Morgunblaðið - 07.02.1948, Page 11

Morgunblaðið - 07.02.1948, Page 11
Laugardagur 7. febrúar 1948 MORGVTSBLAÐIÐ 11 1 AððHundur .Varðar' á Akureyri VÖRÐUR, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri, hjelt aðalfund sinn 9. f. m. Fjelagið starfaði af miklum áhuga s.l. ár og bættust því nokkuð á 2. hundrað nýir meðlimir. í stjórn fjelagsins voru kosn- jr: — Magnús Jónsson, form., Sigurður Ringstea, varaformað ur, Snorri Kristjánsson, gjald- keri, Gunnar Árnason ritari, Gurinar Schram, Hörður Sigur- geirsson og Bjarni Sveinsson. Varastjórn-: Magnús Óskarsson, Axel Kvaran og Einar Sigurðs- son. Hvalveiðafielagið ætlar að ieigja jirjú erlend skip FJÓRIR þingmenn, Pjetur Otte sen, Hermann Guðmundsson, Finnur Jónsson og Jörundur Brynjólfsson, flytja frumvarp um að hvalveiðifjelaginu verði heimilt á árunum 1948—1952 að nota þrjú erlend skip til veið- anna. í greinargerð segir m. a.: Hvalur h.f. hefur á margan hátt notið stuðnings fyrrv. og núverandi ríkisstjórnar og ann- arra opinberra aðila. Þannig hefur fjelagið fengið 10 ára sjer leyfi til hvalveiða. Fyrir milli- göngu ríkisstjórnarinnar festi fjelagið kaup á ýmsum eignum setuliðsins í Hvalfirði, sem gerði því fært að byggja stöðina á svo skömmum tíma sem raun ber vitni um. Ríkisstjórnin gekkst fyrir því, að ísland gerðist að- ili að alþjóðasamtökum hval- veiðiþjóða, en það var skilyrði til þess, að útflutnings- og gjald eyrisleyfi fyrir öllum hvalvinslu vjelum. Eins og kunnugt er, eru eng- in hvalveiðiskip til hjer á landi, og enn höfum við ekki á að skipa sjómönnum, sem þekkingu háfa á hvalveiðum. Þær þjóðir, sem stofnað hafa til hvalveiða hin síðustu ár, hafa allar fengið norska hvalveiðisjómenn fyrst í stað, en síðan hafa innlendir sjómenn lært af þeim. Þannig var það um Þjóðverja, er þeir hófu hvalveiðar, og sama er að segja um Rússa og Hollendinga, er tóku að stunda hvalveiðar eftir styrjaldarlok. — Stjórn Hvals h.f. hyggst að fara svip- aða leið, að leigja erlend hval- veiðiskip, en ráða á þau nokkra íslenska sjómenn, er læri allar veiðiaðferðir, í því skyni, að áhafnir skipanna geti síðar orð- ið alíslenskar. Alþingi hefur áð- ur veitt tveimur fjelögum heim- ild til að nota erlend hvalveiði- skip við veiðar hjer á landi.... VÁTRYGGINGAR Sigurður Kristjánsson flytur í neðri deild frumvarp um breyt ingu á lögum um vátryggingar- fjelag fyrir fiskiskip þess efnis að öll skip er ríkið á skuli trygð hjá Samábyrgðinni. HeimsmeiMOOyards bringusundi PENNSYLVANIA. þriðjudag: Bob Sohl frá Michiganháskóla, setti hjer í dag nýtt heimsmet í 100 yards bringusundi. Synti hann vegalengdina á 1.00,0 mír. Staðfesta heims- metið á vegalengdinni er 5/10 sck. lakara en tími Sohl. —Reuter. — Saga Prestaskólans - Ræða Björns Ól- afssonar Frh. af bls. 10. Magnús Jónsson ritaði á sínum tíma í Breiðablik um æskufrá- sagnir guðspjallanna og kenn- inguna um meyjarfæðinguna. í sambandi við þetta stendur: „Heil hersing rithöfunda fór af stað gegn þessum manni, sem vildi taka jólagleðina frá Vestur- íslendingum“. Á þessu virðist rit- dæmandinn byggja ásökun sína. Jeg hefði að óreyndu haldið að hann kynni betur að lesa! Hjer er aðeins skýrt frá sögulegum staðreyndum. — Rithöfundarnir færðu það fram, sem megin- ákæru gegn sjera. Magnúsi, að hann vildi með þessu taka frá þeim jólagleðina. Ekkert annað meinti jeg með þessu, og felst því enginn persónulegur dómur í þessum orðum til eða frá. Hvern- ig höf. fær það út úr orðum mín- um, að jeg sje með þessu á gal- gopalegan hátt að gera gys að helgi jólaguðspjallsins, er mjer sannast að segja alveg óskilian- legt, og þarf annað hvort mikið ímyndunarafl eða frámunalegt skilningsleysi til að finna upp svona lagaðar ákærur. 4. Þessu næst færir Kolka mjer það til ósæmdar, að jeg segi að almenningur hafi talið það vera til skammar fyrir Háskóla íslands að prófessor Hallesby va.r leyft að flytja þar fyrirlestra. Hví gleymir ritdæmandinn að skýra frá því, að jeg bendi á þessa sögulegu staðreynd, aðeins til að mótmæla kröftuglega þeirri skoðun, sem þar kemur fram? Sjálfur kveð jeg upp þann dóm, að þetta hafi verið Háskólanum til sæmdar, og hafi hann með því að leyfa slíkum manni að tala, sýnt frábæra víðsýni og frjáls- mannlegan hugsunarhátt. Virðist mjer læknirinn hafa meira en litla tilhneigingu til að reyna að finna eitthvað annað út úr orð- um mínum en þar stendur, fyrst hann þarf að koma með svona öfuga röksemd til að finna mjer eitthvað til foráttu. 5. Læknirinn les mjer langan pistil út af því, að jeg eigi að vera eindreginn andstæðingur kirkjulegra játninga. Líklega þykist hann finna þetta út úr því, að jeg rek söguna um baráttu guðfræðikennaranna fyrir kenn- ingarfrelsi presta og skýri frá greinargerð þeirra fyrir afstöðu íslensku kirkjunnar til játning- arritanna. Hjer verður ritdómar- anum það á sem oftar, að ganga út frá því sem vísu, að alt sem jeg tilfæri eftir guðfræðikennm-- um Háskólans eða segi til að út- skýra hugsanir þeirra, sjeu mínar eigin skoðanir á málunum. En enda þótt svo væri, þá hef- ur læknirinn enga heimild til að ganga út frá þessu sem gefnu og^byggja dóm sinn á því, meðan jeg geri grein fyrir þessum skoð- unum kennaranna á fullkomlega hlutrænan hátt, enda má hann glöggt skilja, að í slíkri sögu verður ekki hjá því komist, að geta skoðana þeirra og baráttu í andlegu lífi þjóðarinnar að ein- hverju. Jcg hef nú aftur lesið yf- ir þann kafla, sem einkum fjallar um þetta efni (bls. 234—237), og finn jeg hvergi neinn persónu- legan dóm um þet.ta mál frá minni hcndi, nema ef vera skyldi það, að jeg segi, að sjera Jón Helgason hafi fært fyrir því góð rök og gild, að játningaritin hafi alls ekki upprunalega verið sam- in'í þeim tilgangi, að vera bind- andi regla og mælisnúra fyrir kirkjuna á öllum öldum og aldrei hafi þau verið loglega samþykt af íslcnskri þjóðkirkju, heldur hafi þeim verið neytt upp á Íslendinga af erlendu veraldarvaldi. Jeg veit ekki til, að þessum skoðun- um Jóns biskups Hclgasonar hafi nökkurn tíma verfð hrundið með óyggjandi rökum. Um síðara at- riðið kunna ef til vill að hafa verið eitthvað skiptar skoðanir meðal lögfræðinga, en jeg hygg að Kristján Jónsson, dómsfcjóri, sem var ágætur kirkj urj ettarfræð ingur og kendi þá fræðigrein við Prestaskólann hafi verið kennur- unum samþykktur um þetta at- riði, enda er röksemdafærsla Jóns Helgasonar mjög skilmerkileg. Þykist jeg því ekki hafa talað út í bláinn um þetta efni. Annað mál er það, hvort Kolka læknir og skjólstæðingar hans telja það sáluhjálparatriði, að hlíta fyrirskipunum Kristjáns III. Danakonungs um trúarefni. Mega þeir það fyrir mjer. En jeg sje enga ástæðu til, að þeir fyrir- skipi mjer eða öðrum að trúa hinu sama, frekar en mjer dett- ur í hug að banna þeim að setja traust sitt á dauða konunga. Og reyndar hef jeg ekkert á rnóti játningum, sjeu þær einlægar og sprottnar út úr trúarvitundinni sjálfri. Aftur á móti þykir mjer heimskulegt og ekki ná neinum tilgangi, að gera trúarjátningar að lögum. Um það snerist deilan. Sjálfur meistarinn benti á það að varajátningar væru lítils virði, ef ekki fylgdi hugur máli: „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himna- ríki, heldur sá er gerir vilja föð- ur míns, sem er í himnunum". Hins vegar hyggur Kolka, að þeir sem duglegastir eru að hrópa: herra, herra, og hengja alls stað- ar utan á sig „ólseigar játningar", sjeu hinir mestu guðs kappar og eigi sjer tryggast sæti við háborð- ið hjá guði sínum. Nenni jeg ekki að jagast við hann um það. V. Jeg hefi nú athugað þau dæmi, sem læknirinn tilfærir úr bók minni, til að rökstyðja með dóm sinn um hlutdrægni mína í efnis- meðferð og sýnt fram á, að þar er ýmist um algerðan misskiln- ing að ræða, eða hann tileinkar mjer í heimildarleysi skoðanir annara manna, er jeg af sögu- legum ástæðum komst ekki hjá að skýra frá, eða hann færir mjer það til lýta, að skýra frá söguleg- um staðreyndum, sem honum þykja vera skjólstæðingum sín- um til ófrægðar, og lætur þá> í veðri vaka, að jeg búi þær til, en sjer ekki hitt, að jeg geri mjer alt far um að taka á þeim sem mildustum höndum. Þar sem jeg geri ráð fyrir, að minn góði vinur, Kolka, hafi val- ið þau dæmin, er hann taldi helst vítaverð, vænti jeg þess að hann sje nú kominn til skilnings á, að rit þetta sje ekki eins slæmt í þessu efni og hann bjóst við, heldur hafi honum í fljótu bragði missýnst mjög í dóminum, Er mjer ljúft að fyrirgefa honum það, enda segir hann ýmislegt vin samlegt um ritið þar fyrir utan. Að sjálfsögðu er aldrei hægt að skrifa sögu þannig, að ekki skini einhvers staðar í persónu- legar skoðanir söguritarans, enda er það heldur ekki nein sögu- fræði, að leggja aldrei neinn dóm á nokkurn skapaðan hlut og skýra eigi söguna að neinu. Má því vel vera, að einhvers sts.ðar sjái merki samúðar minnar með trúmálastarfi þeirra manna, sem jeg hefi persónulega þekt að drengskap og sannleikshollustu, og vissi vel að ekki voru ver trú- aðir en aðrir, sem meira þóttust. Ber jeg engan kinnroða fyrir það. Ætla jeg að hið sama hefði orðið uppi á teningnum, hver sem fenginn hefði verið til að rita þessa sögu. Gæti það einmitt orðið fróðlegt til sjálfsgagnrýni fyrir Kolka, að ur, eða þeir sem líkar trúarskoð- anir hafa og hann, mundu hafa hugsa um það, hvernig hann sjálf lagt hjer hönd að verki. í somu grein og hann reynir að færa sakir á hendur mjer fyrir það, að jeg tali ekki nógu virðulega um heimatrúboðið og róg þess um guðfræðikensluna, gætir hann eigi betur tungu sinnar cn það, að í hvert skipti, sem hann minn ist á þá guðfræði, sem lengst af hefur ríkt við Háskólann, brigsl- ar hann henni um andleysi og óbyrjuhátt, neínir hana guðrækn- islegt gutl og líkir henni við horn kerlingu og niðursetning. Jeg get nú ekkert dáðst að svona löguðu umburðarlyndi, og sæmir þeim best að vanda um við aðra, sem ekki drýgja hálfu verri yfirsjónir sjálfir í sömu andrá. Með slíkum ummælum um starf háskólakennaranna finnst lækninum væntanlega ekki mis- boðið virðingu Háskólans, og má af þeim nokkuð marka, hvernig honum hefði best líkað að saga þessi væri rituð. Það er af þessum ástæðum sem jeg get ekki tekið mjög hátíð- lega vandlæti hans um virðingu Háskólans. Mjer sýnist honum hafa verið meira umhugað um virðingu þeirra, sem verið hafa óvinir Háskólans, er ekki má segja af þeim og afskiptum þeirra sanna sögu, svo að ekki sje kom- ið við hjartað í brjósti hans. Benjamin Itristjánsson. —Álykanir um verðiagsmál Frh. af bls, 1. og reynt að hafa svo til að verk- smiðjurnar fái árlega sama syk- urmagn og þær höfðu árið 1944 og áður. Þeir aðilar, sem selja kaup- mönnum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar skömmtunarvörur, fái innkaupaheimild hjá skömmt unarstjóra til handa viðkomandi kaupanda, er síðan geri seðlaskil beint til Skömmtunarskrifstofu ríkisins. Skömmtunarkerfið allt verði endurskoðað eins fljótt og verða má, í samráði við fulltrúa frá verslun og iðnaði. Byggingarefnið Fundurinn beinir tilmælum til Fjárhagsráðs um að byggingar- efnavöruskömmtuninni verði breytt á þá lund, að til viðhalds- þarfar mannvirkja verði ætlað minnst 15% af heildarinnflutn- ingi sements, og 8% af heildar- innflutningi annars byggingarefn is, þar af 4%, sem nú eru ætluð til viðhalds, hafa reynst alveg ó- fullnægjandi.. Ennfremur verði byggingar- efnaframleiðsla, úr innlendu hrá- efni, óháð skömmtuninni. Aðalfundur fjelags ungra Sjálhiæðis- manna í Ólafslirði NÝLEGA hjelt Fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði aðalfund sinn, en í Ólafsfirði ríkir nú mikill áhugi meðal ungra Sjálfstæðismanna og fer fjelagalaga FUS þar ört vax- andi. I stjórn fjelagsins voru kosn- ir: Magnús Stefánsson, form., Jón Ólafsson og Ingólfur Bald- vinsson. Varastjórn skipa: Kristín Sigurðardóttir, Dýrleif Tryggvadóttir og Sigurður Guð mundsson. Herb Hckenley tapar í Áslralíu JAMAICA-negrinn Herb Mc- Kenley, heimsmethafi í 440 yards hlaupi, beið lægri hluta bæði í 440 yards og 100 yards hlaupi á móti í Ástralíu 24. jan. síðasl. í 440 yards hlaupi varð Ástr- alíumaðurinn John Bartram fyrstur á 48,4 sek.. en McKen- ley var annar. í 100 yrads hlaupinu var McKenley 3. •— Fyrstur var Ástralíumaðurinn Treloar á 9,8 sek., en Bartram annar. Frh. af bls. 7. sjer ljóst, hversu einstaklingsrekstur- inn verður- fyrir þungum búsifjum af skattlagningu hins opinbera. Þjóð- fjelagsskipunin viðurkennir rjett ein- staklingsins til reksturs, en i fram- kvæmdinni verður það svo, að eng- inn rekstur á jafn erfitt uppdráttar vegna skattanna. Það er eins meS einstaklingsrekstur og fjelagsrekstur í hvaða starfsgrein sem er, að hon- um er nauðsynlegt að geta tryggt rekstur sinn fjárhagslega með söfn- un sjóða til þess að mæta áföllum, sem ætið geta komið. Aðstöðumunurinn á einstaklings- og fjelagsrekstri er sá, eins og kunn ugt er, að allar tekjurnar af rekstr- inum koma sem persónulegar tekjur eða kaup eigandans, og verður því skattlagt í einu laga og hann hefir engan rjett til frádráttar til varásjós, nema um útgerð sje að ræða. Sje fyrirtækið hinsvegar í fjelagsrekstii með einum aðaleiganda, þá er kaup forstjórans eða eigandans skattlagt annars vegar hjá honum og netto tekjur fjelagsrekstursins skattlagt hins vegar hjá fjelaginu. Við það að tekj- um fjelagsins er þannig skipt á tvo aðila, verður skatturinn samanlagður minni en hjá einstaklingsrekstrinum. Auk þess nýtur fjelagsreksturinn frið inda í sambandi við varasjóð, þótt hömlur sjeu á notkun hans. Eins og skattamir eru nú, getur sá, sem hefir eingöngu persónulegau rekstur, varla búist viö að hafa nokkr ar tekjur umfram það, sem hann þarf að nota til lífsuppihalds fyrir sig og sina. Svo mikið tekur ríki og bær af tekjunum. Þetta er bæði rang látt og hættulegt ástand. Einstaklingur sem hefir 200 þús. kr. tekjur af rekstri sinum, heldur eftir 65 þús. þegar riki og bær hefir tekið sitt. Og á þvi á hann svo aS lifa yfir árið og mæta skakkafölluin í rekstrinum. Hafi þessi sami maði.r 100 þús. kr. heldur hann eftir um 50 þús. kr. En hafi hann 400 þús., verður aðeins eftir 85 þús. kr. Eins og j.eg hefi tekið fram, þá er árs- kaup hans innifalið i þessum afgangi. 1 þessu er þó umreikmngur á lágtekj um ekki frádreginn. Með þessu móti er einstaklings- rekstur í landinu dauoadaimdur öðru visi en sem smárekstur og hokur. XIII. Hver er svo niðurstaðian? Niðurstaðan af þessum hugleiðing um verður þessi í stuttu máli: 1. Niðurfelling frádráttarheimild- ariimar hefir verið misnotuð af lög gjafarvaldinu gegn skattþegnun- um og verður að takast aftur í lög. 2. Skatt- og útsvarsstiginn verður allur að umreiknast í samræmi við verðrýrnun peninganna. 3. Veltu-útsvarið er ranglátt og verður að hverfa. 4. Innheimta skatta og útsvara þarf að breytast og koinast í það horf að ein stofnun anmst innheimtuna og skattarnir sjeu greiddir allir með jöfnun’ afhorgunum. 5. Einstaklingsrekstrinum verðut* að skapa lífvænlegri skilyrði eu nú*fer, með því að liann hafi ekki verri aðstöðu til atvinnureksturs vegna skattn en aðrir aðilar. En til þess að fá þessar leiðrjettingni* þarf meira að gera en að láta í ljós vanþóknun sina á einum fundi. Til þess þarf að fylgja jiessum máluin fast eftir með samtökum sjetta og einstaklinga. Heimsóknir bandarískra herskipa Washington i gærkvöldi. BANDARÍKIN hafa vísað á bug mótmælum Rússa vegna heim- sókna bandarískra herskipa til, ítalskra hafna. Hefur banda- ríska utanríkisráðuneytið í þessu sambandi skýrt frá því, að heimsóknir þessár hafi verið í fullu samræmi við alheims- venjur, en til þeirra hefði ekki verið efnt fyr en að fengntr leyfi ílölsku yfirvaldanna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.