Morgunblaðið - 18.03.1948, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1948, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 18. mars 1948 F. H. H. K. R. R. í. S. L ■ ! Handknattleiksmeistaramót I : ^ ; Islands : heldur áfram í kvöld kl. 8 í íþróttahúsinu að Há- logalandi. — Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Meistarafl. karla: 3. fl. F.H. : l.B.A. Fram : K.R. Haukar : K.R. Úrslit. Bílferðir frá' Ferðaskrifstofunni og bifreiðastæðinu við Álfafell, Hafnarfirði. Handknatíleiksnefnd F.H. Herrabuxur stakar — nýkomnar. Laugaveg 48. Sími 7530. Mandólínhljómsveif Reykjavíkur heldur hljémleik Sundmót K.R. verður haldið í Sundhöllinni kl. 8,30 í kvöld. Spennandi keppni! Allir upp í Sundhöll! i*•••«■■■■^p■■■■■■■■■■■p■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,,■■■■■■■■■■■■■■■■ Sjálfstæðisfjelögin í IJafnarfirði halda Sameiginlegan fund í húsi sínu á morgun (föstudag) kl. 8.30 síðd. FUNDAREFNI: Lagabreytingar- Fjárhagsáætlun bæjarins. Allir sjálfstæðismenn og konur velkomin. Fulltrúaráðið. Bakarasvein vantar til Akureyrar. Allar nánari upplýsingar gefur Reinhard Lárusson c/o Columbus h.f., Sænsk ísl. frystihúsinu. Simi 66C0 eða Brauðgerð Kristjáns Jónssonar, Akureyri. Símar 74 og 41. 4ra—5 herbergja íhúð óskast. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag, merkt: ,,4ra—5 herbergja íbúð“. AUGLÝSING E R GULLS ÍGILDI ÞAÐ er orðinn viðburður í hljómlistalífi höfuðstaðarins, er Mandólínuhijómsveit Reykjavík- ur heldur hljómlejk. Sú íegund tónlistar er hún flytur, hin ljett- klasiska tónlist, hefir aflað sveit- inni mikilia vinsælda. Hljóm- sveitin hefur áður haldið 4 hljóm leika við góðar undirtektir. Sveitin hefur aldrei áður ver- ið jafn fjölmenn og nú, enn í henni eru 20 starfandi meðlim- ir, er skiftast þannig á hljóð- færin: 9 mandólín, 2 mandólur, mandó-celló, 7 gítarar og kontra bassi, stjórnandi er Haraldur Guðmundsson. Mjög hefur verið vandað til efnisskrárinnar, leikur hljómsveitin 8 lög enn M.A.J. trí- óið leikur þrjú. Efnisskráin er þannig: Sourire D’Amour eítir Billi, Piccolino, eftir Sjögren, Vögguvísa eftir Möhring með mandó-celló ein- leik Karls Sigurðssonar og’Zig- aunamarz eftir Oscheit. — Þá leikur M.A.J. trióið 3 lög, fyrst Serenade eftir Haydn. Þá Loin Du Bal eftir Gillet og að lokum Moment Musicol eftir Schubert. Þá leikur hljómsveitin aftur Serenade eftir Toselli, Pizzicati eftir Delibes, Plaisier D’Amor, eftir Martini og að lokum Tyrk- neskan mars eftir Mozart. Hljómsveitin verður fimm ára í haust og er þegar hafinn und- irbúningur undir afmælistón- leika, er reynt verður að vanda til eftir föngum. Gamla Bíó: BANDARISKUM myndum er oft ast flokkað í þrjá flokka (A, B, C), eftir gæðum. Þó er það vafa- mál að sú hörmung, sem Gamla Bíó hefur á boðstólum þessa dag- ana komist í nokkurn þeirra. — Það virðist sem öllu því illa, sem fylgt getur kvikmyndagerð hafi viljandi verið safnað í þessa mynd. Leikurinn, leikstjórnin og efnið, hafa það eitt í sameiningu, að vera ljelcgt. Myndin sjálf gengur út á að sýna hvernig fjórir vísindamenn, þrír karlmenn og ein Stúlka, Dr. Wotters, (Farncis Gifford) reyna að bjarga fimta starfsbróð.ur sín- um frá því, að vera rekinn úr stöðunni fyrir þá fáheyrðu bí- ræfni að sækja um 20,000 dollara styrk til þess að geta haldið á- fram vísindastarfsemi sinni. — Þetta, að því er virðist, á að gera með því að veðja á hestana, sem um þetta leyti eiga að hlaupa á Santa Anita-veðbrautinni. Taka vísindamennirnir alt til athugun- ar, er þeir reyna að reikna út hvaða hestur muni vinna-------- vindstöðu, úrkomu, sálarástand hestsins o. s. frv. Mestum vanda veldur þó taglskerðing hestins, en vísindamennirnir komast að þeirri niðurstöðu að slík aðgerð muni Ijetta honum mikið hlaup- in. — Aðalhlutverkið Steve Canfield, leikur James Craig. Þó hlutverk hans geri ekki kröfur til mikilla leikhæfileika, þá tekst honum vendilega að eyðileggja þær. Er hann bæði stirður og líflaus í framkomu og tekst einna best að horfa skilningssljógum augum á stúlkurnar sem leika á móti hon- um. — Mótleikendur hans eru Francis Gifford og Ava Gardner. — 'Höfðu þær báðar unnið sjer nokkuð til frama áður en þær ljeku í kvikmyndum. Sú fyrr- nefnda sem tísku-„módel“, en hin bæði sem fyrverandi eigin- kona Mickey Rooney og „model“. Leikur þeirra er í senn óeðlileg- ur og tilþrifalaus. Hafa þó báðar nóg tækifæri til að gera betur, þar sem hlutverk þeirra ,að dómi leikstjóra, gefa tilcfni til alls- konar sálarástands, alt frá al- gjörri hamingju niður í djúp ör- væntingarinnar, vonleysisins og elskhugamissisins. — A. B. Eýðsfjefðtfs ákraness AÐALFUNDUR Verkalýðsfje- lags Akraness, var haldinn 15. febr. s.l. Stjórn fjelagsins var sjálfkjörinn þar sem aðeins einn listi kom fram við stjórnarkjör, þ. e. listi trúnaðarmannaráðs. Stjórnin er skipuð þessum mönnum: — Form. Hálfdán Sveinsson, ritari, Arnmundur Gíslason, gjaldkeri Guðm. Krist- inn Ólafsson. Varaíorm. Svein- björn Oddsson, vararitari Ing- ólfur Runólfsson, og varagjk. Ársæll vfaldimarsson. Auk þess skipa stjórnina formenn hinna ýmsu deilda fjelagsins, en kosn- ingu þeirra er ekki að fullu lok- ið. Sjóðir fjelagsins ukust um kr. 17.310.74, á árinp, og námu kr. 78.146.33, þar af er húsbygging- arsjóður kr. 52.956.32. Gagnkvæml hernað- arbandalag Bret- fands og Transjórdan London í gærkvöldi. SA.MNINGURINN sem undir- ritaður var s.l mánudag milli Bretlands og Transjórdan í Amrrian, höfuðborg Transjor- dan, kveður svo á, að þessi tvö lönd skuli styðja hvort ann- að hernaðarlega ef til styrjaldar komi. Ákvæði það í samningi þessara þjóða, sem gerður var 1946, og mælir svo fyrir að Bret ar skuli hafa nær ótakmarkað- an rjett til þess að hafa her í Transjórdan, er fellt niður í hinum nýja samningi. En ef stríð skellu1" á, getur hvert land- ið um sig haft her í hinu eftir þörfum. Þangað til útlitið í heiminum verður betra, leyfir Transjórdan, að Bretar hafi áfram flugher í Amman og á Mafrak-flugvellinum. —Reuter. Verkfall í Banda- ríkjunum New York City í gærkvöldi. í DAG gerðu 55 þúsund námu- menn verkfall í viðbót við þá 210 þúsund sem að skipun John L. Lewis, leiðtoga námumanna, gerðu verkfall í gær. í Suður- ríkjunum gerðu námuverka- menn einnig verkfall þegar námueigendur neituðu að sam- þykkja kröfur þeirra um 100 dollara mánaðarleg eftirlaun. Þá hafa einnig 100 þúsund starfs menn sláturhúsa gert verkfall og krafist 29 centa hækkunar á tímakaupi sínu. Er búist við að verkfall þetta stofni alt að því helming kjötframleiðslunnar í voða. — Reuter. Landssfjóra Indo Kína sýnt baLatilræÓi París í gærkvöldi. EMILE BOLLAERT, lands- stjóri Indo Kina, slapp nauðug- lega í dag þegar handsprengja sprakk aðeins 15 metra frá hon- um. Hann var í heimsókn hjá háttsettum embættismanni þeg- ar honum var sýnt tilræðið. — Reuter. Ferðalög breskra skemfiferðamanna. London í gærkvöldi. ÞAÐ er nú talið líklegt að Sví- þjóð og Júgóslavía verði meðal þeirra landa, sem Bretum verð- j ur leyft að ferðast til sjer til , skemtunar. Standa samningar ! um það núna í báðum löndunum. Vera má að Spánn komi einnig til greina. Annars fara breskir skemtiferðamenn mestmegnis til Frakklands og Svisslands í frí- um sínum og er búist við mikl- um breskum ferðamannastraumi þangað á sufri komanda og er þegar hafinn undirbúningur i sambandi við það, — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.