Morgunblaðið - 03.02.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 03.02.1948, Síða 8
8 MORGUIS BLAÐIÐ Þriðjudagur 3. febrúar 1948. Ný prentsmiðja á Hkranesi Islasid þátttakandi í alþjóða- söfnun ffyrir börn og konur sem líða skorl j ÁKVEÐIÐ hefur verið, að ísland verði þátltakandi í aiþjóðá söfnun fyrir börn og barnshafandi konur í þeim löndum, sem ' íæðuskortur er og önnur neyð ríkir, en söfnun þessi fer fram um allan heim í febrúar og marsmánuði. Kosin hefur verið landsnefnd til að annast söfnunina og er Þorsteinn Sch. Thorsteinsson for- maður hennar. í frjett frá fjelagsmálaráðuneytinu segir svo ura söfnun þessa og þátttöku íslands: PRENTSMIÐJA er eitt af mestu menningartækjum nútímans. — Þeir bæir sem ekki hafa prent- smiðju, þykja ekki fylgjast vel með. Enda hafa nú risið upp nokkrar nýjar prentsmiðjur hjer á landi, og hinar gömiu verulega bætt vjelakost sinn. Ólafur B. Björnsson, útgerðar- maður á Akranesi hefur haft rík- an skilning á þessari þörf bæjar síns og lagt mikið á sig til að koma þar upp prentsmiðju. Hann hefur nú nýlega sett á fót prent- smiðju á Akranesi, með nýjum og góðum vjelum í nýju húsi við Heiðarbraut 20. Þar er Intertype- setjaravjel, og amerísk hrað- pressa, Kelly 2. Ennfremur önn- ur minni pressa og aðrar tilheyr- andi vjelar og áhöld til prent- unar. Fyrirtækið heitir „Prentverk Akraness h.f.“ Er Ólafur aðaleig- andi fyrirtækisins, svo og prent- smiðjustjórinn, Einar Einarsson, sem um nokkur ár hefur unnið við Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri. Einnig rekur Ólafur bókbands- stofu í sambandi við prentsmiðj- una. Henni veitir forstöðu Bjarni Árnason bókbindari. Ólafur Björnsson hefur um nokkurra ára skeið baft með hönd um nokkra útgáfustarfsemi svo sem kunnugt er. T..d. blaðið Akra nes’, tímaritið Verðandi, og bóka- útgáfu. Er bæði prentvinna og bókband prentsmiðju hans vel og smekklega af hendi leyst. í prentsmiðjunni vinna nú 3 préntarar og tvær stúlkur. Er því hægt að afkasta þar allmiklu verki utan þarfa Akraness. Seg- ir Ólafur, að fyrir árið 1948 sje þegar búið að semja um prentun á nokkrum bókum og tímaritum. Það er merkur viðburður í sögu Akraness að hafa eignast svo fullkominn og þarflegan hlut og nauðsynlegan fyrir nútíma- menningu sem ný prentsmiðja er. Óskar blaðið Akranesi til ham- ingju með hana. Væntanlega verður hún staðnum til gagns og menningar auka. Afmæiisfapaður Kvenfjelags les- kírkju 4. DES. s.l. hafði Kvenfjelag Neskirkju afmælisfagnað í Oddfellowhöllinni. Formaður skemmtinefndar, frú Áslaug Sveinsdóttir, setti samkomuna og bauð fjelags- konur og gesti velkomna. Ing- ólfur Gíslason, læknir, flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um lífskjör, störf og starfshætti kvenna fyr á tímum. Hermann Guðmundsson söng þvínæst nokkur lög. Síðan var sýnd kvikmynd og loks stiginn dans. Afmadi þetta var vel sótt og ríkti þar hinn sami andi og sam- tök er einkennt hefur fjelag þeirra kvennanna, bæði í starfi og á skemmtistundum. Nú hefur kvenf jelagið látið gefa út minn- ingarspjöld, og verða þau fram- vegis seld á þessum stöðum, sem nú skulu taldir upp: Verslun Halldórs Eyþórsson- ar, Víðimel 35, Verslun Ásgeirs Gunnlaugssonar, Austurstræti 1, hjá Sigurði Jónssyr.i, hreppstj., Mýrarhúsaskóla, Georg Jóns- syni, Reynivöllum, Skerjafirði, og Pöntunarfjelaginu á Gríms- staðaholti. Næsti fundur íjelagsins verð- ur haldinn 4. febr. í Oddfellow- höllinni. Rædd verða fjelags- mál. Fjelagið hefur ákveðið að hafa basar í marsmánuði, í ör- uggri vissu um það, að konur bregðist vel við þyí eins og jafn- an áður. Stjórnin vill færa öllum fje- lagskonum bestu nýársóskir og þakklæti fyrir gott samstarf á Jiðnum árum J. Th. Elsli meðlimurinn 91 árs yngsii 8 vikna Slysavarnadeildin „Bræðra- bandið", Rauðasandshreppi sem stóð fyrir björguninni við Látrabjarg, tilkynnir: 70 nýir æfifjelagar, þar með talin elsta kona hreppsins, 91 árs, og yngsta barnið, 8 vikna drengur. Kona í deildinni hefur gefið kr. 1000,00 til björgunarflugvjelar í minningu um föður sinn er drukknaði í lendingu árið 1904. Allir meðlimir Bræðrabandsins þakka Slysavarnafjelagi íslands unnin björgunarafrek á undan- förnum 20 árum og biðja slysa- varnastarfseminni blessunar guðs á ókomnum árum. Tapreksfur á bresku S! þjáir ekki aifa Þjóð- rr Svarfamarkaðsverslun orsökrn London í gærkv. TILKYNT hefur verið hjer í London, að kolanámurnar bresku hafi tapað 5% miljón pundum mánuðir.a júlí, ágúst og september. Er tap þetta tals- vert meira en mánuðina þrjá á undan. Stjórnarvöldin, sem, eins og kunnugt er, hafa telcið við stjórn námanna, kenna taprekst ur þennan fimm daga vinnu- vikunni og frídagafjöldanum. — Reuter. Ólfasf um afdrif 26 Kínverja Hong Kong í gær. HALDIÐ er, að 26 kínverskir farþegar hafi látið lífið og 15 slasast, þegar eldur braust út í skipi sem var að leggja af stað hjeðan áleiðis til Canton í dág. Stuttgart í gærkvöldi. VERKLÝÐSSAMBAND Wer- temberg-Baden birti í dag yf- irlýsingu, sem fjallarmm mót- mælaverkfall það, sem sam- bandið hefir boðað til næstkom- andi þriðjudag. Er á það bent í yfirlýsingunni, að til verk- fallsins sje efnt ekki einungis sökum þess, að feitmetisskamt- urinn hefir verið mink ■ aður, heldur einnig vegna ó- samraemisins, sem komið hefði fram í dreifingu matvæla. „ I Alagning. Rangt væri að halda því fram, segir í yfirlýsingunni, að allir Þjóðverjar þjáist af mat- vælaskorti. Það eru ennþá menn á meðal okkar, sem eng- um óþægindum hafa orðið fyr- ir. Hjer er átt við þá, sem hagn ast á of hárri álagningu eða stunda kaupmensku sína á svörtum markaði. Þyngri refsing. Verklýðssambandið krefst þess, að hegning fyrir ofan- greint áthæfi verði þyngd til muna, og gerir það meðal ann- , ars að tillögu sinni, að þeir seku verði sviftir öllum eign- um og komið fyrir í fangabúð- um til vinnu. — Reuter. I UM miðjan þennan mánuð kom hingað til lands sjerstakur fulltrúi frá hinni frjálsu starf- semi sameinuðu þjóðanna, til hjálpar nauðstöddum og líðandi börnum og barnshafandi konum í þeim löndum, sem fæðuskort- ur og önnur neyð ríkir, þeirra erinda að ræða u’m það við ís- lensk stjórnarvöld og fjetagasam bönd hvort Island mundi vilja taka þátt 1 fjársöfnun nú i vetur í þessu skyni. • Undirbúningurinn. Fulltrúinn, ungfrú Ebba Orn- ing, ræddi málið fyrst við skrif- stofustjórann í fjelagsmálaráðu- neytinu Jónas Guðmundsson, og síðan við fjelagsmálaráðherrann, Stefán Jóh. Stefánsson, og varð það að ráði, að ungfrú Orning gæfist tækifæri tii að ræða við forustumenn þeirra samtaka, er hún sjerstaklega hafði fyrirmæli um að snúa sjer til hjer á landi, ef íslensk stjórnarvöld vildu á annað borð fallast á að fjársöfn- un yrði leyfð. Fjelagasamtök þau, sem boðuð voru á þann fund voru þessi: Rauði Kross Islands. Samband ísl. samvinnufjelaga. Vinnuveit- endafjelag Islánds. Alþýðusam- band íslands. Kvenfjelagasamb. Islands. Búnaðarfjelag Islands. Landssamband ísl. útvegsmanna. Samband ísl. barnakennara. Samtök þessi sendu öll íulltrúa. Fyrirsvay'smenn þessara sam- taka töldu líklegt að samtök þeirra vildu styrkja málefni þetta, én þar sem þá skorti form- leg umboð til þess að ganga til stofnunar landsnefndar, er hefði málið meo höndum, varð þáð að ráði að fjelagsmálaráðuneytið boðaði annan fund með somu að- iljum síðar. Skrifstofustj óri f j clagsmálaráðu neytisins hefir síðan átt tvo fundi með fyrirsvarsmcnnum ofan- nefndra samtaka, hinn síðari föstudaginn 30. jan. s.l. og var þar samþykt með ollum atkvæð- um svohlj. tillaga. „Fundurinn samþykkir að verða við þeim tiimælum, sem fram hafa komið frá umboðs- mönnum Hinna sameinuðu þjóða um það, að Island taki þátt í al- þjóða fjársöfnun, sem fram fer næstu mánuðina í öllum löndum heims á vegum barnahjálpar sam einuðu þjóðanna, og ganga þeir fulltrúar neðantalúra samtaka, sem fund þennan sitja, saman í framkvæmdanefnd fyrir söfnun- inni. Þar sem til söfnunar þessarar er að öðrum þræði stofnað fyrir tilverknað íslenskra stjórnar- valda — fjalagsmálaráðuneytis- ins — væntir funlurinn þaðan styrks og fyrirgreiðslu, sjersták- lega þegar til þess kemur að af- henda fje það eða önnur verð- mæti sem safnast kunna“. Fulltrúar. Á fundinum var tilkynt, að þessir fulltrúar hefðu verið kjörn ir til að mæta á fundum nefnd- arinnar framvegis Frá Rauða Krossi Islands: Þor steinn Sch. Thorsteinsson apótek- ari. Frá Sambandi ísl. samvinnu- fjelaga Viihj. Þór, forstjóri, Frá Vinnuveitcndafjelagi íslands Eggert Claessen, hæstarjettarmfl m. Frá Alþýðusambandi íslands, Bjcrn Bjarnason, ritari. Frá Kven fjelagasambandi íslands frú Guð- rún Pjetursdóttir og frú Aðal- björg Sigurðardóttir. Frá Bún- aðarfjelagi Islands. Gunnar Árna son, ráðun. Frá Landssambandl isl. barnakennara, Arrigrímur Kristjánsson, skólastj. Frá Landssambandi ísl. útvegg manna mætti enginn fulltrúi, en skilaboð lágu fyrir fundinum um að þau samtök mundu einnig taka þátt í starfsemi þessari ef ákveðin yrði. Formaður lanúsnefndarinnai1 var kjörinn Þorsteinn Sch. Thor- steinsson, formaður Rauða Kross Islands og ritari Arngrímur Krist jánsson varaform. Sambands ísl. barnakennara. I framkvæmdaráð voru kjörn- ir: Þorst. Sch. Thorsteinsson, Arngrímur Kristjánsson og Vil- hjálmur Þór. Landsnefndin mun ráða sjer- stakan framkvæmdastjóra fyrir söfnunina, sem hefir með höndum allar framkvæmdir þegar starf- semin hefst, en það mun verða I febrúar. Matvæli og fatnaður. Söfnun þessi, sem fyrirhugað er að fari fram í öllum löndum þeirra þjóða, sem eru meðlimir í United Nations, er sjerstaklega ætlað að fara fram i mánuðunum febrýiar og mars. Hún verður 'í heiA sinni skipulögð frá höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna ii Lake Success í New York, en Is- land tilheyrir Norður- og Vestur Evrópusvæðinu, sem höfuðstöðv ar hefir í London. Safnað verður einkum matvæl um og fatnaði. Þeim peningum, sem safnast, verður varið til kaupa á íslenskum framleiðslu- vörum, sjerstakl. matvörum, sem síðan verða send tii þeirra lands- svæða, sem yfirstjórn söfnunar- innar ákveður. Sameiginlegur fundur for- manna allra landsnefnda, hefir verið boðaður í Genf 17. febrúar n.k. til að ræða nánar um fram- kvæmd söfnunarinnar. Djúpavogsmenn kaupa báf F J ÓRMENNING ARNIR frá Djúpavogi, sem lentu í hrakn- ingunum á skipi sínu Björg, hafa nú keypt sjer bát. Tveir þeirra eru nú átaddir hjer í, bænum, þeir Sigurður Jónsson formaður og Ásgeir Guðmundsson háseti. Hafa þeir fyrir nokkru fest kaup á m.b. Svanur frá Keflavík, sem er 29 smálestir. Nú er báturinn hjer í slipp og er verið að gera ýmis legt við bátinn og vjel hans. Verður því verki væntanlega lokið eftir eina 10 daga. Þá fara þeir austur á Djúpavog og ætla að stunda línu á vetrar- vertíðinni. Tillaga um Kasmir LONDON — Bretar hafa lýst því yfir að þeir sjeu með tillögu full- trúa Kasmirs um að leitað verði þjóðaratkvæðis um hvört það eigi að heyra undir Pakistan eða Indland.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.