Morgunblaðið - 03.02.1948, Page 7

Morgunblaðið - 03.02.1948, Page 7
Þriðjudagur 3. febrúar 1948. MORGUNBLAÐIÐ 7 1 Minniogarorð um Guðrúnu Jénsdóttur Í>ANN 8. desember síðastliðinn Ijest á heimili sínu í Naustvík í Strandasýslu Guðrún Jónsdótt- ir. Þar var hún fædd 20. júlí 1856, og var þar allan sinn ald- ur, sem var níutíu og eitt og hálft ár. Einu sinni fór hún út úr sveit inni með fósturdóttur sína til lækninga. Það var allt hennar ferðalag. Ung giftist hún Sveini Guðmundssyn bónda, og tók að sjer þrjú ung stjúpbörn, sem hún var eins og besta móðir. Þau ólu svo upp Þórarinn Björnsson, bróðurson hennar og Sigurð Björnsson, sem dóu báðir á besta skeiði. Einnig höfðu þau fleiri börn, sem nutu umönnunar hennar. Þau hjón voru samhent og voru bjargálna, þó jörðin væri lítil, og mörg harðindaárin á 19. öld- inni._ Hún var viðurkennd fyrir góðvild við sitt skyldfólk og aðra, sem hún var samferða. Hún var mesta dugnaðarkona til allra verka, og hafði góða heilsu frani á seinustu ár. Þegar hún var níræð, heim- sóttu hana margir sveitungar hennar og stóð hún fyrir beina. Við höfðum brjefaskifti frá því jeg fór úr sveitinni 1911. Seinasta brjefið fekk jeg í júlí síðastliðn- um, og var hún þá farin að bú- ast við heimförinni, en kveið engu. Fyrir slíka þjóðfjelags- þegna er það ástæðulaust. Stefán J. Björnsson. Alfreð Dan Sigur- björnsson HANN var fæddur 21. febrúar 1911 á Fjarðaröldu í Seyðisfirði og ljest 30. júlí s. 1. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Jóns- dóttur og Sigurbjörns Stefáns- sonar kaupmanns í Sandgerði. Það var sár harmafregn fyrir aldraða foreldra og systir hans, Guðnýju Fanndal á Siglufirði. sejn var í heimsókn hjá þeim, Jeg, sem þetta rita þekkti Alfreð sáluga frá vöggu til grafarinnar. Hann var ágætum gáfum gædd- ur, bæði til munns og handa, sjerstaklega hafði hann mikla . skilningsgáfu og minnisgáfu, svo af bar, einnig lá honuin alt í augum uppi til handanna, og . bar snemma á því hjá honum, sem barni. Hann var fríður mað- ur og vel vaxinn, og alveg sjer- staklega kurteis og prúður í allri framkomu, hann kom sjsr ákaf- lega vel við alla, sem hann var með, bæði sem barn og fullorð- -inn maður, og jeg er viss um að hann hefur engan cvin átt, hann var vinavandur, er vinátta hans var trygg og einiæg, þar sem hann tók hana. Hann gekk í Verslunarskóla Is- lands og lauk þar góðu fullnað- arprófi, hann hafði ýms störf með höndum, en mest verslun- arstörf, oftast skrifstofustörf, síð ast vann hann að þeim, hjá h.f. Smiður. Forstjóri þess, hinn mikli ágætismaður Arni Pálsson reyndist honum mjög vel, og Ijetti honum oft þung spor, sem hann ‘átti mörg á hinni stuttu lífsleið, sem var 36 ár. Hann lætur eftir sig einn son 13 ára að aldri, sem er í ástríku fóstri hjá merkishjónunum Brynjólfi .Eií'íkssyni móðurafa sínum, og konu hans frú Pálínu Guðmunds dóttir. Þessum hjónum og Árna Pálssyni ofrstjóra, og Þórði Guð- mundssyni vini sínum nú búsett- um í Sandgerði, hefði hann ef- laust viljað senda kveðju sína, með hjartans þökk fyrir alt óg alt. Svo vil jeg að endingu fyrir hans hönd, kveðja soninn, móður- ina hjartkæru, föðurinn og syst- urina með þessum Ijóðlínum. Góða nótt í gegnum myrkrið svartá. '. Guð mjer sendir ijósið blítt og I bjart. Grátið ei.þótt gröfin hylji ná.,. Gyðs á landi fáið mig að sjá. Aðalheiður Gestsdóttir. Auðveldar umbætur eru ekki einskisverðar ‘ i. ALLIR góðir menn eru svo gerðir, að þeim þykir leitt til þess að vita, að eitthvað það sem til er stofnað með kostnaði og fyrirhöfn, og til gagns gæti orðið, eða gamans, verður þó fyrir þá vömm sem vel mætti varast, að litlum notum eða engum. Einsog er t. d. þegar ritgerð eða grein, sem góð getur verið og g'agnleg, verður ólæsileg sakir hörguls á prentsvertu. En slíks gerast nú mörg dæmi hjá oss, og þó eink- um þar sem um dagblöðin er að ræða. Og ekki eru heldur í út- varpinu dæmin fá úr sömu átt, þó að með öðrum hætti sje, eins og gefur að skilja. Sögur eru lesnar upp, og erindi flutt þannig að í flestum setningum er eitt- hvað af orðum óskiljanlegt. Er þar til lítils að verið, og væri þó auðvelt að ráða á þessu bót. II. Þeir sem koma þannig fram í útvarpi, að vjer missum aldrei af orði eða atkvæði, eru íþrótta- menn hins talaða máls, í lestri og ræðu, svo sem prófessorar, prestar, stjórnmálamenn og leik- arar, að ógleymdu hinu fasta starfsfólki stofnunarinnar, flestu, og enn nokkrum öðrum, konum og körlum. Til þess að verða slík- ur íþróttamaður þarf vitaniega mikla æfingu. En með tiltölulega lítilli fyrirhöfn má þó í þessum efnum vinna þá bót, að miklu muni. Svo þarf að breyta til, að enginn tali svo eða lesi í útvarp, að hann hafi ekki áður fengið að heyra sjálfan sig af plötu. Þá fyrst er hann heyrir til sjálfs sín þannig, gefst honum til fulls kostur á að gera sjer grein fyrir því, hvernig framburður hans er, einsog hann kemur hlustendum til eyrna. Þá fyrst geta honum orðið gallarnir nægilega ljósir. Og fyr en svo er orðið getur hann vitanlega ekki farið að hugsa um að laga þá. III. Skal þá minst á sumt það sem mjer þykir helst athugavert í þessum efnum. Mjög algengur er sá galli, að menn eru of hrað- mæltir. Þó að ekki væri annað, þá nægir slíkt til þess að menn hafa miklu síður not af því sem sagt er. Kemur þar til greina það sem í- sálfræðinni er nefnt apperception. Það er ekki nóg að heyra, menn verða einnig að hafa nokkurn tíma til að gera sjer grein fyrir því, hvað það er sem þeir liafa heyrt. Annar algengur galli er sá, að menn kunna ekki nógu vel skil á því sem greinarmerki tákna í ritmáli. Mun vera óhætt að segja, að í því efni taki ræðu snillingar í prestastjett ekki síst. öðrum fram. Þá er enn sá galli sem mikið ríður á að forðast, en ekki mun vera vandalaust að laga. En það er, að í framburð- inum verði „o“ að „u“, og „i‘: að „e“, eða á hinn veginn. Það er þessi galli sem fastur er orðinn í dönsku máli, og þó kveður ennþá meira að í ensku. Og yfir- leitt á sá galli ríkan þátt í að setja nokkurn skrílskubrag á nýu málin, svonefndu. En eftir- tektarvert er það, hve mjög ítalskan ber af öðrum Evrópu- málum í því efni. Og á jeg þar nú raunar ekki svo mjög við það, að ítalskan sje skýr af stafavíxlum slíkum sem t.d. að si (ef í latínu) varð se (sig) en se (sig í latínu) varð si, heldur hitt, hversu þetta dótturmál latínunnar, ber um skýrleika framburðarins, af öðr- um þeim Evrópumálum sem mjer er nokkuð kunnugt um. Mun þar koma til greina arfur frá hinum stórkostiegu róm- versku ræðusnillingum fornald- arinnar. Þar sem ekki voru dag- blöðih, varð sá sem hafa víldi áhrif, að tala þa!nriig að hanri gæti Verið viss urri að menn skildu hann. „Nosti sonitus nost- ros“, segir Ciceró, hinn ágætasti ræðusnilliugur rómverskur, í brjefi til vinar síns. Ræða hans mun hafa verið'ágætlega skýr og hljómmikil, eða „rómurinn mikill yfir málinu“, eins og segir í Sverris sögu. Sonitus hljómur; .getur jafnvel þýtt: þruma. Og víkur þar að vísu að því sem mikið atriði er í útvarpsflutningi. Því að það er algengt, og getur jafnvel komið fyrir æfða ræðu- menn, að lokaorð setningar og lokaatkvæði orða, heyrast alls ekki, „rómurinn yfir rnálinu" er þar svo lítill. Og það er ekki síst í því efni, sem ræðumönnum gæti orðið að miklu liðí að fá að heyra sjálfa sig af plötu. Þeir mundu þá miklu auðveldlegar geta áttað sig á því hverskonar beiting eða vanbeiting raddar- innar það er, sem til þess leiðir að orð eða atkvæði tapast út- varpshlustendum alveg, og því sjerstaklega mikið ríður á að forð ast. IV. Til að koma í veg fyrír nokk- urn misskilning sem orðið gæti, skal þess getið, að jeg er sjálfur langt frá því að vera slyngur erindisflytjandi í útvarp, og tel mig ekki mundu eiga meira skil- ið en aðra einkunn fyrir útvarps- framburð. Veldur þar þó mestu um að jeg hefi ekki átt þess kost að æfa mig eins og þurft hefði, en miklu síður hitt, að jeg beri ekki skyn á hvað er góður flutn- ingur og hvað ekki. En því er þetta ritað, að mjer virtist sjer- staklega framfaravænlegt í þessu efni, að fá að heyra sjálfan mig af plötu. Og ekki síður þó vegna þess, að þó að oft sje að útvarp- inu fundið og oft, þá hefir flest af því verið annað en það, sem að mínum dómi er mest þörf in á. V. Utvarpið er sú stofnun sem oss öllum ætti að vera annt um að gæti orðið að sem mestum not- um og til sem mestrar skémtun- ar. Því að ekki er gamanið einskis vert. En best þó þegar hvort- tveggja getur farið saman, gagn- ið og gamanið. Og er það vissu- lega gott gaman, að geta látið sjer fara fram að þekkingu. Ætti í stofnuninni að vera í fyrirrúmi það sem miðar til að auka hlust- endum skilning á heimi og lífiL Og þó sjerstaklega það sem orð- ið gæti til að efla þekkingu vora og skilning á landi voru, þjóð og sögu. Og þó að nokkuð hafi þar verið að því gert, og vel, að lesa Islendingasögurnar og skýra, þá þarf betur að vera, áður þeir verði aðeins fáir, sem eru þeim ókunnugir og kunna ekki að meta þær rjett. Og vara þarf menn rækilega við þeirri villu, sem í útlöndum kveður ekki lítið að, og þó er meir en lítið skað- leg, að til bókmenta sje helst ekki annað teljandi en það sem skáldskapur er, leikrit, ljóð og skáldsögur; þ. e. slíkt sem forn- menn vorir kölluðu lygisögur (ekki lygasögur!). Jeg ætla, eins og geta má nærri, ekki að fara að gera lítið úr góðum skáld- skap; eri vanmentun hlýst af, ef menn ímynda sjer, að mentun og nýar hugsanir, sje fyrst og fremst að sækja í það sem skáldin hafa ritað. En alveg væri það rangt að ætla að leggja íslendingasög- ur að jöfnu, við skáldsögur síð- ari tíma. Það er nógu skrítið að virða fyrir sjer í þessu sambandi orðtækið „fagrar bókmentir“ (þýðing á frönskp. orðunum „belles lettres“) sem hefir verið haft einungis um skáldbókment- ir. í samræmi við þann hugsun- arhátt, þá yrði að telja Finn- bogasögu ramma, sem er ein af lökustu Islendingasögunum, tii fagurra bókmenta, ef Finnur Jónsson hefði rjett fyrir sjer; en liann segir í bókméritdsögu Sinn.v að hún sje „skáldsaga frá rótum“. Það er nú raunar auðvelt að sýna Lram á, einsog'jeg hefi gert' í kafla í bók ‘riiinni Sannýal, að sagan um Finnboga ramma er að verulegu leyti sönn, en samt stendur hún að sannleiksgildi langt að baki Vatnsdælu, sem er þó ekki ein af allrabestu Islend- ingasögunum, en ekki getur þó komið til mála að telja til fag- urra bókmenta, ef aðeins lygi- sögur eiga að hljóta svo veglegt heiti. Og engin fornrit vor væru þeim heiðri fjær en einmitt allra mestu snildarverkin, einsog Egia og Heimskringia. Jeg hefi verið að lesa Eglu við og við í meir en 60 ár, og mundi jeg ekki svo gert hafa, ef jeg hefði ekki ver- ið sannfærður um, að markmið höfundarins hefir verið, að segja sanna sögu, en ekki að búa til skáldsögu. Og ekki þarf að efa hver sá höfundur er, nje heldur, að honum hefir tekist með fá- dæmum vel. Ekki er það aðdáun á Agli sem því veldur að jeg hefi lesið þá sögu svo oft. Arin- björn hersir er það sem jeg dáist mest að. Sagan af því hvernig Arinbj. bjargar í Jórvík lífi Egils æskuvinar síns, hygg jeg sje eitt heimshámark frásagnarlistarinn- ar, og því stórkostlpga drengskap arafreki fyllilega samboðin sem af er sagt. Og ekki hygg jeg að í lygisögu hefði verið hægt að segja eins vel. Því að orðin: sann- leikurinn er sagna bestur, eru sönn einnig í þeirri merkingu, að hin æðsta list getur ekki komið fram öðruvísi en í sambandi við sannleikann. Og sje sagt það sem satt er, að ekki hefði sú frásögn getað orðið eins ljómandi, ef ekki hefði verið af skáldi að segja, þá er þess að gæta, að hinar ^njöllu vísur Egils voru ekki um aðeins ímyndaða hluti og at- burði, heldur lýsingar á veru- leika. Einsog t. d. þessi, sem af- bragð er: Vasa tunglskin trútt að líta nje ógnlaust Eiríks bráa, þá’s ormfránn ennimáni skaut allvalds ægigeislum. Eiríkur blóðöx mun hafa verið eygður mjög, og augnaráðið ekki blíðlegt þegar hann leit til Egils, einsog ekki var heldur við að búast, þar sem Egill hafði drepið son hans. Og nú getum vjer vit- að, að 1 raun og veru er um geislun frá augum að ræða. VI. Mjer virðist ástæða til að vona, að til nokkurs gagns gæti orðið að minnast á þetta í grein sem skrifuð er til þess að greiða fyrir því, ef verða mætti, að útvarpið gæti orðið að meiri notum sem mentastofnun. Þyrfti meira að gera að upplestri fræðibóka en verið hefir. Mætti þar margar nefna, þó að jeg láti mjer nægja, að minna á bækur einsog „ís- lenska menningu“ eftir dr. Sig urð Norðdal, ævisögu Jóns Sig- urðssonar, eftir dr. Pál Eggert Olason, og bók Jóns heitins Aðils prófessors um Skúla fógeta. Þá minnist jeg ekki þess, að hafa í útvarpinu nokkurntíma heyrt nokkuð um Njólu Björns Gunn- laugssonar eða úr henni. Og má þó ekki falla í gleymsku þessi merkilega heimsfræðitilraun, sem spekingurinn setti fram þannig, að telja verður frá því sjónar- miði, til íslenskra rímna. Jeg minnist frá æskuárum mínum vinnumanns í sveit, sem hafði sjer til skemtunar á sunnudög- um að kveða Njólu. Ekki var hann ógreindur sá, og kunni mun betur að meta þetta snildarverk spekingsins en jeg, á þeim dögum, og þó síðar væri. Því miður hafði þessi mað- ur ekki líkamskrafta að því skapi sem hann var gáfaður. Hann þoldi ekki erfiðisvinnuna sem hanri varð á sig áð leggja, og dó ungur, af hjartabilun, að því er jeg hygg mjer muni vera óhætt að fullyrða. ' N- Okt.—des. ’47. Helgi Pjeturss. Preussen sækir ■ ’ gjafasííd ÞÝSKI togarinn Préussen, sem á dögunum var tekin hjeri í landhelgi og sem svo fjekk að vinna af sjer sektina við að flytja síld til Siglufjarðar, er kominn hingað aftur. Skipið kom í fyrrinótt. Hing- að er það komið til þess að sækja farm þann er Síldarverk smiðjur ríkisins, útgerðarmenn báta er stunda sildveiðar hjer og sjómenn gáfu íbúum í Wes- ermúnde. nJ „Tarzan" ætlar að synda yfir Erma- sund ' JOHNNY Weissmuller, sem ep einn af bestu sundmönnum, sem uppi hafa verið, hefur tilkynt að hann æti sjer að synda yfir* Ermasund á mettíma næsta vor, Weissmuller er 38 ára gam« all og er nú orðinn þekktari fyrir leik sinn í Tarzan-mynd- unum en sundafrek sín. Murí þessi tilraun „Tarzans" til aS synda yfir Ermasund að vonum vekja mikla athygli. , Frh. af bls. 6. stað gott til næsta ársþings ÍSt og kveðst þar muni svara til saka, hvort sem það verði í sam- bandi við þetta mál eða önnur. Ef stjórnin hefir slæma sam- visku getur hún sjálfri sjer um kennt, því ekki höfum vjer beðið hana að brjóta lög sín, heldur þvert á móti varað hana við því. Oss kæmi þó ekki á óvart þótt stjórnin yrði að gefa skýringu á ýmsu á næsta ársþingi, og hvað þessi mál snertir t. d. á því, hvers vegna hún forðast í hálfau fimmta mánuð að svara brjefum vorum og munnlegum fyrirspurn um, en leitaði í þess stað til ÍBR og fleiri aðila, einstaklinga og fjelaga, sem ekki hafa neitt um- boð til að semja um sjergreinar- mál frjálsíþróttadómara — og óskaði eftir áliti þeirra á uppá- stungum sínum um próflaus landsdómaraefni, í stað þess að bera allt slíkt undir eina viður- kennda aðilann um þessi dóm- aramál hjer í höfuðstaðnum. svo sem margir þessara aðila bentu henni og á að gera. Ennfremur kann að vera að óskað verði skýringa á því, hvers vegna stjórn ISl hafi hent dóm- araprófsreglugerð þeirri, sem vjer sendum henni til staðfest- ingar (og var í meginatriðum eins og sú, er hún braut) — en samið í þess stað aðra nýja núna um áramótin, sem er x algeru ó- samræmi við gildandi lög og reglur, og þannig hagrætt, að hún heimilar lögbrot þau, sem ÍSl framdi með landsdómarastað- festingunni, og minnist ekki á neitt dómarafjelag frgkar en það væri ekki til. Enda þótt stjórn ÍSÍ hafi sí og æ látið það í ljósi, að hún vilji ekkert kannast við tilveru Frjáls íþróttadómarafj elags Reykj avík- ur (þótt hún hafi sjálf staðfest lög þess) munum vjer iáta oss það í Ijettu rúmi liggja, því frá þessum áramótum heyra sjer greinarmál vor frjálsíþrótta- manna beint undir þá menn, sem hafa vit og þekkingu á' þessum málum, sem sje Frjálsíþrótta- | samband Islands — og treystum jvjer því að hjá þeim verði'mál- um vel borgið. > Af sömu ástæðum munum vjer lofa stjórn ISl að eiga síðasta orð ; ið í þessu máli, hafi hún geð í sjer til að stangast lengur á við sínar eigin reglur. Virðingarfyllst, 11 Stjórn FrjálsíþróttadðmaiáfjelagS Reykjavíkur (FDR). _

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.