Morgunblaðið - 15.04.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.04.1948, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 15. apríl 1948. * < i f ..... .. — Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Það kemur á daginn FYRIR nokkrum dögum birti Tmíinn enn eina skætings- og óþverragrein, í garð þeirra manna, sem staðið hafa að ný- sköpun atvinnuveganna, frá því haustið 1944. Tala slíkra Tímagreina er legíó, eins og menn vita. Aðfinnslunum er að sjálfsögðu fyrst og fremst beint að Sjálfstæðismönnum. En þeir mega vel við una, eir.s og hjer l.efur margoft verið bent á. Söngurinn úr Framsóknar'ner- búðunum, um nýsköpun atvinnuveganna, hefur frá öndverðu verið Framsókn til minkunar. Og svo mun veroa, alla þá stund á meðan hann stendur yfir, og lengur. Hitt var það, að ýmsir hafa talið, að Tímamenn fæn. ao sjá, að fjandskapurinn við nýsköpunina og Nýbyggingar- ráð, væri þeim sjálfum síður en svo hentugur, eða þeim til framdráttar á nokkum hátt. Síðustu aðfinnslur Tímans í garð Nýbyggingarráðs, beind- ust að því, að leyft hefði verið að flytja inn of marga vöru- flutningabíla til landsins, eða einkum til manna, sem stunda akstur hjer í Reykjavík. Var gerð grein fyrir þessum þætti starfsins hjer í blaðinu í gær, með þeim hætti, að skætingur Tímans varð að engu, eins og fyrri daginn. 1 hinni umræddu Tímagrein segir m. a. svo, að ráðstafanir Nýbyggingarráðs, hafi „leitt af sjer margskonar óheilbrigði 5 atvinnustarfsemi þjóðarinnar, sem er nú sem óðast að koma á daginn.“ Rjett væri í tilefni þessara orða, að leiða athyglina snögg- vast að því, sem einmitt „er nú sem óðast að koma á dag- inn“ viðvikjandi ráðstöfunum þeirra manna, sem að nýsltöp- uninni hafa staðið frá öndverðu. Og er þá fyrst til að taka, hver er reynslan af hinum nýju togurum, sem nú eru komn- ir, og komnir eru í notkun. Það hefur sem kunnugt er „komið á daginn' að hinir nýju togarar, sem keyptir voru fyrir inneignirnar, er safn- ast höfðu í Englandi, eru hin langbestu veiðiskip sem hingað hafa komið. Að afli þessara togara er miklum mun meiri, en afli gömlu togaranna að jafnaði reynist. — Svo rekstur hinna nýju togara er mikið hagkvæmari, en rekstur þeirra eldri, þar sem jafnvel er hægt að veiða alt að því helmingi meira, á hin nýju skip, en veiðist á sama tíma á hin gömlu. Það hefur komið á daginn, að þessi nýju og glæsilegu veiðiskip, sem íslendingar eignuðust, vegna þeirrar forgöngu, sem fyrv. stjóm tók upp í þessum málum, með forystu Sjálfstæðismanna, em svo góð, að breskir útgerðarmenn eiga sjer nú ekki aðra ósk heitari, en einmitt að svona skip hefðu fallið þeim í skaut. En samið var um smíði á togur- um þessum, áður en breskir útgerðarmenn gerðu verulegar skipapantanir við skipasmíðastöðvamar þar í landi. Það hefur ennfremur komið á daginn, að ef við Islend- ingar hefðum látið það dragast vitundarögn, að panta þessi skip, þá hefðu þau orðið mun dýrari, svo miklum fjárhæð- um nemur. Og enn hefur það komið á daginn, eins og útflutnings- skýrslur síðustu mánaða sýna, að helsta vohin til þess, að útflutningur okkar geti náð þeirri upphæð, sem áætluð var um áramótin, byggist fyrst og fremst á veiðiafköstum þess- ana skipa. Þá hefur enn eitt „komið á daginn' í sambandi við þetta rnál: Að annaðhvort vita Tímamenn ekkert um það, sem er að gerast í atvinnumálum þjóðarinnar, og skrifa því eins og álfar út úr hól um það, að ráðstafanir Nýbygging- anráðs sem þessar, „leiði af sjer óheilbrigði í atvinnuveg- um þjóðarinnar" ellegar þeir eru enn í dag á þeirri skoðun, sem faðir Tímans kendi þeim í gamla daga, að hægt væri að fá fólk til að trúa öllum fjandanum, ef ósannindin væru endurtekin nægilega oft. En slíkar áróðursaðferðir eru gagnslausar. Það ættu Tímamenn að skilja, þegar reynslan af þrjátíu togurum rekur hinar endurteknu blekkingar ofan í þá, jafnóðum og þeir láta þær frá sjer fara. Slíkur fáv;::legur áróður; kemur engum í koll nema þeim sjálfum, er hann flytjá. 1;' ý tí O RG UtN B L A » l Ð 4 \MkuéJÚi óLrifar:^ % ÚR DAGLEGA LÍFINU Sokkurinn í umslaginu. ÞESSUM DÁLKUM berast nar^Akonar brjef daglega. >tutt brjef og löng, vei sKriíuð irjef og illa skrifuð brjef, vjel- ituð brjef og handskrifuð rjef. — En í gær kom brjef, em var ólíkt öðrum, því í því 'ar einn Nylonsokkur. Nú, ætli >að sje nú einhver, sem heldur ið Víkverji sje einfættur kven- naður, hugsaði jeg með mjer, 3r jeg tók upp umslagið. En er jeg hafði lesið brjefið, sem sokknum fylgdi var Ijóst að sokkurinn Var sýnishorn á því hvernig gert er við nylon- sokk á viðgerðarstofu hjer í bænum fyrir 16 krónur í pen- ingum. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig fór jeg með sokkinn til kvennasíðuritstjórans og þar fjekk viðgerðin þann dóm, að hún væri óhæf í alla s-taði. Ekki boðleg fyrir eina krónu, hvað þá 16. « Engin leiðrjetting fjekst. KONAN, sem solckinn sendi segist ekki hafa fengið neina leiðrjettingu sinna mála í við- yerðarstofunni. Annaðhvort að taka sokkinn og greiða 16 krón 'ir eða taka hann ekki. Og það var um það, sem jeg ætl- aði að skrifa. Til landsins hafa flust furðu- legustu vjelar, sem gera við lykkjuföll á silkisokkum kvenna, eða önnur slysagöt og gera bá eins og nýja. Allmarg- ar viðgerðarstofur eru í bæn- um, sem taka að sjer að gera við kvensokka og flestar gera bað vel, eftir því sem best verð ur s.ieð. En mannanna verk eru misjöfn og altaf geta mistök komið fyrir og svo hefir verið um viðgerðina á sokkunum, sem hjer um ræðir. En þá var ekkert fyrir við- gerðarstofuna að gera annað en að viðurkenna mistökin og biðjast afsökunar í stað þess að heimta fullt gjald fyrir svo- nefnda viðgerð. Og nú verða lefðindi. OG NÚ VERÐA leiðindi út úr þessu. Forstöðukonur allra sokkaviðgerðarstofa í bænum — nema einnar — mótmæla og segja að þetta hafi ekki komið fyrir hjá sjer. Jeg hefi einu sinni áður minst á sokkavið- gerðir, sem voru til skammar og hafði mestu óþægindi af. En þær sokkaviðgerðir, sem gera vel þurfa ekkert að ótt- ast. Kvenfólkið mun vita hverj ar það eru og hinar, sem illa gera fá ábyggilega að fir.na fyr ir því i tapi á viðskiftavinum, að þær gera ekki eins og þær eiga að gera. Misjafnar fata- viðgerðir. EN ÞAÐ er eins með fata- viðgefðir yfirleitt, eins og Sokkaviðgefðirnar, að þær eru misiafnar. Sumar gera vel og aðrar illa. Oft hefir „Daglega lífið“ fengið brjef. þar sem far- ið hefir verið.fram á, að deilt yrði á þær viðgerðarstofur og stofnanir, sem taka að sjer að hreinsa föt, fyrir illa unnin verk. En það, er ekki hæet að elta ólar við slíkt. Það myndi æra éstöðugan. Það er ábyggilegt, að fólkið finnur fljótt hvað að því snýr og þeir, sem vandvirkir eru fá mesta atvinnuna áður en lýkur, en hinir missa viðskiftavini. - • Konan og prófessorinn. KONAN, sem skrifar langa brjefið um stjórnmál og fleira og sem biður um heimilisfang gamla þýska prófessorsins verð ur að senda mjer nafn sitt og heimilisfang til þess að jeg geti komið heimilisfanginu til henn ar, ef hún hefir þá áhuga fyrir að fá það. Og sú regla gildir enn, að ekki eru birt brjef hjer í dálk- unum, sem ekki fylgja nöfn með. • Amerískt tóbak og ávani. SAMA SAGAN er að gerast hjá mörgum tóbaksmönnum nú, eins og í stríðinu þegar énsk'ii sígárétturnar hættu að flytjast til landsins. Sígarettu- menn sverja og sárt við leggja, að þeir skuli hætta að reykja, úr bví að þeir fái ekki amer- ískar sígarettur. Það sje engin ánægja að því að reykja enskar. Sama sögðu þeir er þær am- erísku komu fyrst á markaðinn. Fyrir stríð voru til hjer nokkr- ar birgðir af amerískum sígar- ettum, en þær gengu ekki út. Það var ekki nema einn eða tveir menn, sem vildu líta við þeim. Tóbaksreykingar eru ekki nema ávani og eftir einn mán- uð stendur reykjarstrókurinn út úr öðrum hverjum manni, sem sýgur að sjer Commander og Players og hvað þær nú heita ensku sígaretturnar og fullvrða. að ameríska sígarettu skuli þéir aldrei snertá! Þetta er nú reynslan. • Fullyrðingar í hugsunarleysi. í BLAÐINU í dag er birt brjef frá breskum manni, sem ber til baka þær sögur, að breskir tog arar hafi siglt fram hjá vjel- bátnum ,,Björgu“ sem var í hrakningum fyrir Suðurströnd- inni. án þess að sinna neyðar- merkjum bátsins. Þeir, sem eitt hvað þekkja til veiða breskra togara hjer við land vissu, að þeir eru ekki að veiðum fyrir Suðurlandi á þeim tíma, sem Bjargar-menn lentu í hrakning um sínum. En samt birtust svæsnar árásir á breska sjó- menn í blöðum og útvarpsfyr- irlestrum og talað var hátt um mapnúðarleysi breskra sjó- manna. Breskum sjómönnum, sem fengu vitneskju um þessi skrif, sárnaði mjög. Enda má margt um breska sjómenn segja, ann- að en það, að þeir sýni bleyði- skap á sjó. En nú er mál þetta upplýst og beir útvarpsfyrirlesarar og þeir blaðamenn, sem báru út sögurnar um mannúðarleysi breskra togarasjómanna, væru menn að meiri, ef þeir tækju aftur orð sin á sama vettvangi og bau voru flutt. MEÐAL ANNARA ORÐA “ - “ “ Ejtir G. J. Á. ■■ - - - ———»—“——”—»—-————- ■» - - - « Reykjavík er orðin stórborg. Eeykvíkingar eru hættir að rata um bæinn sinn. ÞAÐ ER engum blöðum um það að fletta, að Reykjavík er orðin stórborg. Hún er komin á kortið, ef þannig mætti orða það, og erlendis eru sæmilega greindir menn yfirleitt hættir að spyrja hver þessi „Rekkja- vik“ sje, þegar minnst er á höfuðstað landsins. Borgin ber þess líka öll merki að hún er búin að slíta barns- skónum. Hún skiptist til dæmis stöðugt meir í hverfi, og þeir borgarar eru orðnir alls ekki svo fáir, sttn hvergi kunna við sig nema í einhverjum einum og sjerstökum hluta bæjarins. Orðin vestur- eða austurbæ- ingur eru orðin fullt eins al- geng og Reykvíkingur, og alíir lofsyngja sinn helming bæjar- ins og halda því fram að hann sje „eini hvíti bletturinn í borg inni“. ASI OG ÓÞOLINMÆÐI Fólkið ber það líka með sjer, að bærínn þess er orðinn stór- borg. Það er kominn stórborg- arbragur yfir það — þessi asi og óþolinmæði, sem virðist, auð- kenna alla þá staði, þar sem mikill mannfjöldi starfar, býr og skemmtir sjer. Þetta er sjer- staklega áberandi á aðalgötun- um um hádegisbilið, þegar hálf- ur bærinn virðist vera á harða- hlaupum og allir hugsa um það eitt að ná heim til sín sem fyrst og allra fyrst. * • SKEMMTANALÍFID Skemmt.analífið er lika byrj- að að fá á sig blæ stórborgar- lífsins. Dansleikir á hverju kvöldi eru orðnir sjálfsögð stað- reynd og segja má að ekkert skorti á söngleikana og aðrar. skemmtanir hjer í Reykjavík. Sannast að segja liggur við að skemmtikraftarnir sjeu farnir að gefa það oft kost á sjer, að bæjarbúar hafi ekki orðið und- an að sækja sanikomur þeirra og klappa þeim lof í lófa. Mað- ur þarf ekki annað en líta í dagblöðin, til þess að sannreyna þetta — það kvöld kemur vart fyrir, sem maður getur ekki val ið á milli fjölda misjafnlegra góðra skemmtana. Það virðist jafnvel svo komið, að okkar ágætu skemmtikröftum nægi ekki kvöldið til, því þeir eru farnir að bjóða bæjarbúum að hlusta á sig og horfa um mið- nætti. • • NAKTI NÁUNGINN Og þó er eins og það loði altaf við Reykjavík, að hún verði aldrei svo stór, að „allir viti ekki allt um alla“. Það má segja, að hundur hnerri ekki svo, að hálfur bærinn viti það þegar í stað. og þegar sögurnar eru ekki fýrir fiendi, eru • þær smíðaðar i tugafali. Nakti ná- unginn, sem var að hrella íbú^- ana;í einu bæjarhverfinu hjer Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.