Morgunblaðið - 07.07.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1948, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Miðvikudaginn 7. júlí 1948* KENJA KONA ('Cftir Í3en ^Ameé Uluimá 121. dagur þjettaðir með mosa. — Rúmin voru búin til úr fjölum og lauf og gremar sett ofan á þær. Þar sváfu mennirnir hlið við hlið. Svefnstofa, eld'nús og borðstofa var allt undir sama þakinu. Áður en skógarhöggsstöðin var tilbúin, komu síðustu bátarn -Ii með mataríorðann, hveiti, baunir, svínakjöt, kartöflur, kaffi, te og síróp. John hafði var að skógarhöggsmennina við því áður en hann rjeði þá, að þeir inundu ekki fá romm í skógar- höggsstöðinni. Síðast voru bygð hús yfir uxana. Þegar kólnaði i veðri og ána íót- að leggja komu hópar skógarhöggsmanna frá Aíoosehead, sem .höfðu far ið - síð asta spölinn á ísnum. Vegalagn ingin norður að ánni var langt komin. Dan og Mat unnu með mönnunum við að ryðja veginn, höggva trje og fylla upp í mis- jöfnur. Þegar allir mennirnir voru komnir, sem ráðnir höfðu verið við skógarhögsstöðina. hófst vinnan fyrir alvöru. Dan horfði á þegar fyrsta trjeð var höggv ið. Greinum hafði verið safnað saman í hrúgu þeim megin sem trjeð átti að íalla, svo að það brotnaði ekki við fallið. Síðan var það höggvið og ýtt á það með öðrum bol. Trjeð titraði og skafl, þangað til það brast og fjell niður með þungum dynk svo að jörðin hristist undir fót tim Dans. Sumir mennirnir tóku svo til við að höggva af þvi greinarnar, aðrir hjuggu af því toppinn og enn aðrir flettu af 4^ví berkinum. Dan horfði á, þegar trjenu var velt upp á sleðann, og sex uxar 4þgðu af stað með það eftir ísi- 4ögðum veginum niður að ánni. fíonum fannst ótrúlegt, að ux- arnir kæmu sleðanum úr sporun um. Hann mældi trjeð. Það var tuttugu og eitt fet að lengd. híiðri við ána var það höggvíð 4-fjóra parta og þeir látnir liggia þar til vorsins. í leysingunum var það svo látið fljóta niður eftir ánni. Dagarnir voru tilbreytingar- 'fausir í skógarhöggsstöðinm, -fíver dagur leið öðrum líkur. En við og við skeði þó eitthvað il tiibreytingar. Einu sinni fundu fjeir skógarbjörn í híði sínu og drápu hann. Annars veiddu þeir dýr í skóginum til matar, ann aðhvort kanínur eða dádýr. Stundum heyrðist í úlfum, og enða þótt Dan sæi aldrei úlf, sögðust sumir mannanna hafa sjeð til þeirra. Einn maður að tiafni Jeff Hazard fórst af slys förum um veturinn. Hann var að flytja sleða niður að ánni, en f jell og varð undir sleðanum. Þetta skeði í um það bil mílu ijarlægð frá skógarhöggsstöð- inn, svo það leið dálítill tími þangað til hans var saknað. Þá fóru menn að leita að honum. t íann' var með lífsmarki, þegar þeir fundu hann, en hann ljest skömmu seinna. Þetta var eina dauðaslysið um veturinn. Dan fjell vinnan vel. Honum fannst líka gaman á sunnudög um, þegar menrárnir sváfu fram eftir deginum, gerðu við fötir sín eða gengu út í skóginn sjer til skemmtunar. Sumir fóru líka að veiða eða líta eftir gildrun- um, sem þeir höfðu sett upp í skóginum. En ef veðrið var vont voru allir inni í kofunum og gerðu sjer eitthvað til gagns. Stundum voru sagðar sögur og stundum sungu allir hástöfum furðanlega samhljóma röddurn. Síðasta mánuðinn ljet John Dan fara með alla stjórn í öðr um helming skógarhöggsstöðv- arinnar. Það var í fyrsta sinn, sem Dan stjórnaði verki, en mennirnir vissu, hvað þeina verk var og leystu það af hendi, og Dan hafði vit á því, að skipta sjer ekki of mikið af því. John var í burtu í þrjár vikur, og þeg ar hann kom aftur var Dan staddur úti í skóginum með skógarhöggsmönnunum, svo Dan hitti hann ekki, fyrr en um kvöldið. John hafði þá he.vrt, að mennirnir voru ánægðir með . st jórrthans......... „Þú hefur staðið þig vel, Dan“ sagði John. „Vinnan hefur geng ið vel og mennirnir eru ánægðir. Mjer þykir vænt um það, son- ur“. ! „Það er ekki mjer að þakka“, sagði Dan. „Jeg hef ekki hert á þeim, eða skipt mjer neitt af þeim. Jeg hjálpaði bara til, þar sem jeg gat. Þeim hefði gengið alveg eins vel án mín“. „Þá hefir þú lært fyrsta atriðið í því að stjórna vel. Þjer hefur lærst að láta afskiptalaust það sem er sæmilega gott“. Þennan vetur hafði verið lítil snjókoma, svo að skógarhöggv;ð gekk ekki eins vel og skyldi. Samt var kominn furðu stór hlaði af furutrjám á árbakkann. John skýrði fyrir Dan allan nauðsynlegan undirbúning und ir flutninginn. Fyrst þurfti að fleyta timbrinu niður eftir þver ánni, áður en hægt var að koma því í aðalána. Dan ljet menn- ina höggva skoru í ísinn. Skor an var nógu breið til þess að þrír eða fjórir bolir gátu flotið þar hlið við hlið. Á hverjum degi var skoran höggvin breið- ari niður ána. Það var mjög erf itt verk að koma bolunum niður í skoruna. Mennirnir voru með stjaka og kaðla og stóðu stund- um heilu dagana í ísköldu vatn inu upp í mitti. Mat hjálpaði tii við þetta verk en Dan örfaði mennina og tók í, þegar erfiðast gekk. Fjöldi manna tók við bol unum, þegar þeir komu niður í aðalána og ýttu þeir áfram nið ureftir. Þannig fikraðist hópur inn áfram í áttina til B&ngor. Allir mennirnir voru kátir og glaðir með vetrarkaupið í vas- anum. John og synir hans voru síðastir og fylgdust með öllum hindrunum og hvernig þær voru yfirbugaðar. Dan naut hverrar klukkustundar. Hann reyndi að kannast ekki við það fyrir sjálf um sjer, að hann kveið fyrir því að koma heim. Hann rcinnti sjálfan sig á það, hve góð og blíðlynd móðir hans hafði verið áður og hve glöð hún mundi verða að sjá þá aftur. En samt kveið hann meira með degi hverjum fyrir því að hitta hana, kveið fyrir þv: að búa undir sama þaki og hún og hlusta dag lega á illyrði hennar og ólund. Þegar þeir komu til Old Town hittu þeir Bill Hale. Hann sagði þeim frá nýju tæki, sem Joe Peavey hafði búið til. Það var dráttarvjel, sem hægt var að hreyfa upp og niður í staðinn fyrir að áður var aðeins hægt að sveifla henni fram og aftnr. „Þetta er sú sniðugasta drátt arvjel, sém jeg hef nokkurn tíman sjeð“, sagði hann. , Mjer þætti gaman að sjá þann bol, sem mennirnir ykkar gætu ekki flutt með her.ni“. J Þeir dáðust mjög að þessu nýja verkfæri. og John viður- kenndi, að þetta mundi gera timburflutninginn miklu auð- 'veldari. I Old Town leigðu þeir nýjan hóp manna til að stjaka timbrinu það sem eítir var leið- arinnar. Dan fannst faðir sinn breytast, eftir því sem nær dró Bangor. Hann var þöglari, og ekki eins kátur og ólgandi af lífsfjöri. Dan var að velta því fyrir sjer, hvort móðir hans væri orðin ánægðari með lífið, hvort henni mundi þykja gaman að sjá þá aftur, og hvort hún væri frísk. En suðvitað var hún j frísk. Will hefði ábyggilega sjeð um, að hún færi vel með sig. Það voru nú liðnir átta mánuðir síðan hann hafði sjeð hara. Margt gat hafa skeð á þeim tíma. Loksins gengu þeir upp á göt una, sem lá að húsinu. Mat oá hana fyrst. „Þarna er mamma“, kallaði hann. „Hún er að vinna í garðinum“. Mat kallaði til hennar og Dan tók til fótanna og hljóp inn í garðinn. Hún stóð og beið og hreyfði sig ekki. Dan fannst hún vera orðin minni, gagnsærri og hrukkóttari. Paugarnir undir augum hennar voru orðnir dökk bláir. Hann greip hana í faðrn sjer, lyfti henni hátt upp og kyssti hana. „Æ, Dan, þú þarft að þvo þjer“, sagði hún. Mat kyssti hana líka og John lagði hand- legginn utan um hana, en Dan sá, að hún sneri sjer undan. „Þið þurfið allir að fara í bað“, sagði hún lágri rólegri röddu. Þeir gátu ekki sjeð neina gleði hjá henni yfir heimkomu þeirra. Enginn þeirra sagði neitt. Dan átti bágt með að leyna vonbrigð um sínum. „Það er gaman að sjá þig aftur, mamma", sagði hann loksins. , Mjer sýnist þú svo hress. Sýnist þjer það ekki pabbi? Hvar ei Will?“ „Will?“, endurtók hún. Það var eins og hún rjett kannaðist við nafnið. „Will? Já, Will, hann er farinn“. Þeir störðu allir a hana undrandi og skelfdir á svip. Hún sagði, að Will hefði farið eitthvað vestur á bóginn til þess að verða læknir. Hún sagði að hann hefði tilkynnt henni þessa fyrirætlun sína allt í einu og búið sig í skyndi og farið. „Hann ráðgaðist ekkert um það við mig“, sagði hún. „Hann tók sjer far með skipinu, sem fór til Boston. Það var fyr ir mánuði síðan. Jeg hef ekkert heyrt frá honum síðan“. Þar með var ánægjunni yfn heimkomunni lokið. Brottför Wills bar þess greinilega merki, að þolinmæði hans hafði alveg verið á þrotum. En það var ekki aðeins það, að Will var farinn, sem gerði heimkomuna svo dap urlega, heldur einnig það, að , framkomu Jennyar bar enn meira en áður á reiði og gremju sem aðeins var hægt að linna með grimmd og sársauka. Eftir orð hennar var ekki hægt að minnast neitt meira á Will. ,,En hvað er að frjetta af Tom?“, spurði Dan eftir nokkra þögn. BEST AÐ AVGLfSA 1 MORGVlSBLAÐim Gesturinn hvíti Gömul saga frá Afriku. 7. Það er hægt að ímynda sjer undrun hirðmannanna og alls fólksins, þegar þessi skrýtna vera tók litla dós fram úr skinni sínu, opnaði hana, tók dálítið ryk milli tveggja fingip og tróð því upp í nasirnar. Allir umhverfis skellihlógu, þeim fannst þetta stórfurðu- legasta sem apinn hafði gert og þeir báðu hann um að gei a þetta aftur. Alltaf var útlitið að verða verra og verra fyrir veslings mangarann, en þar sem honum skildist nú, að sendimenn verða oft fyrir óheppilegum atvikum, ef þeir ætla sjer að v-inna vel fyrir ríki sitt, ákvað hann að verða við tilmælum svertingjakóngsins og taka hárkolluna af sjer. Það varð grafarþögn allt í kringum hann, þegar hann greip hátíðlega í háí kolluna og lyfti henna frá höfði sier. Kóngurinn og ráðið, konurnar og hermennimir, allir urðu mállausir af undrun Þarna hafði gerst það, sem enginn hafði trúað að væri mögulegt, að losa sig við hluta af höfðinu og hárið. Nú hugsaði Surtur kóngur, að allt væri mögulegt. I-Iann Ijet túlkinn biðja Kraka um að taka af sjer höfuðið, eða handleggina eða fæturnar. Og þá loksins fór veslings Kraki að skilja, að negrarnir hjeldu alls ekki, að hann væri mennskur maður, heldur einhverskonar undarlegt dýr, sem gæti leikið ýms undarleg töfrabrögð. Og nú skildist hor.um, að negrarnir myndu ekki gera verslunarsamning við veru sem þeir hjeldu, að væri skynlaus skepna. Þessvegna reyndi hann nú allt, sem hon- um datt í hug til þess að gera þeim skiljanlegt, að hann væri maður eins og þeir. Hann sýndi þeim, að litskrúðið, sem var utan á honum var aðeins föt, sem ekki tilheyrðu líkamanum og hann klæddi sig úr hverri spjör og síðan máttu þeir þreifa á handleggjum hans og höfði til þess að sannfæra sig um, að það væri fast, alveg eins og á þeim, að það væru hlutar líkamans. Loks mælti Surtur kóngur: Jeg sje það nú, að þú og bræður þínir eru menn eins og við. En við viljum ekki eiga nein skipti við ykkur. Þið eruð hvítir eins og hinn illi andi. Síðan leyfði hann Kraka kaupmangara að fara burt í friði, en lítið varð úr viðskiptasambandinu. SÖGULOK. — Hatturinn minn fauk. Þú ver§ur að sleppa mjer og Iofa mjer að ná í hann. — Jeg held nú síður. — Þú myndir nota tækifærið og hlauna burtu. Jeg næ sjálfur í hattinn, þú getur beðið hjer á meðan. ★ Sægarpur var að segja hetju sögur af sjer, eins og þeim er títt, sem lengi hafa verið í sigl- ingum. —- Jeg skal segja ykkur, pilt- ar, sagði hann, einu sinni komst jeg í hann krappann. — Skipið brotnaði í spón undan Spánar- ströndum. Jeg, skipstjórinn og tveir farþecar komust í einn björgunarbátinn. Og þá var nú tekðí á, maður, tíu árum síðar mátti sjá áratogin í sjónum. ★ Ur skólastílum: — Píramídarnir eru fjallgarð ur milli Frakklands og Spánar. — Lindberg er höfuðborgin í Þýskalandi. — Don Juan er borg í Vestur- Indíum. — Aðalútflutningur Dana er þjónustufólk. — Sólin sest aldrei í Rússa- veldi, vegna þess að það er í austri, en sólin sest allt af í vestri. — Virginía var móðir Wilsons Bandaríkjaforseta. — Hún var einnig kunn fyrir móðursýkis- köst sín. ---Jakob, sonur Isaks, stal fæðingarblett bróður síns. Mamma, fljúga allir engl- ar' — Já, hversvegna spyrðu? — Vegna þess, að jeg heyrði pabba kalla vinnukonuna engil. Flýgur hún líka? — Já, hún skal fá að fljúga bráðum. — Maðurinn yðar drekkur of mikið sterkt kaffi, sasði læknir inn, bjer megið ekki láta hann fá það. Hann verður æstur af því. — Já, en læknir, þjer ættuð bara að vita, hve æstur hann verður, ef hann fær veikt kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.