Morgunblaðið - 15.04.1948, Qupperneq 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói:
VESTAN ÁTT mcð hvössum
skúrum cða slyddujeljum.
Námskeið fyrir nor
ræna iðnaðarmenn
NÁMSKEIÐ fyrir norræna iðn-
aðarmenn, verður haldið í Nor-
egi dagana 3.—10. júní n.k. —
Það eru fjelögin ,,Norden“ og
,,Norges Handverkerforbund",
sem gangast fyrir þessu, en til-
boð um þátttöku og tilhögun-
arskrá hefir borist Landssam-
bandi iðnaðarmanna frá Nor-
rænafjelaginu í Reykjavík.
Tilhögunin verður í stórum
dráttum þessi: — Námskeiðið
hefst í Oslo fimtudaginn þ. 3.
júní, kl. 11 árdegis, þar sem
formaður fjelagsins Norden,
Harald Grieg, og formaður
Norges Hándverkerfor'ound,
Peter Höeg, halda ræður. Fyrir-
lestrar um iðnaðarmál verða
fluttir, skoðuð verða ýms iðn-
aðarfyrirtæki, iðnaðardeildir í
þjóðsöfnum, iðnskólar o. fl.
Til Bergen verður haldið að
kvöldi 4. júní, og komist þang-
að laugardagsmorgun 5. júní,
þar verða haldnir fyrirlestrar,
skoðuð iðnaðarfyrirtæki, og
vörusýning er þar verður, einn-
ig fá þátttakendur að vera við-
staddir afhendingu sveinsbrjefa
er fer hátíðlega fram í salar-
kynnum Iðnaðarmannafjelags-
ins í Bergen, þátttakendum
verður og sýnd borgin eftir því
sem tími vinst til. Mánudaginn
7. júní verður farið í bifreið-
um til Hardanger og Voss, þar
verða fundir og fyrirlestrar og
sýnt verður.það sem mikilvæg-
ast og merkilegasta er, á þeirri
leið, en miðvikudagsmorguninn
9. júní verður haldið frá Voss
með járnbrautarlest yfir fjöllin
til Oslo.
Allur kostnaður við dvölina í
Noregi, er áætlaður kr. 250,00
norskar.
Þeir iðnaðarmenn er óska að
taka þátt í þessu námskeiði,
geta fengið nánari upplýsingar
á skrifstofu Landsambands iðn-
aðarmanna í Kirkjuhvoli.
AðaKundur Mæðra-
styrksnefndar
NÝLEGA var haldinn aðalfund-
ur Mæðrastyrksnefndarinnar.
Nefndin vinnur nú að undirbún-
ingi að byggingu Mæðraheim-
ilis á jörðinni Hlaðgerðarkot í
Mosfellssveit. Bærinn úthlutaði
nefndinni þessa jörð fyrir heim-
ilið. Þórir Baldvinsson arkitekt,
hefur tekið að sjer að gera teikn
ingar að húsinu. Ekki verður ráð
ist í byggingarframkvæmdir á
þessu sumri, en vonir standa til
að þær geti hafist næsta sumar.
Lögfræðingur nefndarinnar,
frú Auður Auðuns, hefur haft
mikið að starfa allt síðasta
starfsár, enda er þessi starfsemi
nefndarinnar mjög þörf, og á
miklum vinsældum að fagna. Nú
er unnið að undirbúningi að
merkjasölunni, til ágóða fvrir
sumarstarfsemi nefndarinnar.
í stjórn Mæðrastyrksnefndar
voru kosnar þessar konur: Frú
Guðrún Pjetursdóttir og var hún
endurkosin formaður. — Fyrsti
varaformaður var kosinn frú
Jónína Guðmundsdóttir, í stað
frú Katrínar Pálsdóttur bæjar-
fulltrúa kommúnista. Annar
varaformaður frú Unnur Thor-
oddsen. Aðrar í stjórn eru frú
Guðrún Halldórsdóttir, frú Auð-
ur Auðuns, frú Sigríður Björns-
dóttir og frú Bryndís Þórarins-
dóttir.
ríoratttiHitOíd
■ /
93. thl. — Fimmtudagur 13. apríl 1948.
-1 IIVAÐA BEKK var
ÞÓRODDUR? — Sjá grcin á
bls. 2. —
Hýja undan Rússum
Tekist hefir aS fá loforð um
fii berpinéfagerðar
p
Vænfanlega bæíir það upp tjónið
I í brunanum.
SVO VIRÐIST sem Netagerðinni Höfðavík hafi tekist að útvega
netaefni til herpinótagerðar, sem væntanlega mun geta bætt hið
gífurlega tjón, sem varð þar á herpinótum í brunanum miklá 19.
mars s.l. Gera ráðamenn netagerðarinnar sjer vonir um, að allt
efni til herpinótanna verði komið til landsins í júnímánuði.
Síðustu Hvaifjarðar- í Fiskurinn tekinn úr
á Sigiufirði
í GÆRKVÖLÐI var lokið við
að landa síðustu Hvalfjarðar-
síldinni á Siglufirði.
Pólska skipið Ilel kom með
þessa síld, en eins og menn kann
að reka minni til, varð skipið
fyrir áföllum og tafðist för þess
norður.
Um 6000 málum var lardað
úr Hel og verður byrjað á að
bræða síldina í dag fyrir há-
degi.
Um þessar mundir er unnið að
hreinsun og ýmsum lagfæring-
um í síldarverksmiðjun-
um og verður strax byrjað á að
undirbúa SR 46 fyrir síldveið-
arnar, er verksmiðjan hefur lok-
ið bræðslu þessarar síldar.
Brennuvargar or-
sökuðu sfórbrunann
UNNIÐ er nú að því að þjetta
botn Brúarfoss, þar sem hann
liggur við bryggju á Djúpavík.
Hraðfrysti fiskurinn, 500 tonn,
sem er í lestum skipsins hefur
sloppið frá skemmdum. Hefur
nú verið ákveðið að Goðafoss
fari til Djúpavikur og taki fisk-
inn og flytji hann til Reykjavík-
ur. Goðafoss var á Akureyri í
gær og átti þá að fara áleiðis til
Djúpavíkur.
Þegarbyrjaðaðsetja
islandsmei í friáis-
í Tromsöy
Oslo í gærkvöldi.
ÞAÐ hefur nú komið í ljós, að
stórbruninn í Tromsöy, Noregi,
þar sem tjónið er áætlað um sex
miljónir norskra króra, var að
völdum tveggja brennuvarga. —
Menn þessir, sem á sínum tíma
voru meðlimir í Nasjonal Sam-
ling, hafa við yfirheyrslur játað
að hafa reynt að brjótast inn í j
verslUn þarna, en er það tókst!
ekki, komu þeir fyrir hefilspæn- j
um við dyr hennar og kveiktu í j
þeim. Að því loknu gengu þeirj
út á íþróttavöll í grendinni og
sátu þar og horfðu á, hvernig
eldurinn breiddist út.
Annar brennuvargurinn var á!
sínum tíma dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi fyrir afbrot,
sem hann framdi sem meðlim- j
ur í Nasjonal Samling. Hinn hef-
ur játað það á sig að hafa fyrir I
V/z ári síðan kveikt í húsi í
Tromsöy.
Allsherjarverkfallið í Róm
RÓM: — Komið hefur í ljós, að
allsherjarverkfallið, sem kornm-
únistar efndu til fyrir nokkrum
dögum síðan hjer í Rómaborg,
tókst ekki nær því eins vel og
þeir höfðu ætlast til. Aðeins um |
helmingur fjelagsbundinna verka
manna lagði niður vinnu. *
iþróitum 1948
TVÖ ÍSLANDSMET og tvö
drengjamet í stökkum án at-
rennu voru sett á innanhúss-
innanfjelagsmóti, sem K R hjelt
s.l. föstudag í íþróttahúsi Há-
skólans.
Hermann Magnússon setti
bæði íslandsmetin, stökk 3,13
m í langstökki og 9,39 m í þrí-
stökki. Fyrra langstökksmetið
var 3,10 m og átti Skúli Guð-
mundsson það. Hermann átti
þrístökksmetið sjálfur, og var
það 9,37 m.
Drengjametin setti Sigurður
Björnsson, mjög efnilegur 18
ára drengur. Hann stökk 3,04 m
í langstökki og 1,42 m í há-
stökki án atrennu. Óli Páll
Kristjánsson átti fyrra lang-
stökksmetið, sem var 2,96 m.
og Örn Clausen hástökksmet-
ið, sem var 1,40 m.
STÖÐUGUR flótíamannastraumur er frá hernámssvæði Rússa í
Þýskalandi inn á hernámssvæði Bandaríkjamanna og Breta. Hjer
sjest flóttamannahópur, sem kemur til Helmstcdt á hernámssvæði
Breta.
Samningar við sjó-
menn lakasf á Akur-
eyri
Akureyri, miðvikudág.
EINS OG áður hefur verið getið
um strönduðu fvrir nokkuru
samningar milli Útgerðarmanna
fjelags Akureyrar og Sjómanna
fjelags Akureyrár um kaup og
kjör háseta og matsveina á tog-
urum, sem fiska í ís.
Útgerðarmenn höfðu boðist
til að ganga að sömu samning-
um og samið hafði verið um í
Reykjavík og Hafnarfirði ,en í
stað 35% af brúttó-heildar-
afla krafðist Sjómannafjelagið
39%, og þar að auki voru ýms
önnur smærri atriði. Útgerð-
armenn óskuðu eftir að bjeraðs-
sáttasemjari, Þorsteinn M. Jóns
son, tæki að sjer sáttatilraunir
og byrjaði hann fundi 22. mars,
en eftir tvo fundi óskaði hann
eftir við fjelagsmálaráðuneytið
að það skipaði tvo til aðstoðar
og voru þeir dr. Kristinn Guð-
mundsson og Ólafur Thoraren-
sen skipaðir. Siðan hafa verið
haldnir sjö fundir með áðilum.
Á hádegi s.l. mánudag hófst
verkfall Sjómannafielags Akur
eyrar og stóð það til kl. 3 í nótt,
en þá tókust loks samningar Og
voru öll samkomulagsatriði
undirrituð hiá sáttasemjara. —
Koraust þá líka á samningar um
ísfiskflutninga og kaup háseta
í innanlandsflutningum.
Samkvæmt samkomulaginu
eru togarakjörin nær þau sömu
og í Reykjavík, að því breyttu,
að hásetar fá 36% af brúttóafla
og grunnkaupstrygging beirra
er 585 kr. á mánuði í stað 578
í Reykjavíkursamningum. •—
Grunnkaup matsveina á togur-
um verður 725 kr. á mánuði. I
ísfiskflutningum verða þrír há-
setar í stað fjögurra, en tveir
hásetar ef tveir stýrimenn
verða á skipi. Grunnkaun há-
seta í innanlandssifflingum
verður kr. 620,00 og hásetar
tveir. — H. Vald.
^ Pjetur Jóhannsson framkv.-
stjóri Höfðavíkur, skýrði Mbl.,
frá þessu í viðtali í gær.
Erfiðlega gekk að fá efni.
Strax eftir brunann var haf-
ist handa um útvegun efnis til
herpinótagerðar. Hefir það ver-
ið miklum erfiðleikum bundið,
en tekist hefur að fá loforð fyr-
ir efni frá Bandaríkjunum,
Kanada, Bretlandi og Ítalíu.
Öll nauðsynleg leyfi fyrir
þessu efni, voru veitt þegar í
stað, enda hefur hið opinbera
stutt þetta mál með ráð og
dáð.
Annað efni til uppsetningar
nótanna, svo sem teina, hlý o.
fl. er verið að útvega frá Bret-
landi.
Mun geta bætt upp tjónið.
Ekki vildi Pjetur Jóhanns-
son gefa um það ákveðin svör,
hvort netaefnið myndi nægja
til að bæta að fullu tjónið, sem
varð í brunanum. „En við ger-
um okkur vonir um að svo
verði,“ sagði hann.
Fyrsta sendingin með Trölla-
fossi.
Ef engar ófyrirsjáanlegar taf-
ir verða á við afgreiðslu neta-
efnisins, þá mun það alt verða
komið til landsins í lok júní-
mánaðar næstkomandi. — Það
fyrsta af því efni, sem keypt
hefur verið í Bandaríkjunum og
Kanada, er væntanlegt í byrjun
maímánaðar með ms. Trölla-
fossi.
Viðgerðin hafin í netagerðinni.
Höfðavík mun þegar í stað
geta byrjað á uppsetningu nót-
anna, því vinnustofur urðu fyr-
ir litlum skemdum. Byrjað er að
gera við litunarklefa netagerð-
arinnar, einnig nauðsynlegustu
áhöldum til litunar.
Grindahlauparinn
Finiey kemur hingað
BRESKI hlauparinn Pugh kem-
ur ekki hingað með ensku frjáls
íþróttamönnunum í maí, eins og
ráðgert hafði verið, en í stað
hans kemur grindahlauparinn
Donald Finley.
Finley er um fertugt. Hann
varð 3. í 110 m grindahlaupi á
Olympíuleikunum 1932 og 2. á
Olympíuleikunum 1936. Besti
tímí hans er 14,1 sek., en p.l.
sumar hljóp hann á 14,6 sek.
25 kommúnisiar
drepnir
Aþena í gærkvöldi.
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
bárust stjórnarvöldunum hjer í
Aþenu í kvöld, hafa 25 komm-
únistar verið drepnir í árás, sem
múgur manns gerði á fangelsi
það, sem þeir sátu í í Norður-
Grikklandi. Liðsforinginn, sem
stjórnaði fangelsinu, var einnig
drepinn, er hann reyndi að vgrja
fangana. —r Reuter.
Þýskaiand vill 1960
milj. doiiara
Frankfurt í gærkvöldi,
ÞÝSKALAND fór í dag form-
lega fram á það við vesturveld-
in, að bresk-bandaríska hernáms
svæðið fengi 1960 miljón doll-
ara af framlagi því, sem Banda-
ríkin hafa ákveðið að verja tij
endurreisnar Evrópu. — Reuter,
Dauðarefsing af-
numin í
London í gærkvöldi,
NEÐRI málstofa breska þings-
ins samþykkti í kvöld með 245
atkvæðum gegn 222 að leggja
í tilraunaskyni niður dauðarefs-
ingu í Bretlandi í fimm ár.