Morgunblaðið - 15.04.1948, Page 10

Morgunblaðið - 15.04.1948, Page 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1948, ENJA KONA cftir I&en -Jlmee lÁJiiié iamó ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! S.G.T. S.G.T. 56. dagur Það var minni heimsku að kenna að jeg fór heim“, sagði hann. „Faðir minn vildi ekki að jeg kæmi. Hann hefir víst altaf grunað það hvernig hún mundi fara með mig. Manstu hvað jeg sagði þjer um mynd- ina, sem Mr. Hardy málaði af henni? Jeg varð hræddur við hana, en þó ekki nógu hrædd- ur, eða skildi hana ekki nógu vel. Jeg mintist þess aðeins hvað hún var falleg, og þess vegna fór eg heim“. Hann gaf John nánar gætur. ,,Þú hefir sjálfsagt heyrt alla söguna?“ sagði hann svo. „Þú hefir heyrt það að jeg myrti föður minn. Er ekki svo?“ John hristi höfuðið. Hann vissi að Ephraim varð að fá að segja alla sögu, varð að fá að leysa frá skjóðunni. „Vertu ekki að ljúga • að mjer“, hrópaði Ephraim. „Þú hlýtur að hafa heyrt þetta“. En John svaraði aðeins ró- lega: „Haltu áfram og segðu mjer upp alla sögu — ef þú vilt gera svo vel“. „Jeg vil það“, sagði Ephraim „Þó ekki værí til annars en sýna þjer hvílíkur grasasni þú varst þegar þú hjelst að eitt- hvað væri gott til í mjer“. Og svo setti að honum brennivíns- grát og hann neri hendur sín- ar í örvæntingu. Tárin streymdu niður kinnar hans og h.',nn engdist sundur og saman eins og maðkur. „Jag mun altaf álíta að þú sjert góður drengur“, sagði John. „Segðu mjer nú upp alla sögu“. Ephraim sagði honum svo alt. Hann lýsti því fyrir hon- um hvernig Jenny hefði smám saman rænt sig ráði og rænu. „Hún gerði það af ásettu ráði“, sagði hann. „Hún er skækja og fari hún til fjand- ans. Hún gerði mig vitlausan þegar hún kysti mig og hvísl- aði að mjer að hún skyldi hafa gifst mjer ef jeg hefði ekki ver- ið kominn í háskólann“. Hann hallaðist fram á borðið og talaði lágt. Og hann sagði frá kvöldinu góða þegar upp- þotið varð hjá Mo Hogan og hvernig Jenny hafði þá kyst sig ofsalega. „Það getur verið að þjer finn ist ekki mikið til um þetta“, sagði hann. „Það getur verið að þjer finnist það heimskulegt af mjer að láta það fá svo mikið á mig. Margar meyjar hafa kyst mig og jeg hefi haft gam- an af því — en þessi koss var alt öðru vísi“. Hann fylti glasið sitt og tæmdi það svo í einum teyg. „Þetta var hræðilegur koss“, sagðj hann svo. „Hann brendi mig eins og helvítis eldur. Og upp úr því ætlaði jeg að fara að heiman, en hún vildi ekki sleppa mjer“. Hann hikaði ofurlítið við, eins og hann skammaðist sín fyrir að segja frá öllu, en svo herti hann upp hugann. „Vinnukona var þarna og hún svaf uppi á lofti. Hún hjet Ruth Green. Jeg fór oft til henn ar á nótíunni, einkum þegar Jenny hafði gert mig hálf vit- stola. Ruth er lagleg stúlka. Jeg var að hugsa um að giftast henni, en jeg þorði aldrei að 1 minnast á það við föður minn. Jeg er enginn maður. Og jeg ! var ekki einu sinni maður til að giftast henni hvað sem hver sagði“. Evered sagði ekkert. Hann var að hugsa um það hvernig hann gæti hjálpað vini sínum. „Svo veiktist faðir minn“, mælti Ephraim enn. „Jeg von- aði að hann mundi deyja, og hún vonaði það líka. Hún sagði mje.r einu sinni, að hún skyldi giftast mjer þegar hann væri dauður. Og svo kysti hún mig, og kossarnir hennar voru eins og eldur. En föður mínum batn aði og eftir það forðaðist jeg hana lengi. Jeg er viss um það, að fram að þeim tíma elskaði hún mig. Jeg er alveg viss um það. En upp frá því hataði hún mig. Hún reyndi hvað eftir ann að að fá mig til að sofa hjá sjer, beitti öllum brögðum til þess, en samt sem áður hataði hún mig. Svo kom hún því þannig fyr- ir að jeg fjekk leyfi til að gefa út ávísanir í nafni föður míns. Þegar það var fengið hvatti hún mig til þess að kaupa skóg- lendi, langt norður frá. Þegar faðir minn varð þessa var, kall- aði hann mig þjóf. Hann komst að þessu vegna þess að maður kom til hans og vildi kaupa af honum landið og bauð honum meira fyrir það heldur en jeg hafði gefið fyrir það. Gamli maðurinn afrjeð þá að fara sjálfur og skoða landið og hann heimtaði að jeg kæmi með sjer“. Hann horfði um stund í gaupnir sjer eins og hann væri í vanda staddur, en hjelt þó áfram: „Það er best að þú fáir að vita alt. Kvöldið áður en við lögðum á stað reyndi hún á all- an hátt að fá mig til við sig, og hún gerði mig alveg sjóð- andi vitlausan. Samt ljet jeg ekki undan. Jeg er enginn dýr- lingur, og jeg var alveg kjark- laus, en þó get jeg ekki fengið af mjer að sofa hjá konu föður míns. Nei, jeg hafði aldrei gert það ef jeg hefði verið sjálfráð- ur. Þá um nóttina íór jeg upp til Ruth. Það var niðamyrkur. Þær Jenny voru mjög svipaðar á stærð og vöxt. Við töluðum ekki orð saman. En þegar dag- ur rann sá jeg að það var Jenny sem lá í rúminu hjá mjer. Hún hafði sent Ruth burtu og sjálf laumast upp í rúmið hennar um nóttina áður en jeg kom þar“. Evered sagði ekkert, en hann hjelt að Ephraim væri að skrökva þessu. Þetta var svo ótrúlegt að það gat ekki átt sjer stað. Evered var alveg viss um það að önnur eins kona og Eph- raim lýsti væri ekki til. Þetta atferli var á móti öllu mann- legu eðli, fanst honum. Ephraim sá hvað honum leið og^sagði:____________ „Þú heldur að jeg sje fullur og tali tóma vitleysu. Það er satt að jeg er fullur, og jeg vona að jeg verði fyllri bráðum, og að jeg verði fullur þangað til jeg dey, og þess verði ekki langt að bíða. En það er alveg satt að hún var þarna í rúm- inu. Hún lá þarna í rúminu, þegar jeg vaknaði. Og þá hót- aði hún því að segja föður mín um frá þessu þegar hann kæmi heim, ef jeg stytti honum ekki aldur á ferðalaginu. Þú trúir þessu ekki heldur, en þetta er heilagur sannleikur. Hún hafði minst á þetta áður. Hún hafði hvað eftir annað talað utan að því að jeg skyldi drepa föður minn. Hún er af morðingjaætt um. Maður nokkur í Augusta, sem líklega er föðurbróðir hennar, myrti konuna sína í sumar. Jeg segi þjer það alveg satt, John, að hún reyndi að fá mig til að drepa föður minn“. Evered leit á hann, en augu Ephraims voru svo vitfirrings- leg að ,hann þoldi ekki að horfa í þau. Hann helti á staup sitt og bragðaði á því. „Jeg drap hann ekki“, hróp- aði 5'phraim í örvæntingu. „Að minsta kosti ætlaði jeg ekki að drepa hann. Jeg hefi altaf ver- ið ógurlega vatnsragur frá því að eg var barn. Einu sinni lá við að jeg druknaði og eftir það varð jeg enn hræddari við vatn. Jeg var dauðhræddur allan tím ann, sem við vorum á bátun- um, og um nætur gat jeg ekki sofið vegna umhugsunar um hana. Á heimleiðinni lagði bát- urinn í fossa og þar hvolfdi honum. Þeir segja að jeg hafi staðið á fætur og hvolft hon- um. En það man jeg ekki. Jeg man aðeins það að jeg fór á kaf og náði í körfu og hjelt mjer uppi á henni. Faðir minn náði líka í hana og við börðumst um hana. Jeg þekti hann ekki þá. Jeg var vitstola af hræðslu. En jeg barði hann þangað til hann slepti og sökk“. Hann fór að gráta. „Líkið hefir ekki fundist", æpti hann síðan svo hátt, að Evered varð að hrista hann og skipa honum að láta ekki þann- ig. Og þá fór Ephraim að hlæja eins og fífl, an tárin streymdu niður kinnar hans. Hann ætlaði að grúfa andlitið fram á hand- leggi sína en við það misti hann jafnvægið og fjell á gólfið. Og þama lá hann og hristist af tryllingshlátri og ekka. IV. John sofnaði ekki dúr þessa nótt Hann afklæddi Ephraim og bar hann upp í rúm. Og Ephraim sofnaði fljótt því að hann var orðinn úrvinda. Ev- ered sat við borðið og var að hugsa um sögu þá, er hann hefði heyrt og reyna að telja sjálfum sjer trú um að Ephraim hefði sagt satt. Hann reyndi að gera sjer í hugarlund hvernig hún var þessi kona, sem Eph- raim hafði verið að lýsa fyrir honum, þetta svartasta flagð undir fegursta skinni. En hon- um yar það alveg óskiljanlegt að slík kona gæti verið til. Hann hafði að vísu ekki kynst neinpi annarj konu en móður sinni. og hún var ekki annað en gæðin sjálf, hrein og bein og einlaeg. Leiksystur hans höfðu ekki verið svipaðar þessu. Þær ljetu stundum kyssa sig í laumi og kafroðnuðu þá, en það var ekkert ilt í þeim. Lauslætis- kvendin, sem fjelagar hans, skógarhöggsmennirnir, lögðu lag sitt við, voru að vísu villu- ráfandi, en það var þó margt gott um þær að segja. Þær höfðu verið jafn fúsar á að hjúkra slösuðum mönnum, eins og að veita öðrum blíðu sína. PÁRABALL að Röðli laugaröaginn 17. þ.m. kl. 9—2. Áskriftarlistar í síma 3240 og 5448 til miðvikudagskvölds. Skemmtifjelag Gó‘ð-Templara. Þjónustustúlka ■ ■ óskast að síldarstöð í sumar, til þess að annast þvotta ■ ■ m m og önnur þjónustustörf, ásamt annari stúlku. m, m ■ Rafknúnar vinnuvjelar. Gott kaup. ; ■' ■ Tilboð óskast send afgr. Mbl. hið fyrsta merkt: : ■ ■ ■ „Síldarþjónustau. " ■ ■ ■wo'ranrtf.v I TILKViVINIIMG I ■ ■ frá H.f. Eimskipafjelagi Islands. Hjermeð tilkyruiist að sú breyting verðm- á ferð m.s. : ■ „Goðafoss“ að í stað þess að ákveðið hafði verið að skip • ■ ið færi frá Akureyri austur um land til Reykjavíkur, ■ ; þá fer m.s. „Goðafoss“ frá Akureyri til Djúpavíkur og : : tekur þar farminn úr e.s. „Brúarfoss“. j z \ édimóldpa^efa^ Jfóíandó : A® W®"® ■ W ■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ Wju' *■VbV ■■■■■■■■■vi■■■atf■■jia■■■■■■■•■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aðalfundur Framfarafjelagið Kópavogur heldur aðalfund sinn, sunnudaginn 18. apríl kl. 2 e.h. í barnaskólanum að Mar bakka. Dagskrá samkvæmt fjelagslögtun, lagabreyting ar og fleira. íi m m' m Rjett til fundarsetu hafa þeir einir, sem eru skuld- Iausir við fjelagið. Tekið verður á móti fjelagsgjöldum á fundarstað. STJÓRNIN. * ■■■■□■■■■■■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■■■■>■■■■■.. ■■■■■■■* ■ && ■ o ■ ■ ■ ■ ■ .■■ ■ ■ ■■■■■« á IVflelunum til sölu. Uppl. ekki gefnar í síma. RAGNAR JÓNSSON, Iiæstarjettarlögmaður Laugaveg 8. v ■ ■■ ■ ■ i vw v v v ■ va ■ rvv■ ■■■■■■■■■■■■■ *■■■■■ ■■_■ ■■■■■■■■■■■ ■■■;■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■ ■'■■■■VB.N ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■/» ■■■■■■■ ■■ ■ Tvær röskar stúlkur : : ; óskast í Reykjavikur Apótek, önnur til ljettra hreingern • ■ inga og hin til flöskuþvotta. Upplýsingar á sk'rifstofunni ; : í dag og á morgun, kl. 1—3. • “ ■ : 3 ......................... ■ >«»■1 BÓKHALD ■ ■ — • Stúlka með igóða þekkingu á bókhaldi, getur fengið at- • vinnu á skrifstofu. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir ; : 20. þ.m. merkt: ,,Bókhald“. ;l ■ ■ ■ m ■ ■’ ” ■ ■llffMI■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.