Morgunblaðið - 15.04.1948, Síða 2

Morgunblaðið - 15.04.1948, Síða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 194$., / hvaða hekk var Þóroddur? ÞEIR FENGU TILSÖGN í GÖTUBARDÖGUM lálinn SlÐAN Norðurlandaþjóðimar hafa fengið nánari vitneskju um áform Moskvastjórnarinnar gagnvart Vestur Evrópulöndum, en þær hafa áður haft, hefir því verið meiri gaumur gefinn, en óður var, hverskonar kennsla hefic farið fram í hinum pólitísku skólum, sem reknir hafa verið þar austur frá á undanförnum érum. Margir af hinum kunnustu kommúnistum Svía, segir i ,.Gote- borgs Handels och Sjöfarts Tidning11 hafa lokið námi þar eystra. Er talið að um 50 sænskir kommúnistar hafi lokið námi þar' ó árunum 1929—37. Hefir hið ssenska blað fengið einn af fyrverandi nemendum við flokks- skólana í Moskva tii að segja sjer frá námstilhöguninni þar ejrstra. Frá sögn hans er á þessa leið: Fjórir skólar. Um fjóra skóla var að ræða, á þe.ssum árum. Leninskólann, undir- bviningsskóla fyrir kommúnista Vest- urlanda, og annan fyrir kommúnista Austurlanda og háskólann fyrir for- ingjaefni kommúnista um allan heim. Hann var venjulega kallaður „háskóli rauðu prófessoranna". Teknir voru 40 Sviar á skólann fj'r ir Vesturlöndin, á árunum 1928—37. Voru þeir í 4 flokkum. Álika margir voru teknir til náms frá hinum Norð lulandaþjóðunum. Kennslan í skóla þessum tók 3—4 ár. Hún var ókeypis. Auk þess fengu nemendurnir ókeypis föt, og 100 rúblur í vasapeninga á mánuði. Framhaldsskólar, er komu á eftir þessum byltingaskólum, voru I.enihskólinn og skóli „rauðu prófess oranna“. Allir voru skólar þessir heimavist arskólar. Bjuggu nemendurnir þar í rúmgóðum vistarverum. En til þess að auka kynni þeirra á inilli, og koma í veg fyrir, að nemendur frá hverju ‘ landi hjeldu alt of mikið hópinn, var það bannað, að fleiri en tveir menn ‘ frá sömu þjóð, væru búsettir á sama atað. Kennslan í Austur- og Vesturlanda skólunum hófst á morgnanna kl. 8 . hjelt áfram til kl. 5 e.h. Auk þess var timinn frá kl. 9—11 á kvöldin ætlaður til undirbúnings undir næsta ■dag. Kendar voru ýmsar algengar námsgreinar á skólum þessum, m. a. náttúrufræði o. fl., stjórnlagafræði, landafræði, trúarbragðafræði, svo og . fiemaðarfræði. Auk þess var verkleg kennsla í götubardögum, og skæru- hemaði. Kennslan í þessum verklegu fræðum fór fram tvisvar í viku, fyrir .. hvem námsflokk. Auk þess fóru fram æfingar í hverri viku í skotfimi með skammbyssum, fótgönguliðsbyssum, ■og með vjélbyssum. Þeir sem sýndu sjerstaklega góða hæfileika við æfing tir þessar, fengu að taka þátt i æfing tun Rauða hersins í nágrenni borgar innar. í Leninskólanum var lögð áhersla á, að kenna mönnum áróðurstækni fyrir kommúnistaflokkinn. Róstusamt skólalíf. í þessum kommúnistaskólum voru nemendur frá öllum löndum heims. Þar voru allskonar óeirðir og uppþot ■daglegir viðburðir. Stundum komu menn frá Tjekkunni, rússnesku leyni lögreglunni, en hún hjet þvi nafni á þessum árum, og tók nemendurna fasta. Nemendur háðu einvígi sín á milli þegar svo bar undir. Og fyrir kom að einn og einn þeirra var myrtur. Á þeim árum stóð rimman sern hæst á milli Troskista og Stalin ista innan kommúnistaflokksins. Eitt sinn ruddust þrír menn vopn um búnir inn til nemenda frá Júgó- slavíu, og skutu fjóra af fremstu nem endunurn úr floklci þeirrar þjóðar til bana. Útaf þessu tiltæki tók Tjekkan 45 Júgóslava i skólunum fasta. Voru þeir siðan líflátnir. Svipuð mál komu upp hjá kommúnistum, sem þama voru, frá Estlandi og Búlgariu. Þegar kom til hinna miklu átaka á milli Stalinsmanna og Troskistanna, og afíökumar voru sem mestar, árið 1937, bitnaði sá gauragang'u allur Sluppu ekki ailir lifandi Hrygí í Danmörku. mjög á nemendum þessara skóla. Margir þeirra voru tcknir í vikulang ar yfirheyrslur. En allir þeir sem á einhvern hátt höfðu haft samband við þá „stórglæpamenn", sem verið var að útrýma hurfu siðan svo að aldrei spurðist neitt til þeirra.. Brynjólfur amast við frjettum af skólalífinu. Frásögn hins sænska blaðs endar á þá leið, að eftir þessu að dæma, megi ganga að því vísu, að þeir sem sluppu frá Moskva, eftir þær eld- raunir allar, sjeu vissulega harðir í hom að taka, og vel þjálfaðir til þeirra verka, sem þeim sjeu ætluð hverjum fyrir sig, með þjóð sinni. Eftir þessu að dæma, sem hjer hef- ir sagt verið, og haft er eftir hinu gagnmerka sænska blaði, fer mönnum að verða það skiljanlegt að formanni | Kommúnistadeildarinnar hjer á landi, Brynjólfi Bjarnasyni sje ekki um það gefið, að mikið sje talað um skóla- göngu hans og flokksbræðra hans þar eystra. Enda ljet hann svo í Mjólkurstöðvarræðu sinni á dögun- um, að það væri hin mesfa ósvífni af Bjarna Benediktssyni, er Bjarni minntist á það í útvarpsræðu sinni i siðustu eldhúsdagsumræðum, að til- tekinn forystumaður kommúnista hjer á landi, Þóroddur Guðmundsson, hafi verið skólabróðir núverandi einræðis herra í Tjekkóslóvakíu. En geta má nærri, að það hafi ekki verið neinn losarabragur á námi Gottwalds hins tjekkneska, meðan hann nam hstir sínar hjá kennifeðr- unum í Maskvu. Einkaskeyti frá frjettaritara Mbl. í K.höfn. CHRISTMAS MÖLLER andað- ist í gærkveldi. Banamein hans var hjartaslag. Fráfall þessa merka danska stjórnmálamanns hefir haft mikil áhrif á dönsku þjóðina. Christmas Möller var einn heima er hann fjekk slagið. Er vinnustúlkan kom heim kom hún að honum látnum á svefn- herbergisgólfinu, fyrir framan þvottaskálina. 15 mínútum áð- ur átti hann samtal við Reh- berg prófessor og var þá við bestu heilsu og í besta skapi. Atvinnuflugmenn gera samþyktir um öryggis- mál flugvjela Mál sm ckki má draga að framkvæma FJELAG íslenskra atvinnuflug- manna hjelt fund um öryggis- mál flugsins, þann 30. mars s.l. Miklar umræður urðu um þessi mál og gerði fundurinn all- margar samþykktir, er fjelagið hefur nú sent Flugráði til athug- unar og jafnframt áskorun til þess að hefja þegar í stað fram- kvæmdir á grundvelli samþykkt anna. Fjelag ísl. atvinnuflugmanna hefur sent blaðinu samþykktir fundarins, sem sendar voru til Flugráðs. Flugvellir Að'sem allra fyrst og eigi síð- ar en í júní 1948, verði sendir menn til allra landsf jórðunga og einnig inn á öræfi landsins, til þess að mæla og merkja nauð- lendingarstaði bæði fyrir land- og sjóflugvjelar. Síðan skulu gefnar út, í bókarformi, upplýs- ingar og mælingar ásamt Ijós- myndum og teikningum af þess- um stöðum. Æskilegt væri að bókin yrði þannig úr garði gerð að skipta mætti auðveldlega um blöð í henni þegar fyrri upplýs- ingar falla úr gildi, en nýjar koma í staðinn. í þessari bók skulu einnig vera fullkomnar lýs ingar af öllum flugvöllum og sjó lendingarstöðum, sem eru í notk un, og einnig lýsingar á öllum radíó- og miðunarstöðvum, sem geta komið flugmálum til gagns. Að í nágrenni hvers flugvall- ar skuli vera valinn ábyrgur maður, er gefi flugumferða- stjórninni a. m. k. vikulega skýrslu um ásigkomulag vallar- ins og sjái um minniháttar lag- færingar. Að settir verði upp vindpokar við alla lendingarstaði svo og kattaraugu meðfram þeim ílug- brautum, sem ekki eru þegar upplýstar. Að flugvöllurinn á Sandi (Snæ fellsnesi) verði athugaður og lagfæringar gerðar á NA enda brautarinnar, en sá hluti hennar verður ónothæfur þegar jörð er blaut. Að þegar verði Send til allra flugvalla nauðsynleg öryggis- tæki svo sem slökkvitæki og sjúkragögn, einnig verði öllum flugvallagæslumönnum afhent merkjabyssa og skot. Að eftirlit á legufærum, fyrir sjóflugvjelar, verði aukið og fleiri komið fyrir, einnig að sjeð verði um að þau sjeu ávalt í not- hæfu ástandi. Þá er nauðsyn- legt að ávalt sjeu bátar til taks á hverjum lendingarstað sjóflug vjela. Flugumf erðarmá I Að flugmáiastjóm leyfi flug- vjelum í farþegaflugi ekki flug- tak, nema ákveðinn maður sje á ákvörðunarstað, er geti gefið nauðsynlegar leiðbeiningar og aðstoð. Að endanlegar aðgerðir á radíó vitanum við Kálfshamarsvík verði gerðar hið bráðasta, einn- ig að talstöð verði sett upp i sambandi við stöðina og glöggur ■maður hafður þar til staðar til þess að gefa flugmönnum upp- lýsingar um veður. Að settir verði upp radíó vitar (beacons) á Stykkishólmi eða Flatey, Vestmannaeyjum, Fljóts dalshjeraði og „fanmarker“ á SA legg RK stefnuvita við Þor- lákshöfn. Að talstöðin í Æðey verði at- huguð og maður sendur þangað til þess að kenna meðferð stöðv- arinnar og viðskipti við flugvjel, ar, einkanlega með tilliti til veð urupplýsinga. Að talstöðvakerfið verði end- urbætt og talstöðvum komið upp við sem flesta lendingarstaði. Að loftferðaeftirlit ríkisins Framh. á bls. 8. Christmas Möller Talið er líklegt að hann hafi fundið til vanlíðan' rjett á eftir og ætlað að ná sjer í glas af vatni til að drekka, en þá fall- ið á gólfið. Kona hans, sem var úti í bæ kom nokkru síðar heim. Hans Hedtoft forsætisráð- herra tilkynnti lát Christmas Möllers í útvarpinu. Forsætis- ráðherrann sagði að þjóðin stæði í mikilli skuld við hann fyrir starf hans á hernámsárunum og þó einkanlega fyrir hve mikinn þátt hann hefði átt í því a forða þjóðinni frá því að skift- ast í tvær andstæðar fylking- ar eftir styrjöldina. Auk þess hefði hann unnið á móti ævin- týrastefnu í Sljesvíkurmálinu. Formaður fjelags ungra í- haldsmanna lætur svo ummælt, að Christmas Möller hafi verið lífið og sálin í þeirra fjelags- skap og unnið geisimikið verk í fjelaginu og lýðræðislegu starfi flokksins. Framtíðin skuldi honum uppreisn. Dönsku blöðin benda á, að fráfall stjórnmálamannsins sje mikið Jjón fyrir opinbert líf í Danmörku. Christmas Möller hafi hafnað öllum boðum um háttsett embætti. M. a. hafi hon um verið boðið að vera um- boðsmaður danska ríkisins í Færeyjum, en hann hafi hafn- að því boði. ★ CHRISTMAS MÖLLER var að eins 54 ára er hann ljest, fædd- ur 1894. Hann varð stúdent 1911 og tók ungur að fást við stjórnmál. Hann var formaður íjclags ungra íshaldsmanna 1916—1918, en háskólanámi lauk hann ekki fyrr en 11 árum eftir að hann tók stúdentspróf, er hann tók embættispórf í lög- fræði 1922. Hafði hann þá setið tvö ár á þingi, en á þing var hann kjörinn 1920. íhaldsflokkurinn danski hjet Hægri flokkur er Christmas Möller gekk í flokkinn. — Setti hann sjer það mark að gera flokkinn að borgaraflokki og keppa við Vinstri flokkinn. — Fekk hann sínu framgengt í þeim efnum og nafni flokksins var breytt í Konservativt Folkq parti. 1928 var Christmas Möller formaður þingflokks íhalds- manna í Þjóðþinginu og 1931 formaður alls þingflokksins 1 báðum deildum Ríkisþingsins, Ari síðar var hann svo kjörinn formaður flokksins. Christmas Möller varð innan- ríkisráðherra í samsteypustjórn Staunings, sem mynduð var eftir innrás Þjóðverja. En þvi embætti gegndi hann aðeins frá aprílmánuði til október það ár, Því þá kröfðust Þjóðverjar að hann yrði látinn víkja úr stjórn inni. Tveimur árum síðar tókst honum að flýja land, fyrst ti'i Svíþjóðar og þaðan fór hann til London og gerðist formaður í „Det danske Raad“. Barðist hann ötullega fyrir frelsi Dan- merkur í London. Flutti útvarpg fyrirlestra frá London og var einn traustasti forvígismaðup dönsku frelsishreyfingarinnar. Er Christmas Möller kom heim eftir frelsun Danmerkur1 1945, varð hann utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Buhls. Hann átti öfluga andstæð- inga.innan síns eigin flokks og í fyrravetur sagði hann af sjer? formensku íhaldsflokksins, en gekk þó ekki úr flokknum. —■> Hann bauð sig fram utan flokká við kosningarnar í fyrrahaust, en náði ekki kosningu. Christmas Möller átti oft f stjórnmálaerjum, sem að líkurri lætur, en andstæðingar hans virtu hann, enda var hann heið- arlegur stjórnmálamaður, seni ekki mátti vamm sitt vita. Koni það sjaldan fyrir, að ráðisí væri á Christmas Möller per- sónulega, af andstæðinguni hans. Christmas Möller kom aðeind eitt sinn hingað til lands sum- arið 1939. Allir, sem kyntusí! honum hjer, báru til hans sjer- stakalega hlýjan hug síðan. —* Það kom til orða að hann legðl leið sína hingað í ófriðarlokin, En úr því varð ekki. Svo mikil og vandasöm störf biðu hans heima á ættjörðinni, scm hann gaí ekki horfið fraá. Vjer íslendingar megum jafrl an minnast þessa látna merkis- og forustumanns Dana me?3 virðingu og þakklæti. Alt frá því hann sem ungur stúdent ljet til sín taka um stjórnmál, vaf hann málefnum okkar Islend- inga ákaflega hliðhollur, svO ekki varð á betra kosið. Þegar fuIJveldismál íslandð kom til umræðu í Danmörku á árunum 1916—18, var hann ein dreginn stuðningsmaður þess, að við fengjum sjálfstæði okk- ar viðurkent. En flokkur hand var okkur þá þungur í skauti, Afstaða hans til málefna ís- lands var ætíð hin sama. Kom þar fram, sem í öðrum afskift- um hans af opinberum málurrj frábært víðsýni, rjetlætistil- finning og drengskapur. En það, sem mun hafa ein- kent Christmas Möller mest, var óbilandi aðdáanlegur kjarlá ur hans. Hann fór oft sínar eig- in götur, fylgdi sannfæringu sinni ætíð óhikað, hvort sem hún var. í fullu samræmi við stefnu flokksbræðra hans og samstarfsmannaa, eður eigi. —» Hann hafði bjargfasta trú á sig- ur góðra málefna. Sú bjartsýnl hans mun hafa verið honum ó- metanlegur styrkur, í storm- sveipum stjórnmalanna. _j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.