Morgunblaðið - 22.08.1948, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. ágúst 1948,
! 6
fH *
Ötg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík..
Framkv stJ.; Sigíús JónssoB.
'utstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðsrm.).
i'rjettaritstjóri: ívar Guðmundasow
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinæssa.
Ritetjórn, aifglýsingar og afgreiðai*
Austurstrseti 8. — Sími 1600
Áskiiftargjald kr, 10,00 á mánuði, fnnaaiands,
í laiisasölu 60 auia etntakið. 75 aura m«*3 L<rsbðk.
kr. 12.00 utanlands.
Eyðilegging
ÞAÐ er ekki aðeins á fundum allsherjarþings Sarneinuðu
Þjó ranna og Öryggisráðsins, sem fulltrúar stórveldanna eru
fundvísir á deiluefni. Á velflestum hinna mörgu ráðstefna,
sem haldnar eru um margskonar málefni rísa harðar deilur
cg togstreitur, jafnvel um smáatriði.
Eitt dæmi þess er útvarpsráðstefnan, sem staðið hefur
yfir í Kaupmannahöfn síðan í júní í sumar. Hlutverk þessarar
ráðstefnu var að ræða og komast að samkomulagi um ýms
útvarpsmálefni, þar á meðal skiftingu bylgjulengda milli út-
varpsstöðva hinna ýmsu þjóða.
Á þessari ráðstefnu hefur farið á svipaðan hátt og á mörg-
um öðrum ráðstefnum, djúptækur ágreiningur hefur risið
milli þjóða Austur-Evrópu og hinna vestrænu lýðræðisríkja.
Fyrst var deilt um fundarsköp ráðstefnunnar. Greindi
menn fyrst og fremst á um það, hvernig haga skyldi atkvæða
greiöslum um mál. Rússar gerðu þá kröfu að til þess að til-
laga teldist formlega samþykt þyrftu allar þjóðir ráðstefn-
unnar að greiða henni atkvæði. Ef einhver ein þjóð greiddi
hinsvegar atkvæði gegn henni skyldi tillaga teljast fallin,
enda þótt ailar hinar þjóðirnar væru henni fylgjandi.
Með því að fá slik fundarsköp samþykkt hugðust Rússar
skapa sjer aðstöðu til þess að hafa öll störf ráðstefnunnar
í hendi sjer. Fyrir þeim vakti bersýnilega að fá þarna neit-
unarvald gjörsamlega hliðstætt því, sem þeir hafa notað til
þess c.ð gera samtök Sameinuðu Þjóðanna svo að segja óvirk.
En þessi tillaga Rússa um fundarsköp var felld. En „lýð-
ræðisvinirnir“ að austan voru ekki af baki dottnir við það.
Þá lýstu þeir því yfir að þar sem tillaga þeirra hefði ekki
verið tekin til greina, gætu þeir ekki talið þessa samþykkt
gilda. Meirihluti ráðstefnunnar taldi málið hinsvegar af-
greitt.
Næsta krafa Rússa var sú að Eystrasaltslöndin, sem þeir
hafa u.idirokað, fengju að hafa sjerstaka fulltrúa á ráðstefn-
unni, jafnvel að finnska Karelína yrði skoðuð sem sjerstakt
riki. Þessar kröfur settu Rússar fram til þess að reyna að
auka a, kvæðamagn sitt á ráðstefnunni.
Ef til vill sýnir fátt betur en framkoma fulltrúa Sovjet-
stjórnarinnar á þessari útvarpsráðstefnu, hversu lítt stefna
kommúnista á skylt við það, sem þjóðir Vestur-Evrópu kalla
lýðræði. Fulltrúar kommúnista stjórnarinnar rússnesku á
alþjóðaráðstefnum geta aldrei sætt sig við það að meirihlut-
inn ráoi eins og tíðkast í öllum lýðræðislöndum. Þeir krefj-
ast þess alltaf að fá neitunarvald, vald til handa örlitlum
minnihluta til þess að koma í veg fyrir að vilji yfirgnæfandi
meirihlut þjóðanna fái að ráða.
Það er þessvegna mjög hæpinn vinningur að þátttöku
Sovjet Rússlands í alþjóðasamvinnu. Kommúnistar líta r.efni-
lega ailt öðru vísi á slíka samvinnu en aðrir. Þá varðar
ekkert um það, hvort tillögur til lausnar vandamálunum
hafa meirihlutafylgi að baki sjer eða ekki. Ef þeir sjálfir
eru. þeim mótfallnir er ólöglegt að samþykkja þær og þá
er Sovjet Rússland ekki bundið af þeim!!
Framkoma Sovjet fulltrúanna á útvarpsráðstefnunni í
Kaupmannahöfn er aðeins lítið dæmi um óskammfeilni
Moskvamanna og fyrirlitningu fyrir lýðræðisreglum. En hún
er í fullkomnu samræmi við hegðun þeirra á öllum þeim
alþjóðaráðstefnum, sem haldnar hafa verið síðan friðarráð-
stefnan í París var haldin sumarið 1946.
Aldrei hafa þjóðir heimsins byggt jafn mikla von á því að
traust samvinna tækist á meðal þeirra um sköpun friðar og
öryggis en einmitt eftir síðustu heimstyrjöld. En þessar vonir
eru farnar að fölna. Hver ráðstefnan á fætur annari hefur
runnið út í sandinn vegna rifrildis um neitunarvald svipaðs
eðlis og fulltrúar Rússa kröfðust á útvarpsráðstefnunni.
Það er sannarlega engin furða þótt sú skoðun verði al-
mennari að kommúnistastjórnin rússneska sje með fram-
komu sinni í alþjóðamálum að vinna markvíst að því að
evðileggja alla viðleitni til þess að byggja upp nýjan heim úr
rústum styrjaldareyðileggingarinnar. Til þess bendir einnig
hin tryllta andstaða kommúnista allra landa gegn viðreisn
yestur-Evrópu á grundvelli Marshalllaganna.
t-ar:
VíLverii ibrifa
ÚR DAGLEGA
LIFINU
Skcmmdarstarfsemi. I
ÞAÐ liggur grunur á, að það
hafi verið fyrir skipulagða
skemmdarstar'fsemi af hálfu á-,
kveðinna manna, að ekki tókst
að ganga frá stofnun fegrunar- |
f jelagsins á afmæli Reykjavikur,
í vikunni sem leið.
Á fundinum komu fram ræðu-1
menn, sem ekki er vitað um, að
hafi borið fegrun bæjarins fyrir
brjósti til þessa, frekar hitt. —'
Þeir voru þarna með fíflalæti;
og billega brandara til þess að:
reyna að gera starfsemi íorystu-
manna fjelagsins hlægilega.
Það má allt af búast við að
slíkir gikkir, eins og hjer voru
á ferðinni stingi upp kollinum.
En áhrifa þeirra gætir ekki
lengi og þeim tekst ekki að;
tef ja fyrir framgangi góðs mál-
efnis til lengdar. Fegrunarfje-
lagið verður stofnað og það á
eftir að láta margt gott af sjer
leiða fyrir Reykjavík og Reyk-
víkinga.
•
Sífellt þversum.
ÞAÐ eru allt af nokkuð margir
menn, sem eru þversum í öllum
fjelagsskap. Til þess liggja ýms
ar ástæður. Stundum er það
vanmáttarkend, sem kemur til
greina, stundum valdafýsn, eða
bara hrein og bein illgirni.
Það er ekki nokkur vafi á, að
það vakir fyrir nokkrum mönn-
um, að reyna að nota hugmynd-
ina um stofnun fegrunarfjelags
ins til þess að ná sjer niðri á
andstæðingum, eða til að upp-
hefja sjálfa sig.
En forgöngumennirnir að
stofnun fjelagsins höfðu og
hafa aoeins eitt takmark og það
er að borgararnir bindist sam-
tökum um að fegra borgina
sína, gera hana fallegri og bjart-
ari borg. .
•
Ekki gegrn — heldur
fyrir.
FEGRUNARFJELAGIÐ á ekki
að nota gegn neinum heldur fyr-
ir borgarana. Það er hinn göfugi
tilgangur þess. Það er nóg til af
fjelögum í þessum bæ, sem
stofnuð eru gegn einhverjum á-
kfeðnum mönr.um og til fram-
dráttar fámennum hópum.
Fegrunarfjelagið á ekki að
verða slíkt fjelag. Það á að
vinna að hag allra borgaranna
og taka íegins hendi þeirri hjálp
sem menn vilja I einlægni láta
fjelagsskapnum í tje til þess að
tilgangi hans verði náð. Það er
sama hverrar trúar menn eru,
hvort þeir eru kaþólskir, eða
mótmælendur, sjöunda dags að-
ventistar, eða úr Filadelfíusöfn-
uðinum. Þeir geta allir orðið
liðgengir í fegrunarfjelaginu og
tilbeðið sinn guð fyrir því.
En. skemmdarverkamer.n hafa
þar ekkert að gera.
•
Iíeflavíkur-
flugvöllur.
ÞAÐ þykir flestum heldur illa
búið að farþegum, sem koma til
Keflavíkurflugvallar með flug-
vjelum. Eins og gengur koma
flugvjelarnar á öllum tímum
dags á Keflavíkurflugvöll, en
þaðan eru engar fastar bifreiða-
ferðir til Reykjavíkur í sam-
bandi við komu flugvjelanna og
kemur fyrir, að farþegar verða
að húka suður frá í margar
klukkustundir til að bíða eftir
að ferð falli með áætlunarbíl,
eða kaupa leigubíl frá Reykja-
vík, sem kostar stórf je.
Þetta hefur mörgum, sem von
er þótt óþolandi ástand og litt
við undandi.
•
Farþegabiðsalur
sæmilegur.
FA RÞEGASALURINN í Kefla-
vík er hinsvegar sæmilegur og
von er á öðrum betri, ef fyrir-
ætlanir Bandaríkjamanna stand
ast um að lokið verði byggingu
hinnar nýju flugstöðvar í sept-
embermánuði eins og ráðgert
hefur verið.
Veitingastofan er einnig stór-
lýtalaus nú orðið, þótt betri
mætti hún vera.
H'vað Iíður
landkynningunni?
OG hvað líður landkynning-
unni þarna suður frá? Hán er
víst jaín lítil og Ijeleg og hún
hefur ávallt verið. Það er ekki
hægt að búast vio að Ameríkan-
ar taki það verk að sjer að
kynna lar.dið og þjóðina þeim
erlendu mönnum, sem á völlinn
koma, en þeir skipta þúsundum
á mánuði hverjum.
Þaö er verkefni, sem Islend-
ingar verða að taka að sjer og
sjá um. Það er víst komið á
annað ár síðan ákveðið var að
setja upp fallegar Ijósmyndir í
íarþegabiðsalinn. Þær eru ekki
komnar enn.
Minjagripasalan er heldur
ekki til fyrirmyndar, því minja-
gripir, sem á boðstólum eru
kosia stórfje og ekki hægt að
búast við að verðið hæfi pyngju
venjulegra flugíarþega.
Geta hænsni lifað
á fslandi?
EINA sögu um fáfræði erlendra
flugfarþega, sem koma til Kefla
víkur kann jeg að segjá.
Það var í maí í vor. Flygvjel
var að koma vestan frá Amer-
íku. Meðal farþega var gömul
kona af finnskum ættum. Eftir
tveggja stunda viðdvöl var hald-
ið áfram til Norðurlanda. Er
flugvjelin var komin upp í loft-
ið sagði gamla konan: — Þetta
er ömurlegt land. En Við feng-
um þó egg að borða. Ætli það
geti lifað hænsni á þessu landi?
Það þykir mjer ekki trúlegt.
Sennilega flytja þeir inn egg
frá Ameríku!!
1 þetta skipti voru íslendingar
í vjelinni til þess að segja gömlu
konunni, að landið væri ekki
eins ömurlegt og hún hjelt eftir
að hafa aðeins sjeð Reykjanes-
skagann úr lofti.
En hvað ætli fari mörg þús.
útlendingar um Keflavíkurflug-
völl, sem engar upplýsingar fá?
I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 1
iiimimimiii
mmmimmmm
immmmmmmimmmii
mmmmmmmmmiiia
Leilað að örfcinni hans Nóa
ÞAÐ hefur lengi verið ein
æðsta von bókstafstrúarmanna,
sem trúa á óskeikulleik þess,
sem "í biblíunni stendur, að
finna leyfarnar af örkinni hans
Nóa. Ef einhverjar slíkar leyfar
fyndust yrði það eitt sterkasta
sönnunargagn, sem þeir hefðu
í höndum sjer um óskeikilleik
biblíunnar.
Suður í Norður Karólína í
Bandaríkjunum er prestur einn
að nafni Dr. Aaron Jacob Smith
kólastjóri biblíuskólans í Green
boro, sem trúir því, að innan
skamms tíma verði hægt að gera
von þessa að veruleika.
Hann hefur sótt um leyfi hjá
tyrknesku stjórninni ög verið
veitt það um að fá að senda
leiðangur upp á fjallið Ararat,
sem er um það bil 4000 metra
yfir sjávarmál. Þar heldur hann
að örkin sje enn.
HVEKJAR ERU LIKURNAR.
Ýms rök, sem Dr. Smith
finnst hníga að því, að örkin
muni vera þarna eru kunn úr
biblíunni, en Dr. Smith hefur
og viðað að sjer athugunum frá
síðari tímum, svo sem sögum
fjallgöngumanna, síðustu alda
um að uppi á háfjallinu sjeu
leyfar af stóru trjeskipi.
Merkilegust er frásögn rann- .
sóknarflokks, sem sendur var i
upp á fjallið 1883. Þeir sögðust;
hafa sjeð einkennilega bygg- j
ingu úr trje á fjallinu. A síð- j
asta tug aldarinnar fór Nouri
prestur í Nestorísku kirkjunni
upp á fjallið og sagðist hafa
sjeð örkina.
Svo var það fyrir skömmu
að rússneskur flugmaður, sem
var á flugi um Kákasusfjöllin,
segist hafa sjeð mikla byggingu
úr timbri á Ararat. Það varð til
þess, að gamall rússneskur flug-
maður, Vladimir Roskovsky,
sem nú er í Bandaríkjunum en
í fyrri heimsstyrjöldinni var
flugmaður í flugliði sarsins fór
að rifja upp fyrir sjer, að einu
sinni, þegar hann var á flugi á j
þessum sömu slóðum, sá hann ’
í fjallinu eitthvað, sem líkt- J
ist stóru skipi.
Auk þess man hann eftir því,
að skömmu síðar sendi rússn-
eska stjórnin rannsóknarleið-
angur, tvær deildir hermanna,
sem fundu skipið. Sögðu þeir,
að það væri á stærð við orustu-
skip, byggt úr Oleander við,
sem aldrei fúnar. Að innan var
því skipt í mörg hundruð smá
klefas sumt var auðsýnileg;
herbergj fyrir menn, en annai
var búr fyrir dýr, Tneð járn
rimlum fyrir. Roskovitsky, seg
ir, að vegna byltingarinnar
Rússlandi hafi þessar rannsókn
ir og þessi fróðleikur fallið
gleymsku.
0 0
EINN SEGIR AÐ ÖRKIN
SJE EKKI TIL.
En tyrkneskur liðsforing:
sem nýlega gekk á hæsta tini
Ararat lýsti því nýlega yfir, a
þar væri engin örk. Því svar
bókstafstrúarmennirnir, að tin;
ar Ararats, sjeu ekki eins o
e'j,nn punktur heldur allstói
svæði og ekki sje hægt að segj
um nema með nákvæmri rann
sókn, hvort örkin sje þar.
Bent er á, að sjerkennileg
sje, að Ararat sje hjerumbi
nákvæmlega jafnlangt fr
Kaspíahafi og Svartahafi.
0 0
SAGAN ER TIL í ÞREMUR
ÚTGÁFUM.
Sagan af Nóa og örkinni e
ekki aðeins í Gamla Testament
inu, heldur er hún einnig þekk
í gömlum babýlonskum sögnur
Framh. á bls. 1: