Morgunblaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 22. maí 1948. KENJA KONA jk mee lamó 83. dagur „Það hefir einhver af þræls dýrkendunum hjerna falið hann“, sagði Sagurs bálvond- ur. „En jeg segi yður það satt, Mr. Evered, að slík niður- troðsla á helgum lögum Suður- ríkjaima verður ekki þoluð. Það skal þá kosta það að Suð- urríkin segi sig úr bandalagi við Norðurríkin“. „Jeg er enginn þrælsdýrk- andi. Mr. Sagurs“, sagði John. „Jeg er kaupsýslumaður. Ef það er nauðsynlegt að hafa þræla í Suðurríkjunum til þess að atvinnuvegirnir þar geti blómgast, þá kemur mjer ekki til hugar að amast við því. Frá okkar sjónarmiði hjer norður frá er þrælahald ekki nauð- synlegt, en þetta er aðeins skoð anamunur, sem hlýtur að geta jafnast“. Mr. Sagurs sagði með þrum andi raust: „Hjer á enginn skoðanamvmur rjett á sjer, Jeg á þræl, sem heitir Atticus. Svo kemur þjófur og stelur þess- ari eign minni og þjófurinn er skipstjóri yðar. Hann flytur þrælinn hingað og felur hann. Ef þessi sami skipstjóri skyldi stela einum af hestum yðar og flytja hann til Savannah, þá mundi jeg gera allt, sem í mínu valdi stæði til þess að þjer fengjuð eign yðar aftur. Og jeg þykist hafa rjett til að krefiast hins sama af yður“. John sagði: „Ef einhver stæli hesti af mjer og flytti hann til Sávanpah, munduð þjer þá vilja kaupa hestinn?“ „Já, ef hann væri til sölu og ieg þyrfti á honum að halda“. „Þá sting jeg upp á því að jeg kaupi þrælinn af yður. Seg ið hvað þjer viljið fá fyrir hann. Hvers virði er hann?“ Sagurs hikaði við augnablik og kipraði augun saman. „Til dæmis tuttugu og fimm hundruð dollara", sagði hann svo. „Jeg veit ekki hvers virði þrælar eru, en ef þetta er sangjarnt verð, þá skal jeg borga það“. Nú tútnaði Sagurs út af reiði. „Fyrst þjer viljið borga svo mikið, herra minn, þá veit jeg með vissu að yður er kunnugt um það hvar þrællinn er nið- ur kominn. En hann er ekki falur, hve mikið sem þjer bjóð ið. Jeg krefst þess að þjer skil- ið honum“. John sagði með hægð: „Jeg bauðst til að borga það, sem þjer settuð upp, Mr. Sagurs, en það er ekki vegna þess að jeg ætli mjer að eiga þrælinn. Ef þjer samþykkið tilboð mitt þá verður hann frjáls og yður má standa á sama um það, úr því að þjer hafið fengið andvir.i hans. Með því væri málinu lok ið, og annað átti jeg ekki við með tilboði mínu“. Það kom refssvipur á Mr. Sagurs. Svo hneigðj hann sig og sagði: „Jeg bið yður af- sökunar. Jeg hefi víst misskil- ið yður“. En svo rauk hann upp aftur og sagði: ..En Atticus er ekki falur — verið þjer sælir“. VII. Þegar Sagurs var farinn leit John til sjera Pittridge og sagði brosandi: „Jenny vill ekki sleppa þrælnum“. „Átti hún uppástunguna á því að þið keyptuð hann?“ „Nei. Jeg stakk upp á þessu til þess að reyna að binda enda á þessi vandræði“, sagði John. Pittridge kinkaði kolli. „Hann er ekki allur þar sem hann er sjeður þessi Sagurs“. sagði hann. „Það væri vissara að senda Atticus eitthvað upp eftir fljótinu, svo að Sagurs finni hann ekki“. „Já, jeg skal stinga upp á því við Jenny þegar jeg kem heim“, sagði John. En um miðjan dag kom Jenny askvaðandi til skrifstof unnar. Þá hafði John skropp- ið út í kaffihús og Pittridge fór þangað að sækja hann og sagði að Jenny væri mjög æst. John sagði þá að best væri að þeir færi báðir á fund henn ar. Hann grunaði að betra mundi fyrir sig að hafa Pitt- ridge með sjer. Hún var mjög stillt til að byrja með. „Kom Mr. Sagurs að finna þig i morgun“, spurði hún. „Já, hann kom hingað“, svaraði hann. Þá, fölnaði hún af bræði. „Þú líefir þá sagt honum hvar Atticus var falinn“, sagði hún. Hann hristi höfuðið. „Auðvitað gerði jeg það ekki, Jenny. Hvað hefir komið fyrir?“ „Hann kom heim til okkar ásamt Piper lögregluþjóni. Þeir fóru rakleitt út í hlöðu. Jeg varð ekki vör við þá fyr en þeir komu út þaðan aftur og leiddu Atticus á milli sín“. Og svo hreytti hún í hann í ísköldum ásökunartón: „Þú hefir sagt Sagurs hvar Atticus var falinn“. John mælti ósköp rólega: „Nei, þar skjöplast þjer, Jenny. Linc var hjerna þegar jeg talaði við hann. Hann get- ur borið hvað okkur fór á milli. Jeg bauð að kaupa þræl inn fyrir tuttugu og fimm hundruð dollara, en jeg sagði ekki hvar hann var“. Hún kipraði augun. „Tuttugu og fimm hundruð dollara“, endurtók hún. „Þú ert sannkallað flón. Úr því að þú bauðst honum svo mikið, þá hefir Sagurs undir eins vit- að að þú hafðir Atticus fal- inn. Sennilega hefir hann veitt alt upp úr þjer.“ John leit til Pittridge eins og hann vænti sjer hjálpar frá honum, en Jenny beið ekki eftir því. Hún sagði áherslu- laust en með nístandi rödd: „Þú hefir svikið mig, John. Þú hefir eigi aðeins svikið þenrian veslings flóttamann, sem leitaði á náðir okkar, held ur hefir þú svikið mig. Jeg hjet honum því að hann skyldi vera óhultur. En þú hefir brugðist honum og nú verður hann barinn! til bana með hnútasvipum. Þú sveikst það loforð, sem jeg hafði gefið og þú sveikst mig. Aldrei skal jeg fyrirgefa þjer þetta, John, aldrei“. * 1 Og svo fór hún, en John kom engu orði fyrir sig. Eftir nokkra stund tók Pitt- ridge í handlegginn á John og sagði í huggunarrómi: „Þetta lagast. Hún hefir átt- að sig áður en hún kemur heim“. John kinkaði kolli. „Auðvitað, þetta jafnast“, sagði hann. Tíundi kafli. John þótti sannarlega vænt um bað að vera laus við Attic- us. Og hann vonaði það að Jenny mundi brátt renna reið- in eins og áður. Hann gat ekki ásakað sig fyrir neitt annað en það að hafa verið of ein- faldu.r, svo að Sagurs giskaði á hið rjetta. Hann fór heim um miðjan dag og bjóst við því að sættast við Jenny. Drengirnir komu á móti hon- um í hóp og sögðu honum þessi stórtíðindi, að Atticus væri farinn. Og svo urðu þeir allir samferða inn í stofu þar sem Jenny var. John ætlaði að heilsa henni með kossi, en hún rjetti honum vangann kulda- lega. Dan, sem var elstur, fannst að hann þyrfti að segja pabba sínum frá öllu, sem gerst hafði. „Jeg var inni í hlöðunni hjá Pat þegar Mr. Sagurs kom þar inn. Hann kallaði undir eins: Atticus, þrjóturinn þinn, komdu undir eins niður af loft inu“. Jenny sagði blátt áfram: „Dan, jeg skal þvo munninn á þjer með sápu fyrir það að tala svona“. En Dan skeytti því engu. Hann hjelt áfram: „Og Atticus gengdi undir eins pabbi. Hann kom í spretti niður úr hlöðuloftinu og hróp aði: Lof sje guði. Lof sje guði. Nú fæ jeg að fara aftur heim til Savannah. Alt of kalt fyrir Atticus hjer. Og svo fjell hann á knje og greip hönd Sagurs og Sagurs sagði: Jeg skal láta þig fá hitann í haldinu, stroku hundurinn þinn. En hann var ekkert reiður og Atticus hló og sagði: Já, gerið þjer það. Blessaðir gerið þjer það“. John kímdi og leit á Jenny. „Mjer heyrist á þessu að Atticus hafi verið feginn að fara“, sagði hann. Hún leit á hann nístandi augum, svaraði engu en sagði: „Komdu Dan“. Dan fór að væla: „Æ, mamma, jeg var bara að segja pabba hvað þeir sögðu“. Hún sagði ekkert meira en gekk upp stigann. Dan þorði ekki annað en fara á eftir henni, en var altaf að afsaka sig. John og hinir drengirnir horfðu á eftir þeim. Þegar þau komu niður aft- ur var Dan fölur og útgrát- inn og hann hafði enga lyst á mat. Hann sat dapur og nið- urlútur við borðið á meðan hin mötuðust, og það lagði slíkan nístandj kulda af Jenny að eng inn sagði neitt. BERGUR JÓNSSON | Málflutningsskrifstofa | I Laugavcg 65. Sími 5833. i Heimasími 9234. B t 9 O I 1 uifia NJOSNÁRARNIR Eftir M. CATHCART BORER 1. Hedley-fjölskyldan tvístraðist, þegar stvrjöldin braust út. Þau höfðu öll búið í Kairo. Faðirinn, Hedley hershöfð- ingi, fór þegar í herinn. Skólanum, sem börnm höfðu gengið í, var lokað. Drengirnir, Lance og Dick voru sendir til Höfða- borgar, en stúlkurnar, sem báðu þess mjög innilega, að verða ekki sendar aftur til Englands, fengu kennslukonu og voru kyrrar hjá móður sinni í Kairo. - Nú var eitt ár, síðan þetta skeði. Lance og Dick voru á leiðinni til Kairo í flugvjel, þar sem þeir ætluðu að dveljast í heilan mánuð hjá fjölskyldu sinni. „Skyldi pabbi geta tekið á móti okkur,“ sagði Lance, þeg- ar þeir nálguðust flugvöllinn. „Því trúi jeg varla,“ svaraði Dick. „Þeir hljóta að vera énnum kafnir um þessar mundir. Það virðist að vísu ekkert merkilegt vera að ske-------en annaðhvort erum við eða andstæðingarnir að undirbúa eitthvað." „Fimm mínútur þangað til við lendum,“ var nú kallað. Dick og Lance góndu báðir út um gluggann á flugvjelinni til þess að vita hvort þeir myndu ekki kannast við eitthvað i tilbreytingarlausu landslaginu. „Egyptaland er ömurlegt land,“ sagði Dick alt í einu. — „Fljót, lítill ræktaður landskiki sitt hvoru megin — síðan ekkert nema eyðimörk." En nú var ekki tími til heilabrota nje heimspekilegra hugleiðinga um landslag, því að flugvjelin lenti á næsta andartaki. „Þarna eru þeir,“ heyrðu þeir Joan hrópa. „En hvað þeir hafa stækkað! Þeir eru alveg eins og fullorðnir karlmenn!1* Dick og Lance stukku nú út úr flugvjelinni, heilsuðu móð- ur sinni og systrum, sem tóku farangur þeirra og ljetu spumingunum rigna svo ört yfir þá, að þeir fengu ekkert svigrúm til þess að svara þeim. „Pabba þótti mjög leitt að hann skyldi ekki geta komið 1il þess að taka á móti ykkur, drengir“, sagði frú Hedley loks. „En það reyndist ómögulegt fyrir hann að fá orlof. Hann er í Alexandríu." „Er eitthvað að ske þar?“ spurði Lance. „Það veit enginn,“ flýtti móðir hans sjer að svara. Góð öryggisráðstöfun, ★ — Það er eitt gott við sjálf- hælinn mann. Hann er ekki altaf að tala um nágrannana. ★ Tveir írar voru að æfa sig í hergöngu. Annar þeirra var nýliði og kunni lítið til listar- innar. Hinn fór því að kenna honum. „Þegar jeg segi: stanz ið“, sagði hann, „þá áttu að færa fram fótinn, sem þú stíg- ur á jörðina, að fætinum, sem er á lofti, og standa síðan al- veg hreyfingarlaus, þar til þjer er aftur sagt að fara af stað“. ★ Af einhverjum misskilningi gisti maður einn, sem kom til London, á gististað, sem fræg- ur var fyrir næturskemtanir sínar. Hann ljet sjer þetta þó vel lynda, en gekk þó snemma til hvíldar. Árla næsta morg uns var hann á fótum og fór niður í veitingasalinn. Klukk- an var þá átta. Kom honum það dálítið spánskt fyrir sjón- ir, að þjónarnir voru að ryðja af borðum, en bað þó um kaffi, bacon og egg. „Því miður, herra“, sagði þjónninn, „við afgreiðum morg unverð ekki svona seint, ekki eftir kl. 7“. ★ Liðsforingi kom inn í veit- ingahús og bað um uxasteik. Eftir tíu mínútna bið kom þjónninn aftur til hans með smákjötstykki á diski, kartöfl- ur og annað, sem við á. Her- maðurinn rannsakar kjötið að því er virðist nákvæmlega og segir síðan: — Já, þetta er ein mitt eins og jeg vil hafa það. Látið mig hafa svolítið af þessu. ★ Gamall maður (sem var að < ráfa viltur í Lundúnaþokunni, en heyrði fótatak fyrir fram- an sig): — Getið þjer sagt mjer, hvert jeg er að fara? Rö.dd úr myrkrinu: •— Já. þjer eruð á leið í ána, jeg e*. að koma þaðan. BEST AÐ AVGLÝSA I MORGUNBLAÐUW '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.