Morgunblaðið - 14.03.1948, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. mars 1948.
f #
Nýi Goðafou.
Cb
LÝSIIMG Á GOÐAFOSSI
Fyrsta mótorskip Eim
skipaíjelags Islands
MÖTORSKIPIÐ ,,Goðafoss“ er
fyrsta skipið af þremur mótor-
fiutningaskipum, sem eru í smíð-
um í Burmeister & Wains skipa-
smíðastöð fyrir Eimskipafjelag
Islands.
B. & W. hafa áður smíðað
skip fyrir fjelagið, en „Goða-
foss“ er fyrsta mótorskip fje-
lagsins.
Aðalmál skipsins eru þessi:
Lengd, milli p.p. 290’—0”.
Breidd, á utanverð bönd 46’—
0”. Dýpt, frá efsta þilfari 26’—
6’’. Dýpt, frá 2. þiLfari 21’—9”.
Burðarmagn 2700 tonn. Djúprista
21’—£%”. Hraði, hlaðið skip 15
mílur. Brúttó stærð 2905 rúml.
Skipið er ágætlega lagað til
gangs. Framstafnið hallar mikið
um sjómál, en bognar eftir því
sem ofar dregur. Skuturinn er
„Krydshæk“-skutur og stýrið er
B. & W. straumlínustýri.
Afturstelnið er þannig lagað,
að mótstaðan verði sem minst í
sjónum.
Skipið er smíðað eftir hæsta
flokki enska Lloyds R. M. C. —
Bolur skipsins er rafsoðinn eins
og hægt er, ennfremur er það
styrkt til varnar ís með sterkum
aðalböndum og milliböndurh, og
jafnframt eru öll samskeyti í
byrðingnum rafsoðin, til þess að
gera minni mótstöðu í ís.
„Goðafoss" hefur fjögur aðal-
farrými, af þeim er 2. og 3. far-
rúmið kælirúm til flutnings á
fcjöti, fiski o. fl., við -f- 18 gr.
C. Þessi tvö farrými eru 80,000
teningsfet, en öll farrými eru
tii samans 159,000 teningsfet
„grain“. OIJ fjögur farmrúms-
opin eru með B. & W. einka-
leyfistrygðu farmrúmshlerum,
hlerarnir eru rafsoðnir, í pörtum
og tengir saman, þannig, að
þeim má loka eða opna, á fá-
mi sekúndum. Ennfremur gefa
þessir farmrúmshlerar skipinu
mikið öryggi og aukinn styrk-
leika til siglinga í Norður-At-
lantshafsferðum. Á skipinu eru
fjórar 5 tonna „bómur“ og ein
20 tonna „bóma“ á framsiglu.
Allar þilfarsvindur eru raf-
knúnar, en þær eru: fjórar 3
tonna farmvindur, ein 3 tonna
landfestavinda og ein akkeris-
yinda.
.Tistarverur skipshafnar.
Vistarverur skipshafnar eru á
milli-þilfari og í þilfarshúsi mið
skipa og ennfremi r á milli-þil-
fari og í þilfarshúsi aftur á skip-
inu. Klefar háseta og mótir- að-
stoðarmanna eru eins manns
klefar. Þiljur eru málaðar og
innanstokksmunir úr Ijósri eik.
Matstofa þeirra er einnig máluð
og innanstokksmunir úr Ijósri
eik.
Klefar allra yfirmanna eru í
þilfarshúsi miðskipa, á efsta þil-
fari, þiljur eru málaðar og innan-
stokks'munir úr dökkri eik. Skip-
stjóri hefur svefnklefa og setu-
Stofu á bátbilfari. Þiljur eru
málaðar og innanstokksmunir úr
gljáðu hnotutrje. Farþegaklefar
eru sex 2-manna klefar, allir með
máluðum þiljum. Innanstokks-
munir eru úr aluminium, nema
í lclefa fyrir útgerðarstjórn, þar
eru þeir úr dökku mahogni. —
Borðsalurinn er á efsta þilfari
með 16 sætum. Innanstokksmun-
ir eru úr hnotu, stólar og bekkir
klæddir ieðri. Reykskálinn er
fremst á gönguþilfari og með
sætum fyrir 20. Þiljur eru úr al-
uminium, en innanstokksmunir
úr hnotu, klæddri grænu leðri.
Ljósafyrirkomulag er af nýjustu
gerð og öll loftræsting á her-
bergjum og skálum er vjelknúin.
I eldhúsinu er olíukynt eldavjel
með tveim ofnum, og þess utan
er rafmagnsbakaraofn til bökun-
ar á brauði. I matargeymslunni
er auk venjulegs geymslurúms,
kæliklefar fyrir kjöt, fisk og
grænmeti.
Stjórnklefi.
Stjórnklefinn, sem er yfir skip
stjóraíbúðinni er úr aluminium,
með stórum gluggum, tveimur
„Clear view screens“, í honum er
stýrishjólið, Gyrokompás, venju-
legur kompás, vjelsími, Doksími,
talsími í vjelarúmi og snúnings-
hraðamælir. Sín hvoru megin á
stjórnpalli eru Ijósastaurar. — I
leiðarreikningsklefanum er korta
borð og skápur fyrir sjóúrið, þá
er þar sjálfritandi dýptarmælir,
miðunarstöð, SAL-vegmælir auk
venjulegs rarmagnsvegmælis. •—
Loftskeytastöðin hefir 450 W.
langbylgjusendir,' 300 W stutt-
bylgjusendi og 70 W talsendir.
Þá hefur skipið tvo björgunar-
báta og tvær jullur og er önnur
þeirra með mótor og loftkössum
og má því nota hana fyrir bjarg-
bát.
Vjelarnar eru smíðaðar undir
sjerstöku eftirliti enska Lloyds.
Aðalvjelin er B & W. snar-
vendur, einvirkur tvígengis, 9-
strokka, Trunk-Dieselmótor með
þrýstilofts-úðun. Þvermál strokk
anna er 500 mm, slaglengdin er
900 mm og getur undir venju-
legum kringumstæðum framleitt
3700 „indiceruð“ hestöfl, en það
samsvarar 2950 ..effektivum11 hest
öflum, þegar vjelin snýst 160
snúninga á mínútli.
Aukavjelar eru þrjár 180 ha.
hvor, 3-strokka, fjórgengis Trunk
Dieselmótorar og þrýstiloftsúð-
un og í beinu sambandi við 120
KW rafal, 220 volt og 500 snún-
ingum á mínútu. Þvermál strokk
anna er 245 mm og slaglengdin
cr 400 mm.
Smurnings og kælikerfið.
Allar stærri dælur eru stand-
andi dælur í beinu sambandi við
rafmótorana, og með sveigjan-
legu tengsli. Af þeim eru tvær
tannhjóladælur, fyrir smurnings
og kæliolíu er dæla 135 m3 á klst.
tvær miðflóttaaflsdælur fyrir sjó
er dæla 125 m3 á klst. og ein
samskonar dæla fyrir hreint vatn
— Til þess nð kæla aukavjelarnar
eru tvær dælur, er dæla 22 m3
á klst. Önnur fyrir sjó en hin
fyrir hreint vatn.
Sumrningsolíunni er dælt frá
botnhylkinu undir aðal -mótor-
rúm og þrýst gegnum sýjur og
oíukælir til aðal-inótorsins, en
þar er hún ýmist notuð til þess
að kæla bullurnar eða til áburð-
ar á legurnar, en þaðan rennur
hún aftur í botnhylkið. Dæl-
urnar, sem éru fyrir hreint vatn
dæla vatninu frá aðalmótornum
og þrýsta því um kælirinn aftur
til aðalmótorsins. Kerfið er lok-
að, en efst í vjelarrúminu er út-
þensluker. Sjódælurnar soga frá
sjónurri, þrýsta gegnum olíukæl-
irinn til hreinavatns-kælisins og
síðan útbyrðis. Hreinavatns- og
olíukælirarnir eru af sömu gerð
og með stállcápur, lokin á end-
unum eru úr steypujárni, en píp-
urnar og pípuplöturnar eru úr
kopar.
Af öðrum dælum má nefna
kjölfestudæluna, sem er mið-
flóttadæla er dælir 100 m3 klst.
og ein tveggja strolcka dæla 2x20
m3 klst., sem notaðar eru sem
austur og hreinlætisdælur og að
lokum ein dæla fyrir eldsneytis-
olíu, er dælir 30 m3 klst.
Loft til gangsetningar á mótor-
unum er framleitt af tveimur raf
knúnum tveggja-stiga loftþjöpp-
um, er þjappa því upp í 25 loft-
þyngda þrýsting. Hver loftþjappa
getur sogað 2 m3 af lofti á mín.
Þá er í vjelarúmi ein 8 m3 loft-
geymir.
I vjelarúminu ei miðstöðvar-
ketill með 7,5 m2 hitafleti og 7
kg cm2 þrýstingi og útbúnaði
fyrir olíukyndingu. I reykháfn-
um er útblástursloftgeymir 37 m2
og fyrir 7 kg. cm2 þrýsting. —
Þessi geymir er jafnframt hljóð-
deyfir fyrir aðalmótorinn.
Sendiherra segir af sjer.
LONDON — Sendiherra Búlgaríu
í London hefur sagt af sjer til
að mótmæla yfirgangi Rússa í
Austur-Evrcpu.
Hið stóra hjarta^
■ i
SÍÐAN íslendingar urðu einn
þátturinn í þjóðabandalaginu, er
augljóst að við verðum að vera
eftirtektarsamir um gjörðir vor-
ar á hinn náttúrlegasta hátt, og
gera okkur dálítið merkilega á |
alþjóðavísu. Þurfum við þá að
hafa mótiv, svo að mál það er
við tölum skiljist, og verði lif-
andi mál. Það sem við getum
gert í þessu efni, er að byggja
hvalafriðunarskip — á sama tíma
er hyggja annarra útgerðarfje-
laga stefnir til þess að veiða hið
stóra hjarta.
Er nokkuð frjálsara, óháðara
og hlutlausara en sjá hvali fara
stefnur sínar á flötum hafsins.
Hvalafriðunarskip mundi miklu
ódýrara í rekstri en veiðiútgerð-
in. Verið gæti að hlegið yrði að
slíkri skipshöfn, slíku skipi, jafn-
vel dregið háðsflagg við hún, en
hvað gerði það til. Hlátur sá væri
hollur, vel undir byggður, þjóðir
vissu á hvaða rótum sá væri runn
inn. Samþjóðir mundu skilja
þetta mál vort, og fá tiltrú til
þess, af fagurfræðilegum ástæð-
um, og trúa því að við byggjum
fagurt land við fagran himinn.
íslendingar hafa sín próf úr
náttúrunni, engu síður en aðrar
þjóðir þó á sinn sjerstæða hátt.
í þetta skiptið einkennir það sam
tíð vora, að við höfum ennþá nóg
að borða, og gætum við því okk-
ur að meinalausu tekið dálítið af
eðli okkar undir smásjána, at-
hugað gírugheitin, grimmdina,
vanahvatirnar og framfærslu-
hugsun vora og gjörvan hag okk-
ar við náttúruna, og við ættum
að gera þetta að okkar vísinda-
grein, að friða eitthvað það fyrir
sjálfum oss, sem er okkur annars
mikils virði. Eftirtekfarvert er
það, eftir því sem hvalaveiðara-
hugsunin fullkomnast og finnur
sinn hag nær settu marki, eftir
því grípur stríðsæsingamöguleik-
inn víðtækara um sig í heimin-
um, og þó er þetta í sjálfu sjer
engin furða, þar sem tilgangurinn
er að veiða hið stóra hjarta, sem
auðvitað tekur á móti hinni
grimmúðlegu, mannlegu hyggju-
hugsun og endurgeislar henni.
Hið stóra hjarta heimssálarinn-
ar, hvalanna, sortjerar undir tón-
bylgjum, sem mundu glatast þess
um hnetti ef við högum okkur
verr en óvitar.
í þessu máli ,sem er stórmál,
ber að líta á það listræna í því
tignlega, tígulega lífi hvalanna,
og það ósannanlega en þó í til-
gátu, að hvalir hafi verið fyrr á
öldum tamdir, og hafi haft við-
skipti við landverur. Þar sem get-
ið er um í Þúsund og einni nótt,
Abdullah á landi og Abdullah í
sjó, lengra eða skírar er þetta
ekki orðað þar. En í Biblíunni er
lauslega getið um, að hvalir hafi
verið farartæki milli landa. Því
þá ekki á milli heimsálfa. Gæti
það átt sjer möguleika, að hval-
irnir yrðu í framtíðinni nokkurs-
konar stórsport, til að viðhalda
gleði hnattabúa hjer. Það yrði
einungis ef mönnum færi að skilj
ast hið lífræna sem hvalirnir
gætu átt sem sameign með mönn-
um.
Ef maðurinn vill svo vera láta,
gæti það sannast að hvalirnir
sjeu á hærra menningarlegu
þroskastigi en við, til dæmis í
mataræði, og það segir dálítið.
Hvalirnir hafa fyrir löngu afneit-
að allri grimmd mannverunnar
á því sviði. Hvalurinn er fyrir
löngu búinn að gegnumgsnga
það sjálfsafneitunar próftímabil,
sem allur þorri manna vjefengir
í daglegu viðhorfi til matar. Hið
stóra heita hjarta hvalsins gjörir
ekki kröfu til annars en svifsins,
sem síldin nærist á, en Hka loðnu,
og kanski líka síldar, einhverjir
hvalir, en við erum alætur. í
biblíunni er sagt með hreinum
framsöguhætti, sem verkar líkt
og skipun, „Maðurinn er æðsta
skepna jarðarinnar”, en við hvað
eigum við að miða nú, svo sá
rjettur hugsandi fagurfræðis-
gæddri mannveru haldist, ef nauð i
syn sköpunarinnar vinnur að því
ennþá, að sjá það listræna í nátt-
úrunni og viðhalda því.
Ekki kemur mjer til hugar a5
hætt verði að veiða hvali fyrir
þetta greinarkorn, síður en svo.
I Það er nú ekki þesslegur veru-
leikaheimurinn okkar nú.
Og líklegast er þessi hugmynd
af öðrum heimi.
Þó hafa frægir veiðimenn sagfc
mjer, að þeir noti ekki nærri öll
tækifæri, sem þeim býðst á veiði-
túrum sínum, og láti mörg færi
sleppa. Hvort sem þetta bendir
til dutlunga þeirra sjálfra eða
önnur öfl sjeu með í spilinu, skal
jeg ekki fullyrða um, en þetta
bendir þó til, að þeim sje ekki
alls ókunnugt um virðingu fyrir
lífinu, svona yfirleitt. En annáð
er líka að vera veiðimaður sem
prívatmaður, eða fyrir skipulogo-
an fjelagsskap. Vera má samt að
einstaklingseðlið fari þar einnig
eftir sínum dutlungum, og sleppi
mörgu færi. Þar sem jeg ekki
þekki eða hefi gefið mjer tíma til
að athuga hvalafriðunarlögin,
verð jeg að geta mjer til um
hvernig þau sjeu. Jeg hugsa mjer
viss svæði í höfunum, sem eru
friðuð svæði þar sem ekki megi
veiða, þar sem hvalir geti flúið
inn á frá veiðisvæðinu, og að það
sjeu höf sem vitað er áður að
hvalir geti þrifist og sje eðlilegt
að búa í. Annars væri það til
málamynda en ekki einlæg al-
sjón, því það sjer hver heilvita
maður að hvölum nægir ekki að
sleppa inn fyrir landhelgislínu,
þar sem ekki má veiða, hvala-
veiðarinn mundi bíða eftir bráð-
inni utanvið, og hvalurinn ætti
því ómögulegt með að sleppa.
Eina ráðið til þess að gefa þessu
stóra, göfuga og fagra dýri mögu-
leika að sleppa undan óvinum
sínum, er að afmarka á breidd-
argráðum heimshafanna, þar sem
dýpi er nóg, forsvaranleg regin-
flæmi svo líf hvalsins geti verið
eðlilegt. Það eru langar leiðir,
lengri en auga mannsins sjer,
sem hvalurinn þarfnast. Vegna
þeirrar bylgjulangdar, sem hann
er uppalinn við, þar koma til
greina meginhafsstraumar, him-
insstjarna skírleiki, allskonar
stjörnumerkja aðstæður, auk
norðurljósa.
Hin umkomulausasta volduga
vera hafsins, sem fyrir löngu
komst á svo hátt þroskastig, titr-
ar nú og skelfur í hafdjúpunum
fyrir tækni mannsandans. Þess-
um tónbylgjum neyðist hin vold-
uga vera til að útgeisla út vfir
heiminn. Ef við gætum stuðlað
að því að byggja hvalafriðunar-
skip, er spor stigið til lífsins
leiða.
Og svo getum við byrjað á að
taka ofan fyrir hvölunum.
Rvík, mars 1948.
Jóh, S. Kjarval.
- Jón Þórarinsson
Framh. af bls. 1
þegar eitthvað rýtt kemur t.il
sögunnar á sviði lónlistarmnar.
Þarf að gera meira en hingað til
hefur verið gert til þess að
kynna íslendingum þá músík.
Þjóðlegur músík kúltúr
— Er nokkuð, sem hindrar það
að við hjer getum eignast okkar
þjóðlega músík-kúltúr, eins og
önnur lönd?
— Nei, jeg sje ekki að þvi sje
neitt til fyrirstöðu. Tónlistin er
tiltölulega mjög ný hjer á landi.
Almenningi gafst ekki kostur á
að hlusta á æðri tónlist fyrr en
Ríkisútvarpið kom til sögunnar.
A þeim 16—17 árum, sem útvarp
ið hefur starfað, er engin von
til þess, að við höfum áorkað því,
sem aðrar þjóðir hafa þQrft
mai'gar aldir til þess að gera. —
Tónlistaráhugi almennings er nú
vaxandi hjer á landi og íslend-
ingar eru yfirleitt engu ómúsík-
alskari menn en aðrir, svo að jeg
sje ekki að neitt standi í vegi
fyrir því, að við eignumst okkar
lcúltúr í músík, þegar fram líða
i stundir.
M. I.