Morgunblaðið - 22.08.1948, Síða 3
Sunnudagur 22. ágúst 1948.
MORGTJISBLAÐIÐ
» 1
Bitdómnr Guðmundar Kjartanssonar um
Heklubók Guðmundar Einarssonar frd
!. útg. af
Miðdol
Hjer birtist ritdómur Guðmundar Kjartanssonar, jarð-
frœðings, um 1. útgáfu af Heklubók Guðmundar Einars-
sonar. Er prentaður upp úr ý. hefti af 17. árgangi Nátt-
úrufrœðingsins. Er hann birtur hjer samkvœmt tilmœlum
G. K., svo lesendum blaðsins gœfist kostur á að kynnast
fmí, sem Guðm. Einarsson var að svara hjer í blaðinu á
dögunum.
Vegna þess hve ritdómurinn var langur, hefur nokkuð
verið felt úr honum hjer. En allt það, sem Guðm. Einars-
son gerir athugasemdir við t grein sinni, er birt hjer
orðrjett.
Ritstj.
Ritdómur Guðmundar Kjart-
anssonar um 1. útg. aí Heklu-
bók Guðmundar Einarssonar,
tekinn upp úr Náttúrufræðingn
um, 4. h. 17. árg.
Vegna þess, hve ritdómurinn
er langur, hefur nokkuð verið
fellt burt úr honum. En allt það,
sem Guðm. E. gerir athuga-
semdir við í grein sinni, er birt
orðrjett.
Guðmundur Kjartansson:
RITFKEGN
Heklugos 1947 eftir Guðm. Ein-
arsson frá Miðdal og Guðm.
Kjartansson. — Reykjavík 1947,
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð-
jónssonar.
Bók þessi kom út snemma í
desembermánuði og var auglýst
með óvenju mikilli viðhöfn.
Daginn áður voru frjettámenn
útvarps og blaða boðnir á fund
,,annars“ höfundarins, og þeir
ljetu sannarlega ekki undir höf-
uð leggjast að segja frá tíð-
indunum og hældu öllu, bæði
bókinni og Guðmundunum.
Jeg rak upp stór augu dag-
inn eftir, er jeg sá frjettirnar
og auglýsingarnar í dagblöðun-
Um: Þarna var þá komin út
bók eftir mig, meira að segja
góð bók, án þess að jeg hefði
hugmynd um, að hennar væri
von! Raunar var jeg ekki einn
talinn fyrir bókinni, svo var
að sjá, sem við Guðmundur
Einarsson ættum svipaðan þátt
í henni.
Jeg skal nú í stuttu máli
skýra, hvern þátt jeg á í þessari
bók.
Skömmu eftir að Heklugosið
hófst, var auglýst í öllum dag-
blöðum í Reykjavík, að í ráði
væri að gefa út bók með mynd-
um af Heklugosinu og myndu
þeir Guðmundur Einarsson,
Pálmi Hannesson, Sigurður
Þórarinsson og Guðmundur
Kjartansson skrifa í hana hver
sinn kafla, en ágóði af sölu
skyldi renna til þeirra, sem biðu
tjón af völdum gossins. Guðjón
O. Guðjónsson skyldi annast út-
gáfuna, og eitthvað var Rang-
æingafjelagið í Reykjavík
einnig við þetta riðið. Jeg var
fyrir austan fjall, þegar þessi
auglýsing birtist, og mjer var
ekki sýnd hún fyrr en löngu
síðar. Jeg hirti hana ekki því
miður, og er efni hennar birt
hjer eftir minni. Ekki hafði jeg
heyrt getið einu orði þessarar
fyrirhuguðu bókar, og því síð-
ur hafði nokkur maður beðið
mig um að skrifa í hana, þeg-
ar auglýsingin var birt. Ekki
hef jeg heldur verið beðinn um
það síðar, að því undanskildu,
að seint í sumar eða í haust
hringdi Sveinn Sæmundsson til
mín á vegum Rangæingafjelags
ins og mæltist til að fá efni í
bókina, ljet sem sjer kæmi ó-
kunnuglega fyrir, að jeg hefði
ekki tekið að mjer að skrifa í
hana. En jeg sagði honum sem
var, að enginn hefði beðið mig
þess, og það með, að jeg myndi
aldrei skrifa einn stafkrók í
þessa bók. Við það hef jeg stað-
ið.
í nóvembermánuði hringdi
Guðjón Ó. Guðjónsson til mín.
Hann sagði mjer, að nú ætti
bráðum að koma út bók um
Heklugosið eftir Guðmund Ein-
arsson, og bað mig leyfis að taka
mætti upp í hana kafla úr
Heklubók minni, Árbók Ferða-
fjelags íslands 1945.
Jeg taldist undan í fyrstu,
þóttist nú ekki eiga aðstandend-
um þessa útgáfufyrirtækis neitt
upp að unna, þeir hefðu með
auglýsingu sinni í vor hermt
upp á mig loforð eða a. m. k.
vilyrði, sem jeg hafði aldrei
gefið og hefði ekki getað efnt,
og með því gert mig að svik-
ara í augum þeirra, sem trúa
því, sem í blöðunum stendur.
En jeg hjelt nú (og held raun-
ar enn), að þetta hefði fremur
verið frumhlaup og óviljaverk
en hrekkur og bæri ekki að
erfa það, og þegar Guðjón benti
mjer á, að ágóði af bók Guð-
mundar Einarssonar ætti að
renna til þeirra Rangæinga, sem
tjón hefðu beðið af Heklugos-
inu, gat jeg ekki synjað leyfis,
því að Rangæingar heima í
hjeraði eru alls góðs maklegir
af mjer. Jeg tók þó skýrt fram
í símtalinu — og þeirra orða
minnist Guðjón Ó. Guðjónsson
enn — að það, sem upp yrði
tekið úr bók minni, skyldi birt
innan tilvitnunarmerkja og
heimildarinnar (Árbókar F. I.)
getið í hverjum stað. Jeg hafði
skilið svo, að Guðmundur Ein-
arsson ætlaði að vitna í bók
mína sem fræðirit, annaðhvort
í gagnrýni skyni eða til upp-
fyllingar því, sem hann hefði
sjálfur að segja. Og myndi jeg
raunar láta óátalið, þó að slíkt
væri gert leyfislaust.
Af þessu ætti að vera ljóst,
að jeg á engan þátt í þessari
bók og hef ekki skrifað einn
stafkrók í hana. Það er rangt,
sem stendur á titilblaðinu, að
jeg sje annar höfundur henn-
ar ....
Um kaflann, sem tekinn er
upp úr Heklubók minni (Ár-
bók F. í. 1945, bls. 137—148),
er þess hvergi getið, hvaðan
hann sje tekinn, og því síður
er hann birtur innan tilvitnun-
armerkja......
Nýjasta bók Guðmundar Ein-
arssonar, Heklugos 1947, skipt-
ist í þessa kafla: I. Heklugos
1947 — Frá ferðum : ííFjalla-
manna“. (bls. 5—40)", II. Úr
sögu Heklu—Heklugos (bls. 41
—55, uppprentun úr Árb. F.Í.),
lituð ljósmynd eftir Halldór E.
Arnórsson'og 48 ljósmyndir aðr
ar, prentaðar á myndapappír,
ein á síðu. Þá er úrdráttur á
ensku úr I. og II. kafla, gerður
af Bjarna Guðmundssyni (bls.
105—130) og loks efnisyfirlit
og skrá yfir höfunda ljösinynd-
anna. Bókin er í drjúgum
stærra broti en Náttúrufræð-
ingurinn, en þó miklu minna
lesmál á blaðsíðu, því að spássí-
ur eru miklar og letur stórt. Á
kapítulaskiptum eru hressilega
teiknaðar vinjettur eftir G. E.
og flúraðir upphafsstafir.
Að undan skildum skýringum
undir myndum er kafli G. E.
(bls. 5—40) hið eina frum-
samda lesmál í þessari bók ....
Á bls. 8 lýsir höf. Heklu
sjeðri „úr Skúmstungum við
Þjórsá ofanvert við Búrfell og
Stangarháls.“ Skúmstungur eru
raunar ofanvert við Sandafell,
og það er aftur um 15. km veg
inn af norðurenda Búrfells.
Stangarháls mun hvergi vera
til á þessum slóðum, en höf. á
sennilega við Stangarfjall. Það
er ekki mjög langt frá Skúms-
:
tungum en þó er þar Sandafell
á milli, svo að enginn .kunnug-
ur maður myndi komast svo að
orði, að Skúmstungur væru
„ofanvert við“ Stangarfjall.
Sú lýsing á útsýni til Heklu,
sem fer á eftir staðsetningu
Skúmstungna, er mjög skáldleg
en afar torskilin. A. m. k. hef
jeg ekki getað skilið hána, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir og að-
stoð málfróðra manna. í því
panórama kemur Gráfell við
sögu. En Gráfell sjest alls ekki
úr Skúmstungum nje neinum
■þeim stað, sem ætla má, að G.
E. haldi vera Skúmstungur.
Á bls. 10 hefur G. E. það
fyrir satt, að Heklugosið hafi
byrjað um stundarfjórðungi fyr
en það byrjaði í raun og veru
Heimildarmaður er Alexander
nokkur „að“ Djúpadal.. Hann sá
Heklu skafheiða og misfellu-
lausa um morguninn ^9. mars,
áður en gosið hófst. Leit
hann þá á armbandsúr um leið
og hann spennti það á úlnllð-
inn. Var það borið saman við
símaklukku á Hvolsvöllum
kvöldið áður, reyndist þá klukk
an 6,20.“ Eftir setningaskipun
og lestrarmerkjum segir raunar
í þessari klausu, að kl. 6,20 hafi
úr Alexanders verið borið sam-
an við símaklukku. En það er
út af fyrir sig svo lítil tíðindi,
að ekki er að efa, að G. E. á
við hitt, að á þessum tíma hafi
Alexander litið út um gluggann.
Þann skilning staðfestir enn
fremur enska þýðingin (bls.
107). H. u. b. 2 mín. síðar hófst
gosið samkv. þessari heimild.
— Þess má geta, að næsta síma-
stöð við Djúpadal er á Hvols-
velli (ekki „Hvolsvöllum“. Eng-
inn bær með því nafni er til í
Rangárþingi).
Á bls. 13: „Án mælinga var
hægt að ákveða, að á fyrsta
klukkutíma gossins hafði hið
fræga eldfjall orpið gosfleygum
sínum upp yfir gufuhvolf jarð-
ar.“ Minna mátti nú gagn gera!
— Dýpt gufuhvolfsins skiptir
hundruðum kílómetra, en hæð
gosmakkarins varð þó aldrei
nema um 27 km. Gáum aftar í
bókina og sjáum, hvernig þetta
útleggst á ensku: „.... the
venerable old volcano had belc-
hed its smoke rigth out of the
atmosphere.“ Var nú ekki nóg
að prenta þetta á íslensku? Þarf
að auglýsa á fjöllesnustu tungu
mannkynsins mestu vitleysurn-
ar í íslenskum bókmenntum?
Þessi staðhæfing, að gosmökk-
ur Heklu hafi náð upp úr gufu-
hvolfinu, er endurtekin á næstu
blaðsiðu og aftur snúið á ensku.
G. E. vill vissulega ekki draga
úr mikilleika þeirra fyrirbæra,
sem hann segir frá, en þessi
skissa hans stafar þó ekki af
metnaði nje gorti, heldur af því,
að hann veit ekki, hvað gufu-
hvolf er, ruglar því saman við
trópósferuna, sem er hið neðra
lag gufuhvolfsins og nær h. u. b.
10 km. upp frá jörðu, en þar
fyrir ofan tekur við stratósfer-
an.... Þessi misskilningur um
gufuhvolfið, sjest af því, að ann-
ars staðar í bókinni er hæð gos-
makkarins (rjettilega að kalla!)
talin 25 km.....
Á bls. 15: „Þegar gamla Næf-
urholt eyddist, var hitinn frá
hraunstraumnum svo mikill, að
þekja baðstofunnar sviðnaði.
Selsundsbærinn var nálega um-
flotinn hraunstraumnum. Allar
uppsveitir Rangárvallasýslu ör-
foka.“ — Gamla Næfurholt
eyddist í Heklugosinu 1845, er
hraun rann þar heima á tún. En
ekki veit jeg, hvaðan G. E. kem-
ur sú viska, að baðstofuþekjan
hafi sviðnað af hitanum. Hitt
veit jeg, að það er ekki satt. Og
það ætti G. E. að vita líka. Hin
afbragðsgóða kvikmynd, sem
hann hefur tekið af hraungosi
og hraunrennsli ,sannar, að
hann hefur komið mjög nærri
rennandi hrauni. Óbrunninn
kom hann þaðan og lítt sviðinn
eða ekki. Sú reynsla hefði átt
að kenna honum, að hiti frá
rennandi hrauni svíður ekki við,
torf, nje gras fyrr en um það
bil, er sjerstaklega heit hraun-
brún fellur yfir þessi efni. En
tættur gamla Næfurholtsbæjar-
ins standa á að giska 100 m. frá
hraunjaðrinum....
Á bls. 27 er komið fyrir furðu
mörgum skekkjum í þremur lín-
um. Jeg leyfi mjer að slíta til-
vitnunina í sundur með athuga-
semdum minum innan horn-
klofa: „Til dæmis óku þeir Hellu
menn og Ragnar Jónsson [Har-
aldur Runólfsson í Hólum var
þó einnig með og þeirra lang-
kunnugastur] annan gosdaginn
[þetta gerðist fyrsta gosdaginn]
alveg upp í Markhlíðirta [þeir
fóru fyrir ofan (norðan) Mark-
hlíð, en ekki upp í hana] að Haf-
urshorni (388 m.) [Hafursliorn
er 368 m. y. sjó samkv. Herfor-
ingjakortinu, en hæð 388 er
miklu innar og nafnlaus] og
gengu upp að hraunstraumnum
[þeir gengu nokkuð áleiðis að
næsta hraunstraum, en komu
ekki að honum. Morguninn eft-
ir kl. 8,45 kom Haraldur fyrst-
ur manna í þessu Heklugosi al-
veg að rennandi hrauni, en þá
voru aðrir menn í för með hon-
um], sem þeir Galtafellsmenn og
Jón Eyþórsson heimsóttu.“ Jón
Eyþórsson og samferðamenn
hans frá GaltaZœfc fóru aðra leið
og komu að öðrum hraun-
straumi en þeir Haraldur. Víðar
í bókinni en á þessum stað er
bærinn Galtalækur uppnefndur
„Galtafell“, en þó sums staðar
kallaður rjettu nafni. — Sjö
línum neðar á sömu bls. er
„spaklega skráð“ (þessu orða-
lagi stel jeg frá G. E., bls. 14):
„Tuttugu metra þykkur og sex-
tán kílómetra breiður hraun-
straumur gefur ímyndunarafl-
inu meira að starfa en gosstrók-
ar sjeðir úr fjarlægð“. Þessu
treystist jeg ekki að mótmæla.
Jeg hef aldrei sjeð sextán kiló-
metra breiðan hraunstraum og
nafni minn varla heldur.
Mestur hluti af grein G. E.
fjallaar um viðburði fyrstu
tveggja eða þriggja viknanna
framan af gosinu, en 5 síðustu
blaðsíðurnar eru eins konar við-
auki, saminn sex mánuðum síð-
ar, um helstu viðburði gossins
í sumar og haust. Þessi viðauki
er ekki síður morandi af mis-
hermum og vitleysum en það,
sem á undan var komið. — Jeg
tek aðeins eitt dæmi, þar sem
feitt er á stykkinu:
„í annan stað er furðulegt,
hvernig hraunbrúnin stöðvaðist
í svokölluðum Kór ofan við
Bjólfell [Milli Kórsins og Bjól-
fells er um 3 km. breitt sljett-
lendi]. Eins og nafnið bendir til,
var helgi á þeim stað [Hvað
skyldi nú benda til þess annaö
en nafnið? Og nafnið gerir það
raunar ekki heldur] og er þar
einn fegursti blettur við Heklu-
hraun, dalkvos vaxin víðikjarri
lágu. Skjólsælt er þar og dásam-
legt [Kórjnn er smákriki milli
hraunbrúnar og móbergsfells.
Allur er hann eitt flag, þakinn
vikri og hraunurð. Ekkert víði-
kjarr er þar, en eitthvað af mjög
lágu og kræklóttu birti vex í
hraunbrúninni ásamt mosa og
lyngi, en litlu grasi]. Þarna hef-
ur áður stöðvast hraun og mynd
ar brúnin háan kamb þversum
milli hlíðanna. Nú stöðvaðist
hraunstraumur, litlu minni [Nýi
hraunstraumurinn er miklu
stærri], rjett á brún gamla
hraunsins (frá 1845) [„Gamla
hraunið“ (Efrahvolshraun)
rann mörg hundruð árum fyrir
1845]. Enginn hraunsteinn valt
fram í Kórinn.“ — Hvoru á nú
að trúa, upphafinu eða endin-
um? Stöðvaðist hraunið í Kóm-
um, eða valt enginn hraunsteinn
fram I kórinn? Hið síðara er
rjett. Þeim, sem heldur fram
tveimur andstæðum, ratast satt
á munn í annað skiptið.
Á ferðum sínum til Heklu hef-
ur Guðmundur Einarsson að öll-
um líkindum sjeð margt það,
sem enginn sá annar, en fengur
væri í að fá að vita um fyrir
Frh. á bls. 8.