Morgunblaðið - 14.03.1948, Síða 1
35. árgangur
68. tbl. — Sunnudagur 14. mars 1948.
Isafoldarprentsmiðja h.t.
*
Klossisk tónlist vinsælli en jnzz
meðnl ntvnrpshlustendn
ÞAÐ MUN óþarfi að kynna
leséndum- Jón Þórarinsson. Það
þannast flestir við hann úr út-
varpinu. Hann flytur þar á
þverju föstudagskvöldi fróðleg
Ún og skemtilegan tónlistarþátt,
þar sem hann kynnir klassiska
tónlist eldri og yngri meistara.
Auk þess hefir hann umsjón
með tónlistarvali dagskrár út-
varpsins og kennir tónfræði við
Tónlistarskólann.
Jón kom heim frá Bandaríkj
unum í september s.l., 'eftir
að hafa dvalið þar hátt á fjórða
ár við tónlistarnám. Aðallega
nam hann tónfræði og tónsmíð
ar (composition). Lagði hann
stund á þau fræði við Yale-
háskólann og var Paul Hinde-
mith, nútímatónskáldið fræga,
áðalkennari hans þar. Hafði
Hindemith miklar mætur á
Jóni og taldi hann mjög efni-
legt tónskáld.
Jeg labbaði upp í tónlistar-
deild. Ríkisútvarpsins um dag-
inn. Hitti jeg þar Jón og fór-
um við að spjalla saman um
tónlistarflutning útvarpsins.
Mörg hundruð brjef
á viku.
— Hvað getið þjer sagt um
tónlistarsmekk útvarpshlust-
enda? Hvernig tónlist vilja
þeir helst?
— Það er vitanlega ekki hægt
að koma með neinar fullyrð-
ingar um það. Við getum þó
dregið nokkrar ályktanir af
þeim aragrúa brjefa,sem okk-
ur berast um óskalög. Óska-
lagaþættinum einum berast
mörg hundruð brjef á viku. I
því sambandi er eftirtektarvert
að yfirgnæfandi meirihluti ber
fram óskir um klassisk eða
Ijett hálf-klassisk lög. Sára-
fáir biðja um jasslög. — En
segja má, að smekkurinn sje
nokkur þröngur — menn biðja
um sömu lögin aftur og aftur
og bá oft á tíðum lög, sem ekki
eru sjerlega merkileg. — Hið
eina. sem hægt er að gera í
því máli er að gefa fólki tæki-
færi til þess að hlusta á meira
af góðri tónlist.
„Menn þurfa að iðka hljómlistina
sjálfir“.
— Getur þá ekki útvarpið ein-
mitt átt drjúgan þátt í að efla
tónlistarsmekk þjóðarinnar?
— Jú, vissulega. En þótt út-
varpið geti gert mikið gagn með
því að útbreiða tónlistina, er það
ekki einfært um að skapa hjer
músík-kúltúr. Til þess þarf að
efla að miklum mun hljómlist-
ariðkanir einstaklirganna sjálfra.
Það er ekl;i nóg að hlusta á mú-
sík, jafnvel þó að það sje gert
af einlægni og áhuga. Menn þurfa
að iðka hljómlistina sjálfir. Á
því sviði gera tónlistarskólarnir
mest gagn. Þeir ýta undir hljóm-
listariðkanir manna og mennta
fólk sem getur kent og leiðbeint
í þessum efnum. Tónlistarskóli
Reykjavíkur hefur þegar unnið
mikið og merkilegt starf í þessu
efni ög er það von okkar, að það
starf geti orðið meira og heilla-
drýgra eftir því, sem árin líða.
Opinber h’jómleikahöld eru og
Samta! viB ión Þórarinsson fónlistarfull-
Jón Þórarinsson.
þýðingarmikill þáttur og hefur
Tónlistarfjelagið haft þar- ágæta
forgöngu.
Plötusafnið úrelt.
— Hvað er að segja um plötu-
safn útvarpsins?
— Við eigum nú um 20 þús.
plötur hjer, en það er ekki mik-
ið þegar þess er gætt, hvílíkan
sæg af plötum við þurfum að nota
daglega. Vantar yfirleitt mikið á,
að safn okkar sje fullkomið. —
Megin hluti þess er gama'il og úr-
eltur. Það, sem hefir bætst við
það hin síðari ár, eru mest megnis
gjafir frá jBretum og Banda-
rikjamönnum.
Eru þær plötur valdar af þeim,
en ekki oklóur, og tilviljun ein
hefur ráðið, ef þær hafa komið
okkur að gagni. Þær hafa því alls
ekki bætt úr brýnustu þörfum,
hvað þá meira. Stríðsárin var
yfirleitt lítið framleitt af góðum
grammófónsplötum. En síðan
stríðinu lauk og plötuframleiðsla
var hafin að nýu í Englandi og
Ameríku, hafa plöturnar aukist
stórkostlega að tóngæðum. —
Gjaldeyrir til innflutnings á plöt
um fyrir Ríkisútvarpið hefur ver
ið lítill sem enginn undanfarið.
Við hjerna norður á hjaranum
höfum því ekki getað notið neins
góðs af þeim stórfelldu framför-
um, sem orðið hafa á plötufram-
leiðslunni. Og þar, sem það er
plötusafn útvarpsins, sem mestu
ræður um tónflutning þess er vit-
anlega ekki gott í efni, að við
skulum ekki geta geta aukið það
og endurbætt eftir þörfum.
íslenskar plötur.
— Hefir ekki Ríkisútvarpið
sjálft tekið hljómlist á plötur?
— Jú, þær plötur skifta nú
hundruðum, sem útvarpið hefur
undanfarin ár tekið á tónlist og
annað til eigin afnota. Má raun-
ar skifta þeim í tvo flokka. — I
fyrsta lagi eru plötur, sem að-
eins hefir átt að nota einu sinni
við dagskrána og í öðru lagi þær,
sem nota hefir átt oftar. í síðari
flokknum eru aðallega plötur
með söng og hljóðfæraleik. Er
ætlunin að senda nokkrar þeirra
út, þar sem þær verða bættar
og gerðar að „varanlegum“ plöt-
um, eins og við segjum.
Hlustendum gafst kostur á að
hluta á fátinar af plötum þess-
um um jólin. Heyrðu m. a. Guð-
mun Jónsson, Einar Kristjánsson
og Elsu Sisfúss syngja og Björn
Ólafsson leika á fiðlu. Er ætl-
unin að halda áfram á þessari
braut, er t d. í ráði að Stefán
Guðmundsson syngi á nokkrar
plötur, þegar hann gistir island
næst. Með tíð og tíma getur
plötusafn þetta orðið ágætt sýn-
ishorn af íslenskri tónlist, túlk-
aðar af okkar bestu hljómlistar-
mönnum.
Erindi og iipplestrar á plötum.
— Það má í þessu sambandi
geta þess, að á undanfö>-num ár-
um hafa einnig upplestrar og er-
indi verið tekin á plötur og eru
margar þeirra nú orðnar ómetan-
legur fjársjóður. Eru þar t. d.
sýnishorn af röddum ýmissa lát-
inna merkismanna og er í ráði
að senda úrval af þeim út og
láta taka á ,,varanlegar“ plötur.
Verða plötur þessai síðan settar
á Þjóðminjasafnið. Mun þessu1
starfi verða haldið áfram í fram-
tíðinni.
Fullkomin tæki.
— A ekki útvarpið góð tæki
til þessa s+arfs7
— Jú, fyrsta flokks og er óhætt
að fullyrða að plötur, sem tekið
er á hjer, eru að tóngæðum fylli-
lega sambærilegar við þær, sem
tekið er á í öðrum löndum.
Harmonikan ekki eins vinsæl .
og af er látiö
— Er það tilfellið, að íslend-
ingar sjeu hjer í lagi sólgnir í
harmonikumúsík?
— Það held jeg ekki. Okkur
berast allt af við og við óskir
um að leikin verði harmoníku-
lög. En jeg held, að unnendur
þess hljóðfæris sje ekki eins
margir og af er látið — það ber
bara talsvert á þeim.
— Danslögin hafa sætt tals-
verðri gagnrýni?
— Já. Um þau er það að segja,
að safn okkar af danslagaplötum
þarfnast endurnýjunar — en eng
inn gjaldeyrir fæst.
„Allir góðir hlutir dýrir“
— Þá hafa heyrst raddir um,
að útvarpskórinn nýi sje nokkuð
dýr?
—• Allir góðir hlutir eru dýrir.
Það hefur aldrei neinn kór hjer
áður getað flutt nýtt og vel æft
prógram hálfsmánaðarlega. Að
minni hyggju er því fje vel var-
ið, sem fer til útvarpskórsins.
— Hvað viljið þjer segja um
hljóðfæraleikara okkar?
— Við eigum marga ágæta
hljóðfæraleikara og á því sviði
haf aorðið undraverðar framfarir
síðastliðin tuttugu ár.
Góður jarðvegur íyrir
„moderne" músík
— Haldið þjer, að hjer sje
nokkur jarðvegur fyrir svokall-
aða ,,moderne“ músík?
— Já, og ef til vill meðfram
vegna þess að klassísk músík er
hjer ekki eins íótgróin og víða
annarsstaðar og menn eru því
ekki eins hleypidómafullir hjer, I
Frh. á bls. 4.
Ræðusléllinn I Sjálhfæðishúsinu
Á FUNDI FuIItrúaráðs Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík, sem
lvaldinn var síðastl. sunnudag, var Sjáifstæðishúsinu afhentur þessí
veglegi ræðustóll að gjöf frá einum velunnara Sjálfstæðishússins.
Gefandinn óskar ekki að láta nafns síns getið, en þessi fagra gjöf
ber vott um vinarþel og hlýhug í garð flokkshúss Sjálfstæðismanna.
VopnablrgSir handa
Irgun Zva! Leumt
finnas!
París
VOPNABIRGÐIR, sem áttu
að fara til ofbeldisflokksins
Irgun Zvai Leumi í Palestínu,
hafa fundist í námunda við Mar
seilles, Frakklandi. Lögreglan
hefur tekið vipnin í sínar vörsl-
ur.
Frá Jerúsaiem berast þær
fregnir, að samningar fari nú
fram milli Irgun Zvai Leumi og
Haganah um sameiningu leyni-
herjanna.
Sendiberra Ungverja
i London segir
af sjer
London
UNGVERSKI sendiherrann
hjer, Stephen Bede, hefir sagt
af sjer. Hann hefir verið sendi-
herra hjer síðan í styrjaldar-
lok. Hann var fyrir skömmu
kominn hinirað úr ferðalagi til
Budapest. Ætlað er, að hann
hafi sagt af sjer, vegna þess að
hann er óánægður með stefnu
ungverska sósíaldemókrata-
flokksins í stjórnmálum, en
hann var meðlimur þess flokks.
„Kenja kona" kvikmynduð
SKÁLDSAGAN „Kenja kona“, sem nú er framhaldssaga í Morgun-
blaðinu, hefur verið kvikmynduð og verður sú kvikmynd sýnd
síðar í Austurbæjarbíói. — Iljer sjest atriði úr kvikmyndinni, en
þau Iledy Lamarr og George Sanders leika aðallilutverkið.