem sent var beinlínis til Reykja- víkur, eftir stríðslokin. Umferdarregluir í sýningarglugga SLYSAVARNAFJELAG ÍS- LANDS (slysavarnir á landi) opnaði sýningu s. 1. föstudag í Skemmunni í AustUrstræti. Þar eru sýnd kensluáhöld og fræðslurit, sem notuð eru við umferðarkensluna í barnaskól- um, en eins og kunnugt er, ann ast þessi starfsemi Slysavarna- fjelagsins þá kenslu í stærri kaupstöðmm- Ennfremur eru þarna sýndar ýmsar viðvörun- armyndir og kort af Reykjavík, sem merktir eru á þeir staðir, sem dauðaslys hafa orðið á, síðastliðið ár., Sýning þessi gefur allglögga hugmynd um þá merku fræðslu sem Slýsavarnafjelagið veitir í umferðarmálunum. Svía-súian f ÞAKKLÆTIS og virðingar- skyni við Svía, fyrir aðstoð þeirra við danska flóttamenn í styrj- öldinni ,hafa Ðanir látið gera þessa súlu í Helsingör. Súlan er lýst upp á kvöldin og sjest ljós- ið yfir sundið til Svíþjóðar. skoska knafhpymu- sumar í SKOTSKUM blöðum, sem hingað hafa borist, er skýrt frá því að Jimmy McCrae, sem ver- ið hefir hjer á landi sem knatt- spyrnuþjálfari hjá Fram, kenni nú á námskeiðum hjá skoska knattspyrnumannasamband- inu. — Mc Crae kennir á þessum námskeiðum kuiinum knatt- spyrnumönnum frá ýmsum fje lögum, sem valdir hafa verið til þess að sækja þau, en þeir munu síðan, hver hjá sír.u fje- lagi, annast kennslu unglinga. Vænta skoskir knattspyrnu- menn sjer mikils af starfsemi þessari, þar sem stefnt verður að því að öllum hinum mikla fjölda unglinga, sem iðka vilja knattspyrnu áfrarn utan skól- anna verði strax gefinn kostur á kennslu hjá fjelögunum. Skotsku blöðin fara lofsam- legum orðum urr McCrae og kenslúaðferðum hans (McCrae- ismann) og telja það mjög heppilegt eð sambandið skyldi fá hann til þessara starfa. Geta þau í því sambandi, að hann hafi, auk Skotlands, kennt í Egyptalandi, en' þar var hann ríkisþjálfari, Tyrklandi og ís- landi. McCrae kom fyrst hingað til lands sumarið 1946 og kenndi þá hjá Fram, og s 1. sumar var hann hjer einnig á vegum Fram og Golfklúbbs Reykjavíkur. — Það má geta þess að Fram varð Islandsmeistari ba;ði árin, sem McCrae kenndi hjá fjelaginu. Samkvæmt upplýsingum,sem Þráinn Sigurðsson, formaður Fram, gaf blaðinu í gær, er McCrae væntanlegur hingað einnig' á þessu ári og verður kennari fjelagsins Mun hann koma hingað um miðjan fe- brúar. Rauði lcrossinn hjálpar Frökkum WASHINGTON — Ameríski Rauði krossinn hefur sént 75,000 klæðnaði óg um 5,000 teppi til 'riálpar frönsku fólki, sem missti eigur sínar í flóðunum fyrir nokkru. FJölmenn íþróliaför F. H. til Ákraness Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. Sunnud. 25. f. m. fór Fimleika íjelag Hafnarfjarðar mjög fjöl- menna íþróttaför tií Akraness, þar seni fjelagið keppti í hand- knattleik við Iþróttabandalag Akraness og fór keppnin fram í fimm flokkum. Handknattleikskeppni þessi var háð í hinu veglega íþróttahúsi Í.B.A. Leikir keppninar voru yfirleitt mjög jafnir og skemmtilega leikn ir, nema í I. fl. karla, þar sem F.H. hafði allt of mikla yfirburði til þess að leikurinn yrði skemmti legur. Leikir II. og meistaraflokks karla voru án efa bestu leikir keppninnar. Lið þessara flokka voru svo»jöfn að varla mátti milli sjá hvort bæri sigur út být- um. Mörkin stóðu annað hvort jafntefli eða eitt mark yfir, á annan hvorn bógin til síðustu stundar. Einnig voru leikmenn þessara liða áberandi bestu menn keppninnar, hvað leikni, stað- setningar og samleik snertir. -- Mætti þar til nefna Rafn Hafn- fjörð í meistaráfl. F. H., sem sýndi mjög tilferðamikla, smekk- lega og leikna meðferð með knöttinn, jafnt í samleik sem markskotum. — Meistaraflokks- og II. flokks maðurinn Dagbjart- ur Hannesson, Í.B.A., fannst mjer besti leikmaður Akranesing anna. Hann er sterkur leikmaður og skotmaður góður, en mætti þó temja sjer dreifðari leik, bæði í samleik við meðspilara sína, sem og staðsetningar á vellinum. F.H. tapaði að eins einum af leikjum keppninnar, og einmitt þeim leik, sem fjelagið taldi sig eiga tækifæri á að vinna, en það var leikur stúlknanna. Leikurinn var annars F.H. í vil allt fram í síðari hálfleikinn, að Í.B.A. skoraði hvert markið af öðru. Markaúrslit hinna einstöku leika keppni þessarar urðu þessi: Meistaraflokk kvenna sigraði Í.B.A., 8:4. í meistaraflokki karla varð jagntefli, 16:16. I. fl. karla sigraði F.H., 16:3. í II. fl. karla varð jafntefli, 11:11. III. flokk karla sigraði F.IT., 9í8. Tímileikanna var 15x15 mín. í meistaraflokki karla. 10x10 mín. í meístaraflokki kvenna I og Ilfl. karla, en 7x7 mín. í III. fl. karla. Dómarar í keppninni voru Sig- urður Sigurjónsson, er dæmdi II. fl. karla. Hallsteinn Hinriksson, er dæmdi III. fl. karla. Þórarinn Ólafsson, er dæmdi meistara og I. fl. karla og Dagbjartur Hann- esson, er aæmdi meistaraflokk kvenna. Hin íþróttalega hiið farar þess- arar varð Hafníirðingum til Lixm ar mestu ánægiu, en endir henn - ar varð ekki að'sama skapi til að gleðja þá. Vonir höfðu staðið til þess að m.b. Laxfoss biði eftir flokknum, þar til keppninni væri lokið, sem var áætlað að yrði milli kl. 5 til 5,30 e. h., en kl. 5,30 er hinir 35 þátttakendur farar- innar komu að bryggjunni er m.b. Laxfoss háfði legið við var skip- ið lagt af stað til Reykjavíkur, og máttu Haínfirðingarnir láta sjer nægja að horfa á eftir því sigla út höfnina. Þótt erfið færð sje nú í Hval- firði tókst fyrir hjálpsemi Akur- nesinga að fá áætiunarbifreið til að fara með íþróttafólkið til Hafn arfjarðar. Ferðin heim tókst með ágætum, þótt að mörgu leyti þreytandi væri og komu Hafn- firðingarnir he(lu og höldnu til Haínarfjarðar eftir á fimmta tíma bílferð. Á. Á. Fíai^fíðmúú London ?. gærkvöldi. FULLTRÚAR Breta, Banda- 'ríkjahiarina' og Frakka .munu hittas,t 19. febrúar næstkom- andi til, þess að ræða framtíð Þýskalands — Reuter. Árroði nýrra aldar — JEG VAR að hugsa um að setjaspurningarmerki á eítir fyr- irsögninni, en hætti við það. Sem bjartsýnismaður trúi jeg því, að hagnýting atómorkunnar muni léiða mannkynið fram á við til fullkomnunar. Hvernig stæði mannkynið í dag ,ef ekki hefði enn verið beisl aður eldur? Að ekki sje talað um rafmagn! Og gangið aðeins 40 ár aftur í tímann góðir Reykvíkingar og athugið hvaða trú •— jafnvel mentaðir verkfræðingar — höfðu þá á rafmagninu! Tæknin gengur á sjö mílna skóm og þeir sem eru of lengi að fara í skóhlífarnar lenda í myrkrinu. Hjer er nú ferðinni í Reykja- vík sýning, sem nefnist Atóm- orkusýningin. Þarna brennur nyr eldur, sem er þúsundfalt heitari en þær glæður, sem mannkynið hefur fram að þessu vermt sig við. Fyrir hugskotssjonum heimsks almennings stendur af þessum nýja eldi uggur og ótti. Svipað- ur uggur og ótti og líklega hefur kviknað í barnslegum sálum for- feðra vorra, er þeir sáu fyrst kvikna í skóginum sínum. En hversu miklu hefur ekki eldur- inn orkað til góðs? Eins stöndum við nú og horf- um á atómeldinn og erum hræddir um að hann muni brenna upp heiminn! En hann mun ekki brenna upp heiminn. Með hagnýtingu atómorkunn- ar mun skapast ný tækni og nýr heimur. Það er beimurinn, sem börnin okkar eiga að lifa og deyja í. Þess vegna eigum við fegins hendi að grípa tækifærið, sem nú gefst hjer í Revkjavík til að fá hugmynd um þenna nýja heim. Atómorkusýningin í listamanna skálanum er stórmerkileg og eigi Jörundur Pálsson þakkir og heiður fyrir að hafa komíö henni í kring. Þarna má fá öriitla hugmynd um hið smæsta og stærsta í heims myndinni. Það er t. d. holt að athuga, að maður sjálfur er mestmegnis — ekki aðeins Joft •— heldur bein línis tómt rúm. Þannig minkar rnaður niður í einn miljónasta hlut ef „fasta“ efnið er fært sam- an svo að ,holurnar“ fyllist! og þá er maður ekki nema tæpir 2 cm. á hæð! Svo er þarna tæki, sem sýnir geimgeislana. Hvað eru margir sem vita það að við göngum, jafnvel á þurr- viðrisdögum, í sífeldri rigningu? Þetta er geimgeislarigning og hún er þeim mun öflugi en venju leg rigning að droparnir fara í gegnum mann. Svo sem 600 drop ar á mínútu. hverr^ daga og nótt, og jafnt inni í húsi sem úti! Skyldi þetta ekki geta lraft ein- hver áhrif á mannfólkið? A sýningunni er áhald, sem kveikir ljós í hvert skifti sem geimgeisli hittir það. Þetta er gaman að skoða og gefur góða áþreifanlega hugmynd um „rign- inguna“. Er þetta nýtísku kennslukvik- í* litum um rafmagnið og efnið. Er þetta nýtísku kennslukivk- mynd, sem gefur, sjerstaklega þeim, sem skilja ensku, hugmyúd um hvernig kenslú verður hag- að í framtíðinni. Einnig staðfestir þessi kvík- mynd það, hversu mikií nauð- syn það er okkur islendingum, ekki síður en öðrum þjóðum, að skilja ensku og geta hagnýtt okk ur fræðslu á því máli. Jeg hefi skrifað þessar línur vegna þess, að jeg er hrædduf um að almenningur haí’ ekki skilið það hve hjer er fróðleg sýning á ferðinni. Jeg vil eindregið ráða Reyk- víkingum til þess að missa ekki af þesáu, tækifæri til að kynna sjer þann nýja heim, sem er að skapast. Gísli Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.